Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún Guðjóns-dóttir fæddist í Reykjavík 22. janúar 1941. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 17. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Ólöf Benediktsdóttir, fv. kennari við Mennta- skólann í Reykjavík, f. 10. október 1919, og Guðjón Ásgeir Kristinsson, cand. phil., f. 4. desember 1918, d. í Reykjavík 10. júlí 1988. Þau skildu. Seinni maður Ólafar og uppeldisfaðir Guð- rúnar var Páll Björnsson, hafn- sögumaður frá Ánanaustum, f. 27. febrúar 1918, d. 15. apríl 1986. Syst- ur Guðrúnar, dætur Ólafar og Páls eru: Anna lífeindafræðingur, f. 20. maí 1947, gift Birni Sigurbjörnssyni plöntuerfðafræðingi. Þau eiga sam- tals fjórar dætur og sjö barnabörn. Ragnhildur framhaldsskólakennari, f. 20. október 1948, gift Rúnari Ingi- bjartssyni matvælafræðingi. Þau eiga fimm börn og þrjú barnabörn. Systkini Guðrúnar í föðurætt, börn Guðjóns og Guðnýjar Frí- mannsdóttur, eru: Kristinn Frí- mann málarameistari, f. 20. nóv- ember 1948. Kona hans er Brynja unarfræðingi og framkvæmda- stjóra, f. 3. okt. 1971. Dætur þeirra eru Sheni Nicole og Sheni Kim- berly, f. 24. mars 1994, og Sheri Tiffany, f. 4. apríl 1995. Guðrún ólst fyrstu fimm ár ævi sinnar upp á efri hæðinni að Skóla- vörðustíg 11A í Reykjavík, þar sem Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis er nú. Afi hennar og amma, Benedikt Sveinsson og Guðrún Pét- ursdóttir, bjuggu á neðri hæðinni þar sem Guðrún naut sín vel, enda var mjög kært með þeim þremur. Guðrún varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1961. Á menntaskólaárunum vann hún m.a. á sumrin í Kirkjugörðum Reykja- víkur og var ritari í Sakadómi Reykjavíkur 1961-2. Hún lauk B.A. prófi í ensku og sögu frá Háskóla Ís- lands 1965. Nam við State Univers- ity, Geneseo, New York, Bandaríkj- unum, 1962-3. Lauk prófi í uppeldisfræði frá H.Í. 1967. Hún kenndi nær óslitið ensku og sögu í Hagaskóla frá 1965 til 1999. Fyrir níu árum varð Guðrún óvinnufær vegna alvarlegra veik- inda. Hjálmar eiginmaður hennar annaðist hana af alúð þar til hann lést fyrir aldur fram árið 2003. Eftir það bjó hún lengst af á Hjúkr- unarheimilinu Eir, þar sem hún naut góðrar umönnunar og leið vel síðustu árin. Útför Guðrúnar verður gerð frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Harðardóttir tölv- unarfræðingur. Þau eiga tvo syni og 3 barnabörn. Anna tóm- stundaráðgjafi, f. 20. maí 1952. Maður hennar er Þormóður Sveinsson þingvörður. Þau eiga tvo syni og tvö barnabörn. Jak- obína leikskólaliði, f. 16. janúar 1954. Mað- ur hennar er Ragnar Örn Halldórsson loft- skeytamaður. Þau eiga fjögur börn og fjögur barnabörn. Fyrri maður Guðrúnar var Matt- hías Guðjónsson vélstjóri, f. 3. maí 1933. Þau giftust 19. febrúar 1966. Sonur þeirra er dr. Páll Matthías- son geðlæknir, f. 25. nóvember 1966, kvæntur Ólöfu Ragnheiði Björnsdóttur myndlistarmanni, f. 23. september 1963. Börn þeirra eru Valdemar, f. 1. apríl 2002, og Júlía Sigríður, f. 5. febrúar 2004. Guðrún giftist 27. mars 1975 seinni manni sínum Hjálmari Júl- íussyni skipstjóra í Grindavík, síðar verkstjóra í Reykjavík, f. 4. nóv- ember 1937, d. 12. janúar 2003. Son- ur þeirra er Benedikt Hjálmarsson forstjóri, f. 6. febrúar 1977, kvænt- ur Sherry Ruth Buot, hjúkr- Guðrúnu stóru kallaði ég hana þeg- ar ég var lítil. Það var ábyggilega vegna þess að hún var stærst eða réttara sagt elst Guðrúnanna sem voru barnabörn ömmu Guðrúnar og afa Benedikts. Hún var líka stóra systir Önnu og Ragnhildar, sem mér fundust aðeins nær mér í tilverunni en hún, þó mér hafi þótt mikið til þeirra koma. Í barnæsku dáðist ég að henni þessari stóru frænku minni, og alltaf síðan hefur verið ástæða til að dást að henni. Pabbi hélt mikið upp á hana, lítil stelpa fékk á tilfinninguna að vildi hún vera skemmtileg þá ætti hún að vera eins og Guðrún Guðjóns var. Ein af sögunum í sögusafninu hans var sagan um þegar hún Guðrún litla Guðjónsdóttir týndist. Þá hljóp Ólöf frænka um allt grátandi og kallaði: Guðrún, Guðrún – og mikið var alltaf gleðilegt þegar Guðrún fannst hjá gamla kolakrananum. Ævistarf hennar var kennsla og hún var frábær kennari, ég hef heyrt marga nemendur hennar vitna um það. Veit það einnig af eigin raun því hún las með mér ensku fyrir próf í þriðja bekk í MR. „Mér þykir þér ald- eilis hafa farið fram,“ sagði hún eitt sinn, og setti upp svip, eftir að hafa farið yfir stíl og bætti svo við: „Þú veist að þú átt að skrifa stílinn, en ekki pabbi þinn.