Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1. Á G Ú S T 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 209. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Ómissandi með grillmatnum! Nýjung H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 7 2 6 Leikhús í sumar >> 33 DAGLEGTLÍF ULLIN HEFUR ALDREI VERIÐ HEITARI SPENNANDIUPPSKRIFTIR Makríll að hætti Sveins í Fylgifiskum HUGMYNDIR eru uppi þess efnis að heppilegt væri að setja útgjaldareglu sem myndi veita hagstjórninni ákveðið aðhald. Slík regla kæmi í veg fyrir að ríkisút- gjöld gætu elt skammvinnar góðæristekjur. Nokkur sátt virðist vera um það meðal hagfræðinga að hið opinbera eigi að draga úr framkvæmdum í góðæri og halda að sér höndum en leggjast í framkvæmdir á krepputímum. „Það hefur samt þótt góð aðferðafræði að halda aftur af framkvæmdum þegar umsvifastigið er hátt. Margir bentu einmitt á það þegar teknar voru ákvarðanir um virkjanaframkvæmdir. Þær voru illa tímasettar með til- liti til hagsveiflna,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófess- or í hagfræði við Háskóla Íslands. „Hið opinbera á að standa í framkvæmdum í niður- sveiflu en spara í uppsveiflu,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. Hann segir einnig miklu ódýrara fyrir hið opinbera að fá til sín vinnu- afl í efnahags- lægð í stað þess að keppa við einkaframtakið í upp- sveiflu. „Það eru því bæði hagkvæmnisrök og hagstjórnarrök sem mæla með því.“ | 6 Er þörf á reglufestingu ríkisútgjalda? Ríkisútgjöld eltu góðærið Þórólfur Matthíasson Ásgeir Jónsson BIFREIÐUM sem ekið er með eftirvagna, s.s. fellhýsi og hjólhýsi, án þess að réttur útbúnaður sé viðhafður verður kippt úr umferðinni og þær kyrrsettar þar til úrbætur hafa verið gerðar, að sögn Guðbrands Sigurðssonar, aðalvarðstjóra hjá umferðardeild lögreglu höfuðborgar- svæðisins. Hann segir notkun á framlengdum hliðarspeglum mjög ábótavant en einnig sé nokkuð um að menn dragi stór hjólhýsi á of litlum bílum. Lögreglan verður með sérstakt umferðareftirlit fyrir og um verslunarmannahelgina, þá sérstaklega á Suðurlandsvegi og Vest- urlandsvegi, og er ætlunin að fylgja ökumönnum út úr höfuðborginni. Auk þess að fylgjast með útbúnaði verður að venju fylgst með ástandi ökumanna og ökuhraða. Þyrla Landhelgisgæslunnar verður einnig not- uð um helgina og nýtt hvar sem umferðin er mest. andri@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Bifreiðar kyrrsettar sé útbúnaður ekki í lagi Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir um- hverfisráðherra skar í gær úr um að meta skuli umhverfisáhrif álvers Al- coa við Húsavík og tengdra virkjana í sameiningu. Með því sneri hún ákvörðun Skipulagsstofnunar um að nýta ekki heimild til þess í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Landvernd kærði þá ákvörðun. Þetta getur seinkað undirbúningi framkvæmdanna eitthvað, að sögn framkvæmdaraðila, sem segja flestir að ákvörðunin hafi komið sér mjög á óvart. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, er þar á meðal og Erna Indriðadóttir, upplýsinga- fulltrúi Alcoa, tekur í sama streng. Hún segir fyrirtækið í framhaldinu ætla að skoða hver áhrif úrskurðarins séu nákvæmlega. Segir átök í Samfylkingu slæm Kristján Þór Júlíusson, fyrsti þing- maður Norðausturkjördæmis, Sjálf- stæðisflokki, segist mjög hissa. Hann hafi talið að fyrst álverið í Helguvík hafi ekki farið í slíkt ferli hlyti Bakki sömu örlög. „Núna á veröldin að snú- ast um það að nýta auðlindir landsins til verðmætasköpunar. En stóra mál- ið er viðhorf Samfylkingarinnar til nýtingar á auðlindum landsins. Það er mjög einkennilegt hvernig þessu verkefni hefur reitt af í samskiptum við iðnaðar- og umhverfisráðuneyti,“ segir Kristján. Ekki sé samstaða inn- an þingflokks Samfylkingar um hvernig eigi að fara að þessum mál- um. „Það er greinilegt að þar eru átök innanborðs. Á meðan þetta skýrist ekki er það verulega slæmt að mínu mati.“ | 6  Leiðir til vandaðra matsferlis, segir umhverfisráðherra  Ákvörðun sem endurspeglar átök í Samfylkingu, segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins Í HNOTSKURN »Umhverfisráðherra segirákvörðun sína í mesta lagi seinka undirbúningsferlinu um nokkrar vikur. Á endanum skili ákvörðunin vandaðra matsferli og betri ákvörðun. »Ákvörðun um Helguvíkféll öðruvísi, því þar var undirbúningur lengra kominn og gæta þurfti meðalhófs. Vill heildarmat á Bakka  Annríki er nú hjá flutningabíl- stjórum á Austurlandi. Verktakar eru að flytja búnað sinn af virkj- anasvæðinu við Kárahnjúka og hreinsa þar til. Búnaðurinn er flutt- ur til Reyðarfjarðar þar sem hann bíður flutnings til annarra landa þar sem Impregilo er með verkefni. Eimskip og undirverktakar eru með marga dráttarbíla í stöðugum ferðum frá Kárahnjúkum til Reyð- arfjarðar. Áætlað er fara 600 ferðir í sumar. Hringrás flytur brotajárnið sömu leið en áætlað er að til falli um 5.000 tonn af járni sem flutt verður úr landi til endurvinnslu. » 22 Allt flutt til Reyðarfjarðar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason  Það var árið 1801 sem Bretinn Thomas Rudd var fluttur sjó- leiðina til Ástr- alíu til að afplána sjö ára dóm fyrir að hafa tekið poka af sykri ófrjálsri hendi. Öllu grimmari örlög virtust bíða betlarans Mary Wade sem var dæmd til hengingar fyrir að stela fatnaði. Hún komst þó hjá gálganum en var þess í stað flutt til Nýju-Suður-Wales í Ástralíu með fangaskipi. Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, á líf sitt að launa því að dómurinn yfir Wade var mildaður. Það vill svo til að hún er formóðir hans í fimmta lið en Thomas Rudd, sem ættarnafn hans er komið frá, var langalangafi hans, þ.e. í fjórða lið. Forsætisráðherranum var skýrt frá þessu í vikunni og andstætt því sem einhverjir kynnu að ætla í fyrstu er uppljóstrunin ekki talin munu verða honum til trafala. Þvert á móti er talið að hún muni styrkja ímynd hans enda vensl við þjófa álitin heiður í gömlu fanga- nýlendunni þar sem stéttahroki er talinn mikill löstur. baldura@mbl.is Dýrmæt vensl við þjófa Kevin Rudd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.