Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 36
ÞEIR sem kynntu sér vel dagskrá Tilraunamaraþonsins í Hafnarhúsi og fylgdust grannt með því hafa ef- laust tekið eftir því að eina tilraun vantaði (þ.e. fyrir utan þá sem dr. Ruth og Abramovic áttu að gera saman en varð að tveimur þess í stað). Myndlistarmaðurinn Roger Hiorns varð að hætta við að um- breyta bílvél, eins og til stóð, þar sem þess til gerður vökvi kom ekki til landsins í tæka tíð. Þess í stað urðu gestir að gera sér að góðu að sjá kristallaðan segul sem Hiorns hóf að umbreyta á tilraunamaraþoni í Serpentine-galleríinu í Lundúnum í fyrra. Segullinn prýðir bækling Listahátíðar í Reykjavík og engu lík- ara en þar sé á ferðinni sápa með reipi eins og Bandaríkjamenn eru margir svo hrifnir af. Vissulega ekki eins áhrifamikið og bílvél sem um- breytist í beinni. Blá, nánar tiltekið. Tindrandi, blár salli „Bláa bílvélin bíður þess að vera sett ofan í karið en meiningin er að gera það við gott tækifæri einhvern tímann á næstu dögum. Við munum gera fólki viðvart og senda út til- kynningu þess efnis. Bílvélin hangir nú uppi í A-sal þakin koparsúlfati sem er blátt á lit- inn. Á næstu dögum verður henni stungið á kaf í upplausn sem gerð er úr vatni og koparsúlfati. Upplausnin mun síðan vinna á vélinni í hálfan mánuð en þá verður hún dregin upp að viðstöddum gestum. Ef allt fer á besta veg verður vélin þakin tindr- andi bláum salla og hengd þannig upp sem hluti af innsetningum Til- raunamaraþonsins. Það er mál manna að um sé að ræða eina glæsi- legasta bílvél allra tíma,“ segir Soffía Karlsdóttir, deildarstjóri markaðs- og kynningarmála hjá Listasafni Reykjavíkur. Soffía segir upplausnina algjört eitur og menn þurfi að vera vel varðir með fatnaði, grímum og hönskum þegar upp- lausnin er blönduð og vélinni dýft of- an í hana. Á myndinni hér til hliðar má sjá hluta af bílvélinni sem er þak- in koparsúlfati og bíður þess að vera lögð í upplausnina góðu og fá á sig undurfagra mynd. Blá bílvél bíður upplausnar Hiorns gat ekki gert tilraun sína þar sem vökvann vantaði Hann sagði að nóg væri að hafa einn stríðsljósmyndara í hverri fjölskyldu … 40 » reykjavíkreykjavík  Vefsíða lífsstíls- tímaritsins Moni- tor segir frá því að eiginkona Johns Fogertys hafi gerst fingra- löng eftir tónleika kappans í Höllinni. Mun hún hafa tekið „ófrjálsri“ hendi veitingar og annað sem skipuleggjendur höfðu lagt hljómsveitinni til, þ.á m. DVD- myndir sem fengnar höfðu verið að láni frá Senu. Hefðin er að vísu sú að allt það sem listamanninum er fært baksviðs sé hans, enda um það samið í samningum og líklega geta skipuleggjendur sjálfum sér um kennt að hafa ekki passað upp á sína hluti betur. Á hinn bóginn urðu tónleikahaldarar þess vísir mjög snemma að eiginkona Fogertys yrði ekki sú auðveldasta í umgengni og tók það til að mynda mjög langan tíma og töluvert stapp að finna hót- el sem var henni samboðið. Sjálf stjarnan mun hins vegar hafa verið einkar þægileg í umgengni. Bæði nægjusöm og þolinmóð. Áttu fullt í fangi með eiginkonu Fogertys  Sagt var frá því í 24 stundum í síðustu viku að hljómsveitin Sigur Rós væri með opnar æfingar fyrir blaðamenn þar sem þeim gæfist kostur á að fylgjast með sveitinni fínpússa samspilið áður en haldið er í heimstónleikaferðalag í byrjun næsta mánaðar. Þetta mun ekki vera alls kostar rétt. Að vísu hefur tónlistartímaritið Q fylgt þeim drengjum eftir á upptökuferlinu og mun með einhverjum hætti fylgjast með æfingum en umfram það hefur sveitin aðeins veitt viðtal við tíma- ritið Mojo, enn sem komið er. Búast má þó við að fjölmiðlaherferðin hefjist innan tíðar enda fátt nauð- synlegra fyrir hljómsveitir í dag en að vinna þá orustu. Lokaðar æfingar Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is … endar á A. Þannig kvað Sesar A á fyrstu rapp- plötunni sem var eingöngu á íslensku, Storm- urinn á eftir logninu (2001). Með henni umbylti Sesar A íslensku rappi, ásamt XXX Rottweiler, og sýndi fram á að það væri ekki bara svalt að rappa á íslensku, það væri í raun réttri eina vitið. „Þegar rappið var allt í einu komið á íslensku fór almenningur að taka afstöðu til tónlistar- innar,“ segir Sesar. „Nú skildu miklu fleiri hvað var verið að tala um, og textarnir töluðu afdrátt- arlaust til Íslendinga. Þetta opnaði hlutina, færði rappið upp á yfirborðið og olli því að fleiri fóru að kljást við það.