Morgunblaðið - 31.05.2008, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BETRA
VERÐ!
*Miðað við 30% útborgun og gengistryggðan bílasamning til 84 mánaða. Árleg hlutfallstala kostnaðar er frá 9,21% til 9,36% miðað við hvaða gerð af bíl er valin.
3.490.000 kr.
VERÐ ÁÐUR 3.860.000 kr.
AFBORGUN 35.500 kr. Á MÁn.*
L200 Intense Dcab Sjálfsk.
370.000 kr. lækkun!
4.090.000 kr.
VERÐ ÁÐUR 4.340.000 kr.
AFBORGUN 45.900 kr. Á MÁn.*
OUTLANder Intense 5 manna Sjálfsk.
250.000 kr. lækkun!
5.350.000 kr.
VERÐ ÁÐUR 5.970.000 kr.
AFBORGUN 59.900 kr. Á MÁn.*
PAJERO 3.2 InVITE Sjálfsk.
620.000 kr. lækkun!
ORKUVEITA Reykjavíkur undirritaði í
gær stærsta samning sem hún hefur gert
frá upphafi, en fjárhæð hans nemur um 13,7
milljörðum króna. Samningurinn var gerð-
ur við Mitsubishi og Balcke-Dürr um kaup á
fimm vélasamstæðum fyrir gufuaflsvirkjan-
ir á Hengilssvæðinu.
Fyrirtækin tvö áttu hagstæðasta boð í út-
boði sem fór fram fyrir kaupin. Samanlagt
afl vélanna nemur 225 megavöttum en þær
verða afhentar á árunum 2010 og 2011.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms-
son, var viðstaddur undirritunina í Hellis-
heiðarvirkjun. Hjörleifur B. Kvaran, for-
stjóri OR, sagði í ávarpi sínu að
jarðvarmavirkjanir yrðu aðeins byggðar á
eldvirkum svæðum. Í ljósi jarðskjálftanna á
fimmtudag væri auðvitað áhætta af slíkum
framkvæmdum, en það væri útreiknuð
áhætta. Hin eftirsótta sérþekking Íslend-
inga fælist einmitt í mikilli reynslu af við-
ureignum við óvissu náttúruaflanna.
13,7 millj-
arða kaup
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
MINNA hefur sést af hval á
skoðunarsvæðum á Faxaflóa í ár
og í fyrra en árin þar á undan.
Þetta segir Vignir Sigur-
sveinsson, rekstrarstjóri Elding-
ar hvalaskoðunar í Reykjavík, en
fyrirtækið kynnti í vikunni nið-
urstöður rannsóknar með mynd-
greiningu á hvölum í Faxaflóa.
Sjá ekki hvali
sem sáust áður
Myndgreiningin fer fram með
því að ljósmynda þá hvali sem
sjást á ferðum hvalaskoðunar-
skipa og greina útlitseinkenni,
s.s. bletti og skörð á ugga. Um
leið er safnað upplýsingum um
staðsetningu, veðurfar og aðrar
aðstæður þegar sést til dýrsins
„Ekki er hægt að þekkja öll dýr,
en við höfum þó náð að finna
sextíu þekkjanleg á síðasta ári,“
segir Vignir. „Í apríl á þessu ári
höfðum við aðeins séð sex dýr úr
þeim hópi.“
Vignir segir hvalaskoðunar-
skipin aðeins hafa séð örfá dýr
síðustu vikur, og í fyrra sáust
einnig fáir hvalir en gott veð-
urfar gerði auðveldara að finna
hvalina: „Það er helst að höfr-
ungar og hnúfubakar hafi bjarg-
að ferðunum,“ segir hann.
Skora á ríkisstjórnina
að stöðva veiðar
Vignir treystir sér ekki til að
fullyrða um hvað veldur því að
vart verður við færri hvali, og
segist vona að um tímabundið
ástand sé að ræða: „En á meðan
þykir okkur gjörsamlega út í
hött að veiða meira, og viljum að
staða hvalastofnsins verði rann-
sökuð frekar áður en veiðar fái
að hefjast að nýju.“
Sendu eigendur og starfsfólk
Eldingar hvalaskoðunar í
Reykjavík í gær frá sér áskorun
til ríkisstjórnarinnar um að aft-
urkalla leyfi til hrefnuveiða þeg-
ar í stað.
Hvalaskoðunarskip verða
vör við færri hvali á Faxaflóa
Ljósmynd/Alfons Finnsson
Í hættu? Rúmlega hundrað þúsund ferðamenn fóru í hvalaskoðun á síðasta ári.
Vilja að veiðum
verði hætt
og frekari
rannsóknir
Í HNOTSKURN
»Rekstrarstjóri Eldingarhvalaskoðunar í Reykjavík
segir mun minna sjást af hval
en áður.
»Getur ekki fullyrt um or-sakir fækkunarinnar en
segir veiðar út í hött á meðan
ekki er vitað hvað veldur fækk-
uninni.
RANNSÓKN á meintum auðgunarbrotum
Brynjólfs Árnasonar, fyrrverandi sveitar-
stjóra Grímseyjar, gengur vel, að sögn
Björns Þorvaldssonar, saksóknara hjá efna-
hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra.
Yfirheyrslur standa yfir um þessar
mundir og búist er við að rannsókn ljúki á
næstu vikum eða mánuðum, að sögn Björns.
Enn á eftir að fara yfir gögn á skrifstofu
sveitarfélagsins en óvíst er hvort kallað
verði eftir þeim eða starfsmenn embættis-
ins fari út í Grímsey. Í lok nóvember sl. var
skrifstofa Grímseyjarhrepps innsigluð
vegna gruns um fjárdrátt og skjalafals
sveitarstjórans. Rannsókn stóð yfir fram á
nýtt ár og var málið í kjölfarið sent lögreglu.
Rannsókn
gengur vel