Morgunblaðið - 05.08.2008, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2008 29
Sumartónleikar LSÓ
í kvöld, þriðjudag, kl. 20:30
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Laugarnestanga 70, 105 Rvk.
www.LSO.is - LSO@LSO.is
Þórunn Elín Pétursdóttir sópran
og Anna Rún Atladóttir píanó
Lög um börn og fyrir börn
! #
$
% &
'
() " * %
+ , ,-
% " " .
/
**0 1112
2
34567455
7 568 99
Skipulags- og byggingarsvið
flytur
Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur er lokað
6. til 8. ágúst n.k. vegna flutnings í nýtt húsnæði
að Borgartúni 10-12. Afgreiðsla sviðsins flyst í
Þjónustuver Reykjavíkurborgar á
1. hæð Borgartúns 10 - 12.
Viðskiptavinir sviðsins
eru boðnir velkomnir á nýjan stað.
The Planning and Building Department of Reykjavík
is closed from the 6th - 8th of august while it is
moving its operation to a new building at Borgartún
10-12. The Departments service desk will move to
the 1st floor in the new building.
We welcome our customers to the new location.
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Þjónustuver sími: 411 1111
MYNDBAND við lagið „Betra
líf“ með Páli Óskari Hjálm-
týssyni verður frumsýnt í
þættinum Ísland í dag á Stöð
2 í kvöld. Mikill fjöldi, hátt í
250 manns, kemur fram í
myndbandinu ásamt Páli
Óskari.
Í fréttatilkynningu segir að
myndbandið sé í sannköll-
uðum söngleikjastíl sem
minnir á gullöld Hollywood
eða jafnvel Bollywood.
Pegasus sá um gerð mynd-
bandsins og var leikstjórn í
höndum Reynis Lyngdal. Fjör Atriði úr myndbandinu sem frumsýnt verður í kvöld.
Betra líf frumsýnt í kvöld
ÞAÐ hefur sannast enn og aftur með
The Dark Knight hversu dýrmætar
vel heppnaðar stiklur eru í því að
búa til metsölumyndir. Því er ástæða
til þess að athuga hvaða stiklur eru
helst að vekja lukku nú þegar loks er
hægt að sjá Blaka í fullri lengd.
Heitasta stiklan á netinu þessa
dagana er raunar fyrir Watchmen,
sem allt virðist stefna í að verði stóra
ofurhetjumyndin árið 2009. Það
merkilegasta við hana er þó líklega
lagið sem hljómar undir nær allri
stiklunni, þrettán ára gamalt
Smashing Pumkins lag sem upp-
haflega var samið fyrir Batman &
Robin, af öllum myndum. Nú hefur
lagið, í örlítið breyttri mynd (þetta
er raunar aukalag af upprunalegu
smáskífunni og örlítið öðruvísi en
það var í Batman & Robin), hlotið
uppreisn æru og er meðal vinsæl-
ustu laga til niðurhals á iTunes og
enn er ár þangað til myndin verður
sýnd, þannig að það kæmi ekki á
óvart að ófáir muni kunna lagið ut-
anbókar að ári.
Sápukenndur Bush
Þá geta áhugamenn um banda-
ríska pólitík loksins fengið nasaþef-
inn af sýn Olivers Stone á ævi
George W. Bush í W., en fyrstu stikl-
una fyrir þá mynd mátti finna á
dailymotion.com í gær, en stiklan sú
er enn að koma og hverfa víðs vegar
um netið. Áherslan í myndbrotinu
virðist helst á samband forsetafeðg-
anna, við sjáum Bush yngri á hátindi
hedónismans á sínum yngri árum og
sjáum svo Bush eldri setja ofan í
hann með þessum orðum: „Who do
you think you are? A Kennedy?
You’re a Bush, act like one.“ Seinni
hluti stiklunnar er hins vegar giska
hugljúfur og ansi kitsuð útgáfa á „A
Wonderful World“ hljómar yfir. Það
er erfitt að sjá á stiklunni hvert ná-
kvæmlega Stone er að fara, en helst
minnir þetta á íróníska (vonandi)
sápuóperu – en í það minnsta á förð-
unardeildin skilið óskarstilnefningu
fyrir að takast að gera Thandie
Newton jafn líka Condaleezu Rice
og raun ber vitni.
Póstmódernísk
auglýsingaherferð
Besta stikluherferðin á netinu
þessa dagana er þó án nokkurs vafa
fyrir nýja gamanmynd Ben Stiller,
Tropic Thunder. Hún fjallar um hóp
vígalegra leikara í felulitum sem
telja sig vera að vinna að næstu
Apocalypse Now! í fjarlægum frum-
skógi, en ramba óvart inn á yf-
irráðasvæði óvinveittra eitur-
lyfjaræktenda – sem þeir halda að
séu hluti af bíómyndinni sem þeir
eru að gera. En fyrir utan eina stiklu
úr þeirri mynd þá gengur herferðin
út á myndina Rain of Madness,
heimildarmynd sem þýski leikstjór-
inn Jan Jürgen er að gera um gerð
Tropic Thunder – sumsé heimild-
armynd um myndina í myndinni, en
innblásturinn er vafalítið kominn frá
frægri heimildarmynd Eleanor
Coppola (konu Francis Ford
Coppola) um gerð Apocalypse Now!,
Hearts of Darkness: A Filmmaker’s
Apocalypse. Fjölda myndbrota úr
myndinni má sjá á rainofmadness-
.com og þar má einnig finna tengla á
síður aðalleikara og annarra að-
standenda myndarinnar. Og ef fram
heldur sem horfir þá hlýtur Ósk-
arsverðlaunaakademían að fara að
skoða það að veita sérstök verðlaun
fyrir listrænustu auglýsingaherferð-
ina. asgeirhi@mbl.is
Heitar stiklur
Geðveikt regn Líklega kemur
heimildarmyndin Rain of Madness
aldrei í bíó, raunar er óvíst að hún
komi nokkurn tímann í bíó enda lík-
ast til ekki til í fullri lengd. En það
gerir stiklurnar ekki verri.
Hvaða kvikmyndaauglýsingar eru vinsælastar á netinu um þessar mundir?
Líkir Josh Brolin í hlutverki George W. Bush í mynd Olivers Stone.
mbl.is
smáauglýsingar