Morgunblaðið - 08.07.2008, Page 35

Morgunblaðið - 08.07.2008, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 35 Besta kaffihúsið í bænum BRESKA blús- og djasssöngkonan Adele segir í viðtali við breska dagblaðið Sunday Mirror að hún hafi augastað á Sindra Eldoni, syni Bjarkar Guðmunds- dóttur. Viðtalið er í styttra lagi og ber fyr- irsögnina „Adele buys Notting Hill home and has eye on Bjork’s son“ (Adele fjárfestir í húsi í Notting Hill og hefur auga- stað á syni Bjarkar). Þar segir Adele að hún hafi hitt Sindra vegna þess að hún og Björk séu á mála hjá sama plötufyrirtæki og að Sindri sé sætur (e. He’s a buff). Adele skaut upp á stjörnuhimininn í janúar 2008 þegar hún sendi frá sér lagið „Chasing Pavements“ og sat lagið í öðru sæti breska smáskífulistans í fjórar vikur. Plata hennar 19 fór svo beint í fyrsta sæti breiðskífulistans og var komin í platínusölu á innan við mánuði. Adele kom fram í hinum vinsæla tónlistarþætti Later with Jools Holland í desember 2007 og deildi þá sviði með Björk og Paul McCartney. Hún hefur verið köll- uð hin næsta Amy Winehouse. Með augastað á syni Bjarkar Reuters Adele Söngkonan hlaut sérstök verðlaun á síðustu Brit-verðlaunum. Sindri Eldon „FLESTAR virkilega góðar hryll- ingsmyndir voru gerðar með tækni- brellum sem voru kokkaðar upp í kjallaranum eða bílskúrnum hjá okkur,“ segir sjálfur meistari hryll- ingssagnanna, Stephen King, í greinarkorni í Rolling Stone nýlega. Hann segir litlar hryllingsmyndir sem gerðar eru fyrir slikk yfirleitt heppnast betur og tekur myndir á borð við Carnival of Souls, Hallo- ween, The Texas Chainsaw Massacre, Night of the Living Dead og The Blair Witch Project sem dæmi, en engin mynd hefur ávaxtað fé sitt jafnvel og sú síðastnefnda, sem kostaði aðeins 22 þúsund dali í framleiðslu en skilaði 250 milljón dölum í kassann. King bendir einnig á að þegar Hollywood festi klærnar í þessi hugverk og bjó til framhöld og endurgerðir varð niðurstaðan oftast mun slakari myndir. Bragðlausar Hollywoodlokur Ástæðuna segir hann vera þá að óttinn sé einstaklingsbundið fyr- irbæri sem við höldum oftast fyrir okkur sjálf og því nái litlar, einlægar hryllingsmyndir betur að framkalla þennan ótta. Á meðan segir hann Hollywood-hrollinn oftast vera eins og „samlokur fylltar með ein- kennilega bragðlausri skinku og osti, kjöti sem fyllir magann en gerir ekkert fyrir sálina.“ Þá segir hann áráttu Hollywood til þess að útskýra allt skemmi oft fyrir, hrollur og ótti eigi heima hand- an rökhugsunar og of miklar útskýr- ingar eyði öllum háska. Hann hrósar sérstaklega nýlegri hryllingsmynd með Liv Tyler, The Strangers, sem virðist í raun hafa verið kveikjan að pistlinum, og nefnir ágætis dæmi um hvernig hún slær stærri myndum við. Þegar ofsótt hjón spyrja ásækj- anda sinn af hverju hann vilji murka úr þeim líftóruna er svarið einfalt og ógnvekjandi, án þess þó að útskýra neitt: „Af því þið voruð heima.“ Þó ber líklega að taka því sem King segir um hryllingsmyndir með ákveðnum fyrirvara, þótt vissulega sé hann sérfróður um efnið. Hann hefur nefnilega alla tíð hatast mikið við kvikmyndagerð Stanley Ku- bricks á sögu sinni The Shining, og gekk meira að segja svo langt að sjá til þess að önnur mynd yrði gerð sem fylgdi bókinni betur. Það þarf hins vegar ekkert að orðlengja það að þeim örfáu hræðum sem sáu þá mynd ber flestum saman um að hún standist engan veginn samanburð við meistaraverk Kubricks. asgeirhi@mbl.is Kóngurinn Stephen King segir Hollywood ekki kjörlendi fyrir hryllingsmyndir. Hinir ókunnu Liv Tyler berst við ókunnan innbrotsþjóf í The Stran- gers, sem er í uppáhaldi hjá King. Hollywood nær ekki að hrella Stephen King seg- ir bílskúrshryllana slá Hollywood við

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.