Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
JARÐHRÆRINGARNAR í fyrradag ollu því að
stór spilda við veginn um Grafning skreið fram í
Þingvallavatn. Skarðið náði inn í veginn og var
veginum lokað fyrir umferð um tíma.
Nokkrar skemmdir urðu á vegum í jarðskjálft-
unum, samkvæmt upplýsingum Vegagerð-
arinnar. Víða eru ójöfnur á vegum og eru veg-
farendur því beðnir að gæta fyllstu varúðar á
jarðskjálftasvæðinu.
Ljósmynd/Ragnar Eldon Haraldsson
Stór spilda skreið fram í Grafningi
Á ANNAÐ hundrað manns hafa leit-
að eftir aðstoð áfallateymis Rauða
kross Íslands eftir Suðurlandsskjálft-
ann á fimmtudag. Að sögn sviðsstjóra
hjá RKÍ þarf fólk að vera vakandi fyr-
ir einkennum næstu daga, jafnvel vik-
ur, þar sem áfallið getur komið síðar.
Viðbrögð við áföllum og alvarlegum
atburðum eru afar einstaklingsbund-
in. Frá því að skjálftinn varð hefur
meirihluti þeirra sem leita eftir að-
stoð verið börn og ungmenni en þar
með er ekki öll sagan sögð. „Í byrjun
eru það börnin sem koma og eru mjög
hrædd um að fleiri jarðskjálftar verði,
að einhver meiðist eða deyi og að
skiljast við foreldra sína. En oftar en
ekki þarf fullorðna fólkið að huga að
efnislegum hlutum, láta meta tjónið,
sjá um tryggingar o.s.frv. Þannig að
áfallið kemur kannski mörgum dög-
um eða vikum síðar, þegar um fer að
hægjast,“ segir Sólveig Ólafsdóttir,
sviðstjóri útbreiðslusviðs RKÍ. Skipu-
lögð áfallahjálp verður veitt næstu
daga á skjálftasvæðinu.
Einstaklingsbundin viðbrögð
Sólveig segir mikilvægt að fólk sé
vakandi fyrir einkennum. Erfitt er að
tilgreina einkenni þar sem þau eru
einstaklingsbundin. Áfallastreituvið-
brögð geta t.d. verið eðlileg, líkamleg,
hugræn og tilfinningaleg viðbrögð við
óeðlilegum kringumstæðum. Sólveig
bendir á frekari upplýsingar um
áfallahjálp á vefsvæði Rauða kross-
ins, redcross.is. En einnig er hjálp-
arsíminn 1717 opinn og hvetur Sól-
veig fólk til að nýta sér þá þjónustu.
Meðal þess sem fram kemur í upp-
lýsingabæklingi RKÍ um sálrænan
stuðning er að réttast sé að leita ráð-
gjafar sérfræðinga ef viðkomandi er í
tilfinningalegu ójafnvægi, upplifir
spennu, tómleika og örmögnun. Einn-
ig ef viðkomandi sefur illa, er fram-
takslaus og þarf að hafa mikið fyrir
stafni til að forðast að hugsa um at-
burðinn.
Einnig er fólki ráðlagt að halda sig
frá áfengi og lyfjum og það ætti ekki
að taka meiriháttar ákvarðanir á
þessum tímapunkti.
Áfallið getur
komið síðar
TRYGGINGAFÉLÖG verða með
opnar afgreiðslur í Hveragerði og á
Selfossi um helgina til þess að lið-
sinna viðskiptavinum sem urðu fyrir
tjóni í jarðhræringunum á fimmtu-
daginn var. Skrifstofur félaganna,
VÍS, Sjóvár og Tryggingamiðstöðv-
arinnar verða opnar yfir daginn. Þá
munu tryggingafélögin einnig lið-
sinna og leiðbeina fólki við að til-
kynna tjón til Viðlagatryggingar.
Opið vegna
skjálftans
STÖÐUG skjálftavirkni hefur verið á Suðurlandi eftir að stóri skjálftinn reið
yfir á fimmtudag. Virknin jókst töluvert í gærmorgun og þá vestar í Ölfusi,
við Bjarnastaði og undir Geitafelli. Flestir skjálftarnir voru um og yfir einn á
Richter en nokkrir náðu yfir tvo.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má búast við áframhald-
andi skjálftavirkni á svæðinu næstu daga. Þó er við því búist að úr henni
dragi eftir því sem líður á.
Óverulegar líkur eru taldar á að stórir skjálftar á borð þann sem varð um
miðjan dag á fimmtudag ríði yfir. En í þessum vísindum er þó aldrei hægt að
útiloka neitt.
Stöðug virkni en dregur úr
Morgunblaðið/Golli
Daginn eftir Fjöldi fólks sótti fund áfallateymis RKÍ í Hveragerði í gærdag.
VIRKNI hvera-
svæðisins í
Haukadal jókst í
kjölfar jarðhrær-
inganna á
fimmtudag, að
mati Más Sig-
urðssonar á
Geysi. „Þetta var
vítamínsprauta,“
sagði Már. Hann sagði að hinn eini
og sanni Geysir hefði lifnað við,
mun meira ryki nú úr hvernum en
áður og hann hefði hitnað. Geysir
hafði aðeins skvett úr sér í gær en
Már kvaðst ekki geta sagt til um
hvort vænta mætti stórs goss úr
hvernum.
„Strokkur hefur aukið við sig og
hverirnir neðar á hverasvæðinu eru
vatnsmeiri en þeir voru,“ sagði Már.
Hann sagði að virkni hverasvæð-
isins nú hefði aukist meira en eftir
Suðurlandsskjálftana sumarið 2000.
Jarðhræringarnar á fimmtudaginn
var fundust enda betur í Haukadal
en Suðurlandsskjálftarnir 2000.
Geysir
lifnaði við