Morgunblaðið - 05.08.2008, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 05.08.2008, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2008 25 Atvinnuauglýsingar Sölumaður óskast Traust fasteignamiðlun sem sérhæfir sig í miðlun atvinnuhúsnæðis bæði til sölu og leigu leitar að öflugum sölumanni til starfa sem fyrst. Í boði eru grunnlaun auk árangurs teng- ingar. Viðkomandi þarf að vera vel skipulagður og geta unnið sjálfstætt. Reynsla af sölu- mennsku æskileg. Fullum trúnaði heitið. Áhugasamir vinsamlega sendið inn umsóknir á box@mbl.is merkt: ,,Sölumaður - 21690”. Raðauglýsingar Atvinnuhúsnæði Til leigu snyrtileg skrifstofuherbergi í Ármúla og við Suðurlandsbraut. Mismunandi stærðir. Góð aðstaða. Upplýsingar í síma 899 3760. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Ferðalög www.floridahus.is - Leiga í Orlando Fl. Glæsileg hús til leigu í Orlando Flórída. inf@floridahus.is Heilsa Léttist um 22 kg á aðeins 6 mánuðum LR-kúrinn er tær snilld. Aukin orka, vellíðan, betri svefn og aukakílóin hreint fjúka. Uppl. Dóra 869-2024, www.dietkur.is Húsgögn Ameríkst hjónarúm Til sölu hjónarúm 2 x 210. Ca 5 ára. Verð kr. 20 þ. Uppl. í síma 820 7534. Húsnæði í boði Til leigu þriggja herbergja íbúð 101 m² í Tröllakór Kópavogi, á efstu hæð með sérinngangi, lyfta í sam- eign, upplýsingar í síma 823 3993. Glæsiíbúð í miðbænum til leigu Glæsileg 140 fm íbúð í lyftuhúsi með útsýni yfir sjóinn og gamla bæinn til leigu. Íbúðin er 140 fm að stærð með suðursvölum og bílskýli í kjallara. Laus strax. Uppl. í síma 892 8308. Húsnæði óskast 100% leigjandi! Rólegur, reglusamur og reyklaus "strákur" í HÍ, óskar eftir lítilli, ódýrri íbúð/stúdíó, gjarnan í 101 Rvk. 100% leigjandi. Eyjólfur: ebe5@hi.is eða 865 8704 (eftir 18:00). Geymslur Vetrargeymsla f. hjólhýsi o.fl. Upphitað, hagstæð kjör, fá pláss, pantið stax. Uppl. 695 0495. Sumarhús Sumarhús - orlofshús. Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Rotþrær, heildarlausn (“kit”) á hagstæðu verði. Sérboruð siturrör, fráveiturör og tengistykki. Einangrunarplast og takkamottur. Borgarplast, Seltjarnarnesi, sími 561 2211. Heimasíða: www.borgarplast.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Til sölu Ævintýralega létt stígvél Aðeins 440 g parið. Stærðir 38-46. S - XL Einstaklega þægileg til að hafa í bílnum, sumarbústaðnum eða í útileguna. Verð 3.710 kr. Jón Bergsson ehf. Kletthálsi 15, 110 Rvk. Sími. 588 8881. Íslenskur útifáni Stór 100x150 cm. 3.950 kr. Krambúðin, Skólavörðustíg 42, Reykjavík, sími 551 0449. Viðskipti Skelltu þér á námskeið í netviðskiptum! Notaðu áhugasvið þitt og sérþekk- ingu til að búa þér til góðar tekjur á netinu. Við kennum þér nákvæmlega hvernig! Skoðaðu www.kennsla.com og kynntu þér málið. Byggingavörur www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatns- klæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Tískuverslunin Smart, Grímsbæ/Bústaðavegi Nýkomið, buxur 100% bómull, jakki 100% bómull, peysa silki og bómull. Opið laugardag 11-15 Sími 588 8050 Nýjar skolplagnir! Endurnýjum lagnir með nýrri tækni! Enginn uppgröftur, lágmarks truflanir, auknir rennslis eiginleikar. Fullkomin röramyndavél. Ástandskoðum lagnakerfi. Allar pípulagnir ehf. Uppl. í síma 564-2100. Bílar Toyota Rav4 VX, nýi - árg. 09.´06 Bíll sem nýr, ekinn 10 þús. km, sjálfskiptur, leður. 