Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 17 SUÐURNES Sandgerði | Þóra Jónsdóttir, list- málari úr Reykjanesbæ, sýnir um 25 mál- verk á einkasýn- ingu á Listatorgi í Sandgerði um þessar mundir. Sýningin var opnuð síðastlið- inn fimmtudag og stendur til 2. júní. Þóra er fædd í Reykjavík 1933. Hún hóf myndlistarnám í Amager malerier & tegninger-skólanum í Danmörku 1985 og hélt áfram í Lunna-skólanum í Gautaborg tveimur árum síðar. Þóra hefur nær sleitulaust stundað myndlist- arnám síðan þá og þá lengst af í Baðstofunni í Keflavík undir leið- sögn kennara eins og Sossu, Jón Ágústs Pálmasonar og Eiríks Smith. Þóra hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og staðið fyrir einka- sýningum í gegnum árin. Sýningin á Listatorgi gefur glögga mynd af því sem Þóra hefur fengist við síðastliðið ár í bland við nokkur eldri verk. Þóra sýnir á Listatorgi Þóra Jónsdóttir greinum, auk spænsku. Það kom henni frekar á óvart að verða efst á stúdentsprófinu. „Ég var ekkert að stefna sérstaklega að þessu. Vildi bara reyna að fá góðar einkunnir Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „AÐALATRIÐIÐ er að skipuleggja tíma sinn vel, forgangsraða rétt. Maður þarf að gefa sér tíma í námið líka, ekki bara íþróttirn ar eða eitt- hvað annað,“ segir Erla Dögg Har- aldsdóttir, sem fékk viðurkenningar fyrir að fá hæstu einkunn á stúd- entsprófi við skólaslit vorannar og brautskráningu nemenda Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Auk þess að standa sig vel í náminu er Erla Dögg í röð helsta afreksfólks lands- ins í íþróttum. Að þessu sinni útskrifuðust 78 nemendur frá FS, þar af 44 stúd- entar, tíu úr verknámi, sex sjúkralið- ar og sjö meistarar auk þess sem fimm brautskráðust af starfsbraut og fimm úr starfsnámi. Auk viðurkenningar fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi fékk Erla Dögg margvísleg verðlaun fyrir ár- angur sinn í stærðfræði og raun- fyrir mig sjálfa,“ segir hún. Erla Dögg fer til náms í Bandaríkjunum í haust og varð verkfræði fyrri valinu. „Já, mér finnst það mikilvægt. Það er nauðsynlegt fyrir yngri krakkana að geta litið upp til ein- hverra og gott að sýna hvað hægt er að gera,“ segir Erla Dögg en Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari gat þess sérstaklega við athöfnina hvað hún væri góð fyrirmynd. Stefnir að því að bæta sig Erla Dögg er margfaldur Íslands- meistari í sundi og var kjörin íþróttamaður Reykjanesbæjar 2007. Hún setti sér það markmið að kom- ast á Ólympíuleikana sem haldnir verða í Peking í Kína í ágúst og hef- ur þegar áunnið sér rétt til að keppa á leikunum. Það gerði hún með því að slá 17 ára gamalt Íslandsmet í 100 metra bringusundi í byrjun apríl. „Ég stefni að því að standa mig vel þar, bæta árangur minn. Ég er núna í stífum æfingum og gengur vel. Er svo að fara að keppa erlendis til að bæta við reynsluna,“ segir Erla Dögg. Hún einbeitir sér að undirbúningi fyrir Ólympíuleikana næstu vikur. Ágúst verður annasamur tími því hún rétt nær að koma heim eftir leikana í tvo til þrjá daga til að pakka niður og kveðja og fer svo rakleiðis til Bandaríkjanna til að hefja háskólanámið. Þarf að gefa sér tíma í námið Ljósmynd/Axel Sigurbjörnsson Sigurvegari Erla Dögg Haraldsdóttir rakaði til sín verðlaunum við skóla- slitin, rétt eins og hún gerir í sundlaugunum. Erla Dögg Har- aldsdóttir sund- kona dúxaði í FS Mýrdalur | Hundasleðaeyki með ferðafólk á snjólausum söndum og danskir hermenn hlaupandi með. Þessa óvenjulegu sjón er hugs- anlegt að sjá á Sólheimasandi og Mýrdalssandi þegar ekki viðrar til ferða á jökul. Sigurður Baldvinsson í Vík er með grænlenska sleðahunda og býður ferðir með hundasleðum á Mýrdalsjökul og fleiri jökla. Í vetur var hann með sleðana á Mýrdals- sandi, rétt fyrir austan Hafursey, á meðan snjór var yfir. „Þegar við komumst ekki á jökul vegna færðar eða veðurs bjóðum við ferðafólkinu stundum að fara í sérútbúnum hjólavögnum sem hundarnir draga eftir malarvegum eða söndum,“ segir Sigurður. Það var skýringin á ferðalaginu um Sólheimasand. Þar er gjarnan snúið við hjá flakinu af bandarísku herflugvélinni sem þar er. Hundasleðarnir hafa verið hér á landi í nokkur ár en Sigurður keypti útgerðina í apríl í fyrra og hefur verið að byggja viðskiptin upp. Flestir viðskiptavinirnir eru erlent ferðafólk. Hann er með sex- tán fullorðna hunda og sjö hvolpa sem á að fara að þjálfa í verkefnið. Fyrri eigandi fyrirtækisins var í danska hernum og þá komu margir danskir hermenn hingað í fríum til að vinna við hundasleðaferðirnar og hefur það haldist eftir að Sig- urður tók við. Hann segir að þetta sé ungt fólk sem hafi gaman af því að breyta til og kynnast einhverju nýju. Nú á hann von á Finnum til að vinna við þetta í sumar. Sigurður segir að útlendingarnir hafi hingað til ekki kvartað, þótt þeir hafi lent í hjólavagni á sandi í stað sleða á jökli. „Þetta er öðruvísi upplifun og ég hef enn ekki skilað af mér óánægðum viðskiptavini,“ segir Sigurður. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Viðbrögð við orkukreppunni? Ekki þarf mikið eldsneyti í þetta ferðalag á Sólheimasandi. Hundarnir draga ferðafólk í sérútbúnum hjólavagni. Draga ferðafólk eftir snjólausum söndum TENGLAR .............................................. www.dogsledding.is LANDIÐ Norðurþing | Sveitarstjórn Norður- þings hefur samþykkt samhljóða að tillögu meirihlutans að lækka vistun- argjöld á leikskólum frá 1. ágúst næstkomandi. Það hefur til dæmis í för með sér að gjöldin á Húsavík og Kópaskeri lækka um 25%. Um leið var samþykkt að auka systkinaafslátt á leikskólunum. Fram kemur í greinargerð með til- lögunni að ákvörðunin er tekin í ljósi afgangs af rekstri sveitarfélagsins á síðasta ári. Á sama fundi var ákveðið að end- urgreiða æfingagjöld hjá iðkendum í íþrótta- og ungmennafélögum í sveitarfélaginu, allt að 10 þúsund krónum á hvert barn og ungling, átján ára og yngri. Gildir sú ákvörð- un frá upphafi þessa árs. Leikskólagjöld lækkuð vi lb or ga @ ce nt ru m .is GE kæliskáparnir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir -hágæðaheimilistæki Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is Amerískir GE kæliskápar *Tilboðið gildir meðan birgðir endast. GCE21LGWFS – Stærð: h 176 x b 90,9 x d 60,7 sm – Með ryðfríum stálhurðum 381 ltr. kælir og 173 ltr. frystir – Orkunotkun: A TILBOÐ kr.: 219.900*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.