Morgunblaðið - 31.05.2008, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 13
Viltu fjórhjóladrifinn bíl til að komast á toppinn og njóta lífsins? Þá skaltu kynna þér jeppana frá Mitsubi-
shi sem hafa staðist prófið og sigrað í hinum erfiða Dakar kappakstri ár eftir ár. Mitsubishi reynist alltaf
vel, hvort sem það er öruggi pallbíllinn L200, skemmtilegi sportjeppinn Outlander eða konungur
jeppanna, Mitsubishi Pajero. Við bjóðum hagstæða fjármögnun í erlendri mynt og eigum bíla til
afgreiðslu strax. Komdu og prófaðu fjórhjóladrifna bíla á frábæru verði.
Finndu kraftinn í fjórhjóladrifnum jeppa frá Mitsubishi!
NÚ KOSTAR MINNA AÐ VERA Í VINNINGSLIÐINU
„ÞAÐ er mikil ánægja meðal hjúkr-
unarfræðinga með hjúkrunarstarfið
sjálft en skortur á réttmætri launa-
umbun af hálfu þjóðfélagsins og
ákveðið aðgerðaleysi af hálfu stjórn-
enda spítalans leiðir til aukins álags
svo líðan hjúkrunarfræðinga í starfi
verður tvíbent. Það hefur neikvæð
áhrif á veikindafjarvistir,“ segir
Bryndís Þorvaldsdóttir svæfinga-
hjúkrunarfræðingur. Hún er að ljúka
meistaraprófi í mannauðsstjórnun
frá viðskipta- og hagfræðideild Há-
skóla Íslands. Lokaverkefni hennar
heitir „„Við berum Landspítalann á
bakinu“ – Upplifun og líðan hjúkr-
unarfræðinga í starfi og viðhorf
þeirra til veikindafjarvista“.
Bryndís segir að ólík líðan hjúkr-
unarfræðinganna birtist annars veg-
ar í mikilli ánægju í starfi og hins
vegar miklu álagi. Þar tiltekur hún
að ánægja hjúkrunarfræðinganna
virðist tengjast fyrst og fremst
hjúkrunarstarfinu sjálfu og inntaki
þess en orsaka álags og vanlíðunar
var frekar að leita í ytri þáttum. Að
þessari niðurstöðu komst hún með
því að beita svonefndri eigindlegri
aðferð við rannsókn sína sem byggð-
ist á viðtölum sem hún tók við tíu
hjúkrunarfræðinga á skurðlækn-
ingasviði Landspítalans í Fossvogi
og við Hringbraut.
Skortur á umbun þjóðfélagsins
Fram kemur að hjúkrunarfræð-
ingunum fannst starfið hafa staðist
væntingar þeirra og það vakti
ánægju. Eins það að þeim fannst
starfið vera mjög mikilvægt og fjöl-
breytt. Yfirleitt voru hjúkrunarfræð-
ingarnir nokkuð ánægðir með næstu
yfirmenn sína og voru gjarnan mjög
velviljaðir þeim. Engu að síður kvört-
uðu þeir undan ákveðnu aðgerða-
leysi, kjarkleysi eða getuleysi stjórn-
enda. Ummælin tengdust því
hvernig stjórnendur leystu vanda-
mál, tóku á agabrotum og umbunuðu
starfsmönnum. Skortur á umbun af
hálfu þjóðfélagsins og aðgerðum af
hálfu stjórnenda stuðlaði að vanlíðan
hjúkrunarfræðinganna.
Álagið töldu hjúkrunarfræðing-
arnir helst orsakast af ófullnægjandi
mönnun miðað við fjölda sjúklinga og
umfang veikinda þeirra og af þeim
hraða sem er á þjónustunni. Hjúkr-
unarfræðingunum fannst þeir því oft
ekki ná að ljúka verkum sínum og
óttuðust að það gæti komið niður á
öryggi sjúklinganna. Bryndís segir
að hjúkrunarfræðingarnir hafi upp-
lifað miklar veikindafjarvistir sem
þeir röktu til álagsins en jafnframt
mikinn þrýsting á að mæta til vinnu.
Það varð m.a. til þess að stundum
fóru þeir hálfveikir til vinnu því þeir
vissu að fjarvera þeirra myndi fyrst
og fremst bitna bæði á sjúklingum og
samstarfsfólki.
