Morgunblaðið - 31.05.2008, Side 44

Morgunblaðið - 31.05.2008, Side 44
44 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Meira úrval, takk ÞANN 29. maí birtist í Velvakanda grein frá Sveini Indriðasyni um inn- flutt grænmeti. Þar segir hann að varasamt sé að flytja inn grænmeti því fátt grænmeti sé eins hreint og gott og frá okkar eigin landi. Ég er ekkert hrifinn af erlendu grænmeti og kaupi það íslenska frekar sé það í boði, en ef ég þarf að velja á milli vis- ins lambhagasalats og óskemmds innflutts salats þá vel ég þetta inn- flutta. Þó íslenska grænmetið sé gott þá er það oft bara ekki til. Í því sam- bandi get ég bent á t.d. radísur sem eru innfluttar frá Hollandi hingað, af- hverju er ekki hægt að hafa bara ís- lenskar radísur? Kannski vantar bara meira úrval. Í því samhengi langar mig líka að gagnrýna það að allar þessar nýju verslanamiðstöðvar sem er sífellt verið að opna eru alltaf sömu versl- anirnar. Það væri nú gaman ef nýjar verslanir sem maður þekkir ekki væru opnaðar, sem væri þá spenn- andi að kíkja í og þær væru kannski með meiri úrval af grænmeti. Neytandi. Tóbakslausi dagurinn Í tilefni af Tóbakslausa deginum mun reyksíminn, sem er símaþjónusta fyr- ir þá sem vilja hætta að reykja, hafa opið frá kl. 10 til 22. Reykingafólki er bent á að nota tækifærið og stíga skrefið í átt að betra lífi án tóbaks. VIÐ Rauðavatn sást til glæsilegrar skrúðgöngu en þar var á ferðinni leik- skólinn Rauðaborg sem hélt sína árlegu sumarhátíð. Hátíðin fer fram í Rauðavatnsskógi þar sem farið er í leiki við hátíðlegar skreytingar, borðað og náttúrunnar notið. Morgunblaðið/Arnór Skrúðganga við Rauðavatn FRÉTTIR SLYSAVARNADEILD kvenna í Reykjavík varð 78 ára þann 28. apríl sl. Af því tilefni afhenti formaður deildarinnar, Fríður Birna Stefáns- dóttir, Björgunarsveitinni Ársæli 2.000.000 kr. til kaupa á nýjum harð- botna báti sem staðsetja á norðan- megin í Reykjavík. Sæunn Ósk Kjart- ansdóttir tók við gjöfinni fyrir hönd Björgunarsveitarinnar. Verður nafn bátsins, Halla Jónsdóttir, til minning- ar um fyrrverandi félagskonu kvennadeildarinnar í Reykjavík. Einnig var afhent gjöf til Unglinga- deildarinnar Storms á Kjalarnesi, námskeiðsgjöld í Útivistarskólann á Gufuskálum fyrir 10 félaga, en þessi gjöf er að verðmæti um 200.000 krón- ur. Á Sjómannadaginn verður kaffi- hlaðborð deildarinnar í Gróubúð, Grandagarði 1. Verðinu er stillt í hóf, 1.500 kr. fyrir 14 ára og eldri en ekki er greitt fyrir yngri. Síðustu tæpa tvo áratugina hafa fé- lagskonur einnig bakað vöfflur í tjaldi á Miðbakka og um borð í Sæbjörgu, slysavarnaskóla sjómanna. Afraksturinn fer óskiptur til björg- unar- og slysavarnamála. Vefur