Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 19
tómstundir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 19 má vera að hún sé ein- hvers staðar til. Stærsti vandinn er að aðrir vegfarendur, að- allega ökumenn, taka lítið sem ekkert tillit til hjólreiðafólks. Þetta sannaðist klárlega á laugardaginn er Vík- verji ætlaði ásamt fjöl- skyldu sinni að hjóla út á Reykjavíkurflugvöll á Flugdaginn. Þar sem ung og óreynd stúlka á nýja reiðhjólinu sínu var með í för var hjólað eftir gangstéttum. Það gekk ágætlega þar til komið var að Öskju- hlíðinni, meðfram Valsvellinum. Þar hafði blikkbeljum verið lagt upp á allar gangstéttar og ekki nokkur vegur að komast þar um á hjóli eða gangandi. Víkverji var með hjartað í buxunum að sjá dóttur sína lauma sér inn á milli bíla og hrökklast síð- an út á götu. Það var því ákveðinn léttir að komast loks inn á göngu- stíginn í Öskjuhlíðinni sunnanverðri, þar sem verið er að reisa nýjar höf- uðstöðvar Háskólans í Reykjavík. Víkverji ætlaði síðan ekki að trúa eigin augum er hann sá nokkra bíla koma akandi eftir stígnum. Þá höfðu nokkrir óþolinmóðir blikk- beljustjórar laumað sér inn á göngu- stíginn til að stytta sér leið út úr umferðaröngþveitinu sem skapaðist kringum Flugdaginn. Þarna óku þeir um eins og ekkert væri sjálf- sagðara. Víkverji sér mest eftir því að hafa ekki lagt hjólinu í veg fyrir þessa bíla, rifið bílstjórana út og lesið þeim pistilinn. Þeir vonandi lesa þetta og skammast sín, sem þeir mega gera. Víkverji gæti skrif-að heila bók um Evróvisjón, úrslit síð- ustu keppni og keppn- isfyrirkomulag en ætl- ar ekki að eyða meiri tíma og orku í öll þau ósköp. Nóg hefur nú verið blaðrað og skrif- að um keppnina. Þess í stað skal hér varið nokkrum öðrum um allt aðra ómenn- ingu, þ.e. hjólreiða- ómenningu landans. Á góðum stundum hreykja borgaryfirvöld sér af því að hafa bætt aðstöðu hjólreiðafólks, og hjólreiðagata við Lönguhlíð nefnd í því sambandi. Víkverji hefur reyndar ekki séð aðra slíka götu í borginni (ef götu skyldi kalla) en vel    víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Íslenskar konur eru einstaklegaáhugasamar um ljósmyndun. Íöllu falli er auðvelt að álykta sem svo af viðbrögðunum sem Guð- munda Jónsdóttir flugfreyja fékk eftir að hún fékk þá flugu í höfuðið að stofna hóp fyrir íslenskar konur inni á alþjóðlegum ljósmyndavef. „Lengi vel var ég ein að skrölta þarna en smám saman fór þetta að vinda upp á sig. Í dag, einu og hálfu ári síðar, eru 411 konur skráðar í grúppuna,“ segir Guðmunda eða Gúna eins og hún er jafnan kölluð. Umræddur ljósmyndavefur er flickr.com þar sem áhugafólk um ljósmyndun getur komið saman, spjallað um myndirnar sínar og ann- arra og skipst á ráðum. „Þessi vefur er búinn að vera til í nokkur ár og Ís- lendingar hafa stundað hann svolítið líka. Haustið 2006 byrjaði ég að vista myndirnar mínar þarna inni og þar sem vefurinn byggist að hluta til á því að stofna hópa eða spjallþræði stofnaði ég hópinn „Photos by Ice- landic Women“ í nóvember sama ár.“ Heljarinnar félagsskapur Íslensku konurnar láta sér ekki nægja að vera í sambandi á netinu heldur hafa hist reglulega til að mynda saman og kynnast betur. „Við fórum í fyrstu ferðina í júlí 2007 en þá var stefnan tekin á Borgarfjörð og Hvalfjörð. Síðan höfum við smalað til hittings nokkrum sinnum og þær koma einfaldlega sem geta og vilja. Þetta er því orðinn heljarinnar fé- lagsskapur – við erum margar búnar að kynnast vel og orðnar ágætis vin- konur.