Morgunblaðið - 31.05.2008, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 31.05.2008, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 23 SUÐURNES Viðskiptavinir í Stofni fá fjölbreytt úrval af hjólahjálmum á 30% afslætti í Markinu, Ármúla 40, 108 Reykjavík. ENN EINN KOSTUR ÞESS AÐ VERA Í STOFNI 30% AFSLÁTTUR AF HJÁLMUM Allir undir 15 ára aldri eru skyldugir til að vera með hjálm á hjóli, hlaupahjóli, hjólabretti eða línuskautum og skiptir öllu máli a› velja réttan hjálm. Stórhöfða 31, 110 Reykjavík. Sími: 580 5200. Fax: 580 5220. rsi@rafis.is Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Vildarvinir er hóp- ur áhugafólks um sögu sem vill skyggnast bak við tjöldin og grúska. Byggðasafnið hefur ekki sinnt þessu fólki en nú verður breyting þar á. Þeim verður skapaður vettvangur til að sinna sínum áhugamálum um leið og samfélagið nýtur góðs af,“ sagði Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðu- maður Byggðasafns Reykjanesbæj- ar, um Vildarvini í samtali við Morg- unblaðið, en það er hópur sjálfboðaliða sem ætla sér að safna munnlegum heimildum um sögu Suðurnesja. Sigrún Ásta Jónsdóttir sagðist hafa um nokkurt skeið gengið með þennan draum í maganum, að hefja söfnun á heimildum sem hvergi ann- ars staðar væri hægt að fá nema í gegnum frásagnir fólks. Hún sagðist hafa kallað til aðila sem hún vissi að hefði áhuga og var bent á aðra. „Mikið af þessari vinnu er falin. Fólk er jafnvel að geyma svona vinnu heima hjá sér og efninu aldrei komið á framfæri. Fyrsta skrefið væri því að hefja söfnun á söguleg- um gögnum og búa til úr því fram- bærilegt efni,“ sagði Sigrún Ásta í samtali við blaðamann. Hún sagði einnig mikilvægt að reyna að nálgast efni sem fræðimenn hafa verið að vinna um svæðið og fá að varðveita það innan safnsins. Bókasafn Reykjanesbæjar er samstarfsaðili Byggðasafnsins í þessu verkefni. Mikilvægur heimildabanki Um þessar mundir er að fara af stað kynningarátak á Vildarvinum til að höfða til áhugafólks. Þetta er ekki formlegt félag heldur opinn vettvangur fyrir áhugafólk. „Við viljum ekki byrja á einhverj- um ströngum ákvörðunum sem við getum svo kannski ekki staðið við heldur byrja þar sem auðveldast er að byrja og fikra okkur svo áfram eftir því sem reynslan sýnir. Mið- punkturinn er alltaf Byggðasafnið og sameiginlegt markmið allra er að safna efni um svæðið og miðla.“ Sig- rún Ásta nefndi í þessu sambandi heimildaöflun um helstu atvinnuvegi svæðisins, svo sem sjávarútveg, verslun og Völlinn, félagsstörf ýmiss konar en ekki síður einstaklinga sem fólki finnst mikilvægt að heyra frá. „Með þessum hætti verður til mjög mikilvægur heimildabanki. Við leggjum mikla áherslu á að varð- veita efni en miðlun efnisins skiptir miklu máli, t.d. í formi sýninga. Ég sé líka fyrir mér að hægt verði að þróa miðlunaraðferðir til að gefa kennurum og leiðsögumönnum tækifæri til að auðga sitt starf, svo dæmi sé tekið.“ Sest í sófa Íslandsbersa Vildarvinir hafa setið námskeið í viðtalstækni með heimsókn frá starfsmanni Miðstöðvar munnlegrar sögu til þess að koma sér af stað og tæki eru til staðar til þess að byrja þó að koma þurfi upp góðum tækja- lager. Fyrsti opinberi atburður Vild- arvina verður í Bíósal Duushúsa á sjómannadag, 1. júní n.k. „Þannig var að Árni Johnsen færði Byggðasafninu að gjöf sófasett Óskars Halldórssonar Íslandsbersa, sem m.a. kostaði byggingu hafnar- innar í Keflavík. Sófanum verður komið fyrir í salnum og gefst gestum og gangandi kostur á að setjast í sóf- ann milli kl. 14 og 16 og spjalla. Við verðum með tæki á staðnum og spyrla en auðvitað má fólk einnig prófa sófann þó að það vilji ekki spjalla. Þeir sem vilja gerast Vild- arvinir geta einnig skráð sig á staðn- um, skráð sig sem hugsanlegan við- mælanda eða bent á aðra,“ sagði Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðu- maður Byggðasafns Reykjanesbæj- ar, að lokum og áréttaði að þó að hugmyndin væri að gera efnið að- gengilegt fyrir almenning verði einnig mögulegt að takmarka að- gang að því, sé þess óskað. Vildarvinir Byggðasafns Reykjanesbæjar safna munnlegum heimildum Heimildir í frásögnum fólks Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Hannyrðir Sigrún Ásta Jónsdóttir við veggteppi í eigu safnsins. Hún segir Byggðasafnið hafa sérstakan áhuga á hannyrðum kvenna. Í HNOTSKURN »Vildarvinir ByggðasafnsReykjanesbæjar er hópur sjálfboðaliða sem hefur mikinn áhuga á sögu og menningu byggðarlagsins og er nú að hefja söfnun á munnlegum heimildum