Morgunblaðið - 31.05.2008, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 17
ERLENT
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Austurbergi 5 111 Reykjavík Sími 570 5600
Símbréf 567 0389 Tölvupóstur: fb@fb.is
www.fb.is
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti býður mjög fjölbreytt nám:
bóknám, listnám, iðnnám/starfsnám.
Bóknám leiðir til stúdentsprófs og
er undirbúningur fyrir háskólanám.
Listnám er undirbúningur fyrir frekara listnám, arkitektúr
og annað framhaldsnám.
Markmið iðnnáms/starfsnáms er að undirbúa nemendur
fyrir störf í ýmsum greinum atvinnulífsins, veita sérhæfð
starfsréttindi og/eða undirbúning fyrir frekara nám.
Bóknám til stúdentsprófs
Félagsfræðabraut
Málabraut
Náttúrufræðibraut
Viðskipta- og hagfræðibraut
Þriggja ára náttúrufræðibraut
Listnámsbrautir
Myndlistarkjörsvið
Textíl- og hönnunarkjörsvið
Löggilt iðnnám
Húsasmiðabraut
Rafvirkjabraut
Snyrtibraut
Löggilt starfsnám
Sjúkraliðabraut
Sjúkraliðabrúin
Eins til tveggja ára starfsnám
Grunnnám rafiðna
Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina
Handíðabraut
Íþróttabraut
Afreksíþróttir
Viðskiptabraut
Almenn námsbraut
Starfsbraut
Með viðbótarnámi er hægt að ljúka
stúdentsprófi af öllum brautum.
Innritun í Fjölbrautaskólann í Breiðholti er á
netinu eða á skrifstofu skólans
frá 09:00 til 15:00 og lýkur 11. júní.
Námsráðgjafar verða til viðtals þriðjudaginn
10. júní og miðvikudaginn 11. júní frá
12:00 - 16:00.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
NOKKRUM dögum eftir að breskir
vöruflutningabílstjórar mótmæltu
himinháu olíuverði á götum landsins
tóku spænskir og portúgalskir fiski-
menn sig til og létu í ljós óánægju
sína með stöðugar olíuhækkanir.
Portúgalskir verkalýðsleiðtogar
segja allan fiskiskipaflotann hafa
verið bundinn í höfn í gær, á sama
tíma og sjö þúsund spænskir sjó-
menn efndu til mótmæla í spænska
landbúnaðarráðuneytinu í Madríd.
Að sögn breska ríkisútvarpsins,
BBC, hafa sjómenn einnig látið í sér
heyra í Frakklandi, Belgíu og á Ítal-
íu, ásamt því sem hollenskir vöru-
flutningabílstjórar létu gremju sína í
ljós á götum landsins í vikunni.
Verð á dísilolíu hefur hækkað um
300% á síðustu fimm árum og elds-
neytiskostnaðurinn því farinn að
hafa veruleg áhrif á afkomu útgerða.
„Himinhátt dísilverð og lágt fisk-
verð jafngilda hruni fyrir sjómenn,“
sagði á skilti mótmælanda í Madrid.
„Þú ert að senda okkur í kirkjugarð-
inn,“ sagði á öðru skilti sem beint var
gegn José Luis Zapatero, forsætis-
ráðherra Spánar.
Endurskoða niðurgreiðslurnar
Mörg olíuvinnsluríki, á borð við Ír-
an, Venesúela og Sádi-Arabíu, nið-
urgreiða olíuverðið fyrir neytendur
og nýlega benti Stephen Jen, sér-
fræðingur hjá Morgan Stanley bank-
anum á að helmingur mannkyns nyti
niðurgreiðslna á olíuverðinu í ein-
hverri mynd. Nú eru hins vegar vís-
bendingar um að ýmis ríki séu komin
að þolmörkum hvað svigrúm til
slíkra niðurgreiðslna snertir.
Þannig hafa stjórnvöld í Indónesíu
þegar dregið úr niðurgreiðslum og er
óttast að reiði langþreytts almenn-
ings muni senn brjótast út í ólgu og
félagslegum óstöðugleika.
Þannig hefur verð á bensíni þar í
landi hækkað um að meðaltali 28%
að undanförnu, skref sem Susilo
Bambang Yudhoyono forseti sagði
nauðsynlegt. Talið er að breytingin
muni lækka niðurgreiðslur til orku-
kaupa um fjórðung, en þær nema
þegar um fimmtungi þjóðarfram-
leiðslunnar.
Indónesía varð aðildarríki OPEC,
samtaka helstu olíuvinnsluríkja
heims, þegar árið 1962, og er stjórnin
sögð undirbúa úrsögn úr þeim. Það
er af sem áður var og flytur Indó-
nesía nú inn meiri olíu en sem nemur
vinnslunni í landinu, sem er nú sú
minnsta í 30 ár, um milljón tunnur.
