Morgunblaðið - 08.07.2008, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 7
FRÉTTIR
SIGRÍÐUR Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra Íslands í
Suður-Afríku, afhenti nýverið fjárframlög til Makeba
Centre for Girls í Midrand, Suður-Afríku. Stúlknaheimilið,
sem söngkonan Miriam Makeba fer fyrir, fékk 50.000
bandaríkjadollara framlag frá utanríkisráðuneytinu, eina
milljón króna frá Landsbanka Íslands, hálfa milljón króna
frá Landsvirkjun og 200.000 króna frá Rótarýklúbbi
Reykjavíkur.
Afhendingin fór fram á heimilinu að Miriam Makeba við-
staddri ásamt stjórn heimilisins, starfsfólki og viststúlkum.
Var Íslandi margþakkaður stuðningurinn við heimilið og
þegar er hafinn undirbúningur að stækkun heimilisins fyrir
framlög Íslands. Einnig er ljóst að stuðningur Íslands mun
auðvelda heimilinu að sækja framlög til annarra aðila.
Íslenskt framlag
til Suður-Afríku
Gjöf Sigríður Dúna afhenti Miriam Makeba framlagið.
RAFRÆN kosning um nýgerða
kjarasamninga fjölda aðildarfélaga
BHM og ríkisins hófst í gær á
heimasíðu bandalagsins, bhm.is.
Opið verður fyrir atkvæðagreiðslu
fram á miðnætti næstkomandi
föstudag. Að sögn Ragnheiðar Ei-
ríksdóttur, nýsköpunar- og þróun-
arstjóra BHM, eiga niðurstöður að
liggja fyrir mánudaginn 14. júlí.
Þau félög sem greiða atkvæði um
samningana eru Dýralæknafélag Ís-
lands, Félag geislafræðinga, Félag
háskólakennara á Akureyri, Félag
háskólamenntaðra starfsmanna
stjórnarráðsins, Félag íslenskra fé-
lagsvísindamanna, Félag íslenskra
náttúrufræðinga, Félag lífeinda-
fræðinga, Félagsráðgjafafélag Ís-
lands, Iðjuþjálfafélag Íslands,
Kjarafélag viðskiptafræðinga og
hagfræðinga, Stéttarfélag bóka-
safns- og upplýsingafræðinga,
Stéttarfélag háskólamanna á mat-
væla- og næringarsviði, Stéttarfélag
lögfræðinga, Sálfræðingafélag Ís-
lands, Stéttarfélag sjúkraþjálfara,
Þroskaþjálfafélag Íslands og
Fræðagarður. Félagar í Félagi
fréttamanna greiða atkvæði um
samning sinn við Ríkisútvarpið. Fé-
lag háskólakennara og Kennara-
félag KHÍ hafa ekki ákveðið hve-
nær atkvæðagreiðsla um
kjarasamning þeirra hefst.
Kjósa um
samning
á netinu
Niðurstöður eiga að
liggja fyrir 14. júlí
UNDIR handleiðslu Auðar I. Otte-
sen, framkvæmdastjóra Sumarhúss-
ins og garðsins og ritstjóra sam-
nefnds tímarits, hefur verið hrundið
af stað söfnun fyrir gróðurhúsi fyrir
fanga á Litla-Hrauni. Undanfarið
hefur Auður liðsinnt föngum á Litla-
Hrauni við matjurtarækt sem er ný-
lunda þar.
Nú stendur hún fyrir söfnun til
kaupa á gróðurhúsi sem sett yrði
upp á Litla-Hrauni. Með aðstöðu í
gróðurhúsi geta fangarnir haldið
ræktun áfram yfir vetrartímann og
einnig ræktað þar matjurtir sem
ekki þrífast úti við.
Leitað er eftir framlögum í söfn-
unina svo föngum verði gert fært að
njóta áfram þeirrar betrunar sem
felst í ræktun, segir í tilkynningu.
Reikningsnúmer: 101-26-171717.
Kennitala: 481203-3330.
Safnað fyrir
gróðurhúsi á
Litla-Hrauni
Morgunblaðið/Ómar
BORGARSTJÓRI, Ólafur F. Magn-
ússon, afhjúpaði í gær útsýnisskilti
sem stendur á mótum Breiðholts-
brautar og Selásbrautar. Reykja-
víkurborg hefur látið setja upp út-
sýnisskilti víðs vegar um borgina.
Fjallasýnin er einstök, frá þess-
um útsýnisstað í Árbænum má
meðal annars sjá Esjuna, Úlfars-
fellið, Bláfjöllin og Húsfell, segir í
tilkynningu.
Skiltin hannaði Árni Tryggvason
auglýsingateiknari.
Útsýnisskilti í
Árbæjarhverfi
LÍÐAN konu sem lenti í bif-
hjólaslysi á Snæfellsnesi á föstudag
er stöðug og eftir atvikum, að sögn
læknis á gjörgæsludeild Landspít-
alans í Fossvogi. Hún er enn í önd-
unarvél en er ekki talin í lífshættu.
Ekki fengust upplýsingar um líðan
mannsins, sem lenti í sama slysi, hjá
starfsfólki Landspítalans í gær-
kvöldi.
Fólkið var flutt með þyrlu til
Reykjavíkur á föstudag eftir að
ökumaðurinn missti stjórn á hjólinu
svo það lenti utan vegar. Slysið
varð við Langholt í Staðarsveit.
onundur@mbl.is
Líðan eftir
slys stöðug
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-1
3
1
8
Eignarhaldsfélagið Stoðir er öflugur kjölfestufjárfestir með skýra
fjárfestingarstefnu sem styður og eflir kjarnafjárfestingar sínar í
Glitni, Baugi Group, Landic Property og TM.
EIGNARHALDSFÉLAGIÐ STOÐIR
www.stodir.is
GLITNIR
Glitnir er norrænn banki með
höfuðstöðvar á Íslandi og
starfsemi í 10 löndum.Glitnir
veitir víðtæka fjármálaþjónustu
á borð við fyrirtækjalánastarfsemi
og ráðgjöf, markaðsviðskipti,
eignastýringu og viðskipta-
bankaþjónustu á helstu
mörkuðum sínum.
LANDIC PROPERTY
Landic Property er eitt stærsta
fasteignafélag Norðurlanda.
Félagið á um 500 fasteignir í
Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi
og á Íslandi og leigir út um 2,6
milljónir fermetra til yfir 3.400
leigutaka.
TM
TM er eitt stærsta tryggingafélag
á Íslandi og býður alhliða
vátryggingaþjónustu og víðtæka
fjármögnunarþjónustu.
Dótturfélag TM í Noregi er Nemi
Forsikring.
BAUGUR GROUP
Baugur á eignarhluti í fjölmörgum
fyrirtækjum í smásöluverslun í
Bretlandi, Bandaríkjunum og á
Norðurlöndum. Meðal helstu
fjárfestinga Baugs eru Iceland,
House of Fraser, Mosaic Fashions,
Hamley´s, Magasin du Nord, Illum
og Saks.