“ Eftir að hafa gefið út aðra plötu, Gerðuþað- sjálfur (2002) hélt Sesar utan til Barcelona til að nema kvikmyndaleikstjórn og matreiðslu. Með- fram námi púslaði hann saman nýrri plötu sem kom út nú fyrir helgi. Platan var klár rétt fyrir síðasta aðfangadag en vegna yfirstandandi út- gáfuflóðs afréð Sesar viturlega að fresta útgáfu fram á þetta vor. Í Barcelona starfaði Sesar með fjölþjóðlegu sveitinni IFS, en hún kemur fram á plötunni ásamt miklu stórskotaliði úr íslenskum hipp hopp heimi. Þeir eru m.a. Lúlli Rottweiler, Gísli Galdur, Earmax, Dóri DNA, Blazroca og Diva de la Rósa. Melódíur í hausnum „Þetta byrjaði sem stuttskífa árið 2004,“ lýsir Sesar. „Þegar ég kom út til Barcelona breyti ég um tækjakost , keypti mér lítið hljómborð og fór að semja tónlist á allt annan hátt en ég hafði gert fram að því. Ég hóf að koma melódíunum í hausnum á mér inn á tölvu og hætti að mestu leiti að nota glefsur eða „sömpl“.“ Það gerðist svo vorið 2004 úti í Barcelona að Sesar kynntist meðlimum IFS á svokölluðum „freestyle sessions“ eða spunakvöldum. „Rappið er mjög neðanjarðar þarna úti. Og ég verð að segja að það er afskaplega mikið um það að fólk sé að mæna til erlendra áhrifavalda, þá sérstaklega frá Bandaríkjunum. Það vantar nokkuð upp á að fólk þarna úti umfaðmi arfinn. Þannig kom fyrsta platan þar sem eingöngu er rappað á katalónsku út í fyrra.“ Sesar segist samt alls ekki hafa verið að pre- dika yfir mannskapnum um gildi þess að styðjast við móðurmálið en afstaða hans hafi eðlilega komið í ljós þegar hann fór að vinna tónlist með innlendum – og erlendum – röppurum. „Bakgrunnur fólksins í IFS er mjög breiður, meðlimir koma frá átta löndum. Það skilaði sér inn í tónlistina en við gáfum út stuttskífuna Worldwide í fyrra.“ Pólitík Of gott fer þannig víða, latin-áhrifum í tónlist- inni bregður fyrir, salsa og slíku, og einnig eru áhrif frá „dancehall“-tónlist Jamaíkubúa. En Sesar, eins og virkum listamanni sæmir, er þeg- ar kominn fram úr sér og er byrjaður að leggja drög að næsta skammti. „Ég er að fara aftur til baka mætti segja. Ég er núna að vinna tónlist eins og maður gerði ’93, á hráan hátt og með „retro“ hljóðfærum. Þetta er svipað og hjá Bloodgroup og Sometime, tónlistin er einföld, hrá og styðst gjarnan við gamla hljóð- gervla. Þetta yfirbragð er einnig á „crunk“ hipp hoppinu í Suðurríkjum Bandaríkjanna eins og heyra má hjá Lil John, Three6 Mafia og fleir- um.“ Sesar segir kvikmyndanámið sannarlega hafa nýst í þessu ferli, en þó óbeint. „Það hefur aðallega þroskað mig sem lista- mann en hefur ábyggilega ýtt undir tónlistina ómeðvitað.“ Of gott er á margan hátt pólitísk, Sesar segir að titillinn vísi til ástandsins á Íslandi, en hann sjái marga hluti öðrum augum eftir að hafa upp- lifað ýmislegt á Spáni. „Þar rak fólk t.d. upp stór augu þegar það komst að því að ég væri á einhverju sem héti námslán. Ég skýt einnig á tómhyggjuna sem mér finnst vera vaxandi hérlendis.“ Sesar A hyggst fylgja plötunni eftir með tón- leikum og slíku á næstunni. Þá er mynddiskur væntanlegur í haust. Lagið „Hosur grænar“ er þá væntanlegt í spilun og Sesar hyggst auk þessa leita eftir dreifingu erlendis að plötunni en hér á landi er það Smekkleysa sem dreifir. Byrjar á S …  Sesar A, „afi“ hins íslenska rapps, gefur út þriðju plötu sína, Of gott  Umslagið er á fjórum tungumálum, enda sannkölluð heimsþorpsstemning á plötunni Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Afinn Eyjólfur B. Eyvindarson, sem kallar sig Sesar A, dvaldi í fimm ár í Barcelona þar sem hann nam m.a. kvikmyndaleikstjórn. Meðfram náminu lagði hann drög að nýrri plötu sinni, Of gott.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.