Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Guðsé lof, réttu mér spjaldið, „this is my RÚV, life“ VEÐUR Hanna Birna Kristjánsdóttir nýt-ur afgerandi mests stuðnings meðal þeirra sem þátt tóku í skoð- anakönnun Fréttablaðsins, til að verða borgarstjóri þegar Sjálfstæð- isflokkurinn tekur við því embætti í marz á næsta ári. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart.     Það voru 40,2%sem nefndu Hönnu Birnu þegar spurt var hver úr röðum sjálfstæðismanna menn vildu að yrði borgarstjóri, en Gísli Marteinn Baldursson var í öðru sæti, aðeins 15,2% nefndu hann og enn minni stuðningur var við þá Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson (10,8%), Júlíus Vífil Ingvarsson (5,5%) og Kjartan Magnússon (3,9%).     Hanna Birna ein nýtur tæplega5% meiri stuðnings í borg- arstjóraembættið, 40,2%, en karl- arnir fjórir til samans, 35,4%. Þetta kemur sjálfsagt fæstum á óvart, nema ef vera skyldi karlborg- arfulltrúunum fjórum í borg- arstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks- ins.     Það eru ekki nema 10 mánuðir íað nýr borgarstjóri Sjálfstæð- isflokksins taki við embættinu af Ólafi F. Magnússyni. Það er ekki langur tími í pólitík og vísast þarf Sjálfstæðisflokkurinn mun lengri tíma en 10 mánuði til þess að byggja upp og endurheimta það traust sem hann hefur notið meðal borgarbúa.     Er ekki rétti tíminn nú, fyrir karl-ana fjóra, að skríða úr híði sínu, hætta baktjaldamakki og karla- plotti og lýsa yfir stuðningi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur? Ekki hefur tíminn unnið með körlunum hingað til, eða hvað?!     Er eftir einhverju að bíða?! STAKSTEINAR Hanna Birna Kristjánsdóttir Karlarnir skríði úr híði sínu SIGMUND                                                              !"#!$$%&'              ! " #   $  %& '(  ('))* (*+,           -')' . ( . -')' . ( . -')' . !" # !$% &' "!(  #/!.'%                  0*,&'),*&'       )!     $*  ..,&' +      ,* #    -! .      12 &'     /(   0 "  ,%  #  ) $  ! /' /&    ''   1 )*""  ++,!"   - ' # !$ ./,  ./,  /,  /,  ./,  /,  /0  "!!"  0 / /,  /,  /,       !"3!$$%4)'%*!,%.' 56 + ')2+ 1'&) 7')8+ 1'9)8' (. :+ ;+ 19,)+' <+= 9) 6>8' )'&9  ,9 >( ?+*  @ '*9= 9&9 ')%* .*,+)&'. ?'.@9) 7+)% % 19* 2'  /,  ./,  /,  ./,  /1  0 / "!!"  0 / /,  /,  "!!"  0 / /,  /,  +A -'2% 79')2%  )+A) **,' ) -@4-') 2'@') '1'A+ < B()*>0C D* '.''>!     2'/ 1 /' 0 " !!$ ./,  ./,  /,  !.  0 / /1  /,  /,  /,  "!!"  0 / Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Marta B Helgadóttir | 26. maí 2008 Flugvöllinn burt... Mikið landssvæði fer undir flugvall- arstarfsemina. Helst vildi ég sjá allt flug flutt til Keflavíkur, hraðlestartengingu til borgarinnar með enda- stöð t.d. í Mjódd. Svipað fyrirkomulag er til staðar í flestum betri borgum er- lendis. Það hentar enganveginn að hafa flugvöll í þéttbýli, inni í miðri borg, hvorki hér né annarsstaðar... Lausnin ... væri að hafa alla flug- starfsemina ... á Keflavíkurflugvelli. Meira: martasmarta.blog.is Vilborg Auðuns | 26. maí 2008 Karlmenn nenna ekki Nú er það vísindalega sannað að karlmenn nenna ekki að stunda kynlíf... allt dettur þeim í hug að kanna. Nú hljóta eigendur dóta- búða að kætast því þeirra sala hlýtur að vaxa. Konur verða að eignast dótakassa fyrst karl- arnir eru orðnir svona latir... þetta er náttúrlega ekkert nema leti. 40% karla í hjónabandi þurfa orðið Viagra til að koma sér til... mikið er ég heppin að vera ekki gift. Meira: vibba.blog.is Sigurður Hreiðar | 26. maí 2008 1 af hverjum 3 vill flug- völlinn í Vatnsmýrinni Nú er svo að sjá að nærri tveir af hverjum þremur hafi séð að vit- legast er að hafa flugvöll fyrir innanlandsflug áfram í Vatnsmýrinni. ... hinn rökrétti miðbær höfuðborgarsvæðisins er Smáratorg/ Smáralind, og liggur þar að auki rétt við hinum eðlilega umferðarás frá Suð- urnesjum um Faxaflóasvæðið og jafn- vel austur að Ölfusá. Meira: auto.blog.is Sigurður Þór Guðjónsson | 26. maí Hret og kulda- köst í maí Kuldaköst og hret eru al- geng í maí og algengari en hitabylgjur. Þó eru til ýmsir maímánuðir sem voru hretalausir og er maí 1939 þar fremstur í