Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 43
Reuters Kátur Lampard fagnaði þegar hann skoraði í úrslitaleiknum, en hefur enga ástæðu til þess lengur. FÓTBOLTAKAPPINN Frank Lampard sem leikur með enska liðinu Chelsea hefur tapað fleiru en úrslita- leiknum í Meistaradeild Evrópu. Nokkrum dögum eftir hinn æsispenn- andi leik þar sem Lampard og félagar töpuðu í bráðabana á móti Manchest- er United, náðist hann á mynd þar sem hann var að leita huggunar hjá ljóshærðri konu á bar í London. Næsta dag þegar myndirnar höfðu birst opinberlega sást unnusta Lamp- ards, hin spænska Elen Rives, hlaða föggum sínum út í bíl fyrir utan heim- ili þeirra og sjónarvottar veittu því at- hygli að hún bar ekki lengur trúlof- unarhring á fingri. Þau hjónaleysin eiga tvö börn, eins og þriggja ára gömul. Tapaði leiknum og kærustunni MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 43 Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 7. júní. HVERT ER SAMBAND ÞYNGDAR OG HEILSU? MÁLÞING 29. MAÍ KL. 13:00 – 16:00 Í HÁSKÓLANUM Í REYKJAVÍK Í SAMVINNU VIÐ KVENNAHLAUPSNEFND ÍSÍ • Offita tengist færri dauðsföllum en áður var talið • Ofþyngd tengist lægri dánartíðni en kjörþyngd • Þyngdartap ekki nauðsynlegt til þess að bæta heilsu Á málþinginu fjalla tveir erlendir fræðimenn um rannsóknir sínar á sambandi þyngdar og heilsu. Þessar rannsóknir sýna að offita (BMI ≥30) tengist mun færri dauðsföllum en áður var talið og ofþyngd (BMI 25-<30) tengist lægri dánartíðni en kjörþyngd. Auk þess virðast meiri líkur á að jákvæðar breytingar á lífsvenjum viðhaldist ef fólk setur sér ekki markmið um að grennast. Þetta eru athyglisverðar niðurstöður í ljósi þess að þær ganga gegn mörgu af því sem talin hafa verið sjálfsögð sannindi á þessu sviði. Að erindum loknum verða opnar umræður. Dr. Katherine Flegal er sérfræðingur hjá Centers for Disease Control and Prevention (CDC) í Bandaríkjunum og kennir við lýðheilsudeild University of North Carolina. Helsta áhugasvið hennar er faraldursfræði offitu og tengdra vandamála og hefur hún birt fjölda rannsókna á því sviði. Dr. Linda Bacon er prófessor í næringarfræði við City College of San Fransisco og rannsakandi við University of California í Davis. Rannsóknir hennar snúa að því hvernig hægt er að stuðla að lífsstílsbreytingum og bæta heilsufar án áherslu á líkamsþynd. Staður: Háskólinn í Reykjavík, Ofanleiti 2, stofu 231 (2. hæð). Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis. EINS og aðdáendur Beðmála í borg- inni vita verður kvikmynd um kokkt- eildrykkjupíurnar brátt frumsýnd hér á landi og bíða menn og konur í ofvæni eftir svarinu við aðalspurn- ingunni: Gengur sá stóri (Big) að eiga dálkahöfundinn skósjúka, Car- rie Bradshaw? Fjögur ár eru liðin frá því seinasta þáttaröðin rann sitt skeið og Beð- máls-fólk væntanlega þyrst í meira. Sarah Jessica Parker, leikkonan sem túlkar Bradshaw, segir von á meiri dramatík og sorg í myndinni en þáttunum. Myndin ku hefjast þar sem þátt- unum sleppti, Bradshaw og sá stóri eru par á ný og Samantha að dandal- ast með leikfangastráknum sínum í Los Angeles, Charlotte og eig- inmaður hennar á fullu í barnaupp- eldi og Miranda sömuleiðis með barn í Brooklyn. Gagnrýnendur hafa tekið mynd- inni misjafnlega og sannfæra þurfti framleiðendur um ágæti þess að gera kvikmynd um fjölskyldumál og ástarævintýri fjögurra kvenna á fimmtugsaldri. Þeir munu þó hafa slegið til í ljósi stórs hóps aðdáenda víða um lönd. Spurningunni um þann stóra verður svarað hér á landi 30. maí n.k, en þá verður myndin frumsýnd. Hvað gerir sá stóri? Stóri Chris North leikur þann stóra. ÚTVARPSÞÁTTURINN Hlaup- anótan og 12 Tónar sameinast í því að bjóða borgarbúum á tónleika klukkan nákvæmlega 16:13 í dag í verslun þeirra síðarnefndu á Skóla- vörðustíg. Það er hljómsveitin Rökkurró sem leikur fyrir gesti og gangandi og þá hlustendur sem eiga ekki heimangengt, en njóta tónleikanna í beinni útsendingu á Rás 1. Rökkurró er að leggja af stað í tónleikaferðalag til Evrópu til þess að fylgja eftir nýrri plötu sinni Það kólnar í kvöld. Fimmmenningar Hljómsveitin Rökkurró leikur í síðasta sinn fyrir tónleikaferðina í 12 Tónum í dag. Rökkurró á leið til Evrópu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.