„Umbun eða endurgjöf í formi við-
urkenningar fyrir hæfni í starfi ýtti
undir vellíðan hjúkrunarfræðing-
anna. Slíka endurgjöf kváðust þeir fá
frá skjólstæðingum, samstarfsfólki,
ættingjum og vinum sem til þeirra
leituðu. Það vakti athygli að enginn
viðmælenda minna nefndi stjórnend-
ur í sambandi við endurgjöf,“ sagði
Bryndís. Hún sagði hjúkrunarfræð-
ingana í rannsókninni hafa litið á
launin sem beina umbun af hálfu
þjóðfélagsins. „Niðurstaðan bendir
til þess að launakjör hafi víðtæk áhrif
á líðan hjúkrunarfræðinganna til
hins verra. Sumir töldu þau jafnvel
geta leitt til veikindafjarvista. Allir
töldu launin allt of lág og ekki í neinu
samræmi við ábyrgð í starfi,“ bætir
Bryndís við.
Endurskoða þarf launakerfi
Bryndís telur þetta sýna að æðstu
yfirmenn heilbrigðismála þurfi að
breyta viðhorfum sínum og stefnu-
mótun. Endurskoða þurfi launakerfi
hjúkrunarfræðinga frá grunni. Með
því móti megi bæta mönnun, minnka
álag, bæta líðan og minnka veikinda-
fjarvistir.
Þá leggur Bryndís til að aðferðir
mannauðsstjórnunar verði betur
nýttar til að bæta líðan hjúkrunar-
fræðinga á Landspítalanum og inn-
leidd ný sýn á mikilvægi vellíðunar
og heilsu hjúkrunarfræðinga.
Styrkja þurfi stjórnendur til að taka
á málum. Þá þurfi að bæta umbun-
arkerfi vinnustaðarins en þó ekki að
hvetja fólk til að mæta veikt til vinnu.
Bryndís ætlar að láta stjórnendur
Landspítalans fá niðurstöður rann-
sóknar sinnar. Eins gerir hún ráð
fyrir að halda einhverja fyrirlestra á
spítalanum um þær. Leiðbeinendur
hennar voru Gylfi Dalmann Aðal-
steinsson dósent og dr. Sigrún Gunn-
arsdóttir hjúkrunarfræðingur.
„Bera Landspítalann á bakinu“
Rannsókn bendir til að álag vegna of lágra launa og aðgerðaleysis af hálfu
stjórnenda hafi áhrif á líðan og veikindafjarvistir hjúkrunarfræðinga
Morgunblaðið/G.Rúnar
Meistarapróf Bryndís Þorvaldsdóttir rannsakaði líðan hjúkrunarfræðinga
á Landspítala í starfi og viðhorf þeirra til veikindafjarvista.
VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands
hefur viðurkennt bótaábyrgð vegna
slyss sem varð í Laugardalslaug í
desember í fyrra en þá missti átta
ára gömul stúlka vísifingur hægri
handar eftir að hann hafði krækst í
vír.
Vírinn var notaður til að halda
uppi viðvörunarskilti en skiltið hafði
verið fjarlægt þegar slysið átti sér
stað, að því er fram kemur í lög-
regluskýrslum, sem teknar voru af
starfsmönnum sundlaugarinnar og
öðru fólki sem kom strax á vettvang.
Stúlkan lýsti atvikum þannig að
hún hefði haldið sér í handriðið og
verið á leiðinni inn í laugarhúsið.
Skyndilega hefði eitthvað togað í
höndina þannig að hún datt á sund-
laugarbakkann en höndin verið föst
í vír. Ekkert skilti hefði hangið í
vírnum.
Ekkert liggur fyrir
um bótafjárhæð
Ekkert liggur fyrir um bótafjár-
hæð en VÍS, sem er tryggingafélag
Reykjavíkurborgar í þessu tilfelli,
hefur viðurkennt fulla bótaskyldu.
Díana, móðir stúlkunnar, segir að
henni líði ágætlega, miðað við að-
stæður.
Sárið sé enn að gróa og síðan
þurfi hún að takast á við afleiðing-
arnar.
Hin andlegu sár séu oft lengur að
gróa en hin líkamlegu. Stúlkan
þreytist fljótt í höndinni og þurfi að
læra ýmislegt upp á nýtt. Það sé því
viðbúið að hún þurfi á aðstoð sjúkra-
þjálfara að halda þegar skólinn
hefst í haust.
Bótaskylda
borgarinnar
viðurkennd