Morgunblaðið - 05.08.2008, Page 20

Morgunblaðið - 05.08.2008, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Skólar og námskeið Glæsilegt sérblað um skóla og námskeið fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 15. ágúst. Meðal efnis er: • Endurmenntun • Símenntun • Tómstundarnámskeið • Tölvunám • Háskólanám • Framhaldsskólanám • Tónlistarnám • Skólavörur Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 11. ágúst. Ásamt fullt af spennandi efni. SEGJA má að júlímánuði hafi lokið með látum þegar fjölmiðlar sögðu síðdegis og um kvöldið fimmtudaginn 31. júlí frá úrskurði umhverfisráðherra þess efnis að álversframkvæmdir á Bakka við Húsavík skyldu metnar heildstætt. Fjölmiðlar voru fyrstir til að sjá úr- skurðinn og segja frá málinu. Enda þótt ráðherrann eigi síðasta orðið í máli sem þessu virðist þó af fréttum að dæma sem hann hafi ekki haft neitt samráð við samstarfsráðherra í ríkisstjórn, hvorki í eigin flokki né samstarfsflokknum – enda lét eng- inn þeirra ná í sig sama dag og úr- skurðurinn birtist. Það var fyrst um hádegi daginn eftir, 1. ágúst, sem náðist í fyrsta ráðherrann, Geir Haarde forsætis- ráðherra, sem reyndi eftir mætti að róa þær haföldur sem risið höfðu frá því kvöldið áður, einkum á Norður- landi, þar sem ekki var um annað talað en úrskurðinn, og sagði að í raun væri úrskurðurinn ónauð- synlegur. Einnig náðist á sama tíma samband við sam- gönguráðherra, flokksbróður um- hverfisráðherra, Kristján Möller, og 1. þingmann Norðurlands vestra, sem sagðist hafa verið fullvissaður um að úr- skurðurinn tefði ekki framgang málsins. Að kunna almannatengsl Það hefði mátt ætla að í svo um- deildu en jafnframt mikilvægu hagsmunamáli sem þessu hefði um- hverfisráðherrann und- irbúið sig vel og skipu- lagt ýtarlega með hvaða hætti úrskurðurinn yrði kynntur m.t.t. almanna- tengsla. Það hefði mátt gera ráð fyrir að hann hefði haft samband sím- leiðis við alla ráðherra ríkisstjórnarinnar og upplýst þá um ákvörð- unina áður en úrskurð- urinn var kynntur fjöl- miðlum. Það hefði mátt ætla að ráðherrann hefði skrifað öllum þingmönnum, öllum sveitarstjórnarmönnum á Norðurlandi og flokkssystkinum sínum þar tölvupóst í sama tilgangi og það hefði mátt ætla að ráð- herrann hefði síðan boðað til blaða- mannafundar til að kynna málið og sjónarmið sín með ýtarlegum og yf- irveguðum hætti, þar sem á þeim tíma væru helstu hagsmunaaðilar meðvitaðir um stöðu mála og við- búnir tilkynningunni. Og það hefði mátt ætla að á sama tíma væri úr- skurðurinn kominn á heimasíðu ráðuneytisins. Það var hins vegar ekki gert fyrr en undir hádegi 1. ágúst. Meira lá á að tilkynna hver yrði næsti veðurstofustjóri. Taktleysi Skipulags- og ígrundunarlaust ferli réð för. Afleiðingin: upplausn og kaosástand. Nú, þegar þetta er skrifað, um kl. fjórtán 1. ágúst, hef- ur enn ekkert heyrst í formanni Samfylkingarinnar, öðrum oddvita ríkisstjórnarinnar, öðrum sam- flokksráðherrum en Kristjáni eða samflokksþingmönnum. Sá eini í Samfylkingunni sem komið hefur undan súðum til að ausa bátinn hef- ur til þessa verið Kristján Möller samgönguráðherra. Augu flestra á Norðurlandi beinast nú að Samfylk- ingunni sem þeim örlagavaldi sem helst kýs að bregða fæti fyrir þróun bættra lífskjara í fjórðungnum. Með réttu eða röngu. Maður spyr sig einatt hvenær sumir stjórnmálamenn ætli að til- einka sér fagleg vinnubrögð við skipulag almannatengsla og kynn- ingarmála. Sumir hafa engan áhuga á því. Þeir láta sig hafa það að vaða rakleitt út í fenið og láta skeika að sköpuðu. Að láta skeika að sköpuðu Bolli Valgarðsson skrifar um kynningarmál stjórnmála- manna »Maður spyr sig ein- att hvenær sumir stjórnmálamenn ætli að tileinka sér fagleg vinnubrögð við skipulag almannatengsla og kynningarmála. Bolli Valgarðsson Höfundur starfar við ráðgjöf í al- mannatengslum Í ÖLLUM þeim moðreyk sem