Morgunblaðið - 08.07.2008, Page 23

Morgunblaðið - 08.07.2008, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 23 og frá fyrsta degi var mér vel tekið af fjölskyldunni. Margar góðar stundir áttum við saman uppi í Skorradal, þar sem þau hjónin höfðu byggt fallegan og notalegan sælureit, og margar ferðir voru farnar með strákana okkar Bjössa niður að vatni, bæði til að veiða og sigla, og mikið var Hilmar stoltur þegar komið var í land með silung, og ekki stóð á honum að gera að fiskinum og smella á grillið. Efir fráfall Sísíar fyrir 10 árum breytist margt, Hilmar stóð sig eins og hetja, þurfti að sjá um heimilið og allt sem því fylgir. Einnig eru mér minnisstæðar margar sögur sem Hilmar sagði mér frá fyrri tíð úr Hafnarfirði, og oft var hlegið dátt, og mikið var gaman þegar Hilmar og foreldrar mínir voru að rifja upp gamla tíma úr firðinum, en þar bjó Hilmar fram til ársins 1993 er þau hjónin fluttu að Árskógum í Reykjavík. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kæri Hilmar, nú er komið að kveðjustund, og kveð ég þig nú með þakklæti fyrir allt, hvíl þú í friði. Þín tengdadóttir. Birna Katrín Ragnarsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Hilm- ar Þór Björnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dög- um.  Fleiri minningargreinar um Hilm- ar Jóhannesson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dög- um. Tékkóslóvakíu og Austur–Þýska- lands árin 1988 og 1992. Þar voru á ferð glaðsinna félagar og vinir. Hilmar var vakinn og sofinn í að kvikmynda þetta allt og svo ylj- uðum við okkur við að horfa á og lifa þessa sæludaga aftur og aftur, þökk sé natni og ósérhlífni Hilm- ars. Með Hilmari Jóhannessyni er genginn drengur góður, hlýr og tryggur vinur. Þau Hrafnhildur og Hilmar voru einstaklega samrýnd, miklir félagar, ferðuðust víða og nutu sín afar vel í félagsskap hvort annars. Við Rúna færum Hrafn- hildi og öðrum aðstandendum Hilmars innilegustu samúðar- kveðjur. Lárus Jónsson. Mér var ekki kunnugt um, að Hilmar væri veikur, og brá þegar ég heyrði andlátsfrétt hans. Síðast hitti ég hann í maí á málþingi í Ólafsfirði sem haldið var um fram- tíð staðanna við utanverðan Eyja- fjörð eftir að jarðgöngin um Héð- insfjörð verða tekin í notkun. Ég kynntist Hilmari árið 1957 þegar hann var að læra úrvarps- virkjun hjá Friðrik A. Jónssyni í Reykjavík. Ég var að kynna mér ný tæki (sónar) sem Friðrik var með umboð fyrir og læra viðgerðir á þeim. Ég hafði ákveðið að fara til Siglufjarðar um vorið og setja upp rafmagnsverkstæði sem gæti einn- ig þjónað skipum. Árið eftir voru þessi tæki komin í flest síldveiði- skip og mikið um bilanir þar sem þetta voru lampatæki sem þoldu illa spennusveiflur. Hilmar kom þetta sumar til að hjálpa mér í þessum viðgerðum, bjó hann hjá okkur að Laugavegi 14, þar sem hann kynnist Sigur- línu fyrri konu sinni, sem var frá Ólafsfirði, en hún dvaldist sum- arlangt hjá systur sinni Önnu. Árið 1971 tekur Hilmar þátt í því ásamt fleiri að stofna Félag rafeindavirkja fiskiflotans sem átti að standa vörð um hagsmuni, menntun, kynningu og samstöðu félagsmanna. Félagið starfaði til ársins 1985, er þá lagt niður og flestir félagar gengu í Meistara- félag rafeindavirkja. Hilmar lifði miklar breytingar í sjávarútvegi, hann stóð vaktina frá því að notkun sónartækja hófst við síldveiðar og síðar loðnuveiðar til lokadags. Hann upplifði seinna síldarævintýrið þar sem skipstjór- ar sem náðu mestum árangri voru nánast í tölu dýrlinga. Hann upplifði líka hrun þess og breytingar á stjórnun fiskveiða, sem hafði mikil áhrif á stað eins og Ólafsfjörð. Þegar þær breytingar gengu yfir tók hann sig ekki upp og flutti burt eins og margir, hann hafði tekið tryggð við Ólafsfjörð. Eftir 1990 skrifaði hann oft á jólakort til mín: „hvenær verður byrjað að bora?