Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „SVÆÐIÐ hefur verið útisam- komustaður Mývetninga í áratugi og við viljum gjarnan halda því þannig,“ segir Ásgeir Böðvarsson, formaður Höfðafélagsins, en félagið var stofnað haustið 2006 með það að markmiði að kaupa hluta af jörðinni Höfða við Mývatn. Um er að ræða íbúðarhús og um tvo hektara lands sem hjónin Héðinn Valdimarsson og Guðrún Pálsdóttir áttu, en þau eign- uðust allan Höfða árið 1930. Árið 1970 gaf Guðrún Skútustaðahreppi mestan hluta Höfða, en hélt eftir hluta landsins. Sá hluti verður boð- inn upp 12. júní, en uppboðið er haldið til slita á sameign afkomenda hjónanna Héðins og Guðrúnar. Ásgeir segir að önnur helsta ástæða þess að Höfðafélagið var stofnað hafi verið sú að fara að vilja fyrri eigenda hússins. Hann bendir í þessu sambandi á að þegar Guðrún gaf Skútustaðahreppi stóra hluta Höfða hafi hún skrifað í gjafabréfið að hún vildi halda ákveðnum hluta eftir fyrir sig og ættmenn sína, en að aldrei mætti leigja eða selja hlut- ann öðrum en Skútustaðahreppi. Tugir milljóna fyrir jörðina „Tilgangurinn hjá okkur er að eignin haldist innan sveitarfélagsins og að þar fari fram starfsemi sem nýtist samfélaginu,“ segir Ásgeir. Hugmyndin er sú að eignist félagið hluta Höfða, verði hlutinn síðar eign Skútustaðahrepps. Félagar í Höfðafélaginu eru á þriðja hundrað talsins, um helming- ur Mývetningar en aðrir koma víða að. Safnað hefur verið fé meðal fé- laga til að reyna kaup á Höfða. Söfn- unin hefur gengið ágætlega „en það vantar nokkuð upp á enn. Við höfum alltaf reiknað með því að þurfa að safna tugum milljóna til að geta keypt jörðina,“ segir Ásgeir. Í ljós komi hvernig gengið hafi á aðalfundi félagsins 8. júní nk., en hann verður á Kálfaströnd í Mývatnssveit. Innan Höfðafélagsins hafa verið ræddar ýmsar hugmyndir um nýt- ingu hússins, komist það í eigu þess. Til umræðu hefur verið að koma þar á fót safni, kyrrðarstað fyrir lista- menn, rannsóknarstöð eða upplýs- ingasetri. Áfram mannlíf á svæðinu „Allt miðast þetta út frá því að áfram verði mannlíf á svæðinu. Það skiptir miklu máli að hafa eina forsjá yfir öllum höfðanum,“ segir hann. Svæðið sé einskonar þjóð- garður í augum Mývetninga. Vissulega sé húsið í einkaeigu í dag, „en í augum okkar Mývetninga hafa núverandi eigendur verið hluti af okkur. Þeir hafa tekið þátt í fé- lagslífi, samkomum og verið með alls kyns uppákomur,“ segir Ásgeir. Félag um kaup á þeim hluta Höfða við Mývatn sem til stendur að bjóða upp  Hefur verið útivistarsvæði Mývetninga í áratugi  Hugmyndir um kyrrðarstað fyrir listamenn Morgunblaðið/Frikki Kaup Ásgeir segir Höfðafélagið vilja eignast uppboðslandið. Í HNOTSKURN »Höfði er fjölsóttur ferða-mannastaður, en þar er m.a. að finna klettinn Hafurshöfða. »Svæðið er friðað að mestu, ená sínum tíma ræktuðu Héð- inn og Guðrún svæðið af mikilli natni ásamt Mývetningum. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „ÉG ER ansi hrædd um að stór hluti gamalla lyfja fari í ruslið hjá fólki,“ segir Anna Birna Almarsdóttir, prófessor og forstöðumaður Rannsóknarstofnunar um lyfjamál við Há- skóla Íslands (RUL), en í gær hófst vitundar- vakning um förgun gamalla lyfja – sem eiga hvergi annars staðar heima en í lyfjaversl- unum. Á fyrstu tíu mánuðum ársins 2007 komu fimm tonn af lyfjum til förgunar hjá lyfjaversl- unum. Flest lyfjanna komu úr dánarbúum en aðrir virðast frekar sturta lyfjum sínum, sem þeir eru hættir að nota eða eru útrunnin, niður eða henda þeim í ruslið. Sú leið er hins vegar slæm fyrir umhverfið. Þá er einnig hætta á að gömul lyf, sem dagar uppi í lyfjaskápnum heima, endi í röngum höndum, eða munni rétt- ara sagt, fyrir slysni. Reynslan sýnir að 57% eitrunartilfella eiga sér stað á heimilum og er það m.a. ástæða átaks RUL nú. 2,5 af hverjum þúsund börnum undir níu ára aldri urðu fyrir eitrunum samkvæmt tölum heilbrigðisstofn- ana árin 2001 og 2002. Tíðni eitrana meðal sjö- tugra og eldri er svipuð. Kannað hvort lyfjum sé ávísað í of stórum skömmtum En ekki er einungis verið að hvetja fólk til að sýna aðgát í umgengni við lyf heldur verður unnið að rannsókn á vegum RUL sem á að varpa ljósi á umfang og ástæður lyfjasóunar og verðmæti lyfja sem fargað er. Verður verk- ið