Guðríður Arnardóttir, leiðtogi Samfylkingarinnar í Kópavogi, þyrlar upp um ráðningar í stöður hjá Kópavogsbæ, vek- ur mesta athygli hvað hún hefur hrakist langt frá upphaflegum upphrópunum sínum um fordæma- lausa ákvörðun og „klárt" lögbrot meirihlutans í bæjarstjórn. Eftir því sem fleiri hafa rekið þær stór- karlalegu yfirlýsingar hennar ofan í hana, bæði lögfræðingar og sveit- arstjórnarmenn, hafa slíkar ásak- anir vikið fyrir hinu gamalkunna og lúna stefi hennar um skort á góðum siðum í opinberri stjórnsýslu. Það huglæga mat hennar getur átt við um allar sveitarstjórnir á landinu sem einhvern tímann hafa nýtt sér rétt sinn til að veita starfsfólki stöðuhækkun. Af því sést hve ósanngjarnt og rangt það er. Guðríður vindur smám saman of- an af fyrstu ásökunum sínum, sem skiluðu henni í blöðin og inn í fréttatímana, og er nú í mesta lagi farin að „efast" um lögmæti ráðninganna. Þó segist hún ekki vera fróðari um lög en ég. Þrátt fyrir það getur hún t.d. afgreitt sjálfan Sigurð Líndal, fyrrverandi lagapró- fessor, sem ómark- tækt leiguþý bæj- arstjórans í Kópavogi. Guðríður hefur ekki síst beint spjótum sínum að nýjum framkvæmdastjóra fræðslusviðs, mjög hæfri konu sem hefur sannað sig í stjórnunarstarfi hjá Kópa- vogsbæ, og segir á heimasíðu sinni: „Því miður verða opinberir emb- ættismenn ríkis- og sveitarfélaga oft bitbein í pólitískri umræðu. Þeir eru einfaldlega undir þá sök seldir sem opinberir starfsmenn.“ Þetta þýðir að verðandi framkvæmda- stjóri fræðslusviðs þarf að þola það, í nafni lýðræðisins, að Guð- ríður Arnardóttir grafi undan henni með opinberum ásökunum um að hún hafi tekið að sér verk- efni sem hún ræður ekki við. Nema Guðríður telji mig hafa skikkað hana til þess með sama hætti og hún heldur að ég gefi Sigurði Lín- dal fyrirmæli um hvernig eigi að semja lögfræðiálit. Þetta þýðir væntanlega líka að bókhaldsdeild bæjarins þarf, í nafni lýðræðisins, að una því að Guðríður saki hana í pólitískum tilgangi um bókhaldsó- reiðu eins og hún gerði í Kastljós- inu nýverið. Ásakanir og rangar sakargiftir Guðríðar Arnardóttur eru smekk- lausar og því meir sem hún sjálf veifar siðferðismælikvarðanum. Eigi fyrirsögnin á síðustu grein hennar, „skassið tamið“, að vísa til viðleitni um bætt siðferði getur Samfylkingin byrjað heima fyrir. Þar eru ærin verkefni. Um sköss og leiguþý Gunnar I. Birgisson svarar greinum Guðríðar Arn- ardóttur » Guðríður Arnardóttir vindur smám saman ofan af fyrstu ásökunum sínum sem skiluðu henni í blöðin og inn í fréttatímana. Gunnar I. Birgisson Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Í MORGUNBLAÐINU 25. júlí sl. fer Jónína Benediktsdóttir, afeitrari, hamförum gegn lyfjanotkun lands- manna. Ég hef lengi barist gegn því sem kallað er læknadóp, en það er þegar einstakir læknar ávísa óhóf- lega af ávanabindandi lyfjum. En nú er Jónína Ben komin í sama hóp, bara hinum megin á skalanum. Eng- in lyf segir Jónína, læknarnir gefa of mikið. Sömu glæponarnir í mínum augum. Hugsið ykkur alla sem eru á geðlyfjum? Hvað ef þau hættu að taka lyfin sín? Ég hef ekki heyrt um lækningu í Pól- landi við MND, MS, Parkinson, flogaveiki, MG, SMA svo eitthvað sé nefnt. Eigum við að hætta öllu pilluáti? Verst finnst mér að lesa má úr orðum Jónínu að öll veikindi séu okkur sjálfum að kenna. Við erum veik af því við átum þetta eða hitt. Það getur vel verið að stólpípuað- ferðir í Póllandi dugi fyrir suma (að- ferð sem lögð var af fyrir áratugum í Hveragerði) en ég bið Jónínu að láta okkur hin í friði. Öfgafólk í þessum geira er aldrei til gæfu fyrir heildina. GGUÐJÓN SIGURÐSSON, formaður MND-félagsins. Á ég að hætta að taka lyfin mín? Frá Guðjóni Sigurðssyni Guðjón Sigurðsson Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 563 5600 Sími 551 3010 Hárgreiðslustofan www.sjofnhar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.