Morgunblaðið - 31.05.2008, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 31.05.2008, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MEÐ grein minni í Morg- unblaðinu þann 27. maí síðastliðinn var í fyrsta sinn birt skrá yfir heim- ilin 32 sem á árunum 1949-1968 urðu af stjórnmálaástæðum fyrir þeim grófu mannrétt- indabrotum að símar þeirra voru hleraðir, – alltaf að beiðni þáver- andi dómsmálaráð- herra. Með hler- ununum voru stjórnarskrárvarin réttindi þessa fólks til friðhelgi einkalífs fót- um troðin án nokkurs frambærilegs tilefnis. Í grein minni frá 27. maí leyfði ég mér að nefna að fólkið frá þessum heimilum, lif- andi og látið, kynni að eiga rétt á af- sökunarbeiðni frá íslenska ríkinu nú þegar uppvíst er orðið um myrkra- verkin. Við þessum tilmælum mínum hef- ur Björn Bjarnason dóms- málaráðherra brugðist á Alþingi og í fjölmiðlum með valdsmannslegum hroka. Málflutningur hans verður vart skilinn öðruvísi en svo að þeir sem mannréttindi voru brotin á hafi átt það fyllilega skilið og hler- anirnar jafnan verið nauðsynlegar til að fyrirbyggja illvirki og jafnvel morð (sjá Morgunblaðið 29.5. 2008, bls. 27). Nú er það svo að símahleranir á vegum stjórnvalda geta verið rétt- lætanlegar ef við stórhættulega menn er að fást en sá sem hlerað er hjá hlýtur þó alltaf að eiga líka ein- hvern rétt í siðaðra manna sam- félagi. Sá réttur er þessi: Hafi hlerunin leitt eitthvað sak- næmt í ljós á viðkomandi rétt á að fá mál sitt dæmt fyrir almennum dómstólum þar sem hann á kost á að verja sig og á dómurum hvílir sú skylda að rökstyðja niðurstöður sín- ar. Hafi hlerunin hins vegar ekki leitt neitt saknæmt í ljós á sá sem fyrir henni varð rétt á að vera látinn vita að hann hafi mátt búa við leynileg hlust- unartæki á heimili sínu en grunurinn sem því olli hafi ekki reynst á rökum reistur. Með þeim hætti fær sá sem órétti var beittur mannorð sitt hreinsað. Hið einfalda siðalög- mál sem allir heiðvirðir menn hljóta að vera sammála um er ekki flóknara en þetta. Op- inbera yfirlýsingu stjórnvalda um að ekk- ert saknæmt hafi komið í ljós þegar hlerað var mætti skoða sem ígildi afsökunarbeiðni. Björn Bjarnason virðist hins veg- ar telja fráleitt að láta nokkuð í þessa veru frá sér fara. Hann segir málið löngu afgreitt því að þeir sem fyrir hlerununum stóðu og hinir sem hlerað var hjá hafi síðar átt með sér nokkurt samstarf um önnur mál. Boðskapur hans er í raun þessi: Ég hlera hjá þér á vorin og svo getum við unnið saman á haustin, ár eftir ár, en um hleranirnar færð þú reyndar ekkert að vita fyrr en ef til vill eftir hálfa öld og aldrei nokkra afsökunarbeiðni. Er þetta máske heimsmet í drengskap og heilindum? Margir þeirra sem hlerað var hjá á árunum 1949-1968 voru í Sósíal- istaflokknum en þó ekki nærri allir. Ráðherrann sagði á Alþingi 28. maí að Sósíalistaflokkurinn hefði ætlað sér að ná völdum í landinu með of- beldi og vitnaði máli sínu til stuðn- ings í átökin á Austurvelli 30. mars 1949, daginn sem samþykkt var á Alþingi að Ísland gengi í Atlants- hafsbandalagið. Af þessu tilefni leyfi ég mér að benda á dóm Hæstaréttar frá 12. maí 1952 yfir þeim sem ákærðir voru fyrir framgöngu sína á Aust- urvelli 30. mars 1949. Þar segir: „Lögreglumenn urðu þess ekki varir að árásin á Alþingi 30. mars væri skipulögð né að fyrir henni stæðu nokkrir forsprakkar. Benda atvik málsins ekki til þess að stofn- að hafi verið fyrirfram til samtaka um árásina.