Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Klæðning hefur haf- ið flutning á jarðvegi úr grunni bílastæðishúss og hótels sunnan við tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn og verða fluttir þaðan um 300.000 rúmmetrar af jarðvegi á næstu mánuðum en áætluð verklok eru 1. mars á næsta ári. Vörubílar þurfa að fara rúmlega 17 þúsund ferðir með jarðveginn. Karl Helgi Jónsson, yfirverkstjóri hjá Klæðn- ingu, segir að verkið sé rétt að byrja og allar tíma- setningar geti breyst vegna hugmynda um að leggja Geirsgötuna í stokk á svæðinu. Að sögn Karls verða um sinn notaðir átta flutn- ingabílar og tvær stórar þungavinnuvélar til þess að fleyga klöppina og moka á bílana, en grafið verður niður á allt að sjö metra dýpi fyrir neðan sjávarmál. Jarðvegurinn fer í uppfyllingu í Sundahöfn neðan við Klepp og þar sem stutt sé að fara þurfi ekki marga bíla í flutninginn að svo stöddu. Á annað hundrað þúsund fermetrar af jarðvegi voru fjarlægðir úr grunni tónlistar- og ráðstefnu- hússins og er því ljóst að færa þarf til mikinn jarð- veg vegna framkvæmdanna. Einn malarflutninga- bíll með tengivagni tekur um 17 rúmmetra og hver bíll fer því nokkrar ferðirnar. Auk þess þarf að huga að bökkunum og tryggja að þeir falli ekki niður. Grjót er fleygað á staðnum og það notað í fyllingar á svæðinu. Karl bendir á að með því sparist miklir flutningar á efni en fyrir utan jarðvegsflutninga þarf að dæla miklu magni af sjó upp úr grunninum og er gert ráð fyrir að tonnin verði nokkrar millj- ónir í verklok. Klæðning á færanlega þvottastöð fyrir flutninga- bílana og stendur til að koma henni fyrir í grunn- inum, að sögn Karls. Hann segir að hún hafi áður verið í Vatnsmýrinni og síðan hafi hún verið lánuð vegna framkvæmda við Háskólann í Reykjavík, en í báðum tilfellum hafi jarðvegurinn verið fluttur mun lengri leið eða á Hólmsheiði. Þurfa að fara rúmlega 17 þúsund ferðir með jarðveg Morgunblaðið/Frikki FLEIRI læknar á Heilsugæslustöð- inni í Árbæ hafa bæst í hóp þeirra tveggja sem hafa fundið fyrir óút- skýrðum einkennum undanfarna mánuði og talið er að geti tengst húsnæði heilsugæslunnar. Vinnueft- irlitið hefur innsiglað læknastofur á stöðinni á meðan rannsókn stendur yfir og er því aðeins helmingur hús- næðisins í notkun. Allir læknarnir eru vinnufærir þrátt fyrir einkenn- in. „Þetta eru starfsmenn sem voru að kvarta undan óljósum einkenn- um,“ segir Gunnar Ingi Gunnarsson yfirlæknir. „Einn þeirra fór að hugsa til þess hvort líðan hans kynni að tengjast starfsumhverf- inu.“ Enginn í hættu Gunnar Ingi segir að finna megi rakaskemmdir í húsinu. Engin heilsufarsleg áhætta er talin fylgja því að nota þann hluta húsnæðisins sem ekki er til rannsóknar. „Við erum að reyna að standa í stykkinu í hálfu húsnæði og ég vona að það lendi ekki illa á skjólstæð- ingum og þeir hafi skilning á þess- ari stöðu,“ segir Gunnar Ingi. Rannsókn Vinnueftirlitsins getur tekið allt upp í tvær vikur. Fleiri læknar með einkenni Innsiglað Læknastofurnar eru inn- siglaðar meðan á rannsókn stendur. Morgunblaðið/Golli ALLSHERJARNEFND Alþingis leggur til að 24 einstaklingar fái rík- isborgararétt á þessu vorþingi. Nefndinni bárust 53 umsóknir, en þær eru frá fólki sem ekki uppfyllir almenn skilyrði um ríkisborgararétt. Meðal þeirra sem nefndin leggur til að fái ríkisborgararétt er Sævar Marinó Ciesielski. Umsækjendur eru hvaðanæva úr heiminum og nokkrir, eins og Sævar, hafa búið nær allan sinn aldur á Íslandi. Sævar fær rík- isborgararétt HUNDUR og maður ganga hugsi eftir sjávarsíðunni og skuggamyndir þrjár horfa dáleiddar til hafs og fjalla. Veðurguðirnir hafa verið landsmönnum ljúfir upp á síðkastið og allt útlit er fyrir að hlýtt verði í veðri út maímánuð. Þá er um að gera að nýta tækifærið og njóta náttúrunnar í öllu hennar veldi. