Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI KÓRASTEFNA verður haldin við Mývatna í næstu viku og er þetta í sjötta sinn sem slík hátíð er haldin. Meginverkefnið að þessu sinni er Carmina Burana eftir Carl Orff. List- rænn stjórnandi og skipuleggjandi hátíðarinnar er Margrét Bóasdóttir. Kórastefnan hefst fimmtudaginn 5. júní með kórtónleikum í félags- heimilinu Skjólbrekku kl. 20.30. Tón- leikarnir eru afmælistónleikar Kórs Reykjahlíðarkirkju, sem fagnar 100 ára afmæli í ár. Kór Reykjahlíðarkirkju syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar, org- anista í Langholtskirkju. Um 70 manna samkór þingeyskra kirkju- kóra flytur ýmis kórverk undir stjórn organista í sýslunni og síðan verða „Fjárlögin“ æfð og sungin með öllum viðstöddum, undir stjórn Jóns Stef- ánssonar. Margrét Bóasdóttir syng- ur einsöng með samkórnum og er einnig kynnir á tónleikunum. Að afloknum tónleikum verður Miðnætursöngur kóranna í Jarðböð- unum við Mývatn, en þar er opið til kl. 24. Föstudaginn 6. júní hefjast æfing- ar kóranna. Blandaðir kórar æfa verkið Carmina Burana eftir Carl Orff, ásamt einsöngvurunum Sig- rúnu Hjálmtýsdóttur, Einari Clausen og Bergþóri Pálssyni, Barnakór Hafralækjarskóla og Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands undir stjórn Guð- mundar Óla Gunnarssonar. Karlakórar æfa norræna tónlist, eftir Grieg og Sibelius undir stjórn sænska stjórnandans Thomas Caplin sem kemur sérstaklega til að vinna með karlakórunum. Á föstudagskvöldið kl. 20.30 verða tónleikar allra kóranna í hraunhvelf- ingu Laxárvirkjunar. Ókeypis er inn á tónleikana og er Landsvirkjun bak- hjarl þeirra. Á laugardag verður æfingum hald- ið áfram og sunnudaginn 8. júní kl. 15 rennur svo upp stóra stundin. Á há- tíðartónleikum í Íþróttahúsinu í Reykjahlíð flytja um 230 manns verk- ið Carmina Burana, Kór Flensborg- arskólans í Hafnarfirði flytur kórtón- list sem samin hefur verið fyrir kórinn og karlakórar flytja norræna tónlist. Stjórnendur eru Hrafnhildur Blomsterberg, Thomas Caplin og Guðmundur Óli Gunnarsson. Rúmlega 400 manns á Kórastefnu við Mývatn Mozart við Mývatn Frá flutningi Sálumessu Mozarts á Kórastefnunni við Mývatn fyrir tveimur árum. Stjórnandinn er Guðmundur Óli Gunnarsson. Í HNOTSKURN »Kórastefna fer nú fram ísjötta skipti við Mývatn og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri, rúmlega 400 talsins. »Kórastefna við Mývatn ereina kórahátíð landsins og langfjölmennasta tónlistarhátíð landsbyggðarinnar. »Þátttakendur í ár eru;Åkersberga Kammarkör frá Stokkhólmi, Kór Flensborg- arskólans í Hafnarfirði, Samkór Kópavogs, Lögreglukórinn í Reykjavík, Karlakór Keflavíkur, Barnakór Hafralækjarskóla, Kór Reykjahlíðarkirkju, Samkór úr þingeyskum kirkjukórum, fé- lagar úr kórum á Akureyri, Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands, einsöngvarar og kórstjórn- endur. Langfjölmennasta tónlistarhátíðin á landsbyggðinni TENGLAR .............................................. www.korastefna.is STRÁKARNIR í hópi Petreu, leik- skólakennara á Hólmasól, heim- sóttu séra Sólveigu