“ Þau Hjálmar heim- sóttu okkur í Brussel og þá var nú aldeilis kátt í koti og mikið spjallað. Hrifning frænku minnar af Grand Place þótti ekki nógu einlæg svo aukaferð var farin í bæinn. Það hlaut að vera, sagði hún og datt næstum í götuna af hlátri. Svo lýsti hún sjálfri sér sitjandi á vitlausu torgi hugsandi, hvað fólk væri alltaf skreytið. Síðustu ár ævi Guðrúnar frænku minnar voru erfið vegna veikinda hennar, en í lífs- baráttunni var hún stór. Við Kristófer sendum strákunum hennar Páli og Benedikt og fjölskyldum þeirra sam- úðarkveðjur, svo ég nefni nú ekki elskulega föðursystur mína, mömmu hennar, hana Ólöfu og eftirlifandi dætur hennar. Guð veri með ykkur kæra frændfólk. Valgerður Bjarnadóttir. Guðrún Guðjónsdóttir var dóttir Ólafar tvíburasystur móður minnar. Þær systur voru mjög samrýmdar alla tíð og var mikill samgangur milli heimilanna. Auk þess voru yngri syst- ur Guðrúnar á svipuðu reki og ég þannig að ég kom mikið í Sporða- grunn, þar sem þau Ólöf og Páll bjuggu lengst af ásamt dætrum sín- um. Guðrún var dóttir Ólafar af fyrra hjónabandi en Páll Björnsson var stjúpi Guðrúnar og reyndist hann henni sem eigin dóttur enda var hann vandaður maður og sérstaklega barn- góður. Guðrún var kát og fjörug og hefur verið skemmtilegt barn og voru margar sögur sagðar af henni frá þeim tíma. Hún var líka í miklu uppá- haldi hjá afa og ömmu enda ólst hún að nokkru leyti upp í skjóli þeirra á Skólavörðustíg 11 fyrstu árin. Hún heillaði líka margar vinkonur ömmu og fékk alltaf miklu fleiri páskaegg en við hinar því að ýmsar merkiskonur hér í bæ voru vanar að senda henni páskaegg. Ég leit mikið upp til Guðrúnar „stóru“ og fylgdist af áhuga með því sem hún tók sér fyrir hendur. Minn- isstætt er þegar hún kom heim eftir ársdvöl í Ameríku og hafði aðlagast svo vel að hún var næstum óþekkj- anleg og ekki var laust við að hún tal- aði með hreim, en hún hafði ekki talað við Íslendinga allan tímann. Það var þó fljótt að jafna sig. Guðrún fór í Há- skólann að loknu stúdentsprófi og lauk BA-prófi í ensku og sögu, en það var ekkert sjálfsagt á þeim tíma að stúlkur færu í háskóla þótt þær lykju stúdentsprófi. Kennsla varð síðan hennar ævistarf og kenndi hún mest- allan sinn starfsferil við Hagaskóla. Ég kynntist henni ekki sem kennara en veit að hún bjó sig alltaf mjög vel undir kennsluna. Það gladdi mig þeg- ar gamlir nemendur hennar eða for- eldrar þeirra sögðu mér óspurðir hvað hún væri góður kennari, en það kom ósjaldan fyrir. Guðrún var gjaf- mild og kunni bæði að gefa og þiggja. Ég kom oft til Guðrúnar, sérstaklega þegar hún bjó í Fellsmúlanum, og átt- um við margar góðar stundir yfir kaffibolla þegar hún var upp á sitt besta. Líf Guðrúnar var erfitt síðustu ár- in. Hún veiktist alvarlega fyrir tæp- um tíu árum og bar ekki sitt barr eftir það. Það var henni mikill missir þegar Hjálmar, maðurinn hennar, varð bráðkvaddur fyrir fimm árum en hún hafði reitt sig mikið á hann og var hann henni stoð og stytta. Síðustu ár- in bjó Guðrún á Hjúkrunarheimilinu Eir og lét vel af dvölinni þar og fólk- inu sem þar vann. Ragnhildur systir hennar var henni alltaf innan handar og fór með henni út í hinum ýmsu er- indagjörðum. Guðrún var tvígift og eignaðist tvo syni sem báðum hefur vegnað vel, hvorum á sínu sviði. Ég sendi þeim og fjölskyldum þeirra, svo og Ólöfu frænku minni, innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðrúnar Guðjónsdóttur. Guðrún Zoëga. Hjá okkur