Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 21 Það gekk eftir sem Pétur Stef-ánsson spáði af alkunnri visku sinni að Íslendingar yrðu ofarlega, um miðbik eða neðar- lega í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva: Frónbúarnir fremst í stafni fá sinn skerf af heppninni; Evróbandið ætla ég hafni ofarlega í keppninni. Til vara: Auðna þeirra dýrðleg dafnar sem dýrka söngvagyðjuna. Evróbandið eflaust hafnar eitthvað í kringum miðjuna. Enn til vara: Ei mun lukka liðsins dafna, né leika sér á strætunum, Íslendingar eflaust hafna í einu af neðstu sætunum. Hörður Björgvinsson orti eftir keppnina: Eftir margra mánaða læti og margskonar sigurkæti blasa úrslitin við: þetta íslenska lið endar í 14. sæti. Og hann bætti við: Nú er sál minni sannlega rótt, og í Serbíu allt orðið hljótt. Og af öðrum það bar þetta íslenska par borið saman við Silvíu Nótt. Ósk Þorkelsdóttir pantaði eintak af limrubók Hjálmars Freysteinssonar, Heitar lummur, með svofelldum orð- um: Sendu karlinn kverið fljótt krotaðu nafnið óðar, því hingað til mér hafa þótt heitar lummur góðar. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af Fróni og Eurovision síst greina í mikilli aukningu náms- framboðs við Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Næstkomandi haust verður boðið upp á nám í ferns- konar skólum: heilsu- og uppeldis- skóla, orku- og tækniskóla, skóla skapandi greina, samgöngu- og ör- yggisskóla, auk háskólabrúa, sem áð- ur hét frumgreinadeild.    Mikil fjölgun íbúa kallar á aukna þjónustu svo sem fleiri leikskóla og aukið kennslurými. Í burðarliðnum eru byggingar nýrra leikskóla og endurbætur á eldri. Ráðgert er að á Vallarheiði verði opnaður nýr leik- skóli og grunnskóladeild fyrir 1.-5. bekk í haust og undirbúningur leik- skóla í Dalshverfi er hafinn. Þá verð- ur viðbyggingu við leikskólann Vest- urberg lokið í sumar og innan tíðar verður hafist handa við viðbyggingu Hjalltúns.    Af öðrum framkvæmdum í Reykja- nesbæ má nefna uppbyggingu versl- unar og þjónustu á Samkaupasvæð- inu. Bæði er í framkvæmd stækkun á stórverslun Samkaupa en á svæðinu mun einnig rísa 5 hæða bygging með skrifstofum Kaupfélags Suðurnesja, auk Miðstöðvar símenntunar á Suð- urnesjum (MSS) og skrifstofum fjöl- margra stéttarfélaga á svæðinu. Ef til vill er þar í burðarliðnum nokkurs konar Alþýðuhús.    Dagur barnsins var haldinn hátíðleg- ur í Reykjanesbæ eins og víða annars staðar. Meðal þess sem boðið var upp á var ganga að styttum bæjarins sem leikskólakennarar á Tjarnarseli leiddu frá Keflavíkurkirkju, en leik- skólarnir Tjarnarsel og Heiðarsel hafa báðir gefið út bækur um styttur bæjarins. Göngunni lauk í blíðskapar- veðri í gamla kirkjugarðinum, við minnismerki horfinna. Þá lauk í gær listahátíð barna sem blásið var til 16. maí. Þar gaf að líta myndverk eftir elstu árganga í 6 af leikskólum bæj- arins auk fyrirætlana barnanna varð- andi framtíðina. Þverskurður þjóðfélagsins Kristján Valur segir meginhugs- unina vera þá að sem flestir taki þátt í messuhaldinu. Þannig gegna aldrei færri en fimm manns ábyrgð- arhlutverki í hverri viku. Auk prestsins tekur einhver úr hópnum að sér hlutverk predikara, einn fer með frumsamda bæn, annar er for- söngvari, þá sér einn um að útdeila sakramentinu og að lokum hefur einhver úr hópnum umsjón með morgunkaffinu á eftir. Með árdegismessunni er kirkjan að sinna breyttu þjóðfélagsmynstri að sögn Kristjáns Vals. „Sunnudag- urinn er ekki sá sami og hann var fyrir 20 árum. Í dag er miklu meiri hreyfanleiki á fólki og ekki allir sem hafa tök á að sækja messu á sunnu- dögum.