Morgunblaðið - 31.05.2008, Síða 26

Morgunblaðið - 31.05.2008, Síða 26
matur 26 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun Meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun býr nemendur undir að takast á við eitt af mest knýjandi viðfangsefnum framtíðarinnar, nýtingu og stjórnun auðlinda. Kennsla fer fram á Ísafirði við Háskólasetur Vestfjarða en námsleiðin er í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Nánari upplýsingar: www.hsvest.is Umsóknarfrestur: 5. júní 2008 Í samstarfi við: Lj ós m yn d: Á gú st G . A tl as on áberandi seinni árin, hve mikið er lagt í boðs- kort sem send eru út frá fyrirtækjum í því skyni að bjóða því fólki til mannfagnaðar, sem viðkomandi aðilar telja sig hafa hagsmuni af að bjóða. Draslið, sem fylgir boðskortunum, er stundum með algerum ólíkindum. En svo er spurningin þessi: Hvort er betra að eyða peningunum í markaðsstarfsemi af þessu tagi eða einfald- lega lækka verðið á bíl- unum? Er hugsanlegt að væntanlegir við- skiptavinir mundu meta það ein- hvers, ef bílaumboðin lækkuðu verð í stað þess að eyða umtalsverðum fjár- munum í pylsuboð út um allt?! Markaðsdeildir í fyrirtækjum eru varasamar og of mikið um það, að þeir sem utan við þær standa taki orðalaust við öllum þeim delluhug- myndum, sem frá þeim koma. Á krepputímum eins og nú eru að ganga í garð eru markaðsdeildir al- veg sérstaklega varasamar. Það get- ur verið meira vit í að spara mark- aðskostnaðinn, selja færri einingar en skila betri afkomu. Hvar ætli markaðsfólkið læri allar þessar hundakúnstir, sem það grípur til? Getur verið að þessar hugmyndir byggist á háskólanámi?! Merkir háskólar það. Við klórum okkur ekki fram úr veruleika kreppunnar með yfirborðs- legum markaðsaðgerðum. Það þarf annað og meira til. Orð og yfirborð skipta engu máli þegar upp er staðið heldur verkin sjálf. Er ekkert slíkt kennt í markaðs- námi háskólanna? Bílaumboðin leita núýmissa leiða til þess að örva bílasölu. Þannig voru starfs- menn Ingvars Helga- sonar hf. fyrir utan Morgunblaðshúsið í gær að bjóða starfs- mönnum og öðrum veg- farendum pylsur um leið og þeim var boðið að kynnast þeim bílum, sem umboðið hefur til sölu. Þetta er vináttu- samleg söluaðferð. Önnur bílaumboð grípa til margra og hugvitssamlegra að- gerða til þess að vekja athygli á sínum bílum. Markaðsfólk er ákaflega hug- myndaríkt, þegar kemur að því að finna upp á einhverju, sem talið er að veki athygli fólks. Það hefur verið        víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Pétri Stefánssyni varð ekki umsel í Suðurlandsskjálftanum í fyrradag: Skein úr augum óttablikið er æstust skjálfta sennurnar. Húsið skókst svo skolli mikið að skröltu í mér tennurnar. Hundurinn Basil fursti hefur gjörsamlega misst skáldskapar- gáfuna síðan hann flutti frá Kópaskeri. Þess í stað hefur hann snúið sér að því að læra ljóð þjóð- skáldanna utan að, einkum Steins og Æra-Tobba, og fallbeygja köttinn í öllum föllum eintölu og fleirtölu, að sögn eigandans Péturs Þorsteinssonar. Kötturinn hefur líka misst skáldskapargáfuna, en baunaði þó níðvísu á Basil fyrr í vetur að gefnu tilefni: Allt er ljótt sem að þér snýr: – útlit, fas og skaplyndi. Hvorki veit ég verra dýr né vitlausara kvikyndi. Það er til marks um andleysi Basils að hann hefur enn ekki svarað kettinum. Í öngum sínum sendir hann Elvis vini sínum „harmagrút, vondan og stolinn“: Andleysið mér veldur víli og sorgum, – það veitir hvorki huggun, bót né ró að karl sem var áður afglapinn á torgum varð óvænt skáld í Hallormsstaðaskóg. Er hundum máski betra að lifa í borgum og bergja vín í margri ljótri kró? Og bláfjólurnar brátt ég fengi að líta, bara ef sjónin greindi þær frá njóla. Muni ég rétt er rímorð skáldsins „hvíta“ – og reyndar tórð’ann fjölmörg næstu jóla. En ég er að fara út í skóg að skíta og skoða bæklinga um sparikjóla. VÍSNAHORNIÐ Af Basil og jarðskjálfta pebl@mbl.is Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Það elda allir á Spáni. Ungirsem aldnir, karlar sem kon-ur,“ segir baskneski kokk- urinn Aitor Elizegui, þegar blaða- maður hittir hann á veitingastaðnum Þremur Frökkum. „Það má eiginlega segja að þetta sé meðfætt, svo samgróin er matarhefðin menningu þjóðarinnar. Viðskipti, fögnuðir, gleði og sorg – allt á þetta sér stað við matarborðið.