Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 143. TBL. 96. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is CORNELL CAPA EINHVER ÞURFTI AÐ TAKA ÞETTA AÐ SÉR VÖRSLUMAÐURINN >> 40 FREYR, RÓBERT OG HÖRÐ- UR MEÐ JÖRUND Í FANGI HREPPTU FYRSTA SÆTIÐ >> 18 STUTTMYNDA- SAMKEPPNI FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÓVISSAN í efnahagsmálunum er orðin ráðandi við frágang kjarasamninga. Öll stéttarfélög sem samið hafa í kjölfar kjara- samninganna á almenna vinnumarkaðinum í vetur hafa aðeins samið fram á fyrri hluta næsta árs. Hjúkrunarfræðingar líta svo á að afstaða samninganefndar ríkisins (SNR) í viðræðum við Félag íslenskra hjúkr- unarfræðinga (FÍH) hafi tekið verulegum breytingum eftir undirritun samkomulags- ins við BSRB um helgina. Deilan er hjá rík- issáttasemjara og í gær höfnuðu hjúkr- unarfræðingar tilboði SNR um sambæri- legan samning og ríkið gerði við BSRB og SGS. Samninganefnd FÍH hefur boðað trúnaðarmenn til fundar á fimmtudag. Þar verður fjallað um hugsanlegar aðgerðir til að þrýsta á um samkomulag. Meiri kostnaður fyrir ríkið Innan BSRB er litið svo á að nýi samn- ingurinn feli í sér að kaupmáttur fé- lagsmanna sé varinn og hann gæti aukist á samningstímanum þrátt fyrir verðbólgu- spár. Megn óánægja er með að ekki náðist samkomulag um að vinna gegn kynbundn- um launamun og bæta sérstaklega kjör umönnunarstétta. Skv. heimildum lagði rík- ið fram hugmyndir um 300 milljóna kr. framlag í þessu skyni ef samið yrði til langs tíma. Því var hafnað. Fjármálaráðherra staðfesti í gær að nýgerðir samningar fælu í sér meiri launakostnaðarauka fyrir rík- issjóð en samningarnir sem gerðir voru á almenna vinnumarkaðinum. Enn er ósamið við stóra hópa starfs- stétta. Um seinustu áramót voru u.þ.b. 80 kjarasamningar lausir og hátt í 200 samn- ingar losna á árinu. Er búið að gera 19 samninga það sem af er en þeir ná til mikils meirihluta launafólks. Næstkomandi laug- ardag losna samningar sjómanna og LÍÚ. Kjaralotunni er hvergi nærri lokið. | 8 Eiga enn langt í land FÍH hafnar tilboði rík- is og ræðir aðgerðir Morgunblaðið/Golli Leitað sátta Annir eru hjá ríkissáttasemj- ara enda ósamið við margar starfsstéttir. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ER hægt að flýta komu flótta- mannanna? spurði einn fundar- gestur í gær á kynningarfundi á Akranesi fyrir bæjarbúa vegna komu allt að 30 manna hóps palest- ínskra flóttamanna frá Írak á Skagann síðsumars. Hvar get ég skráð mig sem stuðningsaðili? spurði annar. Hvað getum við, sem búum fyrir utan Akranes, gert til þess að hjálpa þessu fólki? spurði sá þriðji. Þessar spurningar eru lýsandi dæmi um þann jákvæða anda sem ríkti á kynningunni eða eins og Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, orðaði það við Morgun- blaðið strax að loknum fundi: „Það var mikið þakklæti í lófatakinu.“ Akranes hefur allt Fullt var út úr dyrum í Tónbergi, tónlistarsal Tónlistarskólans á Hjördís Árnadóttir sagði sambæri- lega sögu frá Reykjanesbæ. Jón Kalmannsson höfðaði til samvisku fólks, góðvildar og virðingar fyrir öðrum í erindi sínu og flóttakonan Dragana Zastavnikovic frá Ísafirði sagði frá dvöl sinni á Íslandi. Fram kom að flóttafólk hefði alls staðar auðgað viðkomandi sam- félög og því var lýst yfir að Akra- nes hefði allt sem þyrfti til að taka á móti flóttafólki. Framsögumönnum var þakkað fyrir fróðleg og upplýsandi erindi með kröftugu lófaklappi og al- mennt voru viðstaddir ánægðir með kynninguna og ekki síður komu flóttamannanna. Gísli sagði að viðbrögð fundar- gesta hefðu ekki komið á óvart. Fólk hefði viljað fá svör við ákveðnum spurningum og fengið þau. Ekki hefði verið hægt að halda þennan fund fyrr, því fyrrverandi formaður félagsmálaráðs Akra- ness hefði haldið málinu í gíslingu. Viðar Thorstensen, verkefnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands, gerðu al- menna grein fyrir flóttamönnum, útskýrðu flóttamannaverkefni og hvernig væri að þeim staðið hér- lendis. Hallur Magnússon greindi frá komu flóttamanna til Horna- fjarðar 1997 og afdrifum fólksins. Akranesi, á fundinum, sem Akra- neskaupstaður, Rauði kross Ís- lands og flóttamannanefnd félags- og tryggingamálaráðuneytisins stóðu að. Gísli S. Einarsson bæj- arstjóri kynnti málefnið og stöð- una. Guðrún Ögmundsdóttir, for- maður flóttamannaráðs, og Atli Þakklæti í lófatakinu  Skagamenn tilbúnir að taka vel á móti palestínskum flóttamönnum frá Írak eins fljótt og auðið er  Jákvætt andrúmsloft á kynningarfundi á Akranesi Morgunblaðið/Árni Sæberg Stuðningur Fullt var út úr dyrum í Tónbergi á Akranesi á fundinum í gær og gestir klöppuðu frummælendum lof í lófa. Komdu í leikhús Óskin >> 37 Leikhúsin í landinu E N N E M M / S IA / N M 3 3 7 6 3 SÍMAR á sam- tals 32 heimilum voru hleraðir vegna óska frá stjórnvöldum í samtals sex hler- unarlotum á ára- bilinu 1949–1968. Þar á meðal voru heimili 12 alþing- ismanna og áttu 9 þeirra sæti á Alþingi þegar hleran- irnar fóru fram, en margir höfðu aldrei tekið þátt í stjórnmálastarfi og jafnvel voru hleraðir símar hjá fólki sem hafði verið dyggir stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram í grein Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi ritstjóra og alþingismanns, í miðopnu Morgun- blaðsins í dag. Þar er einnig birt skrá yfir hin 32 heimili sem urðu fyrir hlerunum. Fram kemur í greininni að dóm- arar heimiluðu hleranirnar, án fyr- irstöðu, að beiðni dómsmálaráð- herra, sem í tilvikunum sex tilheyrðu Sjálfstæðisflokknum, og í fjórum til- vikum af sex var ekki vísað í eina ein- ustu lagagrein til stuðnings hlerun- arbeiðni. | 22–23 32 heimili voru hleruð Kjartan Ólafsson GOTT er að nýta sér krafta stórvirkra vinnuvéla við verkin, eins og þessi maður sem var að þöku- leggja í Ártúnsbrekku í gær. Þar sem merki Reykjavíkurborgar gladdi áður augað mun í fram- tíðinni verða grasi gróin grund. Þó er ekki ástæða til að sýta hvarf merkisins því til stendur að færa það neðar í brekkuna þar sem talið er að það muni blasa betur við þeim sem leið eiga um. Morgunblaðið/Golli Rúlla yfir merki Reykjavíkurborgar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.