“ Hann gerði það ekki með síðustu kveðju, heldur þakkaði mér fyrir að mæta á fund eldri skipatækjamanna, en hann ásamt fleiri stóð fyrir fundi þeirra í októ- ber 2007. Þessi fundur var einkar ánægju- legur fyrir okkur alla en sérstak- lega fyrir þá sem elstir voru og höfðu starfað lengst við þessi við- fangsefni. Ég vil að leiðarlokum þakka Hilmari áralanga vináttu og rækt- arsemi sem hann sýndi okkur Auði og sendum við Hrafnhildi og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Sverrir Sveinsson. Meira: mbl.is/minningar ✝ Jónína Halldórs-dóttir fæddist í Reykjavík 9. júlí 1926. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 28. júní síðastliðinn. Jónína átti heima fyrstu árin á Týs- götu 4B. Foreldrar hennar voru Halldór Magnússon, bóndi á Vindheimum í Ölfusi og síðar verkamað- ur Reykjavík, f. að Lágum í Ölfusi 23.8. 1893, d. 9.11. 1978 og Sesselja Ein- arsdóttir, húsfreyja á Vindheimum í Ölfusi, síðar í Reykjavík, f. á Þór- oddsstöðum 13.4. 1901, d. 5.2. 1992. Systkini Jónínu eru Guðrún, f. 1.3. 1928, Laufey, f. 16.6. 1929, d. 14.9. 1946, Magnea, f. 22.8. 1931 og Haf- steinn Beinteinn, f. 25.6. 1939. Jónína giftist 13.11. 1947 Hann- esi Ingibergssyni íþróttakennara, f. 24.10. 1922. Börn þeirra eru: 1) Georg Kjartan skrifstofumaður, f. f. 14.6. 1982, er Ingibjörg Ösp, f. 5.4. 2007. 3) Hjördís líffræðingur, f. 5.4. 1955, giftist 9.7. 1982 Hannesi Gunnari Sigurðssyni hagfræðingi, f. 24.8. 1955. Börn þeirra eru Daði viðskiptafræðingur, f. 13.8. 1979, Pálmi bifvélavirki, f. 1.7. 1983, og Snorri nemi, f. 11.4. 1990. Jónína var í barnaskóla í Hvera- gerði og Héraðsskólanum á Laug- arvatni. Hún var í fimleikaflokki hjá Ármanni í nokkur ár. Árum saman tók Jónína þátt í leikfimi- hópi Ásthildar Gunnarsdóttur, Hress. Jónína var húsmóðir og sá um heimili og barnauppeldi í mörg ár en fór að vinna utan heimilis upp úr fertugu. Fyrst vann hún við inn- heimtustörf fyrir tryggingafélagið Sjóvá en síðan sem gæslukona í Hvassaleitisskóla allt til starfsloka. Þau Hannes bjuggu alla tíð í Reykjavík, fyrstu árin á Miklubraut 78, síðan á Hjarðarhaga 60, byggðu sér hús í Fossvogi að Lálandi 2 en fluttu þaðan fyrir nokkrum árum að Skúlagötu 40. Síðustu mánuðina var Jónína til heimilis á hjúkrunar- heimilinu Skjóli. Útför Jónínu fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 8.4. 1946, d. 19.7. 1969, kvæntist 16.6. 1968, Jóhönnu Björk Jóns- dóttur, f. 18.5. 1947, d. 11.9. 2007. Sonur þeirra er Þórir Kjart- ansson fram- kvæmdastjóri, f. 21.2. 1969, kvæntur Ás- laugu Pálsdóttur, framkvæmdastjóra, f. 4.3. 1973. Sonur Þóris og Drífu Magnúsdótt- ur er Kjartan, f. 26.11. 1995. 2) Laufey Bryn- dís vatnaverkfræð- ingur, f. 21.6. 1949, giftist 20.8. 1977 Gísla Karel Halldórssyni bygging- arverkfræðingi, f. 3.6. 1950. Börn þeirra eru: a) Pálína bygging- arverkfræðingur, f. 18.9. 1975, gift Jökli Gíslasyni lögreglumanni, f. 20.10. 1970. Börn þeirra eru Laufey, f. 14.6. 2002 og Kristín, f. 3.4. 2006. b) Gauti Kjartan iðnaðarverkfræð- ingur, f. 30.5. 1978. c) Finnur bygg- ingarverkfræðingur, f. 24.3. 