Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 11 FRÉTTIR HÁSKÓLI Íslands og Harvard- háskóli hafa undirritað samstarf um lýðheilsuvísindi. 23. maí sl. und- irrituðu dr. Lorelei Mucci, lektor við Harvard Medical School, og dr. Katja Fall, vísindamaður við far- aldsfræðideild Harvard School of Public Health, gestakennarasamn- inga við Miðstöð í lýðheilsuvís- indum, læknadeild Háskóla Íslands. Samningarnir eru liður í sam- starfi skólanna um sameiginleg rannsóknarverkefni ásamt upp- byggingu á hágæða framhaldsnámi í lýðheilsuvísindum við HÍ. Ges- taprófessorarnir Mucci og Fall koma þegar að kennslu og leiðsögn meistara- og doktorsnema í lýð- heilsuvísindum. Þær munu einnig halda utan um nemenda-, nýdokt- ora- og kennaraskipti milli skól- anna og eru því hlekkur í áfram- haldandi vísindasamstarfi Háskólans við Harvard. Á myndinni eru Jón Atli Bene- diktsson, þróunarstjóri HÍ, dr. Lorelei Mucci, Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor, dr. Katja Fall, Unn- ur Valdimarsdóttir, forstöðumaður Miðstöðar í lýðheilsuvísindum við HÍ, og July Casperezky dokt- orsnemi. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Samstarf HÍ og Harvard Í SUMAR hefjast tökur á leikinni sjónvarpsmynd sem að mestu verð- ur tekin upp í Jökulfjörðum en einnig á Ísafirði. Vestfirskir kvik- myndagerðarmenn standa að verk- efninu. Ríkissjónvarpið hefur þegar gefið vilyrði til sýninga, að því er fram kemur á bb.is Baugur og menningarráð Vestfjarða styrkja verkefnið og takist vel til er í bí- gerð að gera átta þætti alls og yrði hver þáttur tæp klukkustund að lengd. Fyrsta myndin, Eitur í æðum, fjallar um lækni sem nýkominn er á eftirlaun og syrgir að auki nýlátna konu sína. Í óyndi sínu ákveður hann að stytta líf sitt og í þeim er- indagjörðum dvelst hann í af- skekktu sumarhúsi sínu. Fyr- irætlun hans breytist snarlega þegar óvænta gesti ber að garði. Af innlendum leikurum má nefna Theodór Júlíusson sem fer með að- alhlutverkið en frá Danmörku kem- ur Bjarne Henriksen sem er kunnur fyrir hlutverk sitt í Forbrydelsen. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vestfirðir Eyðibýli í Jökulfjörðum. Nýtt íslenskt sjónvarpsefni BÆJARSTJÓRN Seltjarnarness samþykkti endur- skoðaða jafnréttisáætlun fyrir Seltjarnarnes á fundi í síðasta mánuði. Jafnréttisnefnd vann áætlunina og vísaði henni til bæjarstjórnar. Þetta er þriðja jafn- réttisáætlun bæjarfélagins en sú fyrsta var sam- þykkt í bæjarstjórn Seltjarnarness árið 2000. Meðal nýrra atriða eru tilmæli til stjórnenda bæj- arfélagins að sjá til þess að ná fram markmiðum áætlunarinnar og að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna. Aukin áhersla er lögð á sem jafnasta skipan kynjanna í nefndir, ráð og stjórnir. Vakin er athygli á kynbundinni áreitni og kynferðislegri áreitni og ábyrgð allra aðila gagnvart slíku athæfi. Huga skal sérstaklega að kynjasamþættingu við stefnumótun og áætlanagerð í skóla, uppeldis, íþrótta- og tómstundastarfi, segir á heimasíðu Seltjarnarness. Jafnréttisnefnd hefur einnig samþykkt að nota sérstakt merki. Höf- undur þess er Anna Kristín Jensdóttir, nemandi í 10. bekk Valhúsaskóla. Endurskoðuð jafnréttisáætlun MEIRIHLUTI þátttakenda í skoð- anakönnun Fréttablaðssins, eða um 58,5%, vill að Reykjavíkurflug- völlur verði áfram í Vatnsmýri. 