Morgunblaðið - 08.07.2008, Page 4

Morgunblaðið - 08.07.2008, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is LANDSNET hf. hefur nú í undir- búningi lagningu tveggja 220 kV há- spennulína frá Hellisheiði til Þor- lákshafnar. Tilgangurinn er að mæta fyrirhugaðri orkuþörf vegna iðnað- aruppbyggingar í Þorlákshöfn. Ljóst er að framkvæmdin þarf að gangast undir mat á umhverfisáhrifum og hefur Landsnet birt drög að tillögu að matsáætlun. Áformað er að leggja tvær línur. Önnur yrði lögð frá tengivirki við Kolviðarhól og hin frá fyrirhuguðu tengivirki á Hellisheiði. Settir eru fram 2 valkostir að legu línu frá tengivirki á Hellisheiði og 3 valkostir að legu línu frá tengivirki við Kolvið- arhól. Einn kosturinn er að lína liggi frá Kolviðarhóli yfir Svínahraun að hlíðum Lambafells, gegnum Þrengslin vestan Þrengslavegar og Sandfells. Leiðin liggur að mestu leyti um mosavaxið hraunsvæði. Þorlákshafnarlína 3 gæti legið frá Hellisheiði austur með Búrfellslínu 2 en síðan yrði beygt frá henni og stefnt suður með hrauninu milli Skálafells og Núpafjalls. Sunnan Eldborgarhrauns beygir línan til vesturs, fer yfir Þrengslaveginn og vestur með Krossfjöllum. Svæði á náttúruminjaskrá Fyrirhugaðar línur fara að ein- hverju leyti um svæði sem eru á náttúruminjaskrá og um svæði sem lagt hefur verið til að verði friðuð. Háspennulínur fari um Eldborgir við Lambafell í Ölfushreppi, sem eru á náttúruminjaskrá. Línurnar liggi einnig í nágrenni Raufarhólshellis og Eldborgar undir Meitlum. Yfir hraun og gróður Landsnet kynnir tillögur um lagningu tveggja 220 kV há- spennulína frá Hellisheiði og Kolviðarhóli að Þorlákshöfn                                           ÞEIR höfðu í nógu að snúast starfsmenn Hita- veitu Suðurnesja (HS) í gær, þar sem þeir unnu við lagningu vatnsleiðslu til Vestmannaeyja nærri Landeyjarsandi, um tvo kílómetra frá fyrirhuguðu stæði ferjuhafnar við Bakka. Leiðsl- an er 12.566 metrar á lengd og hljóðar kostnaður upp á rúman milljarð. Verkið hófst í gærmorgun og áætlað er að því ljúki í kvöld, að sögn Ívars Atlasonar, tæknifræðings hjá HS. baldura@mbl.is Morgunblaðið/Sigurgeir Vatnsleiðslu haldið á floti í öldurótinu FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is LYFJAKOSTNAÐUR Landspít- alans hækkaði um rúmlega 11% fyrstu fjóra mánuði ársins vegna gengisbreytinga. Björn Zoëga, annar starfandi forstjóri Landspítalans, segir að í forsendum fjárlaga hafi ekki verið gert ráð fyrir gengisfell- ingu krónunnar og því vonist hann til að Landspítalinn fái mismuninn bættan. Árangursríkt átak Landspítalinn hefur verið í ákveðnu átaki í vetur í sambandi við lyfjanotkun á spítalanum, lyfjalista og hagkvæmustu notkun. Björn seg- ir að mikil orka hafi farið í þetta átak en það hafi skilað ætluðum árangri. Samkvæmt bráðabirgðatölum hafi venjuleg lyf, sem notuð séu á spít- alanum, ekki hækkað umfram verð- lagsforsendur. Hins vegar hafi svonefnd s-merkt lyf, sem aðeins eru gefin á spítala, hækkað um rúm 13% fyrstu fjóra mánuði ársins um- fram áætlun og þar af um liðlega 11% vegna gengisbreytinga. Gert hafi verið ráð fyrir rúmlega 10% hækkun á milli ára vegna auk- innar notkunar en gengisbreytingin kollvarpi öllum áætlunum og geri reksturinn erfiðari. Hallarekstur „Það segir sig sjálft að erfitt er að gera áætlanir þegar svona er því for- sendur fjárlaga gerðu ekki ráð fyrir þessum