Þá eru indversku ríkisolíufyrirtækin
nú rekin með tapi sökum þess að
þeim er gert að selja olíuna á föstu
verði, jafnframt því sem stjórnvöld í
Malasíu eru sögð íhuga að leyfa verð-
hækkanir, í því skyni að slá á fjár-
lagahalla landsins. Að lokum kemur
fram í úttekt The Economist að verð
í eldsneyti í Taívan hafi í síðustu viku
hækkað um 13%, á sama tíma og
verðið hækkaði um 24% á Srí Lanka.
Olíuverðsmótmælin
breiðast um Evrópu
Portúgalskir sjómenn í verkfall Ýmis ríki íhuga að draga
úr niðurgreiðslum Þróunin farin að valda ólgu í Indónesíu
Reuters
Bundin í höfn Sjómenn ganga á bryggjunni í bænum Aveiro á norður-
strönd Portúgals í gær, en þá stóð yfir dagsverkfall stéttarinnar í landinu.
ÞEIR HORFÐU til himins með-
limir frumbyggjaættbálksins sem
búið hefur á svæði í Amazon-
frumskóginum á landamærum Bras-
ilíu og Perú án samskipta við um-
heiminn.
Frumbyggjarnir voru skreyttir
rauðri málningu og lyftu bogum og
örvum þegar flugvélin leið yfir him-
inhvolfið. Tilgátur voru uppi um til-
vist ættbálksins sem hefur nú verið
staðfest með ljósmyndum úr lofti.
Talið er að um helming þeirra eitt
hundrað ættbálkahópa heimsins
sem ekki eiga í samskiptum við um-
heiminn sé að finna í Brasilíu eða
Perú, að því er breska ríkisútvarpið,
BBC, hafði eftir samtökunum Survi-
val International. Er það skoðun
Stephens Corry, formanns samtak-
anna, að menning slíkra hópa kunni
að líða undir lok ef ekki eru gerðar
ráðstafanir til að vernda landsvæði
þeirra fyrir ágangi utanaðkomandi
aðila.
Eins og sjá má á myndinni býr
fólkið í stráhýsum í þéttum frum-
skóginum og ef grannt er skoðað má
sjá mynd af svartmálaðri konu, sem
fylgist með þegar karlarnir gera til-
raun til að hrekja gestina frá.
Meðal þess sem getur ógnað slík-
um hópum er varnarleysi gegn sjúk-
dómum á borð við hlaupabólu og
venjulega kvefpest.
Staðfestu tilvist
ættbálks í Amazon
Reuters
Úr lofti Ættbálkurinn sá fljúgandi
furðuhlut líða yfir himinhvolfið.
Brasilísk stjórnvöld
hyggjast verja svæði
fólksins fyrir ágangi
FYRIR Íslending á ferðalagi í
Venesúela er það ekki úrslitaatriði
hversu eyðslufrekur bílaleigubíll-
inn er, nema ef vera skyldi frá sjón-
arhóli umhverfisins. Bensínið er
þannig þar um 43 sinnum ódýrara
en hér á landi (miðað er við verð hjá
Atlantsolíu gær) og með því allra
ódýrasta sem þekkist.
Bensínlítrinn í Venesúela kostar
rétt aðeins sem svarar um 3,73
krónum, eða rétt rúmlega 5 krón-
um minna en í Sádi-Arabíu.
Olíuvinnsluríkin tvö er í fámenn-
um hópi ríkja hvað þetta varðar og
má nefna að í Nígeríu, helsta olíu-
vinnsluríki Afríku, kostar bensín-
lítrinn sem svarar 46,63 krónum.
Til samanburðar kostar lítrinn
58,91 krónu í Kína, 66,39 krónur í
Bandaríkjunum, 164,9 krónur í
Þýskalandi, 161,07 krónur í Bret-
landi, 55,18 krónur í Indónesíu,
106,39 krónur í Ástralíu, 86,49
krónur í Kanada og 83,38 krónur á
Jamaíka, svo nokkur ríki séu nefnd.
Eins og gefur að skilja ber að
taka þessum tölum með nokkrum
fyrirvara, en þær eru m.a. fengnar
úr The Economist, The Age, The
New York Times og af vef Energy
Bulletin. Bæði eru verð víða svæð-
isbundin og svo sveiflast ýmsar
breytur ört, en hér er gengi Banda-
ríkjadals reiknað á 74,57 krónur.
Bensínið um 43 sinnum dýrara á
Íslandi en úr dælunni í Venesúela
) !
! ' ! <= #
!
>&
!
* @
3 !
A 2 #
> ! #
3
!B&
&
!
"&& &
*+ !,!
58+.9
585.5
58C.-
5C8.+
78.,
7/.+
88.+
,7.9
,,.6
+8.8
9.C
/.-