Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is Í LANDI Hrísbrúar í Mosfellsdal stendur yf- ir mikill fornleifauppgröftur á vegum Þjóð- minjasafnsins og hefur staðið síðan árið 2001. Talið er að um sé að ræða kirkju sem getið er í Egils sögu og bæinn Mosfell. Þar eyddi Eg- ill Skalla-Grímsson ævikvöldinu hjá Þórdísi bróðurdóttur sinni og eiginmanni hennar. Ekki sér fyrir endann á uppgreftrinum og munu rannsóknir á því sem fundist hefur og bænum sjálfum standa yfir um ókomin ár. „Þetta er stórt hús, miðað við íslensk hús, og með þeim stærri sem hafa verið grafin upp,“ segir Davide Zori fornleifafræðingur sem kemur að uppgreftrinum. Skálinn er vonum framar vel varðveittur og glöggt má sjá dyra- og súlustæði og hvernig herbergja- skipan var. Greinilegar leifar mikils eldstæð- is liggja eftir endilöngum miðsal skálans. Ýmsir munir hafa fundist við uppgröftinn. Segir Zori hlutina sjálfa, gerð þeirra og gæði renna stoðum undir að á Miðfelli hafi búið efnað fólk. Meðal annars hafa fundist ým- iskonar perlur, sumar þeirra gullhúðaðar og aðrar með silfri milli glerja. Um tuttugu perl- ur hafa fundist í moldargólfi skálans og bekkjum við eldstæðið. Sigrid Juel Hansen fornleifafræðingur segir furðu sæta hve mik- ið hefur fundist af perlum en þær voru mjög dýrmætt skart á sínum tíma. Undir kirkjunni við Mosfell fannst tóm gröf sem mögulega var hvílustaður Egils. Í Egils sögu var gröf hans undir altarisstæði kirkjunnar þar til líkamsleifar hans voru færðar þegar kirkjan var færð um set. Ekkert bólar þó á silfri kappans þó að samkvæmt sög- unni sé það grafið aðeins einnar næturreiðar leið frá Mosfelli. Kvikmynda uppgröftinn Kvikmyndagerðarmaðurinn Adam Fish hefur unnið að heimildarmynd um uppgröft- inn í sumar. „Þetta er fornleifafundur á heimsmælikvarða og mjög mikilvægur upp- gröftur,“ segir hann um staðinn. Hann hefur fest sem nemur heilum sólarhring uppgraft- arins á filmu og segist hafa náð hreint ótrú- legum myndum. Fish reiknar með að myndin verði tilbúin í lok árs. Fornleifar á slóðum Egils sögu Í HNOTSKURN » Fornleifafræðingar frá Dan-mörku, Kanada, Ítalíu, Englandi og víðar að vinna að uppgreftrinum. » Talið er Egill hafi búið á Mosfelli áárunum 974-990. » Meðal þess sem fundist hefur erustórar perlur sem málaðar eru að suður-asískum sið. Morgunblaðið/Valdís Thor Á vettvangi Davide Zori með leifar miðsals og eldstæðis Mosfells í bakgrunni. FRÉTTASKÝRING Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is „VIÐ erum búnir að selja rúmlega 100 bíla þær þrjár vikur sem liðnar eru frá samkomulagi okkar við Nissan sem gerði okkur kleift að halda bílunum í stað þess að end- ursenda þá til framleiðanda,“ segir Skúli Kristófer Skúlason fram- kvæmdastjóri Ingvars Helgasonar um bílasölu nú um stundir. „Ég er því afar ánægður með útkomuna sem er framar vonum. Á þessum tíma höfum við verið í 30% mark- aðshlutdeild og það segir allt sem segja þarf,“ segir hann og vitnar í tölur Bílgreinasambandsins fyrir júlí um 68% samdrátt í notuðum innfluttum bílum og 61% samdrátt í sölu á nýjum bílum. „Aðgerðir okkar virka mjög vel og það er ágætis gestagangur í salnum hjá okkur. Ég hugsa að í því árferði sem nú ríkir sé ekki annað sann- gjarnt en að lækka verðið.“ Jón Trausti Ólafsson markaðs- stjóri Heklu segist merkja ákveðin straumhvörf í bílaviðskiptum með því að fólk leiti í ríkari mæli að sparneytnari bílum og því sé al- mennt umhugað um hagkvæmni í rekstri bíla. „Fólk spyr mikið um metanbíla, þótt fæstir kaupi slíka bíla, en engu að síður fer áhuginn ört vaxandi. Um þessar mundir eru mörg tilboð í gangi á mark- aðnum sem auglýsingar frá um- boðunum endurspegla. Lagerstaða okkar á notuðum bíl- um er mjög góð og það má benda m.a. á að sala á notuðum bílum hefur ekki dregist eins mikið sam- an og á nýjum bílum.