“ Í réttarhöldunum sem lauk 12. maí 1952 var hvorki ekki einn ein- asti flokksmaður í Sósíalistaflokkn- um dæmdur fyrir að valda lög- reglumönnum áverka né heldur fyrir brot á rúðum í Alþingishúsinu og brotnuðu þar þó margar rúður daginn þann. Við þetta er því einu við að bæta að daginn fyrir 30. mars 1949 lét Einar Olgeirsson, formaður Sósíal- istaflokksins, þau boð út ganga til sinna flokksmanna og þá einkum hinna yngri að varast óspektir, fyrir alla muni. Enn er á lífi fólk sem man þau orð, töluð í hita barátt- unnar á sögulegum tímamótum. Stafrófskver fyrir dómsmálaráðherra Kjartan Ólafsson skrifar um viðbrögð dómsmálaráðherra við grein sinni um símahleranir » Opinbera yfirlýsingu stjórnvalda um að ekkert saknæmt hafi komið í ljós þegar hler- að var mætti skoða sem ígildi afsökunarbeiðni. Kjartan Ólafsson Höfundur er fyrrverandi ritstjóri og fyrrverandi alþingismaður. ÞAÐ er gróska í umræðu um jafn- réttismál þessi misserin. Rík- isstjórnin gaf fyrirheit um átak í málaflokknum í stjórnarsáttmála sínum á vordögum 2007 og nýlega voru samþykkt á Alþingi ný jafnrétt- islög þar sem segir að jafnréttis- og kynjasjónarmið skuli samþætt allri stefnumótum og ákvarðanatöku. Í lögunum er mikilvægi rannsókna í kynjafræði undirstrikað og kveðið á um aukna fræðslu um jafnréttismál. Þar segir beinlínis að nem- endur á öllum skóla- stigum skuli hljóta fræðslu um jafnrétt- ismál. Að vísu hefur þetta staðið í jafnrétt- islögum um langt ára- bil en nú stendur til að blása lífi í ákvæði sem hingað til hefur verið dauður lagabókstafur. Einn liður í því að vekja jafnrétt- ismál til lífsins er þróunarverkefnið „Jafnréttisfræðsla í leik- og grunn- skólum“ sem hleypt var af stokk- unum undir forystu Jafnréttisstofu. En ljóst er að meira þarf til. Það þarf markvissa jafnréttisfræðslu fyrir alla þá sem eiga að uppfræða og kenna, og ekki síður þá sem eiga að stjórna og taka ákvarðanir. Án þekkingar er ekki hægt að taka mið af jafnréttissjónarmiðum – og það gildir um þessa þekkingu eins og aðra að hún er sjaldnast meðfædd. Sameining Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands er kjörið tæki- færi til að endurskipuleggja kenn- aranám og hrinda af stað metn- aðarfullu jafnréttisnámi fyrir verðandi kennara. Samstarf kynjafræða í Háskóla Íslands og hins nýja mennta- vísindasviðs sameinaðs háskóla er sóknarfæri sem nýtt verður til fulls á komandi árum. Háskóli Íslands leggur þegar sitt af mörkum með mark- vissu námi í kynjafræði sem starfrækt hefur verið í meira en áratug og nú býður Háskólinn upp á nám í hagnýtri jafnréttisfræði. Þar er byggt á nýjum skilningi á hugtakinu jafnrétti, sem nær til kvenna og karla í öllum sínum margbreytileika. Þessi nýja áhersla á sér stoð í jafn- ræðisákvæði stjórnarskrárinnar um mannréttindi allra (án tillits til kyns, trúarbragða, skoðana, þjóðernisupp- runa, kynþáttar, litarháttar, efna- hags, ætternis og stöðu). Í rann- sóknum og kennslu á þessu fræðasviði er hugað að öllu því sem skapar mannfólkinu, körlum og kon- um, ólík lífsskilyrði. Námið er skipu- lagt sem 30 eininga diplómanám á framhaldsstigi, það er hlutanám og hægt að taka það á einu ári með vinnu. Námið hentar kennurum á öllum skólastigum, fjölmiðlafólki og lykilstarfsmönnum ríkis, sveitarfé- laga og einkafyrirtækja svo sem starfsmannastjórum, fræðslustjór- um, starfsfólki í stjórnsýslu og starfsmannahaldi. Þá hentar námið fólki sem tekur þátt í félagsstörfum og