41,5% vilja að flugvöllurinn verði fluttur annað. Flestir þeirra sem vilja að flug- völlurinn verði fluttur sögðust vilja að innanlandsflug yrði fært til Keflavíkurflugvallar eða 51,8%. 34,7% nefndu ekki ákveðinn stað og 13,8% sögðust vilja að flugvöllur yrði byggður á Hólmsheiði. Blaðið hringdi í 600 Reykvíkinga á laugardaginn 24. maí og tóku 87,5% aðspurðra afstöðu til spurn- ingarinnar. Meirihluti vill flugvöllinn áfram Á MIÐBAKKANUM er hefð fyrir því að reisa tjald á Hátíð hafsins þar sem ýmis fyrirtæki tengd hafi og sjómennsku hafa kynnt starf- semi sína. Gestir fá tækifæri til að drekka í sig þekkingu og fræðslu tengda hafi, sjómennsku og sjáv- arafurðum og njóta matar og menningar. Hátíð hafsins verður haldin um næstu helgi með fjölbreyttum há- tíðarhöldum sem teygja anga sína frá Grandanum í vestri og austur til Snarfarabryggju. Þá verður siglt með Sæbjörginni upp á Akranes á laugardegi. Hátíðin er skipulögð, framkvæmd og fjármögnuð af Faxaflóahöfnum og sjómannadags- ráði. Dagskrá Hátíðar hafsins má nálgast á www.hatidhafsins.is Fræðsla, matur og menning STUTT „ÞEGAR þeir sem stóðu að því að flytja séreignir tryggingataka Sam- vinnutrygginga úr stofnsjóði trygg- inganna yfir í fjárfestingarfélagið Gift áttu þeir að, og máttu, vita að þeir hefðu ekki umboð til slíks eins og bréf ríkisskattstjóra sýnir,“ segir Þorsteinn Ingason, fyrrverandi hlut- hafi í Hólmadrangi á Hólmavík og eigandi Stokkfisks. Vegna gjald- þrots síns stendur hann nú í mála- ferlum við Kaupþing. Með orðum sínum hér að framan vísar Þorsteinn til bréfs, sent honum frá fyrirtækja- skrá ríkisskattstjóra, hinn 6. maí sl. Þorsteinn hafði sent fyrirspurn til fyrirtækjaskrár um hvort Sam- vinnutryggingar uppfylltu skilyrði um samvinnufélög og hvort skila- nefnd þess hefði verið löggilt. 12. kafli á ekki við Í svari fyrirtækjaskrár kemur fram að þar sem eignarhald og stjórnskipulag Samvinnutrygginga hafi að mati fyrirtækjaskrár ekki verið með þeim hætti sem kveðið er á um í lögum um samvinnufélög hafi ekki verið unnt að styðjast við 12. kafla þeirra laga um breytingu fé- lagsins í hlutafélag. Jafnframt kem- ur fram í bréfi fyrirtækjaskrár til Þorsteins að lögmanni félagsins hafi verið send afstaða fyrirtækjaskrár hinn 25. apríl 2007. Tilkynnt var að Eignarhaldsfélaginu Samvinnu- tryggingum yrði slitið og eignir þess færðar inn í Gift hinn 15. júní 2007. Í svari fyrirtækjaskrár kemur fram að ekki hafi verið óskað löggildingar á skilanefnd. Þorsteinn segir í samtali við Morgunblaðið að þar sem trygginga- takarnir voru síðan skuldsettir fyrir lánum til hlutabréfakaupa sem höfðu mikið tap í för með sér sé hér klár- lega um umboðssvik að ræða. „Ég hef borið það undir löglærða menn og þeir taka undir þetta. Kaup á eig- in bréfum Kaupþings á síðustu dög- um síðasta árs bera með sér að þar hafi verið um örlætisgjörning að ræða. Kaupþing banki hafði þá hags- muni að þessi bréf væru keypt því ella hefðu þau dregist frá eigin fé bankans við uppgjör um áramót,“ segir hann. Fordæmislaust rugl Jafnframt segir Þorsteinn það hljóta að vera fordæmislaust rugl að félagi sem er í eigu 50 þúsund aðila sé stjórnað af fólki sem veit að það hefur ekki umboð til slíks. „Líklega er skynsamlegast að sú nefnd á vegum Alþingis sem er að yf- irfara lögin um samvinnufélög finni leið til þess að hagsmuna hinna raun- verulegu eigenda félagsins sé gætt.