Morgunblaðið - 31.05.2008, Side 25

Morgunblaðið - 31.05.2008, Side 25
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 25 Þaðhefur verið mikið að gerahjá Lama Tenzin og dagurað kvöldi kominn. En þeg-ar hann er spurður hvort hann sé ekki þreyttur segir hann: „Ég er ekki þreyttur, ég bý mér til mynd í huganum af börnunum heima og þá verð ég ekki þreyttur .“ Fyrir um áratug var Lama Tenzin ásamt bræðrum sínum tveimur, í pílagrímsferð um hin helgu Hi- malajafjöll. Leið þeirra bræðra lá um fjallahéraðið Dolpo í Nepal. Hér- aðið stendur á landamærum Nepal og Kína og var áður hluti af Tíbet. Þegar Tíbet var skipt upp lenti það innan nepalskra landamæra. Dolpo er hæsta byggða ból veraldar í um 4500 – 5200 metra hæð yfir sjáv- armáli. Sumir segja að þar sé síðasti staðurinn í heiminum þar sem má finna ómengaða forna menningu Tíbets. Flóknar pólitískar aðstæður gera það að verkum að íbúar héraðs- ins teljast ekki ríkisborgarar í neinu landi og þar af leiðandi er grunn- þörfum héraðsins ekki einu sinni sinnt. Hópur uppreisnarmanna heldur héraðinu hálfpartinn í gíslingu og lokar því gagnvart allri utanaðkom- andi hjálp vesturlanda. Allt þetta bitnar fyrst og fremst á börnunum sem eru vannærð og þjökuð af erf- iðisvinnu. Hættuleg ferð yfir Himalajafjöllin Rauði kuflinn sem Lama Tenzin ber gerir honum kleift að fara allra sinna ferða um svæðið þar sem hann er heilagur maður og háttsettur munkur í þeirra eigin trúar- brögðum. Vestræn hjálparsamtök eiga enga möguleika á að komast inná þetta svæði og því er starf Lama Tenzín einstakt og ómissandi fyrir börnin í Dolpo. Lama Tenzin hefur farið nokkrar ferðir frá árinu 2000 til að sækja börn og flytja með sér til Indlands þar sem hann og fjölskylda hans hafa reist heimili fyrir börn frá Dolpo. „Við göngum í nítján daga, tíu tíma í senn. Fjöllin eru brött og í mikilli hæð og fyrir mig sem er óvanur þessu þunna lofti er þetta oft mjög erfitt en börnin eru öllu vön. Í hvert sinn sem ég legg af stað er mamma áhyggjufull og spyr hvort ekki sé komið nóg. En ég get ekki hætt því ég hef séð ástandið sem börnin búa við og það er þúsund sinnu verra en fyrir mig að ganga fjöllin,“ segir Lama Tenzin. Vilja verða læknar, kennarar, vísindafólk og geimfarar „Við hugsum heimilið sem einka- heimili en ekki heimili fyrir mun- aðarlaus börn. Við erum fjölskylda og leggjum áherslu á að börnunum líði eins og þau séu heima. Áður en börnin komu inn á heimilið unnu þau sem þrælar, þar sem þau báru þunga hluti á bakinu jafnvel margar dagleiðir. Möguleikar á sóma- samlegu lífi voru sáralitlir, aðrir en að vera þrælar út lífið. Í dag blasir annar veruleiki við, útlit og yf- irbragð barnanna er allt annað og þau eiga sér drauma um menntum, vilja verða kennarar, hjúkrunarfólk, vísindafólk, læknar, og einn drengj- anna vill verða geimfari. Heimilið höfum við fjölskyldan rekið í átta ár og samtökin ganga mjög vel, þau eru ekki styrkt af rík- inu, eru einkasamtök og samvinnu- verkefni fjölskyldu minnar og allra þeirra sjálfboðaliða sem standa að verkefninu. Öll vinna í kringum sam- tökin er unnin í sjálfboðavinnu. Pen- ingarnir fara beint til barnanna og heimilisins því við höfum enga yf- irbyggingu,“ segir munkurinn geð- þekki Lama Tenzin. Heimilið heldur úti fróðlegri heimasíðu www.hi- malayankids.org en þar er einnig hægt að nálgast sögur barnanna. Feðraveldið í Dolpo Það var aldrei draumur Lama Tenzin að stofna heimili fyrir börn. „En neyðin í Dolpo er svo mikil og þá hallar sérstaklega á hlut stelpna og kvenna. Þar er það t.d. ekki við- urkennt að stelpur geti lært. Í Dolpo ríkir algert feðraveldi, þar er fyrst og fremst litið á konur sem þræla karlmanna. Í Dolpo trúa þorpsbúar að karlmaðurinn geti allt, að hann færi hamingju. Karlmenn giftast barnungum stúlkum, en það er al- gengt að þeir séu allt að því tuttugu árum eldri en stúlkurnar. Stúlk- urnar eru oft um fjórtan ára þegar þær ganga í hjónabönd. Það liggur mikið á að hjálpa þessum stúlkum, mennta þær og næra. Þegar þær eru svo orðnar sjálfstæðar konur geta þær uppfrætt systur sínar um sinn rétt,“ segir Lama Tenzin. Nýstofnuð samtök halda utan um hugsjónir Lama Tenzin hér á landi og kalla sig Himalajabörn. Hópurinn hef- ur m.a. staðið fyrir félagsvistarkvöldi í Iðnó og Borgarleikhúsinu. Á morgun, sunnudag 1. júní verður haldin fjöl- skylduhátíð í Gerðubergi í þágu barnanna frá Dolpo. Það eru brúðu- leikhússamtökin UNIMA og versl- unin „Börn náttúrunnar“ sem skipu- leggja þessa uppákomu. Allur ágóði rennur til heimilisins. Nánari upplýs- ingar má finna á heimasíðu brúðuleik- hússamtakanna www.unima.is Dagskrá morgundagsins er öll hin glæsilegasta, brúðuleikhús Bernd Ogrodnik sýnir Pétur og úlfinn og Hallveig Thorlacius sýnir Minnsta tröll í heimi, töframenn, eldgleypar og trúðarnir Barbara og Gjóla heim- sækja Gerðuberg. Þarna getur fjölskyldan átt saman eftirminnilega stund og um leið lagt börnunum í Dolpo lið. Morgunblaðið/G.Rúnar Börn „Við hugsum heimilið sem einkaheimili en ekki heimili fyrir munaðarlaus börn,“ segir Lama Tenzin. Styrkja börn frá hæsta byggða bóli heims Lama Tenzin ferðast um hinn vestræna heim til að afla stuðnings við einstakt hjálparstarf fyrir börn í héraði sem áður tilheyrði Tíbet efst í Himalajafjöllum. Soffía Guðrún Kr. Jó- hannsdóttir hitti tíb- etska munkinn þegar hann var hér staddur. Morgunblaðið/hag Bænastund Lama Tenzin tók nýverið þátt í friðsömum mótmælum fyrir utan kínverska sendiráðið í Reykjavík og fór með bæn. Viðtalið var tekið af félaga átakshóps Himalaja barna á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.