Morgunblaðið - 31.05.2008, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þú færð 5 %
endurgreitt
í SmárabíóSími 564 0000Sími 462 3500
* Gildir á allar
sýningar merktar
með rauðu
TILBOÐ
Í
BÍÓ
SÝND Í REGNBOGANUM
BREIKIÐ ER EKKI DAUTT...
ÞAÐ HEFUR BARA LEGIÐ Í DVALA!
CAMERON DIAZ OG ASHTON KUTCHER
Í FRÁBÆRRI GAMANMYND!
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG SMÁRABÍÓI
eee
„Þrælskemmtileg mynd
um baráttu kynjanna.
Húmorinn missir sjaldan marks.”
T.V. - Kvikmyndir.is
eee
“Bragðgóður skyndibiti sem
hæfir árstíðinni fullkomlega”
- S.V., MBL
eee
„...Stendur fyllilega undir
væntingum...”
- K.H. G., DV
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI, SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
HAROLD OG KUMAR ERU MÆTTIR AFTUR
Í SPRENGHLÆGILEGRI GAMANMAYND
SÝND Í REGNBOGANUM
Sex & the City kl. 2:30 - 5:15 - 8 - 10:45 B.i. 12 ára
Indiana Jones 4 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára
Sex and the City kl. 2 - 5 - 8 - 10:50 B.i. 12 ára
Sex and the City LÚXUS kl. 8 - 10:50 B.i. 12 ára
Indiana Jones 4 kl. 2:40D - 5:20D - 8D - 10:40D Digital
Indiana Jones 4 LÚXUS kl. 2:40D - 5:20D Digital
What happens in Vegas kl. 5:45 - 8 - 10:15
Prom Night kl. 6 - 8 - 10 B.i. 14 ára
Superhero Movie kl. 4 B.i. 7 ára
Bubbi Byggir m/ísl. tali kl. 1
Horton m/ísl. tali kl. 1 - 3:50
Forbidden Kingdom kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Kickin it old school kl. 3 - 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 7 ára
Harold og Kumar kl. 3 - 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára
Made of Honour kl. 3 - 8 - 10:10
Brúðguminn enskur texti kl. 6 B.i. 7 ára
Jackie Chan og Jet Li
eru loksins
mættir
í sömu mynd
þar sem
snilli þeirra
í bardagaatriðum
sést glöggt.
Nú er spurning
hvor er betri!?
Forbidden Kingdom er einhver
skemmtilegasta og óvæntasta
ævintýramynd sumarsins og ætti
að gleðja alla enda
húmorinn skammt undan
þar sem Jackie Chan er.
SÝND Í REGNBOGANUM
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
STELPURNAR ERU
MÆTTAR Á HVÍTA TJALDIÐ
Kvikmyndaaðlögunin á hinni frægu skáldsögu
Gabriel Garcia Marquez, Ástin á tímum kól-
erunnar, virtist e.t.v. lofa góðu enda ágætis fólk
sem að henni stendur. Handritið er unnið af Ronald
Harwood, sem hefur mikla reyslu af því að vinna
kvikmyndhandrit eftir skáld- og sjálfsævisögum,
og á að baki vel heppnaðar aðlaganir á borð við Köf-
unarkúpuna og fiðrildið (2007), Óliver Twist (2005)
og Píanóleik arann (2002). Þá heldur Bretinn Mike
Newell (Four Weddings and a Funeral) um leik-
stjórnartaumana. Útkoman er hins vegar mis-
heppnuð og ljóst að þeim Harwood og Newall hefur
ekki tekist að fanga hinn margræða söguheim og
marglaga frásagnaraðferð skáldsögunnar.
Leikaraval er fyrir það fyrsta einkar mistækt.
Giovanna Mezzogiorno fær takmarkað svigrúm til
þess að gæða persónu Ferminu þeim þunga sem
hún hefur í skáldsögunni, og hinn nýbakaði Ósk-
arsverðlaunahafi Javier Bardem finnur sig ekki al-
mennilega í allt að því mótsagnakenndu hlutverki
hins ástsjúka Florentinos. Þá eru leikarar á borð
við Benjamin Bratt og John Leguizamo beinlínis
slappir í sínum hlutverkum, og allir leikararnir eru
heftir af þeirri hvimleiðu venju bandarískra og
breskra kvikmynda að láta sögupersónur tala
ensku „með hreim“ til þess að gefa til kynna að um
t.d. spænskumælandi söguheim sé að ræða. Maður
hefur það á tilfinningunni að þessi kvikmyndaað-
lögun sé stöðugt að reyna að finna sig í afstöðu
sinni til skáldsögunnar sem hún er byggð á, og skil-
ar það sér í einkar ójöfnum frásagnarstíl. Tilraun til
að galdra fram framandlegan og litríkan söguheim
verður aðeins tilgerðarleg, og aðeins einföldustu út-
línur hugleiðinga skáldsögunnar um ástina og sjúk-
legt samband aðalsöguhetjunnar við ástina, skila
sér inn í kvikmyndaútgáfuna. Reglulega er gripið í
hálmstrá á borð við skoplega framsetningu kynlífs-
atriða í tilraun til þess til þess að hressa upp á þá
langloku sem hér er borin á borð, en myndin verður
aðeins enn furðulegri fyrir vikið.
Ójöfn aðlögun
Ástir og örlög Kvikmyndin er byggð á verðlaunaskáldsögu Gabriels Garcia Marques.
KVIKMYND
Sambíóin Álfabakka
Leikstjórn: Mike Newell. Aðalhlutverk: Javier Bardem,
Giovanna Mezzogiorno, Benjamin Bratt og John Legui-
zamo. Bandaríkin, 139 mín.
Ástin á tímum kólerunnar (Love in the Time of Cholera)
bmnnn
Heiða Jóhannsdóttir
OFURFYRIRSÆTAN Naomi
Campbell hefur verið ákærð fyrir
að ráðast á lögregluþjón á Heat-
hrow-flugvelli í London. Campbell
þarf að mæta fyrir rétt vegna þessa
í vesturhluta borgarinnar, Ux-
bridge Magistrates Court, í næsta
mánuði og er ákæran í fimm liðum.
Campbell var vísað úr flugvél eft-
ir mikil læti út af tösku sem hún
sagði að hefði týnst. Auk ákæru um
árás á lögregluþjón eru ákærur um
óspektir, að koma flugfarþegum í
uppnám og svívirða áhafn-
armeðlimi.
Campbell á yfir höfði sér sex
mánaða fangelsi og gæti hlotið sekt
upp á 5.000 pund.
Reuters
Skapstygg Naomi Campbell yf-
irgefur lögreglustöð við Heathrow-
flugvöll í fyrradag eftir að henni
var greint frá ákærunum.
Campbell
ákærð