Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 37 Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins 551 1200 | midasala@leikhusid.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 12:30-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 12:30 til 20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um breyttan sýningartíma er að ræða. Stóra sviðið Ástin er diskó - lífið er pönk Fös 30/5 kl. 20:00 Ö Lau 31/5 kl. 20:00 Fös 6/6 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 Lau 14/6 kl. 20:00 Ath. pönkað málfar Gaukshreiðrið Mið 4/6 kl. 20:00 Athyglisverðasta áhugasýningin 2007/2008 Kassinn Sá hrímhærði og draumsjáandinn Þri 27/5 kl. 20:00 Gestasýning frá Beaivvá˚ leikhúsinu Kúlan Skoppa og Skrítla í söngleik Lau 31/5 kl. 11:00 Lau 31/5 kl. 12:15 Ö Sun 1/6 kl. 11:00 Sun 1/6 kl. 12:15 Sun 1/6 kl. 14:00 síðasta sýn. Síðustu sýningar 1. júní Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Miðasala Borgarleikhússins er opin alla virka daga frá klukkan 10 og fram að sýningum á sýningardegi, annars til klukkan 18. Um helgar er opið frá kl. 12-20. Dauðasyndirnar-guðdómlegur gleðileikur (Litla sviðið) Lau 31/5 kl. 20:00 U Sun 1/6 kl. 20:00 U Fim 5/6 kl. 20:00 U Fös 6/6 kl. 20:00 Lau 14/6 kl. 20:00 Sun 15/6 kl. 20:00 Aðeins 9 sýningar Gítarleikararnir (Litla sviðið) Fös 30/5 kl. 20:00 Ö Sýningum lýkur í mai Kommúnan (Stóra sviðið) Fim 29/5 kl. 20:00 Lau 31/5 kl. 20:00 Aðeins sýnt í mai LADDI 6-TUGUR (Stóra svið) Fös 30/5 kl. 20:00 U Sun 1/6 kl. 20:00 Mið 4/6 kl. 20:00 síðasta sýn. Síðasta sýning 4.júní. Sumarnámskeið Sönglistar Mán 16/6 kl. 10:00 Mán 23/6 kl. 10:00 Mán 30/6 kl. 10:00 Mán 7/7 kl. 10:00 Mán 14/7 kl. 10:00 Mán 21/7 kl. 10:00 Hvert námskeið er ein vika Leikfélag Akureyrar 460 0200 | midasala@leikfelag.is Wake me up - LeikhópurinnBRAVÓ (Samkomuhúsið) Sun 1/6 aukas kl. 20:00 Alveg brilljant skilnaður (Samkomuhúsið) Fim 29/5 1korta kl. 20:00 U Fös 30/5 2korta kl. 19:00 Ö Lau 31/5 aukas kl. 19:00 Ö Lau 31/5 aukas kl. 22:00 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is Saga til næsta bæjar (Á Sögulofti) Sun 1/6 kl. 20:00 draugasögur Sun 8/6 kl. 20:00 lífsreynslusögur Sun 15/6 kl. 20:00 gamansögur Sun 22/6 kl. 20:00 úrslitakvöld Landskeppni sagnamann BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Mið 28/5 kl. 17:00 Ö ath breyttan sýn.artíma Lau 31/5 kl. 15:00 U Lau 31/5 aukas. kl. 20:00 Fim 5/6 aukas. kl. 20:00 Fös 6/6 kl. 20:00 U Lau 7/6 kl. 15:00 U Lau 14/6 kl. 20:00 Sun 15/6 kl. 16:00 Lau 28/6 kl. 15:00 Lau 28/6 kl. 20:00 Þrjár tilnefningar til Grímunnar Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Fös 30/5 aukas. kl. 20:00 U Lau 7/6 kl. 20:00 U Sun 8/6 kl. 16:00 U Lau 14/6 kl. 15:00 Ö Lau 21/6 kl. 15:00 Lau 21/6 kl. 20:00 Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Ferð án fyrirheits Fim 29/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00 Þorkell Sigurbjörnsson - Afmælistónleikar Mið 4/6 kl. 20:00 Iðnó 562 9700 | idno@xnet.is Hvanndalsbræður Tónleikar Fös 13/6 