Morgunblaðið - 05.08.2008, Page 27

Morgunblaðið - 05.08.2008, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2008 27 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞÚ ÆTTIR AÐ SKAMMAST ÞÍN! ÞAÐ ÆTTI ENGINN HUNDUR AÐ EYÐA TÍMA SÍNUM Í ANNAÐ EN AÐ ELTA KANÍNUR ÉG VEIT EKKI AF HVERJU SUMIR FÆÐAST SEM HUNDAR EN AÐRIR SEM KANÍNUR ÞEGAR Á BOTNINN ER HVOLFT ER ÉG NOKKUÐ SÁTTUR VIÐ AÐ VERA HUNDUR MAMMA! PABBI! DRÍFIÐ YKKUR! ÞAÐ ER KOMINN MORGUN ERTU MEÐ GJÖF?!? TAKK! ÉG VALDI HANA SJÁLFUR! ÉG ER MEÐ GJÖF HANDA ÞÉR ÞAÐ ER ALLT Í LAGI... ÞÚ GETUR BARA GEFIÐ MÉR ÞAÐ SEM ÉG GAF ÞÉR GÓÐ HUGMYND! GLEÐILEG JÓL! TAKK! NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SEM MIG LANGAÐI Í! KALVIN, HVAR ERU DÓSIRNAR ÚR ELD- HÚSINU? VÁ! ÞETTA ERU... ÞRJÁR DÓSIR MEÐ LAX Í... TAKK, HOBBES EKKERT MÁL! MÉR LÍÐUR ILLA... ÉG GAF ÞÉR EKKERT GAMLI VITRINGUR, HVER ER LYKILLINN AÐ HAMINGJUNNI? ÉG BÝ Í HELLI... ÉG ER FRÁSKILINN... OG HUNDURINN MINN DÓ ÉG HELD AÐ ÞIÐ ÆTTUÐ KANNSKI AÐ SPYRJA EINHVERN ANNAN ÞETTA ER VERSTA HUNDATEGUNDIN... SVITABOLABÍTUR NONNI, ÞÚ ERT AFTUR SEINN ÚR SENDIFERÐ! AFSAKIÐ... ÉG TAFÐIST AÐEINS ENGAR FLEIRI AFSAKANIR! ÞÚ GETUR EYTT ÞVÍ SEM EFTIR ER AF DEGINUM Í AÐ ÍHUGA ÞAÐ HVORT VINNAN ÞÍN SÉ MIKILVÆGARI EN AÐ FÍFLAST HVAÐ ÁTTU VIÐ? ÞÓ AÐ ÉG HAFI VERIÐ SEINN ÞÁ ÞÝÐIR ÞAÐ EKKI AÐ ÉG HAFI EKKI VERIÐ AÐ VINNA! Á MORGUN FÁUM VIÐ AÐ HEYRA MEIRA FRÁ KONU KÓNGULÓARMANNSINS! HVAÐ ÆTLI M.J. HUGSI ÞEGAR HÚN SÉR ÞETTA? ÉG GET EKKI HRINGT Í HANA HÚN FER ALLTAF SNEMMA AÐ SOFA ÞEGAR ÞAÐ ERU TÖKUR DAGINN EFTIR FRÚ PARKER, ÉG SÁ SVOLÍTIÐ Í SJÓNVARPINU SEM ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á Á MEÐAN, Á TÖKUSTAÐNUM... Velvakandi FLATEY á Breiðafirði er stærsta Vestureyjan á Breiðafirði og mikil nátt- úruperla. Þangað kemur mikið af fólki í heimsókn yfir sumartímann og njóta þess að leika sér í fjörunni eða skoða ríkulegt fuglalífið þar. Morgunblaðið/G.Rúnar Sumarblíða í Flatey Hlaupahjól tapaðist ÞANN 9. júli sl. hvarf hlaupahjól frá Öldu- túnskóla. Það var állit- að með svörtum dekkjum og merkt eig- andanum. Ef einhver kannast við að hafa séð það er sá vinsam- legast beðinn að hafa samband við eigand- ann í síma 555-4541 eða 848-2542. Sunddót tapaðist POKI með hvítu hand- klæði merktu eiganda og sundskýlu tapaðist einhverstaðar í kringum Sundhöll Hafnarfjarðar. Ef einhver hefur fundið hann er honum bent á að hafa samband í síma 555-4541 eða 848-2542 Hálsmen tapaðist SÍTT silfurhálsmen með víravirk- issilfurkúlu tapaðist annaðhvort á bílastæðinu hjá Borgarleikhúsinu og Kringlunni eða í Sólheimum (bak við Langholtskirkju) í apríl. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 856-6525. Agaleysi Íslendinga NÝLEGA var sagt frá því í fréttum að stór hluti bílstjóra ekur hraðar en leyfilegt er í umferðinni. Væri ekki líka áhugavert að kanna hve stór hluti bílstjóra gefur ekki stefnuljós, þegar það á við? Eða hve stór hluti bílstjóra kastar rusli út um bílgluggann hjá sér? Ekki er óalgengt að sjá fullorðið fólk, sem er með ung börn í bílnum hjá sér, fleygja sígarettustubbum eða kók-flöskum út um bílgluggann beint fyrir framan augu barnanna sinna. Er það gott fordæmi? Útlendingar, sem heimsækja Ís- land, eru fljótir að sjá hversu agalaus- ir Íslendingar eru í umferðinni og skilja ekkert í því hvers vegna þeir eru látnir komast upp með þetta hirðuleysi og bara yfirleitt þá frekju sem þeir sýna í umferðinni. Þeim finnst