Engeyingum hafa konur alltaf haft sérstakan sess. Líklega má rekja þetta til ömmu minnar og systra hennar. Þær voru skynsamar og ákveðnar konur sem nutu virðing- ar allra sem yngri voru. Það fór ekki hjá því að Guðrún Guðjónsdóttir hlyti slíkan sess sem ein elsta konan af sinni kynslóð. Sjálfur man ég eftir Guðrúnu frá blautu barnsbeini. Mæð- ur okkar voru tvíburar og mjög nán- ar. Mikill samgangur var milli heim- ilanna og dætur Ólafar móðursystur töldu ekki eftir sér að hjálpa til við uppeldi á ungum frænda sínum. Guð- rúnu á ég mikið að þakka. Þegar ég var ársgamall hætti ég mér út á svalir í nýbyggðu húsi Ólafar og Páls og gægðist fram yfir brúnina, en ekkert handrið var komið upp. Einhverjir supu hveljur en Guðrún var sallaró- leg, laumaðist aftan að mér og greip mig traustataki þannig að mér varð ekki meint af. Á seinni árum hrósaði hún sér líka af því að hafa „uppgötv- að“ mig, en hún bað mig að vera veislustjóri í fimmtugsafmæli sínu. Ekki datt mér í hug að mótmæla því. Frænkurnar í Sporðagrunninu voru mér allar kærar og frá fyrstu tíð leit ég mikið upp til þeirra. Ekki minnkaði virðingin fyrir Guðrúnu þegar hún fór til Bandaríkjanna í heilt ár í námsferð á vegum Rótarý. Þegar hún kom heim aftur hafði hún frá mörgu að segja. Bandaríkjamenn sögðu ekki „How do you do?“ eða „I beg your pardon“ heldur „Hi“ og „what?“. Áður en hún kom heim hitti hún Kennedy Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu. Þetta var löngu áður en Bandaríkin komust í þjóðleið Íslend- inga. Þeir sem þangað fóru voru sannarlega sigldir menn. Guðrún Guðjónsdóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, HELGA BJARNADÓTTIR, Hlíðarbyggð 37, Garðabæ, sem lést miðvikudaginn 21. maí, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn 28. maí kl. 15.00. Bjarni Sæberg Þórarinsson, Gillý Skúladóttir, Steinunn Jóhannsdóttir, Bjarni Danival Bjarnason, Anna Björg Samúelsdóttir, Einar Bragi Bjarnason, Jóna Björg Jónsdóttir, Skúli Bjarnason, Bjarghildur Finnsdóttir, Helga Svanlaug Bjarnadóttir, Gunnar Finnsson, Ingiberg Steinar Bjarnason, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ERNA B. ÁRNADÓTTIR, hjúkrunar- og dvalarheimilinu Holtsbúð, sem lést sunnudaginn 18. maí á Landspítalanum Hringbraut, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 28. maí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Anton Bjarnason, Helga Torfadóttir, Pétur Bjarnason, Sigríður Jóhannesdóttir, Rósa Antonsdóttir, Birna María Antonsdóttir, Jón Þórarinsson, Helga Björg Antonsdóttir, Jón Bjarni Pétursson, Skúli Steinar Pétursson, Guðrún María Pétursdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, UNNUR LÁRUSDÓTTIR, Uppsalavegi 4, Sandgerði, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 17. maí, verður jarðsungin frá Safnaðarheimilinu í Sand- gerði miðvikudaginn 28. maí kl. 14.00. Ellen Jónasdóttir, Kristinn E. Jónsson, Lucyna Augustynowicz, Nanna S. Jónsdóttir, Björn Vífill Þorleifsson, Jón B. G. Jónsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Guðmundur L. Pálsson, Ólöf Bolladóttir, Jóna B. Pálsdóttir, Birgir Elíasson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA HRAFNHILDUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Patreksfirði, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, sem lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði miðvikudaginn 21. maí, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 29. maí kl. 15.00. Bálför fer fram síðar. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar eru beðnir að láta Krabbameinsfélag Íslands njóta þess. Helgi Hersveinsson, Hera Helgadóttir, Reimar Georgsson, Kristján Arnar Helgason, Jóna S. Marvinsdóttir, Helgi Hrafn Reimarsson, Arnar Marvin Kristjánsson. ✝ Faðir okkar, GÍSLI GUÐJÓNSSON pípulagningameistari, Sólvöllum 5, Selfossi, lést sunnudaginn 25. maí. Kristín Gísladóttir, Guðjón Skúli Gíslason, Vignir Rafn Gíslason og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.