Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÝGERÐIR kjarasamningar ríkis- ins við tíu stór aðildarfélög BSRB annars vegar og Starfsgreinasam- bandið hins vegar vegna starfs- manna SGS hjá ríkinu eru ekki mjög frábrugðnir samningum sem gerðir hafa verið á almenna vinnumarkað- inum. Stór munur er þó á samnings- tímanum þar sem samningar ríkis- ins gilda aðeins til 11 mánaða eða til marsloka 2009. Signý Jóhannesdóttir, formaður sviðs starfsmanna ríkis og sveitarfé- laga hjá SGS, segist telja að í ljósi þess að samningurinn er til 11 mán- aða megi menn una þokkalega við þessa niðurstöðu. Spurð um ástæður þess að samningurinn er til svo skamms tíma bendir Signý á að gengið hafi verið frá samingunum á sama tíma og BSRB en þar hafi menn ekki viljað gera lengri samn- ing. „Við hefðum gjarnan viljað skrifa undir lengri samning en erum með fólk sem er í sambærilegum störfum [og starfsmenn innan BSRB] og maður þarf að taka mið af því.“ Samningur SGS og ríkisins nær til fimm þúsund félagsmanna Það eru tæplega fimm þúsund fé- lagar í SGS sem starfa eftir samn- ingi eða samningum sem taka mið af þessum samningi, að sögn Signýjar. „Hjúkrunarheimilin sem eru rekin af fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu og ýmsum sjálfseignarstofnunum eru ekki aðilar að þessum samningi en undantekningarlaust taka samn- ingar þeirra við einstök stéttarfélög mið af honum.“ Signý segir að það hafi valdið von- brigðum að ekki tókst að semja um sérstakar kjarabætur til umönnun- arstétta og lagfæringar á vakta- vinnuumhverfinu. Á það beri að líta að samningurinn gildir aðeins til 11 mánaða og það sé töluvert flókið að koma til móts við kröfur og hug- myndir sem uppi eru um kjarabætur umönnunarstétta. Þar sé ekki ein- göngu litið til launa heldur líka á vinnutímann, slíkt verði ekki leiðrétt í einu vetfangi. Hærri launakostnaður en á almenna vinnumarkaðinum Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra segir kjarasamninga ríkisins sl. sunnudag vera í takt við þá samn- inga sem gerðir hafa verið að und- anförnu. Ríkið hefði þó gjarnan vilj- að semja til lengri tíma. Árni bendir á að samningum sé ekki lokið við alla ríkisstarfsmenn og því sé of snemmt að segja til um hversu miklar kostn- aðarhækkanir fylgja samningunum fyrir ríkissjóð. Það sé þó ljóst að svona krónutölusamningar feli í sér hlutfallslega hærri kostnað fyrir rík- ið en á almenna vinnumarkaðinum, vegna þess að samsetning starfs- manna ríkisins er önnur og stærra hlutfall starfsmanna hjá ríkinu er á launatöxtum en á almenna markað- inum. „Þar af leiðandi verður kostn- aðurinn meiri hjá okkur en á al- menna markaðin- um.“ Forsvarsmenn launþega hafa lýst vonbrigðum með að ekki er gert ráð fyrir sér- stökum fjárfram- lögum til að bæta kjör umönnunar- stétta og draga úr launamun kynjanna. „Við vorum reyndar með tilboð þar sem var gert ráð fyrir ákveðnum atriðum varðandi óút- skýrðan launamun kynjanna og umönnunarstéttirnar en því tilboði var hafnað,“ segir Árni en bætir við að í því tilboði hafi verið gert ráð fyrir að samið yrði til lengri tíma. „Við breytum ekki þessum hlutum í einum kjarasamningi og raunar tel ég að við breytum ekki nema hluta þessara mála í kjarasamningum. Við töldum ekki eðlilegt að við værum að semja um slíka hluti í svona stuttum samningi,“ segir Árni. Hann segir að stefna ríkisstjórnarinnar um þessi mál sé óháð samningunum sem slík- um. „Við munum því vinna áfram að þessum málum. Tvær nefndir eru að störfum og samráðsvettvangur varðandi óútskýrðan launamun kynjanna og þessar nefndir munu skila okkur áfangaálitum í haust. Við skildum það sjónarmið viðsemjenda okkar þannig að ef ætti að fara að semja til lengri tíma, þá þyrftu þeir að vita eitthvað um það sem við vær- um að hugsa í þessum efnum og þess vegna lögðum við fram tilboð þar sem þessir þættir voru inni þrátt fyrir að nefndirnar hefðu ekki lokið störfum. En þegar um svona stuttan samningstíma er að ræða hefur það að sjálfsögðu ekki sama vægi og eðlilegt er að við höldum þessari vinnu áfram við að leysa þessi vandamál sem við höfum sett okkur markmið um að gera á kjörtíma- bilinu.