einkennilegt að sjá aldrei lög- regluþjóna á ferðinni. Á meðfylgjandi mynd sést hvernig umhverfið lítur út við gatnamótin á Bústaðavegi og Reykjanesbraut. Þarna þurfa bíl- stjórar oft að bíða eftir grænu ljósi og lengjan af sígarettustubbunum leng- ist með hverjum degi sem líður. Inn- an um má einnig sjá alls kyns umbúð- ir, t.d. tómar gosdósir, tóma sígarettupakka, umbúðir af lyfjum o.fl. o.fl. Undrandi kona í umferðinni. Heimsókn í Flatey á Breiðafirði LOKSINS varð úr því að undirrituð drifi sig í langþráða ferð, í fyrsta sinn til Flat- eyjar á Breiðafirði, í góðum félagsskap og yndislegu veðri hér um daginn. Þetta var góður hópur og allt var gott, ásamt góða veðrinu, rútan, bát- urinn og báturinn stóri heim til Stykkishólms, með máltíð meira að segja. Flatey á Breiðafirði er yndisleg og friðsæl, þarna ríkir kyrrð og friður og fuglarnir sáu um konsert fyrir gesti. Á Félagsheimilinu var okkar beðið með fínustu kaffiveitingar, allir voru afar ánægðir með góðgerðirnar og glaðlega þjónustu gesgjafanna. Flatey er yndisleg eins og áður er sagt, og fjallasýnin alveg stórkostleg líka, sannkallaður „fjallahringur“. Það er aðeins eitt sem ég undraðist þarna á eynni. Það var göngustíg- urinn sem liggur frá bryggjunni. Hann er lagður lausamöl og grjóti svo erfitt var að ganga þar sumstaðar. Manni skrikar gjarnan fótur á svona stígum, það kom fyrir mig alloft og ég sá líka að erfitt var að ýta hjólastól áfram; steinarnir skruppu undan og mölin var of gljúp, of þykkt lag. Þetta er að vísu ekki nokkurt einasta vandamál fyrir fullfrískt fólk, en fyrir suma er þetta afar óþægilegt, ég er ein af þeim.Vegna gigtar í fótum og hnjám og miklir verkir koma, þegar gengið er á svona ótryggum og ójöfnum mal- arstíg og stöðug hætta á að misstíga sig á lausum grjóthnullungum. Nú veit ég að Flatey er afar vin- sæl,mikið sótt af ferðamönnum og einhver ágóði hlýtur að koma til í sambandi við það allt. Mætti ekki leggja bundið slitlag á þennan mjóa stíg, fyrir hluta af þeirri innkomu ? Þetta er í rauninni ekki ferðafólki bjóðandi, ekki eru allir jafn fráir á fæti, en margir gætu þó komist áfram væri gatan eða stígurinn í lagi. Enginn akstur var í boði þennan sólskinsdag og okkur var sagt að hey- vagninn sem hafður er til þeirra nota, væri skítugur.Þar með óhæfur til fólksflutninga þann daginn. Með Sólskinskveðju, Rafnhildur Björk Eiríksdóttir.          Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Kaffi og blöðin í Króknum kl. 9-10.30, vinnustofa kl. 9- 16.30. Árskógar 4 | Bað kl. 9.30, handa- vinna kl. 8-16, smíði/útskurður kl. 9- 16.30, leikfimi kl. 9, boccia kl. 9.45. Dalbraut 18-20 | Félagsvist í dag kl. 14. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, leiðbeinandi við til kl. 16, matur og kaffi. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd- listarhópur kl.9, ganga kl. 10 og há- degisverður kl. 11.40. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaað- gerðir kl. 9-16, handavinna kl. 9-15.30, hádegisverður, kl.13-16 spilað kl. 13- 16, kaffi. Vitatorg, félagsmiðstöð | Farið í ferð 7. ágúst kl. 12. Þingvellir, Borg- arfjörður um Uxahryggi, Reykholt. Kaffiveitingar á Hótel Hamri við Borg- arnes. Upplýsingar í síma 411-9450. Kirkjustarf Fríkirkjan Kefas | Almenn bænastund kl. 20.30. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30 í kórkjallara. Beðið fyrir sjúkum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.