Morgunblaðið - 31.05.2008, Page 47

Morgunblaðið - 31.05.2008, Page 47
framleiða Airwaves. Ef sú starf- semi hefði ekki verið keyrð und- anfarin ár væri þessi hátíð löngu komin undir græna torfu. Reykjavíkurborg og ríkið eiga annars bæði mikilla hagsmuna að gæta hvað þessa hátíð varðar. Það var til dæmis úttekt í Morg- unblaðinu og Viðskiptablaðinu um fjárhagslegar afleiðingar þessarar hátíðar og þar kom meðal annars fram að hún skilar um 300 millj- ónum í hið svokallaða miðborg- arhagkerfi, en á sama tíma fáum við fimm milljónir frá borginni. Það er ekkert vit í því, og ef við erum að horfa fram á minni hátíð núna þýð- ir það auðvitað ekkert annað en Ekki er betra að ráða söngvara, sem vitað er að hefur ekki sterka rödd, til að halda uppi heilli dag- skrá. … 49 » reykjavíkreykjavík LJÓST er að fari svo að stjórnendur Iceland Airwaves dragi úr umfangi há- tíðarinnar, mun áhrifanna gæta víða. Samkvæmt úttekt Morgunblaðsins í oktober sl, má ætla að neysluáhrifin frá gestum síðustu hátíðarar hafi legið á bilinu 400-500 milljónir króna. Það þýðir að hver gestur eyddi hátt í 100 þúsund krónum hér á landi yfir hátíð- arhelgina. Samkvæmt könnun sem Reykjavíkurborg stóð fyrir árið 2005 voru áhrifin af hátíðinni það árið rúmlega 300 milljónir króna. Sú tala felur í sér hótel, veitingastaði, verslun söfn og fleira í þeim dúr, en ekki flug. Ice- landair er bakhjarl hátíðarinnar og nemur fjárfesting þess í hátíðinni um 25- 30 milljónum króna, í styrkjum og með flutningum listafólks og fjölmiðla- fólks til landsins. Í fyrra flutti félagið 150 erlenda listamenn hingað og á þriðja hundrað blaðamanna. Stór þáttur í kynningu Haft var eftir Gunnari Má Sigurfinnssyni, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs hjá Icelandair, að hátíðin væri orðinn stór þáttur í að kynna Ís- land sem áfangastað og hefði töluverð margföldunaráhrif. Fullyrti hann að Iceland Airwaves væri ein ástæðan fyrir því að ferðamönnum hafi fjölgað úr 100 þúsund í 460 þúsund á síðustu 15 árum. Dýrmæt tónlistarhátíð Neysluáhrif hátíðarinnar 400 - 500 milljónir kr. á síðasta ári Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „HÁTÍÐIN í ár verður líklega minni að umfangi en hún hefur ver- ið,“ segir Þorsteinn Stephensen, eigandi Hr. Örlygs sem á og rekur tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Hátíðin hefur farið vaxandi með hverju árinu sem liðið hefur, en að sögn Þorsteins þarf líklega að draga saman seglin í fyrsta skipti nú í ár. „Við sjáum ekki fram á að hafa hærri tekjur en venjulega, en á sama tíma er allur kostnaður meiri og gengið óhagstætt. Þannig að við þurfum að bregðast við því í ein- hvern tíma, og svo tekur við nýtt uppbyggingartímabil,“ segir Þor- steinn, en líklegt er að bæði tón- leikastaðir og flytjendur verði færri en venjulega, auk þess sem hátíðin mun líklega aðeins standa frá föstudegi til sunnudags, en ekki frá miðvikudegi eins og verið hef- ur. „Við erum að taka ákvarðanir þessa dagana og reyna að sjá hvernig sé best að draga úr kostn- aði svo hægt sé að halda þessu verkefni áfram. Við verðum samt sem áður með mjög sterk nöfn að utan, en við munum kannski ekki hleypa eins mörgum óþekktum sveitum að.“ Vinnur launalaust Aðspurður segir Þorsteinn að rekstur Airwaves hafi farið harðn- andi undanfarin tvö ár. „Kostnaður hefur aukist og við höfum verið að veita meiri þjónustu í tengslum við hátíðina. Þar af leið- andi hefur starfsfólk verið fleira, en það er það sem er verið að skera niður núna. Við höfum verið með starfsfólk á launaskrá allt árið, sem er í raun alveg nauðsynlegt, en við höfum bara ekki efni á því lengur. Þannig að ég þarf að vinna þetta launalaust, eins og ég hef að mestu leyti gert undanfarin tíu ár,“ segir Þorsteinn. „Við vonum að þegar landslagið á Íslandi breytist getum við fengið meiri fjármuni inn í hátíðina því við erum strangt til tekið ekki nógu vel fjármögnuð. Við erum með styrk frá Icelandair sem hefur haldist óbreyttur í mörg ár, og hefur verið að rýrna með verðlagsþróun. Hið sama má segja með styrk frá Reykjavíkurborg. Þannig að við er- um bara háð miðasölu, það er alltaf uppselt þannig að við vitum alltaf úr hverju við höfum að moða. Við munum því bara smíða okkur hátíð þar sem allir fara ánægðir heim, en samt þannig að þetta gangi fjár- hagslega.