Morgunblaðið - 08.07.2008, Side 19

Morgunblaðið - 08.07.2008, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 19 G.Rúnar Hvar er ég? Þessi mávur var á vappi við Reykjavíkurhöfn og virtist ekki einu sinni vita, að nú er nóg af síli í sjónum. Blog.is Ólína Þorvarðardóttir | 7. júlí Gestrisni og samhjálp hefur löngum verið einn mælikvarði á menning- arstig þjóða. Við Íslend- ingar höfum í gegnum tíðina haft gestrisni í há- vegum, og álitið níðings- skap að synja þeim sem þurfandi eru. Það er inngróið í þjóðarsál okkar. Það hvernig tekið er á móti nýjum samfélags- þegnum, fæddum og innfluttum – er því ekki aðeins til vitnis um menningu okkar, heldur mennsku. Meira: olinathorv.blog.is Hvar er mennskan? Sigurður Hreiðar | 7. júlí Saga barst af því fyrr í sumar að mann nokkurn nyrðra hefði dreymt þrjá ísbirni sem hann réði fyrir komum þriggja bangsa til landsins. … nema að segja megi að þriðji bangsinn hafi verið svartur og fundist í Reykjavík þar sem höfð voru snör hand- tök með hann og hann sendur suður til Ítalíu af því hann hafði ekki frekar en þeir tveir hvítu pappíra sína í lagi. Hann var ekki skotinn á staðnum þannig séð … Meira: auto.blog.is Einar Sveinbjörnsson | 7. júlí Væna loftið í hæð en þoka við sjóinn Hægviðrið sem ríkt hefur nú yfir helgina varð þegar upp var staðið of mikið. Áttleysan hafði það í för með sér að sjávarþokan lagðist með ströndinni um nánast allt land. Það er annað þegar veikur vind- ur stendur af ákveðinni átt, en þá er vindur af landi a.m.k. í heilum landshluta. Landsmenn báru þá von í brjósti að veðrið yrði hlýtt og bjart þessa helgi enda voru spár hagstæðar. Vissulega gekk það eft- ir, en þá þurftu menn í mörgum tilvikum að vera staddir fjarri sjónum. ... Meira: esv.blog.is Gestur Guðjónsson | 7. júlí Sá á kvölina sem á völina … Ég er sífellt að sannfær- ast betur og betur um að í síðustu kosninga- baráttu hafi Samfylkingin ekki séð setu í rík- isstjórn sem möguleika. Því hafi verið gefið út ótakmarkað lof- orðaleyfi til allra frambjóðenda, enda hafi verið talið að ekki þyrfti að standa við neitt, en gott að eiga loforðin að vísa til í stjórnarandstöðu. Háð þeirra á virkjana- og verndarkort Framsóknar fyrir síðustu kosningar var dæmi um framgöngu þeirra. Meira: gesturgudjonsson.blog.is Snorri Hrafn Guðmundsson | 7. júlí Gistinætur í takt við efnahagsástand Ferðaiðnaðurinn tekur á sig högg í kjölfar erf- iðleika á fjármálamörk- uðum víðsvegar um heim auk hækkunar eldsneytis og regluverks í kjölfar 9- 11. Ferðalög flokkast und- ir lúxusvarning og slíkt er hið fyrsta sem gefur eftir í samdrætti. Samanburður aftur til 2006 sýnir glöggt áhrifin á heild- arfjölda nótta á höfuðborgarsvæðinu og eru líkur til þess að gistingar í ágúst fari undir fjöldann 2006 þrátt fyrir aukið framboð gistirýmis … Meira: hvirfilbylur.blog.is UNG fjölskylda frá Kenía vill búa á Ís- landi: nýfæddur son- urinn Fídel Smári, móðirin Rosemary Atieno Odhiambo og faðirinn Paul Ramses. Yfirvöld eru ekki á sama máli og túlka reglur og samninga á þá vegu að faðirinn var sendur í ítalskar hælisleitendabúðir og móðir og sonur verða ef til vill send til Sví- þjóðar. Forstjóri Útlend- ingastofnunar sagði 3. júlí