“ Yfirleitt sækir sami kjarninn mið- vikudagsmessurnar, einhvers staðar á bilinu 15-25 manns. Hluti þeirra sem taka þátt eru guðfræðinemar við Háskóla Íslands en annars er hópurinn þverskurður af íslensku þjóðfélagi. Á sumrin koma oft gest- ir, erlendir ferðamenn og fleiri, og auðvitað er vel tekið á móti nýju og áhugasömu fólki. Frá upphafi hefur verið tekið samskot í árdegismessunum og þeir fjármunir nýttir til að kaupa með morgunkaffinu, styðja við æsku- lýðsstarf Hallgrímskirkju og styrkja hjálparstarf kirkjunnar. „Þarna setur fólk einhverjar krónur í baukinn og tekur í raun ekki eftir því en samt hefur hópurinn safnað á aðra milljón króna á þessum fimm árum,“ segir Kristján Valur. Fátt ef heildarfjöldi postulanna næst ekki Það muna kannski einhverjir les- endur eftir Sverri Júlíussyni, blað- bera Morgunblaðsins, en í vetur var sagt frá því í blaðinu þegar hann komst í hann krappan við blaða- útburð. Sverrir er einn þeirra sem hafa sótt árdegismessu í Hall- grímskirkju frá upphafi og segist halda því áfram á meðan hann get- ur. „Frá fornu fari hefur verið messa á miðvikudagskvöldum á föstunni til virðingar við Hallgrím Pétursson. Ég reyndi að sækja þessar messur en tíminn hentaði mér því miður aldrei,“ útskýrir Sverrir. Það var því mikil ánægja fyrir hann þegar árdegismessan hóf göngu sína og þangað reynir hann að mæta sem oftast. Sverrir hefur kynnst góðu fólki í tengslum við messurnar og segir að hópnum þyki nú fremur fátt ef ekki næst í heildarfjölda postul- anna. „Það er aldrei nóg af góðum orðum kirkjunnar en ég reyni líka að sækja messu á sunnudögum ef ég get,“ segir hann. „Það gefur mér heilmikið að sækja þessar messur. Bæði hlakka ég til og síðan eru samverustundirnar góðar. Þetta er gott nesti út í hvunndag- inn, predikunin vekur mann til um- hugsunar og maður nýtur stundar- innar svo vel.“ Eins og fyrr er nefnt ber Sverrir úr Morgunblaðið og hann segist auðvitað vilja klára þau morgun- verk áður en hann fer til kirkju á miðvikudögum. Yfirleitt kemur blaðið það snemma að hann nær til messu í tæka tíð en þó kemur fyrir að blaðinu seinki. „ Bílstjórinn veit af þessum morguntímum mínum og hefur reynt að koma til móts við mig,“ útskýrir Sverrir. „Í þau skipti sem eitthvað hefur farið úr böndunum næ ég að minnsta kosti seinni blessuninni, kaffisopanum.“ Messugestir Yfirleitt sækir sami kjarninn miðvikudagsmessurnar. www.hallgrimskirkja.is Lyf skipta sköpum! „Heilbrigð efri ár - mikilvægt hagsmunamál!“ „Miklar breytingar hafa átt sér stað á almennri lýðheilsu Íslendinga síðustu áratugi. Ber þá ekki síst að þakka eftirliti með hjarta- og æðasjúkdómum, m.a. með mælingum á blóðþrýstingi og blóðfitu og viðeigandi með- ferðarúrræðum. Aukin þekking, almenn heilsuefling og það að fylgst er mun fyrr með almennu heilsufari fólks, hefur leitt til þess að hægt hefur verið að koma í veg fyrir eða seinka ýmsum alvarlegum áföllum. Slíkar forvarnir stuðla ekki einungis að auknu heilbrigði á efri árum heldur einnig meiri lífsgæðum. Meiri þekking, árvekni og fjölbreytilegar meðferðarlausnir gera okkur því kleift að horfa björtum augum til langrar framtíðar án óþarfa kvilla og verkja.“ Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarfræðingur. E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.