Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand FARA ÞAU ALLTAF MEÐ KÝRNAR INN Í FJÓS Á NÓTTUNNI ÉG VISSI ÞAÐ EKKI... ÉG YRÐI EKKI MJÖG GÓÐUR BÓNDI AUÐVITAÐ, KJÁNINN ÞINN! EF ÞAU SKILJA ÞÆR EFTIR ÚTI ÞÁ FRJÓSA ÞÆR Í HEL ER ÞAÐ SATT AÐ STÓR KATTARDÝR MALI EKKI? JÁ, VIÐ ERUM ALLT OF GRIMM TIL AÐ MALA HVAÐ KALLARÐU ÞÁ HLJÓÐIÐ SEM ÞÚ GEFUR FRÁ ÞÉR ÞEGAR ÉG KLÓRA ÞÉR Á MAGANUM? AÐ URRA FALLEGA ÉG VEIT AÐ ÉG HEF EKKI VERIÐ MIKIÐ HEIMA UNDANFARIÐ... EN FYRST ÉG ER KOMINN HEIM, HVAÐ VILTU AÐ ÉG GERI? RAKIR LAUFIN Í GARÐINUM ÞÚ VERÐUR AÐ SÆTTA ÞIG VIÐ ÞAÐ AÐ ÞÚ BÝRÐ MEÐ HUNDINUM SEM ÞÚ ÁTT, EN EKKI HUNDINUM SEM ÞÚ VILDIR AÐ ÞÚ ÆTTIR VIÐ GERÐUM SÉRSTAKA JÓLAGJÖF Í ÁR HVER ER HÚN? HEIMA- LAGAÐUR BJÓR BRUGGAÐIR ÞÚ HANN SJÁLFUR? TÖFF! ÉG VILDI BARA AÐ VIÐ ÆTTUM MEIRA ERTU VISS UM AÐ ÞETTA SÉ BJÓR? NÚNA NÁÐI ÉG ÞÉR... FRÁ ÖLLUM HLIÐUM ÞÚ ERT EKKI BÚINN AÐ NÁ NEINUM... NEMA SJÁLFUM ÞÉR! HVAÐ?!? dagbók|velvakandi Kettlingurinn Franz ÞESSI 8 vikna kettlingur hlaut nafnið Frans eftir Franz Josef Aust- urríkiskeisara af því að þeir þóttu hafa svipað yfirskegg. Frans reynd- ist að vísu vera læða, svo nú vantar kisuna nýtt nafn og nýtt heimili í of- análag. Frans er mun gáfaðri en aumingja Franz Josef var, en sam- eiginlegt með þeim er afar mikil snyrtimennska og ljúft skap. Þeir sem vildu taka Frans að sér og gefa honum nýtt nafn ættu að hringja í síma 821-7516 og tala við Illuga Jök- ulsson. Rónar Reykjavíkur ÞAÐ var á árunum þegar rónar Reykjavíkur áttu í fá hús að vernda fremur en reykingafólk nú um stundir. Þeir kunnu utan að ljóð góð- skáldanna milli þess sem þeir höll- uðu sér upp að bárujárnsgirðingunni á Arnarhóli þar sem nú er Seðla- banki Íslands. Keyptu þeir sér flösku í ríkinu og dreyptu á henni á almannafæri, var þeim umsvifalaust stungið í kjallara lögreglustöðv- arinnar sem þá var í Pósthússtræti 2. Um þessar mundir er miðborgin eins og ruslahaugur, matarumbúðir, flöskubrot, sígarettustubbar eins og hráviði um allt og engin hirtur eða stungið inn. Umgengi marga um borgina okkar er hræðileg. Lægsta stigið af mannfólkinu er þeir sem míga eins og hundar utan í húsveggi. Illa er komið fyrir Austurstræti Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guð- mundssonar. Geng ég með hatt tæki ég ofan fyrir matvörubúðinni 10-11 fyrir að halda starfsfólki með þenn- an lýð yfirvofandi allan sólarhring- inn. Guðrún Jacobsen. Hundaræktun eða hundaframleiðsla UM þessar mundir er stórt mál í gangi vegna ákveðinnar hundarækt- unar hér á landi, eða hundafram- leiðslu eins og margir kalla það. Mig langar að segja frá slæmri reynslu af þessari ræktun. Margar sögur fara af þessari „ræktun“ og eflaust eru margar rangar, eins og aðrar réttar. Per- sónulega þekki ég fólk sem hefur lent í því að fá slæma hunda frá þessari ræktun, hunda sem hafa gengið í gegnum kvalir og síðar drepist. Einnig hefur fólk farið þangað aðeins til að fá sögusagn- irnar staðfestar með því að þykjast vera að kaupa hund. Eigandinn seg- ist vera með nokkra hunda í einu, en 6-12 got er of mikið fyrir aðeins 4 manneskjur að sjá um, það er vitað mál. Ein manneskja á erfitt með að fylgjast aðeins með einu goti svo það vantar verulega upp á starfskrafta í þessari hundaræktun. Ef þetta reynist rétt þá verður að skoða þetta. María Dögg Arnarsdóttir. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞEIR Logi og Heiðar Snær voru kampakátir með aflann sinn þegar ljós- myndari hitti þá við lækinn í Hafnafirði. Þeir þurftu nú ekki fínar flugu- veiðigræjur eins og mennirnir sem stóðu á bakkanum að baki þeim heldur bara veiðistöng, öngul og brauðmola sem beitu. Morgunblaðið/hag Brauðmoli í beitu FRÉTTIR PRÓFESSOR Patrick Geary við Kaliforníuháskóla í Los Angeles flytur op- inberan fyrirlestur í boði hugvísindadeildar Háskóla Íslands í dag, þriðju- daginn 27. maí. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku í stofu 301 í Árna- garði og hefst kl. 16. Enskt heiti fyrirlestrarins er „The Middle Ages and Modern Nation- alism“ og fjallar um að eftir fall Sovétríkjanna hafa þjóðernislegar hug- myndir skotið upp kollinum að nýju og í mörgum löndum sem töldust til Varsjárbandalagsins. Þær hafa valdið upplausn í fyrrverandi Júgóslavíu og Tékkóslóvakíu og hleypt vaxandi spennu í samskipti þjóða og þjóð- arbrota í öðrum löndum. Í fyrirlestrinum verður fjallað um það hvernig ófáar af þessum hreyfingum endurvekja upprunasagnir miðalda og jafn- framt þjóðernisumræðu sem byggist á söguskilningi frá 19. öld og sam- þætta þetta kröfum sínum og baráttu í samtímanum o.fl. Fyrirlestur um miðaldir og þjóðernishyggju nútímans Á UNDANFÖRNUM árum hefur ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæma og kirkjurnar í prófastsdæmunum staðið fyrir sameiginlegri sumarguðsþjón- ustu sem er sérstaklega ætluð eldri borgurum. Að þessu sinni verður guðsþjónustan í Grafarvogskirkju miðvikudaginn 28. júní kl. 14. Prestur er sr. Guðrún Karlsdóttir og Litli kór Neskirkju syngur og leiðir almennan söng undir stjórn Ingu J. Backman sem einnig syngur einsöng. Organisti er Reynir Jónasson. Eftir guðsþjónustuna eru kaffiveitingar í boði Grafarvogssóknar. Guðsþjónustan er samstarfsverk- efni ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma og Grafarvogsóknar. Allir vel- komnir og eru eldri borgarar sérstaklega hvattir til að taka þátt í guðs- þjónustunni, segir í fréttatilkynningu. Sumarguðsþjónusta í Grafarvogskirkju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.