í Morgunblaðinu að eiginkona Kenía- mannsins Paul Ram- ses dveljist ólöglega á Íslandi og því hafi ekki verið hægt að skoða beiðni hans um pólitískt hæli hér á landi með hliðsjón af fjölskylduaðstæðum. Að óbreyttu verður konu Ramses vísað úr landinu ásamt barni þeirra. Íslensk yfirvöld vilja með öðr- um orðum þvo hendur sínar af þessari fjölskyldu án þessa að taka ábyrgð á tvísýnum örlögum hennar. Ég spyr: til hvers að kenna kristið siðgæði í skólum ef það eru hvort sem er miskunn- arlausar reglur sem gilda? Miskunnsemi er líklega efst í siðgæðisstiganum. Hún hvílir annars vegar á hæfileikanum til að lifa sig inn í aðstæður annarra: að líða með öðrum. Og hins vegar í hjálpsemi. Það dugar nefnilega skammt að líða með öðrum og að hætta við að rétta hjálparhönd vegna reglugerðar. Eða hver myndi hætta við að hjálpa öðrum einungis vegna þess að það er til dæmis sunnudagur eða samningsbundinn kaffitími? Fjölskyldan frá Kenía á svo sann- arlega miskunnsemi skilda. Þjóðin finnur til samlíðunar með henni og vill rétta henni hjálparhönd en yfirvöld hengja sig í reglur og samn- inga og finna enga leið til hjálpar. Hvernig er hægt að brúa þessa gjá sem hefur myndast? Það er mjög ein- falt: með því að veita undanþágu frá regl- unni, brjóta regluna eða breyta henni. Með því að velja mildi fremur en hörku. Með því að gera góðverk á hvíld- ardegi. Hvers vegna að senda unga fjölskyldu á flótta frá Kenía frá Íslandi til Ítalíu og þaðan aftur í tvísýnu í Kenía þegar hægt er að leysa málið á staðnum? Þetta er ekki dæmi um mannúð heldur þarflausa hörku. Miskunnsemin stendur til boða í stað þess að fórna fjölskyldu á altari reglu- gerðar. Hefur enginn vald eða hug- rekki til að brjóta regluna í nafni mannúðar? Regla eða miskunnsemi Eftir Gunnar Hersvein Gunnar Hersveinn »Miskunn- semin stend- ur til boða í stað þess að fórna fjölskyldu á alt- ari reglugerð- ar. Höfundur er rithöfundur. ÁRIÐ 1982 aðstoð- aði ég félaga minn frá Nígeríu við að fá at- vinnu og atvinnuleyfi á Íslandi. Þetta var dáldið staut í síman- um og bréfaskriftum en allt saman fram- kvæmanlegt. Anthony vinnufélagi minn úr uppvaski við Rauða- hafið kom til Íslands og vann hér um misserisskeið í fiski austur á landi og farnaðist vel. Liðlega 20 árum síðar var ég spurður hvort ég kynni ekki enn á þessi vélabrögð kerfisins og gæti hjálpað ungum Kenýamanni. Hann hafði þá þá dvalið hér sem einhvers- konar skiptinemi og vildi fram- lengja dvöl sína enda bauðst honum vinna í Reykjavík. Það er fljótsagt að við sem þá knúðum dyra fyrir Paul Ramses komum víðast að þeim læstum og mest fyrir það að ekki var fullvíst nema einhver annar inn- an Evrópska efnahagssvæðisins kærði sig um vinnu þá sem Ken- ýamaður þessi var þá ráðinn til. Gilti þá einu þó pizzusalinn hefði gert heiðarlegar tilraunir til að aug- lýsa starfið laust á alþjóðlegum vef- svæðum – í þeim efnum voru eyðu- blöðin aldrei rétt út fyllt. Miskunnarlausir hreppaflutningar Í liðinni viku gerðist það svo að sami maður var kominn aftur til Ís- lands og nú eftir ofsóknir í heima- landi sínu. Í millitíðinni hefur hann bæði tekið þátt í stjórnmálum og starfað með íslenskum hjálpar- samtökum í heimalandi sínu og