“ Þorsteinn hefur staðið í málaferl- um við Kaupþing um nokkurt skeið og segir hann bréf fyrirtækjaskrár munu verða lagt fram í því máli. „Ég tel mig hafa fundið fyrir því að miklir hagsmunir séu hjá einhverjum utan Kaupþings banka að ég fengi ekki lögreglurannsókn á skjali sem ég tel falsað og bankinn afhenti Fjármála- eftirlitinu sem svar við fyrirspurn. Sé skjalið borið saman við gögn frá Reiknistofu bankanna sést að það er augljóslega falsað. Mér hefur fundist rökstuðningur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ríkissak- sóknara vera á þann veg að það væri mikill þrýstingur um að nefnt skjal yrði ekki rannsakað. Ég tel að þessi þrýstingur sé kominn frá aðilum sem eru tengdir eignarhaldsfélaginu og hef leitað skýringa á því hvort þeir séu að vernda eitthvað sem lögreglu- rannsókn myndi leiða í ljós,“ segir Þorsteinn. Telur umboðssvik greini- lega hafa átt sér stað Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is „ÞAÐ verður að gera eitthvað rót- tækt til þess að bjarga þessum geit- um,“ segir Jóhanna B. Þorvalds- dóttir, hjúkrunarfræðingur og geitabóndi á Háa- felli í Hvítársíðu í Borgarfirði. Hún vill að stofnað verði geit- fjársetur um ís- lenska geitastofn- inn. Jóhanna hefur átt geitur í 18 ár og kveðst hafa baslað í því í 15 ár að tryggja framtíð þessa litla stofns sem telur aðeins um 400 dýr. Telur Jóhanna hætt við að ýms- ir eiginleikar landnámsstofns ís- lenskra geita glatist fyrir fullt og allt verði fjölbreytni hans ekki tryggð. „Hér á Háafelli eru einu kollóttu (hornlausu) dýrin sem eftir eru. Eins viss litarafbrigði sem fylgja kollótta erfðaeiginleikanum og finn- ast hvergi nema hér,“ sagði Jó- hanna. Norðmenn eiga gamlan geitastofn, svonefndan víkingastofn, en íslensku geiturnar eru frábrugðn- ar honum á ýmsan hátt. Íslenskar með kasmírull „Íslenski stofninn hefur þróað með sér kasmírull. Ég kembi af geit- unum mjög mjúka og fína ull sem ekki finnst á þeim norsku. Svo eru miklu færri sjúkdómar í geitum á Ís- landi en í Noregi. Í raun er það bara garnaveiki sem hrjáir íslenskar geit- ur eitthvað að ráði. Hægt er að bólu- setja kiðlingana við henni. Í Noregi er landlæg lungnabólga í geitum sem ég hef aldrei heyrt um hér.“ Síðastliðinn vetur voru 116 geitur á fóðrum á Háafelli og er þar lang- stærsta einstaka geitahjörð lands- ins. Reiknað er með að um 80 huðn- ur beri þar í vor. Í hjörðinni eru einnig tólf hafrar, þar af nokkrir sauðhafrar sem þóttu pasturslitlir ungir og voru því geltir af dýralækni svo þeir brögguðust betur. Hugmyndin að geitasetrinu er unnin í samvinnu við Bændasamtök Íslands. Leitað hefur verið eftir fjár- stuðningi, m.a. til ríkisins. Það styrkir nú geitarækt um 6.000 kr. á geit á ári, en þó aldrei fleiri en 20 geitur á hverjum bæ. Hafin er undir- skriftasöfnun (http://geitin.blogcent- ral.is/) til að hvetja yfirvöld til að stuðla að stofnun geitaseturs. „Þetta er síðasta árið sem ég get lagt í þetta pening. Ég hætti með geiturnar í haust ef ekki finnast samstarfsaðilar,“ sagði Jóhanna. Hún kvaðst hafa gefið alla vinnu sína við geiturnar í mörg ár. „Það er slæmt ef svona ræktunarstarf stend- ur og fellur með örfáum mann- eskjum. Því er mikilvægt að koma upp geitfjársetri og stofna félag um það. Það þurfa fleiri að vera í ábyrgð.“ Jóhanna telur að Háafell sé kjörinn staður fyrir geitfjársetur. Þar er stærsta hjörð landsins og hægt að taka á móti ferðamönnum. Eins að stunda rannsóknir á land- námsgeitunum í samvinnu við Land- búnaðarháskólann á Hvanneyri. Eftirsótt mjólk og ull Geiturnar gefa af sér mjólk, kjöt og ull. Mjólkin hefur sérstaka eig- inleika. Jóhanna segir að t.d. börn sem hvorki þola sojamólk né kúa- mjólk geti mörg notað geitamjólk. Þá segir hún að í geitamjólk sé þre- falt meira bakteríuhemjandi efni en í kúamjólk. Geitamjólk þyki því einn- ig góð fyrir þá sem eru með maga- bólgur og magasár. Geitakjöt er fitusnautt og þykir ljúffengt. Kjöt af kiðlingum og eins fullorðnu er eftirsótt, m.a. segir Jó- hanna að margir nýbúar sæki í kjöt- ið af fullorðnu. Geiturnar eru kembdar og fíngerð ullin, sem er lík- ust kanínufiðu að mýkt, er þæfð. Þá hafa verið gerðar tilraunir til að súta skinnin. Jóhanna segir að auðvelt sé að temja geitur en sé þeim ekki sinnt verði þær mjög styggar. „Þetta eru afskaplega traustir og góðir vinir. Þeim þykir vænt um mann. Þessa dagana er ég að handmjólka tvær huðnur og yfirleitt stendur önnur og sleikir á mér kinnina meðan ég mjólka hina. Það gæti ekki hlýlegra verið,“ sagði Jóhanna. Vill stofna setur til verndar íslensku geitinni Morgunblaðið/Sigríður Geitur Í geitahjörðinni á Háafelli er að finna einu kollóttu geitur landsins og fágæt litaafbrigði. Íslenski geitastofninn er sannkallaður landnámsstofn. Í HNOTSKURN »Íslenski geitastofninn er lít-ill, aðeins um 400 geitur á um 45 býlum. Þær eru undan geitum landnámsmanna og ekki vitað til að þær hafi blandast öðrum geit- um í 1100 ár. »Búnaðarþing 2008 lagðiáherslu á varðveislu íslenska geitastofnsins og að stuðningur við geitfjárrækt yrði aukinn líkt og rannsóknir á stofninum. »Þá hefur þingsályktun-artillaga um eflingu íslenska geitastofnsins verið lögð fram á Alþingi. Jóhanna B. Þorvaldsdóttir BORGARSTJÓRNARFLOKKUR Sjálfstæðisflokksins hefur opnað heima- síðu sína í nýrri mynd á slóðinni betriborg.is. Á heimasíðunni birtast fréttir og tilkynningar úr borgarmálunum og flokksstarfinu. Borgarfulltrúarnir, varaborgarfulltrúarnir og nefndarmenn Sjálfstæðisflokksins munu reglu- lega skrifa pistla sem birtast á síðunni en þar birtast einnig myndbönd með borgarfulltrúunum þar sem þeir ræða málefni líðandi stundar. Á síðunni er nýtt myndband með Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, formanni borgarráðs og oddvita borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna, þar sem hann fer yfir árs- reikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2007. Heimasíða borgarfulltrúa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.