Morgunblaðið - 05.08.2008, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2008 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
T
O
Y
43
18
1
08
.2
00
8
www.toyota.is
BETRI NOTAÐIR BÍLAR
ÚRVALSBÍLL GÆÐABÍLL
Toyota Kópavogi
Nýbýlavegi 4
Kópavogur
Sími: 570-5070
Volvo S40 T5
Leður, álfelgur o.fl.
2500 Bensín Turbo sjálfsk.
Á götuna: 05.04 Ekinn: 80.000 km
Verð: 2.550.000 kr. Skr.nr. VN-343
Chrysler 300C Hemi
5700 Bensín sjálfsk.
Á götuna: 01.05 Ekinn: 94.000 km
Verð: 3.490.000 kr. Skr.nr. UAV-45
Tilboð: 2.990.000 kr.
Lexus LS-430
4300 Bensín sjálfsk.
Á götuna: 03.04 Ekinn: 50.000 km
Verð: 6.500.000 kr. Skr.nr. KI-222
BNB-sölugreining
Bílarnir ganga í gegnum strangt gæðamat sem tekur mið af aldri, akstri
og viðhaldssögu bílsins. Þeir sem standast kröfurnar lenda annað hvort
í flokknum Úrvalsbílar eða Gæðabílar. Ef bíllinn stenst ekki kröfur okkar
bjóðum við þér hann ekki.
Núna bjóðum við 6 betri notaða bíla
með 12 mánaða viðbótarábyrgð.
Hyundai Santa Fe II
Sóllúga, leður, 7 sæti, loftkæling,
dökkar rúður, dráttarbeisli
2200 Dísel sjálfsk.
Á götuna: 03.08 Ekinn: 9.000 km
Verð: 5.350.000 kr. Skr.nr. DJG-48
Toyota Prius
Bakkskynjarar
1500 Bensín/rafmagn sjálfsk.
Á götuna: 01.07 Ekinn: 36.000 km
Verð: 3.100.000 kr. Skr.nr. EF-888
SUMIR NOTAÐIR BÍLAR ERU
EINFALDLEGA BETRI EN AÐRIR
Toyota Land Cruiser 100
Leður, sóllúga, Tems dráttarbeisli
4700 Bensín sjálfsk.
Á götuna: 05.05 Ekinn: 78.000 km
Verð: 5.990.000 kr. Skr.nr. ZR-843
FRÉTTASKÝRING
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
UPPGJÖR íslensku bankanna bera
þess skýr merki að starfsumhverfi
þeirra hefur versnað töluvert í takt
við áframhaldandi niðursveiflu á al-
þjóðlegum fjármálamörkuðum. Þeir
hafa hins vegar nýtt undanfarin
misseri til að draga úr skuldsetn-
ingu, auka hlutfall innlána í fjár-
mögnun sinni og ná fram dreifðari
tekjugrunni.
Bönkunum hefur tekist að verja
sig gagnvart lækkandi gengi krón-
unnar og hækkandi verðbólgu.
Hreinar vaxtatekjur þeirra allra
jukust umtalsvert á fyrri helmingi
ársins samanborið við sama tímabil
í fyrra og má hækkunina að hluta
til rekja til hækkandi verðbólgu.
Þannig jukust hreinar vaxtatekjur
Glitnis um 79,4% og voru 31,6 millj-
arðar á fyrri helmingi árs, hjá
Kaupþingi jukust þær um 33,4% í
48,2 milljarða og hjá Landsbanka
jukust hreinar vaxtatekjur um 48%
og voru 36,2 milljarðar.
Virðisrýrnun útlána
Gjaldeyrisjöfnuður bankanna
jókst einnig á tímabilinu, m.a.
vegna gengislækkunar krónu, en
jafnframt vegna kaupa á erlendum
eignum og gjaldeyri. Þannig jókst
gjaldeyrisjöfnuður Glitnis um 110,8
milljarða á fyrstu sex mánuðum
ársins, gjaldeyrisjöfnuður Kaup-
þings jókst um 122,3 milljarða og
gjaldeyrisjöfnuðurLandsbankans
um 85,3 milljarða.