“ Elizegui, sem rekur veitingastað- ina Gaminiz, Baita og Sua í heima- héraði sínu við Biscaya-flóa, er staddur hér á landi í tilefni af Hátíð hafsins og hyggst kynna landanum nú um helgina hvernig Baskar mat- reiða saltfisk. Hann segir mikla hefð fyrir eldamennsku meðal baskneskra karlmanna og atvinnukokkarnir séu margir. Sjálfur byrjaði hann að elda fyrir 22 árum. „Á þeim tíma var baskneska eld- húsið að ganga í gegnum miklar breytingar. Kokkar sem starfað höfðu hjá merkum veitingastöðum í Frakklandi fluttu þá heim til Baska- lands og stofnuðu sína eigin veit- ingastaði.“ Lítið var um slíkt fyrir þann tíma að sögn Elizegui. Í kjölfar- ið jókst áhugi fjölmiðla á bask- neskum mat, ferskir straumar komu inn í þjóðlegu matseldina og farið var að gera henni hærra undir höfði. Hann nefnir sem dæmi að á þess- um tíma hafi næsta matreiðslu- og framreiðsluskóla verið að finna í Madríd. Nú séu þeir orðnir átta í næsta nágrenni. Galdurinn felst í hitanum Saltfiskur í tómatsósu er væntan- lega sú útgáfa „bacalá“ sem Íslend- ingar kannast hvað best við. Elizegui segir margar aðrar útgáfur þó til af fisknum. „Síðastliðinn 25 ár eru baskneskir kokkar búnir að vera að þróa aðferð til að elda salfiskinn við lægri hita en áður. Hugsunin þar að baki eru sú að saltfiskurinn sé gott sem þegar tilbú- in til neyslu og því eigi að elda hann sem minnst. Það á bara að mýkja hann aðeins svo hægt sé að borða hann,“ segir Elizegui og kveður fisk- inn nú eldaðan við 40°C lægri hita. Uppskriftirnar sem hann mun kynna fyrir gestum Hátíðar hafsins eru annars vegar Pil-pil-saltfiskur með ólífuolíusósu og hins vegar Ba- calá a la Vizcaina, saltfiskur með tómat og lauk sem er einn af sér- réttum íbúa við Biscaya-flóa og að hans sögn eldaður á velflestum heim- ilum í héraðinu. Spenntur fyrir sviðunum Sjálfur hefur hann mikinn áhuga á að kynna sér íslenska matarmenn- ingu og nefnir sérstaklega reykta matinn. „Mig langar að læra það sem ég get af þeim kokkum sem ég hitti hér,“ segir Elizegui sem kynnst hef- ur norskum og sænskum kokkum í keppnum erlendis. Íslensku sviðin vekja líka áhuga hans. „Ég er búinn að sjá mynd af sviða- haus og hún var mjög áhrifamikil,“ segir Elizegui harðákveðinn í að kynna sér þetta þjóðlega hnossgæti. Hann nestar blaðamann svo að lok- um með uppskrift af saltfiskskífum, verðlaunarétti frá honum sjálfum. Saltfiskskífur með pil-pilsósu fyrir fjóra 400 g saltfiskur (sem hefur verið út- vatnaður í 60 klst. – geymið 1/7 hluta vatnsins) 2 dl ólífuolía 2 hvítlauksgeirar Hvítlaukurinn steiktur í olíunni þar til hann fær á sig gylltan lit. Pannan tekin af hitanum og saltfisk- urinn látinn marínerast í ólífuolíunni (sem ætti að vera við um 50°C hita) í fjórar mínútur. Olían látinn renna af fiskinum, sem síðan er roðflettur og skorinn í þunnar skífur. Um 1/7 hluti vatnsins sem fisk- urinn var í er hrært saman við 1/5 hluta olíunnar sem búið er að mar- ínera fiskinn í. Hrært vel saman þar til pil-pilsósan fær á sig létta og frauðkennda áferð. Fiskinn og sósuna má t.d. bera fram með soðnu krabbakjöti. Saltfiskskífur með pil-pil sósu. Verðlaunaréttur frá Elizegui. Matarhefðin samgróin menningunni Morgunblaðið/Eggert Meistarakokkur Aitor Elizegui kann réttu handtökin við pottana. Aitor Elizegui kennir lands- mönnum að elda bacalá í Pikk- nikksalnum í Grandagarði 8 frá kl. 14-16 laugardag og sunnudag. Hann verður einnig gestakokkur á veitingastaðnum Þrír Frakkar í kvöld. www.gaminiz.com Bacalao Saltfiskur með tómat er mjög vinsæll meðal Spánverja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.