kvennadeildarinnar er www.kvennadeild.is Afmælisstyrkir afhentir Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand VINIR MÍNIR KOMA REGLULEGA Í HEIM- SÓKN HOBBES, ÉG GET EKKI SOFIÐ. ÉG ER BÚINN AÐ VERA AÐ HUGSA UM HVAÐ? HVAÐ EF ÞAÐ ER EKKERT LÍF EFTIR DAUÐANN? ÞAÐ MUNDI ÞÝÐA AÐ ÞETTA LÍF ER ALLT SEM VIÐ FÁUM OG ÞAÐ ÞÝÐIR LÍKA AÐ Á MEÐAN ÉG SIT HÉRNA Í RÚMINU MÍNU ÞÁ ER SÁ LITLI TÍMI SEM ÉG HEF Á ÞESSUM HNETTI AÐ RENNA ÚT HÆGT OG RÓLEGA ELSKAN, VAKNAÐU! ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ KVEIKT Á SJÓNVARPINU EN FRÁBÆRT! SITTU BARA ÞARNA OG GERÐU EKKI NEITT Á MEÐAN ÉG BURÐAST MEÐ ÖLL ÞUNGU HÚSGÖGNIN OKKAR! TAKK, HELGA! MIKIÐ ER HÚN FRÁBÆR! HÚN VILL EKKI AÐ ÉG MEIÐI MIG Í BAKINU SEGÐU MÉR... AF HVERJU FINNST ÞÉR ÞÚ VERA MINNI MAÐUR EN AÐRIR? VÁ! SARA ER AÐ KOMA Í BÆINN OG HANA LANGAR AÐ GISTA HJÁ OKKUR Í NOKKRA DAGA VINKONA ÞÍN ÚR HÁSKÓLANUM? EIN AF BESTU VINKONUM MÍNUM! ÉG HEF SJALDAN Á ÆVINNI HITT MANNESKJU SEM ÉG HEF TENGST EINS STERKUM BÖNDUM HVENÆR TALAÐIR ÞÚ VIÐ HANA SÍÐAST? FYRIR FIMM ÁRUM MÉR TÓKST AÐ LOSA EINN AF ÖRMUNUM MÍNUM NÚNA GET ÉG KRAMIÐ KÓNGULÓARMANNINN! ÞÚ MISSTIR UPPTÖKU- VÉLINA! NEI, ÞÚ! PETER! dagbók|velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um stofnun rannsóknar- stofu í barna- og æskulýðsfræðum (BÆR) við Kennaraháskóla Íslands. Hlutverk rannsóknarstofunnar er að hafa frumkvæði að og sinna rann- sóknum á lífi og lífsskilyrðum barna, unglinga og ungmenna þar sem menntun og uppeldi eru séð í heild- rænu samhengi einstaklings og sam- félags. Hópur einstaklinga með bakgrunn í mörgum greinum félagsvísinda-, uppeldis- og menntunarfræða og hug- vísinda sameinast um rannsóknir á sviði stofunnar. Að undirbúningi unnu Gestur Guðmundsson, prófess- or í félagsfræði, Guðrún Kristinsdótt- ir, prófessor í uppeldisgreinum og velferð barna, og Halldóra Vanda Sig- urgeirsdóttir, lektor og umsjónar- maður námsleiðar í tómstundafræði. Rannsóknir stofunnar hverfast um hnattræna og staðbundna bernsku- og æskulýðsmenningu, félagsleg ferli og þátttöku barna og unglinga í mót- un eigin lífs og hinna ýmsu samfélags- sviða. Þær lúta einnig að þróun og störfum fagstétta á þessu sviði. Menntarannsóknir hvíla á breiðum grunni þekkingar og sækja hana m.a. til hug- og félagsvísinda, einkum þeirra alþjóðlegu vettvanga sem orðið hafa til undir merkjum bernskurann- sókna og æskulýðsrannsókna. Megin- sjónarhorn stofunnar eru slíkar þver- faglegar nálganir, segir í fréttatilkynningu. Ný rannsóknarstofa Samkomulag Gretar L. Marinósson, aðstoðarrektor rannsókna, og Guðrún Kristinsdóttir, prófessor og forsvarsmaður rannsóknarstofunnar, undirrita.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.