Efnahagsástandið hefur einnig
haft áhrif á lánasöfn bankanna, en
niðurfærslur á lánum hjá bönkun-
um öllum jukust til muna á fyrri
helmingi ársins samanborið við
sama tímabil í fyrra. Þannig námu
niðurfærslur hjá Kaupþingi vegna
slæmra lána 5,6 milljörðum króna á
fyrri helmingi ársins, en voru 1,1
milljarður á sama tíma í fyrra. Hjá
Landsbankanum námu niðurfærsl-
ur 10,9 milljörðum króna á fyrstu
sex mánuðum þessa árs, en voru
rúmir þrír milljarðar á sama tíma í
fyrra. Niðurfærslur hjá Glitni voru
8,6 milljarðar í ár, en 1,5 milljarðar
á fyrri helmingi síðasta árs.
Gengi bréfa fjármálafyrirtækja
hefur lækkað mikið undanfarið ár
og eru íslensku bankarnir þar ekki
undanskildir. Ein aðferða sem not-
uð er til að meta fýsileika hluta-
bréfa sem fjárfestingu er svokallað
V/H hlutfall, eða hlutfall markaðs-
virðis á móti hagnaði á ári. Í töfl-
unni sem fylgir þessari grein er
greint frá hlutfalli markaðsvirðis
bankanna þann 30. júní á móti
hagnaði á sex mánaða tímabili. Er
þetta gert til að bera bankana sam-
an að þessu leyti, en hafa ber í huga
að í þessu tilfelli er aðeins um að
ræða hagnað á fyrstu sex mánuðum
ársins, eins og áður segir. Sé þetta
haft í huga, er samt sem áður at-
hyglisvert að sjá hve Landsbankinn
sker sig frá hinum bönkunum
tveimur að þessu leyti, en lágt V/H
hlutfall getur annað hvort þýtt að
umrætt félag sé vanmetið á mark-
aði, eða að markaðurinn hafi ekki
trú á að það muni skila jafnmiklum
hagnaði áfram.
Slær á áhyggjur
Landsbankinn sker sig jafnframt
frá hinum bönkunum tveimur hvað
varðar arðsemi eigin fjár, sem var
35%, samanborið við 17% hjá Glitni
og 19,8% hjá Kaupþingi. Þá var
kostnaðarhlutfall Landsbankans,
þ.e. hlutfall kostnaðar á móti
tekjum, umtalsvert lægra en hjá
hinum bönkunum.
Í heildina verður ekki annað séð
en að uppgjör bankanna hafi verið
góð og ættu því að slá á áhyggjur
erlendra aðila, sem sumir hafa vilj-
að spá hruni íslenska fjármálakerf-
isins. Hafa ber þó í huga að vegna
gjaldeyrisjafnaðarins sem áður hef-
ur verið getið gæti gengishagnaður
bankanna dregist saman styrkist
gengi krónunnar á næstunni. Þá er
útlit fyrir að þóknunartekjur bank-
anna dragist eitthvað saman á
næstu mánuðum eftir því sem líður
á niðursveifluna á fjármálamörk-
uðum.
Á móti kemur að Landsbankinn
og Kaupþing hafa lagt hart að sér
við að stækka umfang innlánsreikn-
inga sinna erlendis með ágætum
árangri og er fjármögnunarstaða
bankanna sterk.
Góður árangur í erfiðu árferði
!
"
#$
./01
2034
.502%
/101%
.104
..06%
710.
1505
.403%
/601%
.808
..06%
640/
605
7/02%
1802%
401
.207%
Hagnaður bankanna þriggja dróst saman á fyrri helmingi ársins, en virðisrýrnun útlána jókst
Hreinar vaxtatekjur jukust umtalsvert vegna aukinnar verðbólgu og gjaldeyrismunur jókst einnig
Morgunblaðið/G. Rúnar
Lán Innlán Kaupþings jukust um 400 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi
og segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans, að markmiðið sé að
innlán verði 50% af heildarútlánum til viðskiptavina Kaupþings fyrir árslok.