Höllu Krist- jánsdóttur í Akureyrarkirkju í síðustu viku. Hún fræddi strákana um eitt og annað en erindið var ekki síst að afhenda henni, fyrir hönd Hjálparstarfs kirkjunnar, 9.146 krónur sem strákarnir þén- uðu með því að safna og selja flösk- ur. Síðan fór Petrea með þeim í endurvinnsluna þannig að þeir kynntust starfseminni og upplifðu frá fyrstu hendi hve mikil verðmæti felast í slíkum varningi. Hægt er að gefa fé til ýmissa nota í gegnum Hjálparstarf kirkjunnar en strák- arnir komu sér saman um að þeir vildu fjármagna kaup á geit handa börnum í Afríku. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Strákarnir gefa geit UNGUR ökumaður var sviptur öku- réttindum til bráðarbirgða eftir að bifreið hans mældist á 105 km hraða á Þingvallastræti á sunnudagskvöld. Hámarkshraðinn á Þingvalla- stræti er 50 kílómetrar og ökumað- urinn ungi var því á rúmlega tvöföld- um leyfilegum hámarkshraða. Hann á yfir höfði sér ökuleyfissviptingu í þrjá mánuði og auk þess sekt að upp- hæð 90 þús. kr. Þegar veðrið er jafn gott og þessa dagana freistast menn til að keyra hraðar en annars og er þess skemmst að minnast að ungir menn lentu í hörðum árekstri á dög- unum en þar fór betur en á horfðist. Annar ökumaður mældist á 160 kílómetra hraða á Eyjarfjarðarbraut vestri um helgina. Hann verður einn- ig sviptur ökuleyfi í þrjá mánuði og væntanlega sektaður um 140 þúsund krónur. Hættulegt að kitla pinn- ann – en það er líka dýrt Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Egilsstaðir | Hagvöxtur á Austur- landi var 51% árin 1998 til 2005, en 53% á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram á ársfundi Byggðastofn- unar, sem haldinn var á Egilsstöð- um sl. föstudag. Hagvöxtur er lang- mestur á þessum tveimur svæðum landsins. Sigurður Jóhannesson hjá Hag- fræðistofnun, sagði á ársfundinum að þessi ár hefði framleiðsla á Ís- landi vaxið um tæp 40%, eða um ná- lega 5% á ári og gildi það einnig fyr- ir árin 2006 og 2007. Hagvöxtur á Austurlandi fylgdi landsmeðaltali nokkurn veginn til ársins 2004 og jókst síðan mikið. Áhrifavaldar eru að sjálfsögðu framkvæmdin við Kárahnjúkavirkjun, sem hófst 2003 og bygging álvers Alcoa Fjarðaáls og voru framkvæmdir í hámarki á árunum 2005 til 2007. Þó drógu minnkandi loðnuveiðar nokkuð úr áhrifum hagvaxtarskeiðsins árin 2003 og 2004. Árið eftir stakk svo Austurland aðra landshluta af í hag- vexti. Sé hagvöxtur tímabilsins 1998 til 2005 á Austurlandi skoðaður nánar, má sjá að hátt í 40% hans skapaðist vegna byggingaframkvæmda. Nokkur vöxtur var í þjónustu einka- fyrirtækja og opinberri þjónustu, sem tengist væntanlega fram- kvæmdunum að hluta til. Veiðar drógust aftur á móti saman. Fólki undir fertugu fækkar ört Sigurður segir valda áhyggjum hversu fólki undir fertugu fækki ört í jaðarbyggðum á Austurlandi. Fólki hafi einvörðungu fjölgað í Fjarða- byggð og á Fljótsdalshéraði frá 1997 til 2007, en fækki annars stað- ar. Þar fækkar jafnframt fertugum og yngri um 27 til 35% og spurning hvort byggð muni lengi haldast á þessum stöðum ef framhald verði á. Á