pólitísku starfi á sviði jafnrétt- ismála svo sem jafnréttis- og mann- réttindanefndum. Námið er hægt að taka sem staðnám eða fjarnám. Nemendur hafa möguleika á að taka hagnýta jafnréttisfræði sem val í MPA námi í opinberri stjórnsýslu og fleiri greinum á framhaldsstigi í Há- skóla Íslands. Ein besta og skilvirkasta leiðin til átaks í jafnréttis- og mannréttinda- málum er markviss fræðsla. Vel þjálfað starfsfólk með þekkingu og yfirsýn yfir samfélagið og gangverk þess er forsenda þess að háleit markmið og stjórnvaldsaðgerðir skili raunverulegum árangri. Nám í hagnýtri jafnréttisfræði er ekki pa- tentlausn eða skyndilausn heldur langtímaúrræði sem byggir á traust- um grunni. Fræðsla er beinskeytt tæki í umbótastarfi og besta ráðið til að jafnréttislög verði ekki dauður lagabókstafur. Kynnið ykkur hag- nýta jafnréttisfræði á heimasíðu HÍ (www.felags.hi.is), umsóknarfrestur er til 5. júní. Hagnýt jafnréttisfræði Þorgerður Einarsdóttir skrifar um jafnréttismál » Það þarf markvissa jafnréttisfræðslu fyrir alla þá sem eiga að uppfræða og kenna, og ekki síður þá sem eiga að stjórna og taka ákvarðanir. Þorgerður Einarsdóttir Höfundur er dósent við félags- vísindadeild Háskóla Íslands. Snyrtisetrið ehf. Barónsstíg 47 - 101 Reykjavík S. 533 3100 (Heilsuverndarstöðin) Okkar frábæra tækni eykur starfsemi kollagens - og færir árin til baka ÞRÁTT fyrir að við lifum í upplýsingaþjóðfélagi eru á kreiki ranghugmyndir og fordómar um fólk sem er heyrnarskert og not- ar heyrnartæki. Ein ástæða þess að ranghugmyndir og fordómar þrífast vel er að flestir hafa mjög takmarkaða þekkingu á heyrn- arskerðingu og áhrifum hennar á fólk. Einnig getur skýringin verið hin öra þróun heyrn- artækja síðastliðin 10 ár en þau hafa þróast samhliða hinni miklu breyt- ingu tölvutækninnar. Hverjar af sögu- sögnunum eru réttar og hverjar eru úrelt- ar ranghugmyndir? Í eftirfarandi grein er reynt að greina stað- reyndir frá rang- hugmyndum. Því er oft haldið fram að eingöngu eldra fólk sé heyrnarskert og þurfi að nota heyrn- artæki. Staðreyndin er að fólk verður heyrnarskert á hvaða aldri sem er. Nú eru í raun fleiri heyrnarskertir á aldrinum 45-64 ára en 65 ára og eldri. Margir, sem hafa skerta heyrn, telja að þeir heyri ekki það illa að þeir þurfi heyrn- artæki. Heyrnarskerðing getur verið arfgeng, stafað af lyfjanotk- un eða umhverfinu sem fólk er í – hávaða í umhverfinu. Heyrnarskerðing manna er misjöfn og einnig þörf þeirra fyr- ir góða heyrn. Heyrnarfræðingur eða háls-, nef- og eyrnalæknir getur metið hversu mikið heyrn- artæki geta bætt heyrnina. Flest- ir sem fá heyrnartæki spyrja sig hvers vegna þeir gerðu það ekki fyrr. Flestir telja að nægilegt sé að hækka tal og önnur hljóð fyrir þann sem er heyrnarskertur. Algengast er að heyrnarskerð- ing sé ekki jafnmikil fyrir allar tíðnir hljóðs. Sá sem er með há- tíðni heyrnarskerðingu heyrir djúpa bassatóna vel og skýrt en tóna með háa tíðni heyrir hann illa. Heyrnarskertum manni finnst að aðrir muldri þegar hann heyrir djúpu sérhljóðana vel en háu samhljóðarnir heyrast það lágt að þeir eru ekki skýrir. Sam- hljóðarnir eru einmitt mikilvægir svo að tal skiljist vel. Mögnun stafrænna heyrnartækja er sniðin að heyrnartapi notandans. Marg- ir heyrnarskertir telja að það sé ekkert að gera við þeirri gerð heyrnarskerðingar sem hrjáir þá. En staðreyndin er að heyrn- artæki bæta heyrn hjá yfir 90% þeirra sem eru heyrnarskertir, þökk sé