kl. 21:00 Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Mammamamma (Hafnarfjarðarleikhúsið) Fim 29/5 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00 síðasta sýn. síðustu sýningar Möguleikhúsið 5622669 / 8971813 | moguleikhusid@moguleikhusid.is Langafi prakkari (Möguleikhúsið/ferðasýning) Sun 1/6 kl. 14:00 F þingborg Lau 7/6 kl. 14:30 F Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Act alone á Ísafirði (Hamrar/Edinborgarhúsið) Mið 2/7 kl. 20:00 steinn steinarr/búlúlala - öldin hans steins Fim 3/7 kl. 12:00 örvænting, það kostar ekkert að tala í gsm hjá guði, álfar, tröll og ósköpin öll, kínki skemmtikraftur að sunnan, lífið hans leifs, englar í snjónum Fös 4/7 kl. 12:00 munir og minjar, súsan baðar sig, ég bið að heilsa, sinfóníuhljómsveit sex strengja, fragile, aðventa Lau 5/7 kl. 13:00 eldfærin, jói, langbrók, blúskonan einleikinn blúsverkur, völuspá, superhero Sun 6/7 kl. 14:00 chick with a trick, vestfirskir einfarar, aðrir sálmar Leiklistarhátíð Búlúlala - Öldin hans Steins (Tjöruhúsið Ísafirði/Ferðasýning) Fim 29/5 kl. 20:00 F haukadal dýrafirði Lau 21/6 kl. 20:00 F snjáfjallasetur Forleikur (Hótel Ísafjörður/Ferðasýning) Fös 6/6 kl. 21:00 einarshús bolungarvík Lau 7/6 kl. 21:00 vagninn flateyri Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is STUTTU eftir að úrslit Evró- visjónkeppninnar urðu ljós fór af stað sú kjaftasaga að rússneskir fjárfestar hefðu með ótilgreindum hætti hagrætt úrslitunum eða keypt atkvæði með hjálp austur- evrópskra símafyrirtækja. Sama gamla samsæriskenningin um óeðlilega samvinnu Austur-Evrópu fékk reynda Evróvisjónspekinga til að hrista höfuðið en sauðsvartur almúginn, sem trúði því í fyllstu al- vöru að Eurobandið myndi vinna keppnina, greip kenninguna á lofti og bölvaði rússagullinu. En það er e.t.v. ekki óeðlilegt að Íslendingar skuli hafa orðið hissa á því að þessi sykursæti strípalingur með ómerkilega lagið skyldi vinna. Hér er hann svo gott sem óþekktur. Hið sama er hins vegar ekki upp á teningnum annars staðar í Evrópu eins og kortið hér til hliðar gefur til kynna, og segja má að Bilan sé eins konar Justin Timberlake Rússlands og þeirra ríkja sem enn sækja menningarlega afþreyingu til stórveldisins í austri. En hver er þessi drengur eiginlega? Viktor Belan Dima Bilan fæddist árið 1981 og var skírður Viktor Belan. Hann ólst upp til tveggja ára aldurs í smáríkinu Karachay-Cherkessia sem þá var hluti af Sovétríkjunum en fluttist þá til borgarinnar Nabe- rezhnye Chely í Tatarstan sem er nokkru austar. Þegar hann var sex ára fluttist fjölskylda hans aftur til Kabardini-Balkarin og þar gekk Belan í skóla. Mun tónlistaráhugi drengsins hafa vaknað þar enda mikil áhersla lögð á ljóðlist og söng í barnaskólanum. Stuttu eftir að Viktor útskrifaðist úr tónlist- arháskóla í Moskvu sem klassískur söngvari tók hann þátt í einni virt- ustu tónlistarkeppni Austur- Evrópu, „Jurmala“, og hafnaði í fjórða sæti. Árangur hans í keppn- inni fleytti honum inn í tónlistar- iðnaðinn í Rússlandi