“ Segjast ekki hafa hafnað til- boði um framlag til umönnunar Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir það misvísandi fram- setningu hjá fjármálaráðherra, sem fram kom í fréttum í gær, að BSRB hafi hafnað tilboði um að bæta kjör umönnunarstétta sérstaklega. „Því fer fjarri að við höfum hafnað því að það kæmi sérstakt framlag til umönnunarstétta. Það er til komið vegna kröfu og óska af okkar hálfu og við höfum hamrað á því mánuðum saman. Það er rétt að þegar þessi hugmynd kom inn á samningsborð- ið, þá var það í samhengi við að sam- ið yrði til lengri tíma en nú var gert. Við hömruðum á þessu fram á síð- ustu stundu og hefðum þess vegna viljað sjá einhver skref stigin þótt þau væru ekki endilega innan samn- ingstímans. Þetta var ekki rætt neitt sérstaklega en það var ekki orðið við óskum okkar um að taka þetta til greina. Af hálfu samninganefndar ríkisins var þetta ekki tilboð og það var aldrei fast í hendi,“ segir Ög- mundur. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir ekki unnt að meta kostn- aðaráhrif samninga ríkisins við BSRB og SGS og áhrif þeirra á launaþróunina í landinu fyrr en séð verður hvernig launavísitölur þróast á næstu mánuðum. „Mér sýnist þetta vera frekar dýrir samningar fyrir ríkið og að það sé að taka á sig heldur meiri launakostnað en at- vinnulífið gerði,“ segir Vilhjálmur. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, bendir á að þessir samningar gildi til marsloka á næsta ári en í um- ræðunni hafi verið að semja til haustsins 2009. Segist hann líta svo á að þetta sé kostur ef litið er til þess hvernig mál eru að þróast um þessar mundir. Því verði samningsaðilar á svipuðu róli þegar kemur að endur- skoðun samninga í byrjun næsta árs. Töldu skynsamlegt að semja til skamms tíma vegna óvissunnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Samningar Fulltrúar BSRB áttu fyrr í þessum mánuði fund með fjórum ráð- herrum ríkisstjórnarinnar. Í framhaldi af því fóru kjaraviðræður á skrið. Signý Jóhannesdóttir Vilhjálmur Egilsson Ögmundur Jónasson Grétar Þorsteinsson Í HNOTSKURN »Launataxtar hækka um20.300 kr. 1. maí sl. og álags- og yfirvinnugreiðslur hækka hlutfallslega í samræmi við taxtahækkanir. Samið var um 44.100 kr. desemberuppbót. »Réttur foreldra til fjarveruvegna veikinda barna fer úr 10 dögum í 12. »Samið var um 17 þúsund kr.jöfnunargreiðslu fyrir ræsti- tækna í tímamældri ákvæð- isvinnu. Unnið áfram að bættum kjörum umönnunarstétta Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is KJARAVIÐRÆÐUR ríkisins og BSRB tóku nokkra snúninga áður en endanleg lending náðist um helgina með samkomulagi um skammtímasamning. Þegar viðræð- urnar fóru í gang lögðu forysta og samninganefndir BSRB áherslu á að samið yrði til mjög skamms tíma, helst ekki lengur en til eins árs. Skv. heimildum var forysta BSRB með svipaðar áherslur í kjaramálum og samið var um á almenna vinnu- markaðinum í vetur, þ.e. að samið yrði um krónutöluhækkun launa. Samninganefnd ríkisins lagði aftur á móti fram tilboð um gerð kjara- samnings sem gilti til ársins 2011, þ.e. um lengri samningstíma en á al- menna