fyrrgreindu tímabili fækkaði fólki um 25% í Langanesbyggð, 11% á Seyðisfirði, um 17% á Vopnafirði, 16% á Djúpavogi og 14% á Horna- firði. Í heildina fjölgaði fólki á Aust- urlandi öllu um 12% en fólki undir fertugu fækkaði um 3%. Sigurður segir að nálægð sjávarbyggðanna við Egilsstaði treysti þó undirstöð- ur þeirra; árið 2000 voru 7 til 8 þús- und íbúar í klst. akstursfjarlægð við Egilsstaði en séu nú tíu þúsund tals- ins. Staða Egilsstaða sem þjónustu- kjarni fyrir sjávarbæi styrki því byggð. Hækkun fasteignaverðs á Aust- urlandi hefur sl. tíu ár haldist í hendur við hækkun þess á höfuð- borgarsvæðinu. Fasteignaverð hef- ur sl. ár verið tiltölulega hátt á Austurlandi eða um 60% af verði í Reykjavík. Góður hagvöxtur en áhyggjur af jaðrinum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Vöxtur Austurland stakk aðra landshluta af í hagvexti árið 2005 og eru um 40% hans vegna byggingarframkvæmda, mest við virkjun og álver. 2% munur á hag- vexti höfuðborgar og Austurlands Í HNOTSKURN »Hagvöxtur á Íslandi hefurverið langmestur á höf- uðborgarsvæðinu og á Austur- landi. Byggingarframkvæmdir sköpuðu hátt í 40% hagvaxtar á Austurlandi. »Frá 1997-2007 fjölgaði fólkium 12% á Austurlandi. Fjölg- aði eingöngu í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði. Fólki undir 40 ára fækkar í jaðarbyggðum. Fáskrúðsfjörður | Víða um land hafa grunnskólar og leikskólar einhent sér í að efla vináttu og umburðarlyndi meðal barna og baráttu gegn einelti. Skólar á Austurlandi eru þar engir eftirbátar. Á dögunum fóru leik- og grunnskólabörn á Fáskrúðsfirði saman í skrúðgöngu um bæinn sinn ásamt kennurum og vöktu heilmikla at- hygli annarra bæjarbúa. Var gangan helguð vináttunni og báru börnin borða og spjöld með áletrunum um hana og hug þeirra gagnvart ein- elti. Morgunblaðið/Albert Kemp Samtaka Börn úr grunnskóla og leikskóla Fáskrúðsfjarðar gengu saman um götur bæjarins í þágu vináttu og minntu á að einelti er óhæfa. Vináttan er gulls ígildi Seyðisfjörður | Ár hvert kemur fjöldinn allur af ungu fólki víðs vegar að úr heiminum til þess að taka þátt í listasmiðjum LungA, listahátíðar ungs fólks á Austurlandi. Hátíðin í ár verður haldin 14.-20. júlí. Aðalatriði LungA eru listasmiðjurnar og má nefna leiklist, sirkus, dans af ýmsu tagi, stuttmyndagerð, grafíska hönnun, hljóðsmiðju, dj-smiðju og stomp svo eitthvað sé nefnt. Í sumar gefst ungum harmónikku- leikurum á aldrinum 16-25 ára í fyrsta sinn tækifæri til að taka þátt í þessari listahátíð. Duo Jupiter sam- anstendur af Lars Røyseng og Stian Aase sem eru meðal fremstu harm- ónikkuleikara Noregs og hafa unnið saman síðan þeir námu við tónlist- arháskólann í Ósló. Þeir hafa haldið fjölda tónleika og námskeiða auk þess að hafa unnið til verðlauna í al- þjóðlegum keppnum. Boðið verður upp á vandaða kennslu og er þetta einstakt tækifæri fyrir ungt fólk til að hittast, efla tengsl og vinna sam- an. Sjá vefina www.harmonika.is og www.myspace.com/accordionduo. Harmónikkan til leiks í listasmiðju LungA AUSTURLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.