unnið í samvinnu við apótekin í landinu og er fyrstu niðurstaðna að vænta í október. Anna segir að niðurstöðurnar verði m.a. nýtt- ar til að skoða hvort læknar ávísi of stórum skömmtum af lyfjum. Sænsk rannsókn frá árinu 1999 sýnir t.d. að hjartalyf eru stærstur hluti þeirra lyfja sem koma til förgunar þar í landi, enda notendahópurinn stór og sjúkling- ar þurfa oft að prófa nokkur lyf áður en við- unandi niðurstaða finnst. „Við höfum áhuga á að vita hvort gera þurfi átak varðandi ávísunarvenjur lækna, t.d. hvort lyfjum úr ákveðnum lyfjaflokkum er hent frekar en öðrum. Ef svo er þurfum við að skoða það betur, hvort setja þurfi t.d. nýjar reglur.“ Anna Birna segir að Rannsóknar- stofnun um lyfjamál hafi ákveðinn grun um að stundum sé verið að ávísa lyfjum í of stórum skömmtum sem endi svo í ruslafötunni eða klósettskálinni.  Vitundarvakning um förgun gamalla lyfja hafin  Lyfjum skal ávallt skila í apótek  Umfang og ástæður lyfjasóunar verða rannsakaðar Heimilin í landinu afeitruð Morgunblaðið/Valdís Thor Förgun Heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, ýtti átakinu úr vör í gær með því að skila lyfjum til förgunar í Lyfju í Lágmúla. Í HNOTSKURN »„Það á ekki að reyna að fara með lyf íSorpu og hvað þá að reyna að skola þeim niður,“ segir forstöðumaður Rann- sóknarstofnunar um lyfjamál. »Eina rétta leiðin er að fara með þau ílyfjaverslanir þar sem þeim er fargað á réttan hátt. BÍL var stolið frá karlmanni á þrí- tugsaldri sem trúði vart sínum eig- in augum þegar hann kom á bif- reiðastæði í miðborginni aðfaranótt sunnudags og fann ekki bílinn sinn. Segir á vef lögreglunnar að mað- urinn, sem er af erlendu bergi brot- inn, hafi haldið rakleitt á lögreglu- stöð og sagt farir sínar ekki sléttar. Þar var hann spurður nánar um málsatvik og varð þá ljóst að bíln- um hafði verið stolið. Ökutæki mannsins reyndist sumsé bæði hafa verið ólæst og svo var bíllykillinn geymdur á milli framsætanna. Maðurinn sagði að hann hefði ávallt haft þennan háttinn á þann tíma sem hann hefði haft bíl til umráða á Íslandi. Segir lögreglan að hann hefði bókstaflega ekki trúað því að bílþjófnaður af þessu tagi gæti átt sér stað á Íslandi. Trúði ekki bíl- þjófnaðinum FJÖRUTÍU ára afmæli hægri um- ferðar hér á landi var fagnað í gær með táknrænum hætti. Valgarð Briem, formaður hægrinefndar- innar, sem stýrði framkvæmd breyt- inganna, settist undir stýri á gömlum Rambler og ók að nýju yfir á hægri akrein. Sömu athöfn tók Valgarð þátt í fyrir fjörutíu árum, en að þessu sinni sat samgönguráðherra, Krist- ján L. Möller, honum við hlið og Geir H. Haarde forsætisráðherra fylgdi á eftir á nýlegum svonefndum tvinnbíl. Kristján flutti síðar ávarp í Þjóð- menningarhúsinu. Í því kom m.a. fram að ráðherrann leggur mikla áherslu á aðskilnað akstursstefna, sem hann telur eina bestu forvörn sem unnt er að grípa til í vegakerf- inu. „Fyrsti liður í því að aðskilja aksturstefnur er Reykjanesbrautin sem er að klárast og tvöföldun Suð- urlandsvegar sem ráðist verður í á næsta ári.“ Auk þess sagði ráðherra að gera þyrfti átak í að breikka vegi, huga betur að umhverfi vega og fjöldun vegriða og efla umferðar- fræðslu í leikskólum og grunnskólum og tengja hana inn í framhaldsskóla. Eftir að hafa ávarpað gesti sæmdi ráðherrann Margréti Hrefnu Sæ- mundsdóttur og Guðnýju Maríu Finnsdóttur gullmerki umferðar- ráðs, en þær sáu um umferðarskól- ann Ungir vegfarendur og umferð- arfræðslu leik- og grunnskólabarna um árabil. Þá þakkaði ráðherrann Kjartani Magnússyni, fráfarandi for- manni umferðarráðs, fyrir störf sín og kunngerði hver yrði næsti for- maður ráðsins, Karl V. Matthíasson. Hann tekur við formennsku um næstu mánaðamót. Valgarð Briem ók að nýju yfir á hægri akrein, fjörutíu árum eftir breytingarnar Afmæli hægri umferðar fagnað Morgunblaðið/G.Rúnar Á hægri Valgarð Briem ók gömlum Rambler yfir á hægri akrein. Með honum í bílnum er samgönguráðherra. LÖGREGLAN á Suðurnesjum stöðvaði ökumann á 150 km hraða á Reykjanesbrautinni í gær í sér- stöku umferðarátaki sem lögreglan hefur blásið til. Tíu aðrir ökumenn voru einnig teknir fyrir of hraðan akstur og ók einn þeirra á 130 km hraða. Tekinn á 150 km hraða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.