“ Fimm milljónir frá Reykjavíkurborg Þorsteinn segir að Airwaves sé stærsta árlega menningarverkefni sem rekið er af einkaaðilum á Ís- landi, en hátíðin er alfarið í hans eigu og því leggur hann mikið und- ir í hvert skipti. En telur hann koma til greina að gera hátíðina op- inbera líkt og Listahátíð, þar sem hann yrði á launum hjá Reykjavík- urborg eða ríkinu við framkvæmd hátíðarinnar? „Þetta er allt spurning um pen- inga, og ef það kæmi góð hugmynd upp á borðið væri ég alveg til í að skoða hana. Stundum er sagt að best væri að aðskilja Hr. Örlyg og Airwaves, en það er ekki svo ein- falt. Hr. Örlygur hefur borgað með þessari hátíð í mörg ár með öðrum verkefnum, til dæmis með tón- leikum White Stripes í Höllinni. Þar erum við að búa til peninga til að lækkun á þessari 300 milljóna króna tölu.“ Þorsteinn hefur þó átt í við- ræðum við Reykjavíkurborg, og segir hann viðmótið gott. „Það eru allir mjög áhugasamir um verkefnið, en það er eitt að hafa áhuga á því og annað að vera með fjármuni á lausu til að setja í það,“ segir hann og bætir því við að verið sé að setja upp Airwaves-hátíð í Lundúnum í september. „Þegar ég hef verið að segja samstarfsaðilum okkar og bakhjörlum þar hvað um er að ræða hér trúir því enginn að það sé hægt að reka hátíð af þessari stærðargráðu með þessum fjár- munum. Tónlistin hefur minnstan stuðning allra listgreina á Íslandi, við erum með hundruð milljóna í kvikmyndasjóði, leikhúsin eru styrkt upp á fleiri milljarða.“ Á fyrir salti í grautinn Undanfarin ár hefur nokkuð bor- ið á því að tónlistarmenn hafi kvart- að yfir því að fá ekki borgað fyrir að koma fram á Airwaves. Ljóst er að engin breyting verður á því fyr- irkomulagi að þessu sinni. „Við erum bara heppnir ef við náum að klóra okkur fram úr þessu núna. Ég yrði fegnastur allra ef hægt væri að borga listamönnunum fyrir þetta. Best væri auðvitað ef menntamálaráðuneytið myndi til dæmis setja upp sjóð sem þeir lista- menn sem spila á hátíðinni gætu fengið af. Við höfum ekki efni á að borga einni krónu meira en við ger- um. Ég get ekki einu sinni borgað sjálfum mér laun og er að missa starfsfólk af því að ég get ekki boð- ið því nógu góð laun,“ segir Þor- steinn sem borgar fyrir saltið í grautinn með öðrum aðferðum. „Við eigum Kaffibarinn, sem gengur mjög vel, og svo er ég að vinna að ráðgjafarverkefnum þann- ig að ég fæ pening annars staðar frá.“ Eldar Ástþórsson hefur sagt starfi sínu hjá Hr. Örlygi lausu. Þorsteinn segir það vissulega leitt. „Eldar hefur unnið mjög gott starf, hann er náttúrlega búinn að vera framkvæmdastjóri í tvö ár. En það var gott fólk á undan honum og það mun gott fólk koma í hans stað.“ Iceland Airwaves mun fara fram í Reykjavík þriðju helgina í októ- ber. Í næstu viku verður tilkynnt hvaða sveitir koma fram á hátíðinni að þessu sinni. Iceland Airwaves lækkar flugið  Tónleikastöðum og flytjendum fækkað  Hátíðin skilar um 300 milljónum í kassa borgarinnar en fær aðeins fimm á móti  „Ekkert vit,“ segir eigandinn  Eldar Ástþórsson segir skilið við hátíðina Morgunblaðið/ÞÖK Á Airwaves Grasrótin fékk í einu vetfangi frjósaman jarðveg og gríðarlega hvatningu með tilkomu Iceland Airwavs-hátíðarinnar. Bláa lónið Jagúar skemmtir gest- um Iceland Airwaves í Bláa lóninu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.