flokki. Þá gerði varla frost á landinu. Það er þó varla hægt að kalla það hret þó geri frost víða á landinu í maí. Það þarf norðanskot til með snjó og kulda fyrir norðan og stundum jafnvel líka á suðurlandi. En hér verður þó ekki reynt að skýrgreina hvað beri að telja hret en vikið að nokkrum frægum og óumdeildum maí- hretum og greint frá mesta kulda sem mælst hefur í mánuðinum á Íslandi. Mesta frost sem komið hefur í maí var 17,4 stig í Möðrudal þ. 1. árið 1977. Á Hveravöllum mældust 17,1 stig þ. 4. árið 1968. Í þeim kalda maí árið 1979 fór frostið svo seint sem þ. 19. í slétt 17 stig á Brú í Jökuldal. Sama dag mældust -16,4 stig á Grímsstöðum sem er mesta maífrost þar í sögu mælinga frá 1907. Allt eru þetta stað- ir sem liggja hátt. Mesta frost á lág- lendi í maí mældist þ. 16. árið 1955, -16,6 stig á Barkarstöðum. Þeir eru í Miðfirði, inni í dalnum, skammt frá Bjargi þar sem Grettir Ásmundsson fornkappi ólst upp. Dalurinn er mikill kuldapyttur, ekki síst um sumur og eru þaðan kuldametin á landinu bæði í júlí og ágúst. Þetta var í lok óvenju hast- arlegs kuldakasts. Á Raufarhöfn mældust -16,0 stig fyrsta maí 1968 og -15,4 stig á Þorvaldsstöðum í Bakkafirði. Sama dag kom lægsti maí- hiti á Akureyri, -10,4 stig. Hafís var við land og slógu fyrstu vikur þessa mán- aðar allt út í kulda eftir árstíma á an- nesjum norðaustanlands. Ekki hlán- aði á Raufarhöfn fyrr en þ. 11. og var meðalhitinn þessa daga -6,0 stig! Miklu mildara var þegar dró inn í land- ið og enn frekar á sunnanverðu land- inu. Fyrir utan 1979 og að nokkru leyti 1968 voru þessir metkuldar stað- bundnir en köldustu maídaga á öllu landinu er að leita í nokkrum miklum kuldaköstum sem yfir landið hafa gengið í þessum mánuði. Einna óþyrmilegast var kastið sem kom í maíbyrjun árið 1982. Flæddi þá yfir landið alveg óvenjulega kalt loft og hefur síðan ekki komið öllu kaldara eftir árstíma. Meira: nimbus.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR RÁÐAST þarf í heildarendurskoðun laga um stjórn fiskveiða með álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna til hliðsjónar enda álitið ekki aðeins ráðgefandi heldur er Ís- land skuldbundið til að fylgja niður- stöðunum. Þetta er mat Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs en flokkurinn kynnti viðbrögð sín við áliti mannréttindanefndarinnar á blaðamannafundi í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, undraðist það að stjórnvöld hefðu ekkert samráð haft við stjórn- arandstöðuna eða sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis um að vinna tillögur og sagði flokkinn því hafa séð þann kost einan að kynna sínar eigin tillögur. Jafnræði verði markmið VG leggur m.a. til að lögum um stjórn fiskveiða verði breytt þannig að orðið jafnræði verði með í upp- talningu yfir markmið laganna og að mannréttindanefnd SÞ fái reglu- bundið upplýsingar um þau skref sem eru stigin til að koma til móts við álitið. Hvað breytingar á fiskveiðistjórn- unarkerfinu varðar sagði Steingrím- ur að eitt af því sem strax mætti ráð- ast í væri að halda eftir hluta af þeim aflaheimildum sem eru leigðar. „Það að leigja frá sér veiðiheimild er yf- irlýsing um að þú ætlir ekki sjálfur að nýta afnotaréttinn sem þú hefur,“ sagði Steingrímur og bætti við að þá hlyti ríkið að geta komið inn í. „Þetta er aðgangur að sameiginlegri auð- lind þjóðarinnar. Það var aldrei til- gangur þessa kerfis eða hugsunin á bak við það að fara að búa til leigu- tekjur fyrir afnotaréttarhafana.“ VG leggur áherslu á vandaðan undirbúning að lagabreytingum sem þarf til að gera mögulegt að innkalla aflaheimildir frá núverandi handhöf- um. Þar þurfi að gæta meðalhófs- sjónarmiða og sanngirni til að forð- ast kollsteypur eða að réttur núverandi kvótahafa verði fyrir borð borinn. Þá er kveðið sérstaklega á um það í tillögunum að við endurráð- stöfun aflaheimilda verði jafnræðis- sjónarmið sérstaklega höfð í huga og að kappkostað verði að styrkja stöðu minni sjávarbyggða. Kvótakerfinu verði breytt Ekkert samráð verið haft um viðbrögð við áliti mannréttindanefndar SÞ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.