að- stoðað Íslendinga sem heimsótt hafa Kenýa. Síðan Paul kom til Ís- lands í vetur hefur hann beðið hér afgreiðslu síns erindis í liðlega hálft ár. Svarið sem hann fær er fyrir- varalítil handtaka ís- lenskrar lögreglu. Áð- ur en við er litið hefur ungum manni verið stí- að frá konu og ný- fæddu barni og hann fluttur í ítalskar fanga- búðir. Næst liggur fyr- ir að móðirin og barn verði send til Svíþjóð- ar. Kannski geta Svíar svo sent barnið aftur til Íslands til fósturs enda ku það fætt í okkar landi. Harðneskja þessara hreppaflutn- inga er algjör og öllum sem að hon- um koma til vansa. Sérreglur hörundsdökkra?! Þau svör kerfiskalla að svokall- aður Dyflinnarsamningur kveði á um að íslensk stjórnvöld séu knúin til mannréttindabrota af þessu tagi byggja á útúrsnúningi. Okkur er vitaskuld heimilt að senda pólitíska flóttamenn til þess lands sem þeir komu frá en það er ekkert sem skyldar okkur til þess. Forstjóri Útlendingastofnunar kom fram í sjónvarpi á föstudags- kvöld og bar þar brigður á að um- ræddur maður hefði tengsl við Ís- land. Þær dylgjur sýndu hvernig embættishroki getur skorið á tengsl einstaklinga við raunveruleikann. Sami forstjóri gerði í löngu máli grein fyrir tengslum Pauls við lög- brot þar sem barnsmóðir hans hefði ekki fyllilegar heimildir fyrir veru sinni hér á landi. Síðan hvenær tók- um við upp þá réttarreglu að menn beri ábyrgð á hugsanlegum lög- brotum eiginkonu sinnar? Kannski á sú réttarregla aðeins við þegar hörundsdökkir menn eiga í hlut. Þá er ljóst að hin mikilvæga með- alhófsregla réttarfarsins (sbr. 12. gr. Stjórnsýslulaga) hefur verið brotin þegar beitt er handtöku í máli þar sem einföld og vinsamleg tilmæli hefðu gert sama gagn og verið við hæfi. Enn læðist að þeim sem á horfa að hér sé um að ræða framkomu sem embættisvaldið hefði hikað við að bjóða hvítum manni! Gott er að vera vanhæfur Sá maður sem ber pólitíska ábyrgð á málinu, Björn Bjarnason, ber því nú við að hann geti ekki tjáð sig um efnisatriði þess þar sem þá verði hann vanhæfur til að úrskurða ef svo færi að nokkur maður vildi kæra úrskurð Útlendingastofnunar. Með sömu viðbáru getur ráðherra í raun alltaf komið sér undan því að tjá sig um málefni síns ráðuneytis. Viðbáran er haldlaus því vita- skuld er það enginn héraðsbrestur þó annar ráðherra verði að úr- skurða í deilumáli. Hitt er mikill brestur í lýðræðinu ef ráðherra not- ar sér mögulegt og hugsanlegt van- hæfi til að skjóta sér undan póli- tískri ábyrgð. Í upphafi þessarar greinar minnt- ist ég á komu Nígeríumannsins Anthonys til Íslands fyrir aldar- fjórðungi. Þá voru hörundsdökkir menn enn fásénir á Íslandi og sum- um varð jafnvel á að kalla þennan vin minn blámann sem okkur báð- um þótti kímilegt. En ekki man ég nokkurs staðar eftir að þessum fé- laga mínum þá hafi verið sýnd lak- ari gestrisni en öðrum. Í þeim efnum boðar fautaskapur stjórnvalda nú mikla stefnubreyt- ingu og afturför. Ísland lokað Afríkumönnum Eftir Bjarna Harðarson »Kannski geta Svíar svo sent barnið aftur til Íslands til fósturs … Harðneskja þessara hreppaflutninga er al- gjör og öllum sem að honum koma til vansa. Bjarni Harðarson Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.