Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurð- ardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í HNOTSKURN »Ríkissjóður tók í árslok 2006 einn milljarðevra að láni sem endurlánaður var Seðla- bankanum. »Tvíhliða gjaldeyrisskiptasamningur vargerður við Seðlabanka á Norðurlöndunum um 500 milljónir evra fyrir skömmu. RÍKISSJÓÐI er heimilað að taka allt að 500 millj- arða króna að láni eða jafnvirði þess í erlendri mynt og endurlána Seðlabankanum til þess að styrkja gjaldeyrisforðann, samkvæmt lagafrum- varpi sem kom fram á Alþingi í gær. Fram kemur einnig að þessi lántökuheimild kemur til viðbótar þeim lántökuheimildum sem fyrir eru í fjárlögum ársins í ár. Ekki kemur fram í frumvarpinu hvenær ráðist verður í lántökuna, en heimildin gildir út þetta ár. Þá þykir æskilegt að svigrúm ríkissjóðs verði auk- ið til útgáfu ríkisverðbréfa á innlendum markaði, þar sem mikil eftirspurn eftir skammtímabréfum að undanförnu hafi dregið nokkuð úr virkni pen- ingastefnu Seðlabankans og haft óheppileg hlið- aráhrif á skuldabréfa- og gjaldeyrismarkaði. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að lántökuheimildin miði að tvennu: „Annars vegar er gert ráð fyrir að nýta megi heimildina til töku erlends láns sem endurlánað verði Seðlabanka Ís- lands í því skyni að efla gjaldeyrisforða bankans, sbr. erlenda lántöku ríkissjóðs og endurlán til Seðlabankans í árslok 2006. Hins vegar er gert ráð fyrir að nýta megi heimildina til aukinnar útgáfu ríkisverðbréfa á innlendum markaði, verði þess talin þörf í því skyni að styrkja innlendan peninga- og gjaldeyrismarkað. Ekki liggur fyrir á þessu stigi hvenær á árinu, að hvaða marki, í hvaða áföngum eða í hvaða hlutföllum erlendrar og inn- lendrar lántöku heimildin verður nýtt, enda mun það ráðast af aðstæðum.“ Fram kemur einnig að óvíst sé hvaða lánskjör verði í boði fyrir ríkissjóð vegna óvissunnar á láns- fjármörkuðum þegar heimildin verður nýtt. Fast- lega megi hins vegar gera ráð fyrir því í ljósi markaðsaðstæðna að vaxtagjöldin vegna lántöku ríkissjóðs verði hærri en vaxtatekjurnar. Er jafn- framt bent á að hverjir 10 punktar í vaxtamun kosti ríkissjóð 500 milljónir króna. Ekki er gert ráð fyrir öðru en frumvarpið fari greiðlega í gegnum þingið og verði að lögum fyrir þinglok. Heimildar Alþingis leitað fyr- ir töku 500 milljarða kr. láns Morgunblaðið/Frikki Lán Fjármálaráðherra fær heimild til lántöku. Munur á vaxtagjöldum vegna töku lánsins og vaxtatekjum fellur á ríkissjóð TJALDUR nokkur liggur á fjórum eggjum sínum við vegarkant undir Eyjafjöllum þessa dagana. Á þessu landsvæði er ekki mikið um varpkjörlendi tjaldsins, sendinn jarðveg eða smágrýttan, heldur er allt mjög gróið. Hann verður þess vegna að notast við vegarkant- inn, þar sem ekkert betra býðst. Kannski veit hann að þarna er ekki auðvelt fyrir bíla að nema staðar vegna umferðarþungans og því öruggt að gera sér hreiður. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Öruggur á eggjunum í vegarkantinum Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is „ÞAÐ var engin ástæða til að þiggja boðna áfallahjálp eftir atvikið sem við lentum í á jöklinum í lok apríl en við vorum sammála um að réttast væri að fara aftur og ná markmiði okkar um að komast á tindinn,“ segir Gunn- laugur B. Ólafsson um einbeittan fjallgönguhóp sem náði hæsta tindi landsins, Hvannadalshnúk, á sunnu- dag í annarri tilraun sinni. Fyrri til- raun hópsins, sem fyrrnefnt atvik gerðist í, fór á þá leið að hópurinn lenti í villum og hörkuhreti auk þess sem leiðsögumaðurinn datt í sprungu. Allt slapp þó slysalaust, nema hvað Hnúkurinn var enn óklif- inn af fólkinu, sem felldi sig ekki fylli- lega við þau málalok. Því var gerð önnur tilraun þótt reyndar hafi ekki allir úr hópnum átt heimangengt en flestir þó. Hnúksfararnir fengu blíð- skaparveður og náðu tindinum um miðjan dag á sunnudaginn undir stjórn Einars Ísfeld Steinarssonar hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum. Þess