“ Raunar hafa ekki allar konurnar tök á að koma þegar til stendur að hittast. „Þessar 411 konur eru dreifðar út um allan heim því þarna eru líka íslenskar konur sem búa er- lendis eða úti á landi.“ Á laugardag kom hópurinn t.a.m. saman í Grasa- garðinum í Laugardal. „Tilefnið var að ein af okkar yngri félögum sem býr á Hornafirði var stödd í bænum um helgina svo okkur þótti upplagt að nota tækifærið og hitta hana,“ segir Gúna og heldur áfram: „Mark- miðið er að hittast til þess að taka myndir, spjalla og læra hver af ann- arri en það eru bara örfáar sem hafa eitthvað lært í ljósmyndun. Við hinar erum áhugamanneskjur. Ef einhver er hins vegar með spurningu sem viðkemur ljósmyndun er alltaf ein- hver sem lúrir á vitneskju um efnið.“ Og það er ekki laust við að hinn ís- lenski kvennafans hafi vakið athygli á netinu. „Einhvern tímann eftir stofnun hópsins rakst ég á að búið var að stofna annan íslenskan hóp sem heitir Karlar og ljósmyndir á flikr.com,“ segir Gúna hlæjandi. „Það má náttúrlega ekki halla á hitt kynið – en þér að segja held ég að sá hópur sé ekki nærri eins stór og okk- ar.“ Morgunblaðið/hag Skotið Einbeitingin skín úr andlitum kvennanna þar sem þær munda græjurnar í Grasagarðinum. Ástunda ljósmyndun í fögrum kvennaflokki Hittingur „Þær koma einfaldlega sem geta og vilja,“ segir Gúna sem er önnur f.v. í fremri röð í hópi kvennanna sem hittust sl. laugardag. www.flickr.com/groups/photos- by-icelandic-women Þessar 411 konur eru dreifðar út um allan heim … Bakgrunnsmynd: Roger Hiorns / Object - a manipulated growth. © 2007 Serpentine Gallery. Ljósmynd: Alastair Fyfe. Miðasala á listahatid.is & midi.is Á vef Listahátíðar færðu nánari upplýsingar um alla viðburði, þar með talið þær fjölmörgu myndlistarsýningar sem eru á hátíðinni. Miðasala fer einnig fram í síma 552 8588 alla virka daga frá kl. 10-14. Dillandi afrískt gumbé Super Mama Djombo frá Gíneu-Bissá Vinsælasta hljómsveit V-Afríku flytur nýja tónlist sína í fyrsta sinn utan heimalands síns. Afríkudansveisla af bestu gerð. „Hin sanna tónlist. 10 af 10 fyrir Super Mama Djombo.“ - Arnar Eggert Thoroddsen um nýja plötu SMD í Popplandi á Rás 2 Nasa, Austurvelli 30. & 31. maí Miðaverð: 3.000 Ein glæsilegasta söngdíva heims! Einsöngstónleikar Denyce Graves messósópran - MÖGNUÐ efnisskrá „Hún er næstum of góð til að það geti verið satt; einstakur listamaður, fögur kona, konungleg framkoma.“ - Washington Post Háskólabíó 1. júní Miðaverð: 6.800 / 6.200 Ferð án fyrirheits tónleikar tileinkaðir Steini Steinarr Í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Steins Steinarrs flytja Jón Ólafsson og fleiri framúrskarandi tónlistarmenn gömul og ný lög við ljóð skáldsins. Íslenska óperan 29. & 30. maí | Miðaverð: 3.900 Ísafjörður; Edinborgarhúsið 4. júní / Akureyrarkirkja 12. júní / Eskifjörður; Kirkju- & menningarmiðstöðin 19. júní Litið um öxl á ferli eins virtasta tónskálds Íslands Afmælistónleikar tileinkaðir Þorkeli Sigurbjörnssyni Fram koma þau Sigurbjörn Bernharðsson, fiðluleikari sem er frændi tón- skáldsins og meðlimur Pacifica-kvartettsins og Anna Guðný Guðmunds- dóttir, píanóleikari. Íslenska óperan 4. júní | Miðaverð: 3.000 Laugarborg, Hrafnagili 5. júní. Miðasala í Laugarborg. Fimmtu- dag 20.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.