1982. Dóttir Finns og Soffíu Hauksdóttur, Elskuleg vinkona okkar hefur nú kvatt okkur. Margt höfum við átt sameiginlegt síðastliðna áratugi. Allt skemmtilegt og gott. Jónína og eig- inmaður hennar Hannes, eftirminni- legur leikfimikennari og ökukennari, komu inn í „Nýársfagnað“ okkar sundhópsins, eftir að við tíu saman höfðum blásið til fagnaðar um nýár ár hvert, á hinum ýmsu flottu nýárs- dansleikjum. Seinna upplýsti Ninna okkar, að hún hefði verið talsvert taugaóstyrk í fyrsta sinn. Þess þurfti hún alls ekki. Hún var sannkölluð „drottning“ með sitt fallega rauða hár. Síðar fórum við saman í ótal sumarferðir og börnin okkar með í för. Ógleymanlegt ætíð. Ástbjörg leikfimikennarinn okkar og einnig leikfimihópurinn góði, á þakkir skildar fyrir afar góðar sam- verustundir og síðast en ekki síst ógleymanlegar sýningarferðir, bæði innan lands og utan.Við stóðum allar mjög þétt saman. Það var, þegar við vorum að æfa fyrir eina af þessum sýningarferðum, sem við gerðum okkur grein fyrir því, að hún þessi flotta kona, var ekki eins hún átti að sér að vera. Og nú er hún farin frá okkur. Við söknum hennar mjög. Eig- inmanni og fjölskyldunni allri sendum við okkar samúðarkveðjur og biðjum henni guðs blessunar. Sundhópurinn, leikfimihópur Ást- bjargar. Edda Sigrún, Helgi og fjölskylda. Jónína Halldórsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KATRÍN ELSA JÓNSDÓTTIR, Espigerði 8, Reykjavík, varð bráðkvödd á heimili sínu föstudaginn 4. júlí. Bjarni Ragnarsson, Kristbjörg S. Gísladóttir, Melíssa Katrín, Gísli Ragnar og Sverrir Tómas, Alma Eydís Ragnarsdóttir, Brynja Björk Baldursdóttir, Anna María Sverrisdóttir, Guðfinna Inga Sverrisdóttir, Sigurður Sverrir Sigurðsson. ✝ Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR, Dalbraut 27, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum Fossvogi sunnu- daginn 29. júní, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 11. júlí kl. 13.00. Oddfríður Lilja Harðardóttir, Þórður Guðmannsson, Guðmundur Þ. Harðarson, Ragna María Ragnarsdóttir, Kristján Harðarson, Rut Guðbjartsdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, ELÍN JÓSEFSDÓTTIR, áður til heimilis á Langholtsvegi 2, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 6. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 31. júlí kl. 13.00. Jóna Guðbrandsdóttir, Ásbjörn Einarsson, Einar Jón Ásbjörnsson, Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir, Elín Björk Ásbjörnsdóttir, Gísli Jóhann Hallsson og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, INDRIÐI INDRIÐASON ættfræðingur, lést á dvalarheimilinu Hvammi, Húsavík, föstudaginn 4. júlí. Indriði Indriðason, Ljótunn Indriðadóttir, Sólveig Indriðadóttir, Björn Sverrisson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KARL BERGMANN GUÐMUNDSSON, er látinn. Halla Jóhannsdóttir, Anna Karlsdóttir, Ómar Hannesson, Auður Karlsdóttir, Sigurður Þór Hafsteinsson Jóhann Ármann Karlsson, Maria Jose Juan Valero, Hildur Ómarsdóttir, Pétur Pétursson, Rúnar Ómarsson, Aðalheiður Birgisdóttir, Karl Bergmann Ómarsson, Hye Joung Park, Ólöf Halla Sigurðardóttir, Jóhanna Helga Sigurðardóttir, Carlos Karlsson Juan, Yasmin Karlsson Juan. ✝ Elskuleg föðursystir okkar, HELGA GUÐJÓNSDÓTTIR, Garðvangi, Garði, áður til heimilis á Tjarnargötu 18, Keflavík, er látin. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 11. júlí kl. 14.00. Guðlaugur Eyjólfsson, Elísabet Ólafsdóttir og aðrir aðstandendur.  Fleiri minningargreinar um Jónínu Halldórsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.