17” álfelgur, sam- litir listar. Verð 3,900 millj. Nývirði 5,2 millj. Bílalán. Ath. skipti á ódýrari. Sími: 690 2577. Þjónustuauglýsingar 5691100 STUNDUM er haft á orði að það sé kalt á toppnum og það kann jafn- vel að eiga við um indverska heims- meistarann Wisvanathan Anand. Anand hefur um langt skeið verið einn þekktasti og dáðasti afreksmað- ur Indverja og þaðan fylgja honum góðar óskir hvar sem hann gengur. Mikil stemning skapaðist á dögunum í þýsku borginni Mainz þar sem fram fór mikil skákhátíð og meðal dag- skrárliða var fjögurra manna at– skákmót með þátttöku Anands, Magnúsar Carlssonar, Alexanders Morosevits og Judit Polgar. Tefld var einföld umferð og tveir efstu átt- ust síðan við í fjögurra skáka einvígi. Margir vonuðust eftir að Anand og Magnús hrepptu efstu sætin og sú varð raunin. Lokastaðan varð þessi: 1. Wisvanathan Anand 4 v. (af 6). 2. Magnús Carlsson 3½ v. 3. Alexander Morosevits 3 v. 4. Judit Polgar 1½ v. Þegar þessu var lokið settust An- and og Magnús niður og tefldu fjórar atskákir, 25 5 um fyrstu verðlaun. Anand virðist vera í frábæru formi um þessar mndir og vann öruggan sigur, 3:1. Hann lagði Magnús í fyrstu tveim skákunum og síðan gerði hann jafntefli í tveim þeim næstu. Kannski hefur Norðmaður- inn verið þreyttur eftir mótið í Biel á dögunum þar sem hann missti naum- lega af sigri og jafnvel þó svo atskák- ir séu ekki jafnmarktækar og skákir með fullum umhugsunartíma þá er sigurinn ótvíræð vísbending um að Indverjinn eigi góða möguleika á að verja titil sinn þegar hann mætir Kramnik í Bonn í haust. Sigur hans í fyrstu skákinni fer hér á eftir. Magn- ús hefur verið að tefla dreka–af- brigði sikileyjarvarnar með góðum árangri en þarna hitti skrattinn ömmu sína, Anand er einfaldlega frábær gegn sikileyjarvörn og þekk- ir þar alla krákustíga út og inn. Hér koma fyrir nokkur klassísk atriði, peðasókn á kóngsvæng og skipta- munarfórn á c3. Magnús reynir að lokum að verja stöðu með hrók gegn drottningu en lendir ávallt í leik- þröng og hlýtur að tapa: 1. einvígisskák: Wisvanathan Anand – Magnús Carlsen Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 Rc6 8. Dd2 0-0 9. Bc4 Bd7 10. Bb3 Hc8 11. 0-0-0 Re5 12. Kb1 a6 13. h4 h5 14. g4 hxg4 15. h5 Rxh5 16. Hdg1 Da5 17. Bh6 Hxc3 18. Bxg7 Kxg7 Sjá stöðumynd 19. Hxh5 Hxb3 20. Dxa5 Hxb2+ 21. Ka1 gxh5 22. f4 Be6 23. Rxe6+ fxe6 24. fxe5 Hb5 25. Dc7 Hxe5 26. Dxe7+ Hf7 27. Dxd6 Hxe4 28. Hh1 Hf5 29. De7+ Kg6 30. De8+ Kg7 31. Hd1 Hd5 32. Hxd5 exd5 33. Dxh5 b5 34. Dg5+ Kh7 35. Dxd5 Ha4 36. Dg5 Hc4 37. Kb2 Hb4+ 38. Kc1 Ha4 39. a3 Hc4 40. Kd2 Hd4+ 41. Ke1 Ha4 42. Kf1 Hc4 43. Kg1 Hc6 44. Dd5 Hg6 45. a4 bxa4 46. Dd7+ Kh6 47. Dxa4 Kg5 48. c4 Kf5 49. c5 Ke5 50. Dd7 – og svartur gafst upp. Öflugur keppendalisti á Skákþingi Íslands Keppni í landsliðsflokki á Skák- þingi Íslands hefst 29. ágúst nk. Alls hafa 12 skákmenn skráð sig til leiks og lítur keppendalistinn þannig út: Hannes Hlífar Stefánsson, Héðinn Steingrímsson, Henrik Danielssen, Stefán Kristjansson, Þröstur Þór- hallsson, Jón Viktor Gunnarsson, Björn Þorfinnsson, Magnús Örn Úlf- arsson, Bragi Þorfinnsson, Róbert Harðarson, Þorvarður F. Ólafsson og Jón Árni Halldórsson. Hannes Hlífar Stefánsson er Skákmeistari Íslands en hann hefur unnið mótið nær óslitið frá árinu 1998 að árinu 2000 undanskildu þeg- ar Jón Viktor Gunnarsson sigraði. Þessir tveir ásamt Héðni Stein- grímssyni, sem vann eftirminnilegan sigur árið 1990, eru þeir einu í hópi keppenda sem orðið hafa Íslands- meistarar. Guðmundur teflir á HM unglinga 20 ára og yngri 108 skákmenn taka þátt í heims- meistaramóti unglinga 20 ára og yngri í Gaziantep í Tyrklandi. Guð- mundur Kjartansson er fulltúi Ís- lands á mótinu. Guðmundur tapaði fyrir kínverska skákmanninum Liem Le Quang í fyrstu umferð en Kínverjinn er talinn einn af sigur- stranglegustu skákmönnum móts- ins. Anand er verðugur heimsmeistari Bestur í dag Wisvanathan Anand teflir við Magnús Carlsson í Mainz í Þýskalandi. SKÁK Mainz, Þýskalandi Vann úrslitaeinvíg- ið við Magnús Carlsen á skák- hátíðinni í Mainz 1.-3. ágúst 2008 Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.