nútímatækni. Sumir hafa þá reynslu af heyrnartækjum að þau geri ekk- ert gagn. Það getur verið vegna þess að þeir hafi prófað gamla tegund sem á lítið sameiginlegt með nútímaheyrnartækjum. Einnig getur verið að heyrn- artækin hafi ekki verið rétt stillt sem hafi gert það að verkun að þau gögnuðust ekki. Hér áður fyrr voru aðeins í boði léleg flaumræn tæki sem enduðu í mörgum tilvikum ofan í skúffu. Þess vegna eru á kreiki fjölmarg- ar sögur af biturri reynslu af heyrnartækjum. Mörgum finnst heyrnartæki svo klossuð og áberandi að eng- inn vilji vera með þau. Á síðustu árum hafa heyrnartæki orðið fín- gerðari en jafnframt öflugri, þökk sé þróun tölvutækninnar. Sumir halda að heyrnartæki geti skaðað heyrnina. Rétt stillt heyrnartæki, sem er vel við hald- ið, skaða ekki heyrn- ina. Í raun geta heyrnartæki komið í veg fyrir það að sá heyrnarskerti hætti að þekkja þau hljóð sem hann heyrir ekki vel. Heyrnartæki geta fjarlægt suð og óþægileg síbyljuhljóð. Nútímaheyrnartæki eru búin suðsíum og stefnuvirkni sem stuðla að dempun bakgrunnshljóða. Margir halda að lít- ill munur sé á staf- rænum og flaumræn- um heyrnartækjum. Stafræn tækni hef- ur marga kosti. Hún á að tryggja að virkni heyrnartækja sé snið- in rétt að heyrn not- andans. Stafræn heyrnartæki geta einnig dempað óæski- leg hljóð, s.s. bak- grunnsklið og endur- ómun en jafnframt geta þau dregið fram hljóð sem notandinn vill heyra, s.s. talmál. Oft heyrist að góð heyrnartæki séu allt of dýr. Góð heyrnartæki eru á viðráð- anlegu verði. Rétt er að spyrja frekar: Hvað eru lífsgæði og hvers virði eru þau fyrir þig? Sumum finnst að heyrnartæki endist svo stutt að það geti ekki réttlætt kostnaðinn við þau. Ánægður heyrnartækjanotandi er með tækin á sér alla daga frá morgni til kvölds. Heyrnartæki, sem er haldið vel við og fá góða meðhöndlun, geta enst í nokkur ár. Ef reiknaður er út daglegur kostnaður við að fá bætta heyrn og betri lífsgæði er það ekki há upphæð. Heyrnartæki koma að gagni við hvaða aðstæður sem er. Í raun skerpa tækin heyrnina. Samt sem áður geta komið upp aðstæður þar sem þau virka ekki vel. Heyrnartæki eru misjafnlega góð en það er háð verði þeirra og eiginleikum. Algengt er að fólk haldi að jafngott sé að nota eitt heyrn- artæki eins og tvö. Með heyrn á báðum eyrum greinum við hvað- an hljóðið berst. Heyrn með báð- um eyrum gerir hljóðið hærra og skýrara en heyrn með einu eyra. Aldurs- og hávaðaheyrnartap kemur oftast fram á báðum eyr- um sem er í samræmi við að yfir 80% heyrnartækjanotenda eru með tvö tæki. Rannsóknir sýna að þeir sem eru með tvö tæki eru ánægðari og heyra betur við erf- iðar aðstæður. Heyrnartap getur haft í för með sér sálrænar af- leiðingar, s.s. depurð, ómann- blendni og vanmáttarkennd. Samskiptavandi hefur áhrif á fjölskyldulífið og vinnuna. Að horfa fram hjá því óumflýjanlega eykur aðeins vandann og getur stuðlað að því að heyrnin tapist hraðar. Því fyrr sem leitað er eft- ir hjálp þeim mun betra. Það er staðreynd að heyrnarskerðing er meira áberandi en að vera með heyrnartæki. Fordómar og staðreyndir um heyrnarskerðingu Ellisif Katrín Björnsdóttir fjallar um heyrnartap og heyrnartæki Ellisif Björnsdóttir »Heyrnartap getur haft í för með sér sál- rænar afleið- ingar, s.s. dep- urð, ómannblendni og vanmátt- arkennd. Sam- skiptavandi hef- ur áhrif á fjölskyldulífið og vinnuna. Höfundur er heyrnarfræðingur hjá Heyrn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.