markaðinum, sem gilda að óbreyttu til 2010. Á þetta féllst BSRB ekki nema tryggt yrði að í þeim samningum yrði „eitthvað miklu meira á beinunum“, eins og einn heimildarmaður orðaði það. Tekist var á um þær áherslur sem hafa verið áberandi um að bæta sér- staklega kjör fólks í umönn- unarstörfum. BSRB hélt stjórn- arsáttmálanum á lofti og markmiðum hans um að eyða óút- skýrðum launamun og bæta stöðu umönnunarstétta. Skv. upplýs- ingum blaðsins voru af hálfu rík- isstjórnarinnar settar fram hug- myndir eða tilboð um 300 milljóna kr. framlag til umönnunarstétt- anna. Þótti fulltrúum BSRB það allt of lítið í lagt og var horfið frá því. Að því kom að BSRB féllst á að leggja þessi mál til hliðar og vinna að gerð skammtímasamnings vegna þeirrar stöðu sem uppi er í efna- hagsmálunum og sameiginlega gegn verðbólgunni. Urðu viðsemjendur ásáttir um að mætast á miðri leið og vinna að gerð samnings sem gilda átti fram á haustið 2009. Bauð ríkið upp á 19.500 kr. grunnkaupshækkun og að nokkru síðar á árinu 2009 kæmi önnur áfangahækkun upp á 6.200 kr. Til samanburðar er í ASÍ/SA samningunum kveðið á um 13.500 kr. hækkun almennra launataxta árið 2009 og kr. 6.500 árið 2010 og að launataxtar iðnaðarmanna og skrifstofufólks hækki um 17.500 ár- ið 2009 og 10.500 kr. árið 2010. Samningamenn BSRB gátu ekki fallist á þetta. Niðurstaðan varð eins og fram hefur komið gerð skammtímasamn- ings til 11 mánaða, sem báðir aðilar eru sammála um að sé skynsamlegt miðað við þær aðstæður sem uppi eru. Innan ASÍ eru menn sáttari við þessa niðurstöðu en ef samið hefði verið til lengri tíma. Þar hafi stefnt í gerð samninga sem hefðu haft í för með sér misgengi launaþróunar á milli almenna markaðarins og rík- isstarfsmanna. Með þessari lend- ingu aukist líkur á samstöðu milli launþegasamtakanna við endur- skoðun samninga 2009. Ríkið bauð 300 milljónir í umönnun ÞÓTT nú liggi fyrir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðinum og tek- ist hafi samningar fyrir stóran hluta starfsmanna hjá ríkinu, auk nýgerðs samnings grunnskólakennara og sveitarfélaganna, er enn eftir að semja við mikinn fjölda launþega í sumar og haust. Um seinustu áramót voru tæplega 80 kjarasamningar lausir og hátt í 200 samningar losna á árinu. Skv. yfirliti ríkissáttasemjara er búið að gera 19 samninga á árinu en þeir ná til mikils meirihluta launa- fólks á Íslandi. Enn er ósamið í kjaraviðræðum aðildarfélaga BHM og ríkisins en þau eru á þriðja tug talsins og gera samninga hvert fyrir sig. Kjara- samningur félagsmanna Kennara- sambands Íslands í framhaldsskól- um rann út 30. apríl. Starfsgreinasambandið á eftir að semja fyrir tæplega sex þúsund fé- lagsmenn hjá sveitarfélögunum en samningar þeirra renna út í nóvem- ber. Nýgerðir samningar ríkisins við BSRB ná til tíu aðildarfélaga eða flestra starfsmanna hjá ríkinu. Enn er þó ósamið við nokkur aðildarfélög. Í haust renna út samningar Lands- sambands lögreglumanna og Toll- varðafélags Íslands og í nóvember rennur út samningur Landssam- band slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna. Þá renna samningar BSRB og launanefndar sveitarfélaganna út í lok október. Meiri harka er að fær- ast í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og viðsemjenda þeirra eftir að Fíh hafnaði tilboði ríkisins í gær. Næsta laugardag renna svo út kjarasamn- ingar sjómanna og LÍÚ. Lotunni er hvergi nærri lokið og ósamið við fjölmörg félög Árni M. Mathiesen Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T N‡r sjúkrafljálfari Sandra Dögg Árnadóttir sjúkrafljálfari Bc er komin aftur til okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.