gengisbreytingum,“ segir Björn. Hann segir fyrirliggjandi halla- rekstur vegna þessa en stofnanir hafi fengið bætur þegar forsendur fjár- laga hafa ekki staðist og ætla megi að Landspítalinn fái kostnað vegna falls krónunnar bætt. Ekki síst vegna þess að tölur að öðru leyti í sambandi við reksturinn séu mjög góðar. Forsendurnar brostnar Lyfjakostnaður Landspítalans hækkaði um rúmlega 11% fyrstu fjóra mánuði árs- ins vegna gengisbreytinga sem ekki var gert ráð fyrir í fjárlögum fyrir 2008             !   " #  $  %   &    $ '(  ') *  !  % +#,+  -  ,  . ,,   # /  01     # '( ') 2    & $ '( & $ ')      !" " # $$     3  3  2      % $ !%#   3 Björn Zoëga Lyfjakostnaður Tryggingastofn- unar jókst um 14% eða 308 millj- ónir króna á fyrsta ársþriðjungi 2008 miðað við sama tíma í fyrra. Helstu skýringar á auknum kostnaði eru aukin lyfjanotkun og lágt gengi íslensku krónunnar. Í skýrslu lyfjadeildar TR kemur fram að kostnaðurinn frá janúar til apríl í ár nam 2.583 milljónum króna. Notkunin hefur aukist um 8% og þar sem evran var að meðaltali 7% dýrari á fyrsta árs- fjórðungi 2008 en á sama tíma 2007 hafi lyfjakostnaður TR þess vegna aukist um að minnsta kosti 4%. Kostnaður TR hefur aukist mest vegna flogaveikilyfja, geðrofslyfja, ofvirknilyfja og þunglyndislyfja. Lyfjakostnaður TR eykst um 308 milljónir „VIÐ VILJUM vekja athygli á því hvernig Samfylkingin vill ganga lengra en ráðherrar Framsóknar gerðu fyrir síðustu kosningar í því að raska einhverjum einstæðustu náttúrugersemum landsins fyrir norðaustan Mývatn.“ Svo hljómar upphaf tilkynningar frá Íslandshreyfingunni, þar sem segir að þessar upplýsingar hafi ekki áður komið fram opinberlega. Við- skiptaráðherra Framsóknar hafi veitt „lagalega hæpið rannsókn- arleyfi í Gjástykki tveimur dögum fyrir kosningar“. Því urðu „svik hans við eigin yfirlýsingar ekki uppvís fyrr en eftir kosningar“. Í tilkynn- ingunni segir: „Viðskiptaráðherra Samfylking- arinnar lét þetta óátalið og einnig það að farið verði inn á óraskað svæði við Leirhnjúk, en það er í ósamræmi við ákvæði stjórnarsátt- málans um það efni. Gildi Leir- hnjúks og Gjástykkis er sárafáum kunnugt, en færa má að því gild rök að það sé jafnvel meira en gildi Öskju, sem engum dettur í hug að fara inn í með vinnuvélar.“ Gjástykki verði ósnert LEIRGERÐUR skal hann heita, nýi og stóri hverinn, sem Suðurlands- skjálftinn fæddi af sér rétt við Garðyrkjuskólann í Hveragerði. Var það niðurstaðan í nafna- samkeppni, sem Landbún- aðarháskóli Íslands efndi til en einnig hafa verið valin nöfn á nokkra aðra nýja hveri. Guðríður Helgadóttir, stað- arhaldari á Reykjum, segir að bor- ist hafi um 300 póstar með tillögum um nafn en það var Jörundur Garð- arsson á Bíldudal, sem sigraði í samkeppninni um nafn á stóra hverinn. Heitir hann nú Leir- gerður. Skammt frá Leirgerði er annar hver, víður og kraumandi og verð- ur hann nefndur Skjálfti að tillögu Sigurbjörns Búa Baldurssonar. Neðst á svæðinu er mórauður hver, sem hlaut nafnið Reykjamóri, og átti Sigþór U. Hallfreðsson hug- myndina að því. Síðan var sam- þykkt sú tillaga Kristjáns Más Unn- arssonar að bullandi vatnshver skyldi kallaður Hrifla. Guðríður segir að starfsfólk á Reykjum hafi skipað dómnefndina og hafi hún ákveðið að umbuna sig- urvegurunum með blómvendi. Leirgerður heitir hverinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.