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Menn og ferfætlingar njóta náttúrunnar GENGISSIG íslensku krónunnar og erlendar verðhækkanir halda áfram að skila sér út í verðlag hér á landi og gengisbreytingar virðast hafa komið hratt inn, að því er fram kem- ur í mælingum Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs í maí. Vísitalan hækkar um 1,37% frá fyrra mánuði, en sé húsnæðisliðurinn tekinn út nemur hækkunin 1,48% frá apríl- mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 12,3%. Verðbólgan nú er sú mesta sem mælst hefur á landinu í 18 ár. Í maí í fyrra mældist verðbólgan 4,7%. Að sögn Guðrúnar R. Jónsdóttur, deildarstjóra vísitöludeildar Hag- stofunnar, eru hækkanir á bensíni og olíu meðal þess sem mest áhrif hafa á hækkun vísitölunnar milli mánaða. Verðið hefur hækkað um 5,7% frá í apríl. Guðrún bendir á að hækkanir á vörum eins og olíu og matvælum, sem hækka um 1,9% milli mánaða, megi ekki aðeins rekja til gengis- breytinga, heldur einnig mikilla hækkana á mörkuðum. „Það er ekki bara hér sem við sjáum verðbólgu. Það er mikil mat- arverðbólga í löndunum í kringum okkur og alls staðar hafa menn miklar áhyggjur af bensínverðinu. Í öðrum löndum kemur [hærra olíu- verð] enn verr niður,“ segir Guðrún. Séu einstakir liðir matvæla skoð- aðir sést að verð á mjólk, ostum og eggjum hækkar um 4,1% milli mán- aða. Um þessar breytingar segir Guðrún að þær miklu hækkanir sem urðu á mjólkurafurðum 1. apríl s.l. hafi ekki skilað sér að fullu í apríl, en þá hækkaði verð þeirra um rúm 10%. Sennilega hafi hækkanir mjólkurafurða nú að mestu skilað sér. Einnig kemur fram í upplýsingum Hagstofunnar að verð á grænmeti og kartöflum hækkaði um 4,5% milli mánaða. Sykur og sætindi hækka minna milli mánaða eða um 1,2%. Hvað húsnæðisverð snertir lækk- ar kostnaður vegna eigin húsnæðis um 0,2% (-0,04%) milli mánaða. Þar af eru áhrif af lækkun markaðsverðs -0,15% en áhrif af hækkun raun- vaxta eru 0,11%. „Þrátt fyrir að mælst hafi lækkun í markaðsverði húsnæðis síðustu mánuði hefur allur liðurinn þrátt fyrir það hækkað vegna þess að við höfum vaxtaáhrif- in inni. En núna nær markaðsverðið að lækka liðinn,“ segir Guðrún. Ekki rétti tíminn til að byggja? Annar liður sem tengist húsnæði og hækkað hefur mikið milli mánaða er kostnaður vegna viðhalds og við- gerða á húsnæði. „Byggingarefni hefur hækkað mjög mikið og því koma gengisáhrifin mjög sterkt inn á byggingamarkaðnum. Þá hækkar verð á viðhaldi húsnæðis,“ bendir Guðrún á. Mælingar Hagstofunnar eru á milli spádóma greiningardeilda bankana. Guðrún segir þessa nið- urstöðu nú í sjálfu sér ekki koma mikið á óvart. „Í síðasta mánuði var metmæling. Gengisbreytingar virð- ast hafa komið hratt inn og vonandi er þetta ákveðinn kúfur sem svo dregur hraðar úr,“ segir Guðrún. Gengisbreytingar hafa komið hratt inn                                                                  ! " #$  % #$ &"$ '  "( )    *   +#, -. ) $  / / 0 ) 1  % / / 2%  #$ 3 " #$ & )  ( - ! )  #     !   "# $ %  & "#  $ % & #   ' " !       &  $ . "   4  $ . "    (   & )&   &  0"(#$) !5$!) $# / / 6( !) . .    "      *    +      ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ,$- ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) .$/ -$0 .$0 -$1 /$, 2$0 ) ) ) ) 0$. .$1 ) ) 0$0 /$. .$3 4$- .$1 ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) .$. /$- .$0 /$4 0$/ .$5 ) ) ) ) 0$, 0$, ) ) 0$0 /$. .$4 .$- 7 !8 7  9  ! Áhrif m.a. af hækkun bensíns og dýrara byggingarefni GUNNAR Guðlaugsson rafmagns- verkfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri álvers Norðuráls í Helguvík frá og með 1. september. Helstu verkefni Gunnars fyrst um sinn tengjast undirbúningi starfsem- innar í Helguvík, uppsetningu kerfa og ráðningum og þjálfun starfsfólks, samkvæmt frétt á vef Norðuráls. Áður en Gunnar réðst til Norður- áls var hann framkvæmdastjóri þró- unarsviðs álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Framkvæmda- stjóri í Helguvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.