þar sem hann kynntist m.a. tónlistarmógúlnum Yury Aizenshpis sem tók hann upp á sína arma. Ári síðar hafði hann gefið út plötuna Nochnoy Huligan (Næturbullur) sem seldist í meira en 500 þúsund eintökum. Svipaða sögu er að segja um næstu tvær plötur kappans sem báðar seldust gríðarlega vel og árið 2005, þegar hann var búinn að festa sig í sessi sem einn vinsælasti skemmtikraft- ur Rússlands, tók hann þátt í und- ankeppni Evróvisjónkeppninnar í Rússlandi. Þrátt fyrir að mynd- bandið sem Bilan gerði við lagið sé það dýrasta sem framleitt hefur verið í Rússlandi dugði það ekki til og Bilan hafnaði í öðru sæti. Ári síðar var hann hins vegar kominn til Aþenu þar sem hann keppti fyr- ir hönd Rússlands og ef það væri ekki fyrir finnsku skrímslin í Lordi hefði okkar maður unnið Evr- óvisjónkeppnina með glans. Rússneskt áhlaup Það er í raun alltof mikið verk að telja upp öll afrek Bilans á tón- listarsviðinu en í dag er hann án efa vinsælasti skemmtikraftur Rússlands og hefur hlotið meira en 30 verðlaun á því sviði – þar með talin tvenn verðlaun fyrir klæða- burð. Í Austur-Evrópu er hann einnig gríðarlega vinsæll og plötur hans seljast vel í þeim ríkjum sem eitt sinn áttu í stjórnmála- sambandi við Sovétveldið. Þar fyr- ir utan hefur hann náð töluverðum vinsældum í Grikklandi og Kýpur. Í febrúar á þessu ári lauk Bilan við gerð sinnar fyrstu plötu sem ætluð er til alþjóðlegrar dreifingar. Plat- an var tekin upp í Bandaríkjunum og að henni kom m.a. upp- tökustjórinn Timbaland. Bilan hef- ur þegar lagt Austur-Evrópu að fótum sér en nú er það að fylgja sigrinum eftir í Vestur-Evrópu. Takist honum það mun hann ef- laust reyna við stórveldið í vestri. En þá þarf nú meira en sixpakk og víðáttufælinn skautadansara, and- skotinn hafi það! Stjarnan í austri Reuters Skytturnar þrjár Dima Bilan heillaði Evrópu upp úr skónum með tilfinn- ingaþrungnum flutningi á laginu Believe. Þessir álfar þarna í kringum hann skemmdu ekki heldur fyrir.  Vinsælasti söngvari Rússlands undirbýr heimsyfirráð  Lokaorustan fer fram á bandarískri grundu                !    ! "!     ## !! $! %&' (  )  * !  !!  !+  ,-.! /  #   .   $0 -  . 1 -  /  2. -! / 3 0 .  .  2 /  SÖGUR hafa gengið síðustu vikur um að leik- og söngkonan Lindsay Lohan eigi í ástarsambandi við plötusnúðinn Samönthu Ronson. Þær kyntu undir þessum orðrómi um helgina þegar þær sáust láta vel hvor að annarri í samkvæmi um borð í snekkju í Cannes og leið- ast frá borði þegar því lauk. Eins sást Lohan bera demantshring á fingri, sem sumir vilja túlka sem svo að þær séu nú trúlofaðar. Lohan hefur sjálf ekki gefið neitt upp um samband sitt við Ron- son, en móðir hennar hefur svarað spurningum um málið frekar óljóst. „Samantha er yndisleg. Hún er einn besti plötusnúðurinn í bransanum og ég og mamma henn- ar erum vinkonur,“ sagði hún við blaðamenn, en vildi ekki tjá sig frekar. Þögul Lindsay Lohan hefur ekkert gefið upp um ástarmál sín. Lindsay Lohan komin með kærustu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.