“ Gátu ekki beðið lengur Í herbúðum B&L ákváðu menn að halda sig til hlés þegar verð fór að breytast á markaðnum á árinu og segir Andrés Jónsson upplýs- ingafulltrúi að neytendur hafi orð- ið nokkuð ringlaðir og ekki áttað sig á hvað teldust góð bílakaup. „En við höfum séð tímana tvenna hér hjá B&L,“ segir hann. „Árið 2001 fór bílasala úr 13.500 bílum í 6 þúsund bíla og menn búa að þeirri reynslu. Við drógum til baka pantanir strax í desember. „Við berum okkur samt nokkuð vel. Júlímánuður ýtti við okkur og ljóst varð að við gætum ekki beðið leng- ur með að senda skilaboð inn á markaðinn. Þess vegna erum við nú að byrja að losa lagerinn og lækkum verð á eintökum af Hyundai og Renault.“ Egill Jóhannsson forstjóri Brim- borgar segir að salan í nýjum og notuðum bílum gangi ágætlega þótt markaðurinn almennt sé ró- legur. „Við vorum með mjög góð tök á birgðastöðu okkar og vorum snöggir að bregðast við samdrætt- inum strax í mars með góðum til- boðum. Við náðum að draga úr lag- ernum og vorum með tiltölulega lítið í pípunum og erum því mjög ánægðir með stöðuna í dag.“ Morgunblaðið/Ómar Til sölu Um þessar mundir eru mörg tilboð í gangi á markaðnum sem auglýsingar frá umboðunum endurspegla. Mikið er spurt um metanbíla. Bílaumboðin bera sig vel  Bílar seljast í miðjum samdrættinum en bílaumboðin blása til sóknar með tilboðum handa viðskiptavinum sínum  Lagerstaðan er víðast viðunandi GEIR H. Haarde forsætisráðherra segir að það séu nýjar upplýsing- ar fyrir sér, að ís- lensk stjórnvöld hafi verið búin að heita breskum stjórnvöldum stuðningi við inn- rásina í Írak áður en Bandaríkjamenn fengu slíkan stuðning héðan. Þessar upplýsingar koma sem kunnugt er fram í grein Vals Ingimundarsonar sagnfræð- ings í nýrri bók um íslenska utanrík- isstefnu. Geir segir að líta beri til þess að þarna sé sagnfræðileg ritgerð á ferð- inni. „Ég sé ekki að það skipti máli hvort greint var frá afstöðu Íslands 17. eða 18. mars 2003. Forsætisráð- herra og utanríkisráðherra á þeim tíma höfðu bæði ríkisstjórnina og sína þingflokka á bak við sig í mál- inu. Ella hefði ríkisstjórnin farið frá,“ segir Geir og telur jafnframt ekki að bein tengsl hafi verið á milli þessa máls og viðræðna við Banda- ríkin um varnarmálin. Það sé álykt- un sem sagnfræðingurinn dregur. Geir tekur heldur ekki undir þá niðurstöðu Vals að íslensk utanrík- isstefna hafi beðið hnekki í málinu. Spilað hafi verið úr spilunum eins vel og hægt var, miðað við hvaða ákvörðun Bandaríkjamenn tóku. bjb@mbl.is Upplýsingar um Bretana eru nýjar Geir H. Haarde Spilað úr spilunum eins vel og hægt var DAVÍÐ Odds- son, fv. forsætis- ráðherra, hefur gefið þau svör að hann muni ekki tjá sig um framkomnar upplýsingar í grein Vals Ingi- mundarsonar sagnfræðings, sem greint hefur verið frá í Morg- unblaðinu og öðrum fjölmiðlum. Halldór Ásgrímsson, fv. utanrík- isráðherra, hefur brugðist við grein Vals og m.a. sagst ekki kannast við stuðning við bresk stjórnvöld áður en ríkisstjórn Íslands fjallaði um stuðningsbeiðni Bandaríkjastjórnar þann 18. mars 2003. bjb@mbl.is Tjáir sig ekki Davíð Oddsson ÞEGAR skoðaðar eru tölur Umferð- arstofu um nýskráningar fólksbíla fyrstu vikuna í ágúst sést að Niss- an er langmest seldi bíllinn í þeirri viku (23) og næst kemur Volkswag- en (12). Nissan hefur augljóslega tekið rækilegt stökk þessa viku en hins vegar, ef miðað er við ný- skráningar frá áramótum, er Niss- an í þriðja sæti (511 nýsk.) á eftir Hyundai (586 nýsk.) og Toyota sem hefur langhæstu hlutdeildina með 2.069 nýskráningar frá áramótum sem þýðir rúmlega 26% hlutdeild. En í ágúst hafa verið 5 nýskrán- ingar á Toyota-fólksbílum, álíka og Subaru, Mazda og Ford. Alls hafa selst 87 nýir fólksbílar 1.-8. ágúst og er sala ársins komin í 7.800 fólksbíla en á sama tímabili 2007 seldust 11.300 nýir fólks- bílar. Nissan tekur stökk í ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.