til varðveislu á safninu. »Byggðasafn Reykjanesbæjarhét Byggðasafn Suðurnesja allt til ársins 2002. Frá stofnun var vilji til að safnið þjónaði öll- um Suðurnesjum en áhugi hinna sveitarfélaganna var ekki nægur til að það gengi eftir. »Vildarvinir Byggðasafnsinsmunu ekki einskorða sig við munnlegur heimildir úr Reykja- nesbæ heldur leita fanga um öll Suðurnes. Sandgerði | Ferðamálasamtök Suð- urnesja eru um þessar mundir að afhenda bæjarstjórum á svæðinu fyrstu eintökin af gönguleiðabækl- ingum um Reykjanesið. Myndin var tekin þegar Sigurður Valur Ás- bjarnarson, bæjarstjóri í Sand- gerði, fékk sína bæklinga. Áður höfðu bæklingar verið afhentir Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtakanna, Reynir Sveinsson, forstöðumaður Fræða- setursins í Sandgerði, og Ásgeir Hjálmarsson, forstöðumaður Byggðasafnsins á Garðskaga, af- hentu bæklingana. Verkefnið hlaut 500 þúsund kr. styrk úr Menningarsjóði Suð- urnesja en stefnt er að því að gefa út alls 15 bæklinga um gönguleiðir. Að útgáfunni er unnið í samvinnu við verkefnið „Af stað á Reykjanes- ið“ sem staðið hefur fyrir göngu- ferðum um gamlar þjóðleiðir á Reykjanesi. Sigrún Franklín Jóns- dóttir sá um texta og myndir. Fyrstu tveir bæklingarnir sem nú koma út eru um Garðsstíg og Sand- gerðisveg. Hægt verður að kaupa bæklingana á Upplýsingamiðstöð Reykjaness. Ferðamálasamtökin hafa látið stika og merkja margar af þessum gömlu þjóðleiðum á Reykjanesi. Bæklingar um gönguleiðir LANDIÐ Eftir Björn Björnsson Skagafjörður | Mikið var um dýrðir á Hólastað þegar skólinn brautskráði nemendur af tveim brautum, ferðamála- og hesta- fræði. Athöfnin hófst á reiðvelli skólans þar sem fram fór Skeifu- keppni verðandi hestfræðinga og reiðsýning nemenda og kennara, en útskriftarathöfnin sjálf fór síð- an fram í Þráarhöll, að viðstöddum nemendum, starfsfólki og fjölda góðra gesta, þar á meðal nokkurra nemenda hins gamla Hólaskóla, sem útskrifuðust fyrir sextíu ár- um. Í ræðu sinni við brautskrán- inguna sagði Skúli Skúlason rektor meðal annars að dagurinn væri uppskerudagur nemenda: „Mennt- un er hluti af þroskaferli hvers einstaklings en einnig þess sam- félags sem hann er hluti af. Nú mun samfélagið njóta þeirrar þekkingar sem þið hafið öðlast hér. Ég veit að það er mikil þörf fyrir hana.“ Síðan vék rektor að skólastarf- inu og nefndi í því tilviki færslu skólans frá ráðuneyti landbúnaðar til menntamála og þakkaði hann ánægjulegt samstarf við fyrri yf- irboðara en lýsti einnig mikilli ánægju með samskipti við hið nýja ráðuneyti og benti á að þegar í stað hefði menntamálaráðherra sett á stofn nefnd sem hefði það hlutverk að efla Háskólann á Hól- um og Hólastað sem mennta- og menningarsetur til framtíðar. „Nefndin hefur haft náið samráð við skólann og við bindum miklar vonir við tillögur hennar. Það er mikið að gerast í íslensku háskóla- samfélagi og algjört grundvallar- atriði að Háskólinn á Hólum taki af krafti þátt í að móta íslenskt þekkingarsamfélag á 21. öldinni. Uppbygging Hólaskóla sem há- skóla hefur krafist mikillar vand- virkni, en ekki síður áræðis, dirfsku og óbilandi sjálfstrausts. Það hefur oft gefið á bátinn í þessu ferli, en nú er margt sem bendir til að framundan sé öllu lygnari sjór.“ Morgunblaðsskeifan afhent Við brautskráningu voru veittar viðurkenningar á lokaáfanga. Sandra Björg Stefánsdóttir fékk bókaverðlaun iðnaðarráðuneytis fyrir hæstu einkunn á BA-prófi í ferðamálafræði. Ævar Örn Guð- jónsson fékk reiðmennskuverð- launin Ástundarhestinn. Randi Holaker fékk LH-styttuna meðal annars fyrir reiðmennsku. Ævar Örn Guðmundsson fékk Morgun- blaðsskeifuna sem viðurkenningu fyrir hæsta einkunn á lokaprófi. Samfélagið mun nú njóta þekkingar ykkar Morgunblaðið/Björn Björnsson Skeifuhafi Ævar Örn Guðjónsson fékk Morgunblaðsskeifuna 2008 afhenta við brautskráningu nemenda á Hólum fyrir hæstu einkunn á lokaprófi. 62 nemendur brautskráðir á Hólum og Skeifu- dagurinn haldinn hátíðlegur Ísafjörður | Háskólasetur Vest- fjarða býður í annað sinn upp á há- skólanám fyrir ungt fólk. Háskóli unga fólksins verður dagana 9. til 13. júní næstkomandi. Unglingum fæddum 1992-96 býðst að sækja fjölda stuttra nám- skeiða þar sem kennarar á háskóla- stigi fjalla um heima og geima. Með- al námskeiða í ár eru dýrafræði/þróunarvistfræði, læknis- fræði, frumkvöðlar – nýsköpun, mannfræði og verkfræði. Nánari upplýsingar má finna á www.hsvest- .is. Háskóli unga fólksins hefst

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.