má geta að Fjallaleiðsögu- menn ákváðu að bjóða ferðina endur- gjaldslaust og voru viðskiptavinirnir harla kátir með það. Táknrænn sigur á Hnúknum „Það var mjög góð tilfinning að komast á tindinn og ljúka þessu verk- efni,“ segir Gunnlaugur. „Stór hluti hópsins hafði búið sig undir Hnúkinn með fjallgöngum í ná- grenni Reykjavíkur. Sigurinn á sunnudaginn er á sinn hátt táknrænn fyrir það að ná settu markmiði. Það var líka einstakt að fá gott veður og upplifa hvað Hvannadalshnúkur og nágrenni hans á Öræfajökli eru lif- andi fyrirbæri. Veðuraðstæður eru sí- breytilegar, að ekki sé talað um göngufærið.“ Fyrri ferðin var farin 26. apríl og komst hópurinn þá í 1.700 m hæð. Á niðurleið lenti fólkið í hremmingum sínum og vakti blogg Gunnlaugs um málið athygli. Að þessu sinni bloggaði hann einnig um ferðina og hefur hann nú fengið hamingjuóskir frá blogg- verjum í stað viðbragða í ætt við þau sem tíðkast eftir lestur spennusögu. Einbeittir og þolinmóðir Hnúksfarar létu ekki hremmingar í apríl slá sig út af laginu og mættu tvíefldir til leiks og hrósuðu sigri í blíðskaparveðri á sunnudag í friði fyrir hreti og jökulsprungum Sigruðu tindinn í seinni atrennu Hnúksfarar Sigri hrósað eftir frábæran dag í sól og andvara. VAFI er á því að mati Hæstaréttar að pólskur maður, sem sakaður var um tölvuþjófnað í heimalandi sínu, hafi skilið leiðbeiningar íslenskrar lögreglu um rétt hans til að hafa samband við lögmann í tengslum við framsalskröfu pólskra yfir- valda. Hefur Hæstiréttur því fellt úr gildi úrskurð dómsmálaráðu- neytis um að framselja hann til Póllands. Í lögregluskýrslu er hvorki skráð að maðurinn hafi þeg- ið né hafnað boði um að hafa sam- band við lögmann. Þar sem hann naut ekki aðstoðar lögmanns við fyrirtekt málsins hjá lögreglu voru óskir hans um synjun á framsali ekki skráðar í gögn málsins og komu ekki til úrlausnar hjá dóms- málaráðuneytinu. Að mati Hæsta- réttar voru mikilvæg réttindi í húfi fyrir manninn og augljósir hags- munir tengdir því að fá aðstoð lög- manns á frumstigi. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði þar sem hann tekur undir niðurstöðu meirihlut- ans, á ólíkum forsendum þó. Taldi hann brotið minniháttar og því ekki grundvöll fyrir framsalsbeiðni. Naut ekki aðstoðar lögmanns MIKILL meirihluti jarðarbúa telur hlýnun andrúmsloftsins vera alvar- lega ógn, að því er kemur fram í nýrri könnun sem Gallup hefur gert í 57 ríkjum. Í öllum þessum löndum nema á Íslandi telja menn að lofts- lagsbreytingar hafi alvarleg áhrif á umhverfið þar sem þeir búa. Í tilkynningu frá Gallup kemur fram að 66% þátttakenda í könnun- inni telji að hlýnun andrúmsloftsins hafi áhrif á heimaslóðum þeirra. Þá sögðust 85% hafa gripið til ráðstaf- ana til að draga úr mengun. Gallup segir að í öllum löndum, að Íslandi undanskildu, hafi meirihluti svarenda verið sammála þeirri full- yrðingu að hlýnun andrúmsloftsins hefði þegar haft alvarleg áhrif á heimkynni þeirra. Meirihluti svar- enda á Íslandi, eða 59%, sagðist hins vegar vera ósammála fullyrðingunni. Gallup segir að líkleg skýring sé sú áhersla sem Íslendingar leggja á sjálfbæra nýtingu orkulinda og hve hreint vatn og andrúmsloftið sé hér. Mestar áhyggjur af ástandinu komu fram í Albaníu þar sem 97% töldu breytingar hafa komið fram. Hafa ekki áhyggjur af hlýnun Tveir þriðju telja hlýnun hafa áhrif GUNNLAUGUR Júlíusson lang- hlaupari hljóp tæpa 218 kíló- metra á 24 klukkustundum á Borgundarhólmi á sunnudaginn og bætti árangur sinn um rúma 20 kílómetra. Ár- angur Gunnlaugs er Íslandsmet í þessari grein, en hann varð í fjórða sæti í hlaupinu. Sá sem varð í fyrsta sæti hljóp 241 kíló- metra á 24 stundum. Með hlaupinu er Gunnlaugur að undirbúa þátttöku sína í Spartaþon- inu, sem fram fer í september í haust, en það er 246 kílómetra langt hlaup milli Aþenu og Spörtu á Grikk- landi. Hljóp 218 kíló- metra á einum sólarhring Gunnlaugur Júlíusson ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.