Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 18
Eftir Karl Ásgeir Sigurgeirsson karl@forsvar.is Víðidalur | Hvarf í Víðidal í Húnaþingi vestra er orðið miðstöð lista í héraðinu. Nýir eigendur jarðarinnar heita Ingvar og Loftur Ágústssynir og hafa þeir með fjöl- skyldum sínum byggt sér sumarhús á jörðinni. Húsið er óvenjulegt að sjá og því var fjöldi fólks sem heimsótti ábúendur þegar þar var boðið upp á listasýn- ingu handverksfólks búsetts í héraðinu síðastliðna helgi. „Við vorum lengi búnir að hafa hugmyndir um að byggja saman sumarhús þegar þessi lausn kom upp í hendurnar á okkur – að kaupa jörð í Víðidal og koma okkur þar fyr- ir,“ segir Ingvar í samtali við Morgunblaðið. Þeir koma „að sunnan“ þar sem Ingvar vinnur að síld- arsölu en Loftur við bílasölu og auglýsingagerð. „Okkur langaði ekki í sumarhús í þéttbýli og því er Hvarf algjör draumastaður. Við vildum einnig kynnast fólkinu í sveit- inni og það hefur tekið okkur afar vel,“ segir Ingvar. Einn liður í að kynnast samfélaginu var að boða til list- sýningar í ófullgerðu húsinu í Hvarfi. Vinkona þeirra bræðra og meðeigandi að Hvarfi, Jónína á Kolugili, hafði samband við handverksfólkið og var gefið út auglýs- ingarit til að kynna listadaginn, 9. ágúst. Niðurstaðan varð mikið ævintýri. Um tuttugu lista- menn komu með gripi sína og gestir urðu á annað hundr- að. Mæltist framtakið afar vel fyrir hjá fólki sem vonar að þetta verði árlegur viðburður hér eftir. Þykir mikill feng- ur að því að fá svo lifandi fólk í samfélagið. Bræður Loftur og Ingvar Ágústssynir njóta sín vel í sveitasælunni í Víðidal. Listilegt ævintýri í nýju Hvarfi Listadagurinn Um tuttugu listamenn komu með gripi sína og gestir urðu á annað hundrað. Ljósmynd/Hrafnhildur Hafsteinsdóttir |fimmtudagur|14. 8. 2008| mbl.is daglegtlíf Eftir Lilju Þorsteinsdóttur liljath@mbl.is Það var gríðarlega góð stemning hjákrökkunum sem voru að æfa sig ímeistaraskóla Vals í handbolta í gær.Allir voru uppteknir við að hlaupa, skjóta á markið og gera fjölbreyttar æfingar þegar blaðamann bar að garði. Arnór Snær Óskarsson, Óðinn Harri Jón- asson og Ásgeir Snær Vignisson voru mjög einbeittir á æfingunni en gáfu sér þó örfáar mínútur í spjall. Þeir sögðust allir vera búnir að spila handbolta lengi. „Við erum búnir að æfa í nokkur ár. Það langskemmtilegast við handboltann er að spila, en annars er allt sem tengist honum skemmtilegt,“ sögðu strákarnir allir í kór. „Við erum búnir að gera ýmislegt hérna á námskeiðinu. Til dæmis höfum við ver- ið í kýló, spilað á eitt mark, æft gabbhreyf- ingar og gert allskonar æfingar. Við erum oft- ast inni í sal en svo tökum við okkur líka pásu og fáum okkur að borða.“ Strákarnir sögðust allir fylgjast spenntir með íslenska handboltaliðinu á Ólympíu- leikunum. „Jahá, við fylgjumst auðvitað allir með Ólympíuleikunum og höldum sko með Ís- landi!“ sögðu þeir, greinilega ánægðir með landsliðið. „Ég fylgist sérstaklega vel með því hann pabbi minn er úti í Kína, hann Óskar,“ segir Arnór Snær glaður í bragði. Blaðamaður þykist viss um að þar sé átt við Óskar Bjarna Óskarsson, aðstoðarþjálfara landsliðsins í handbolta og fær ekki betur séð en hæfileik- arnir gangi í erfðir. Öruggir um að vinna Spurðir hvort þeim finnist landsliðið ekki standa sig vel svara strákarnir: „Jú þeir eru sko að standa sig mjög vel, eru í fyrsta sæti í riðlinum eins og er. Við ætlum að fylgjast með leiknum á móti Danmörku, hann á örugglega eftir að ganga vel.“ Strákarnir voru á einu máli um að leikurinn mundi fara 38-35 fyrir Íslandi. „Við eigum auð- vitað eftir að vinna!“ Það fer svo ekki á milli mála hvaða íslenska liði strákarnir halda með í handbolta. „Við stefnum allir á að æfa áfram handbolta. Það er reyndar frí í sumar en æf- ingarnar byrja aftur í haust. Við æfum auðvit- að allir með Val því það er besta liðið, sko lang- besta!“ Líta upp til ólympíufaranna Morgunblaðið/Kristinn Handboltastrákar Ásgeir Snær, Óðinn Harri og Arnór Snær Óskarsson eru efnilegir. Þrususkytta Krakkarnir í meistaraskóla Vals halda auðvitað með íslenska landsliðinu í hand- bolta. Jón Eiríksson Drangeyjarjarllætur ekki deigan síga þótt hann sé farinn að nálgast áttrætt. Hann féll í sjóinn við Drangey, eins og fram kom í Morgunblaðinu í fyrradag, en bjargaði sér sjálfur í land og svo um borð í bát sinn á ævintýralegan hátt. Jóhannes í Syðra-Langholti segir hann verðskulda dýrt kveðna vísu: Ennþá Jarl af öðrum ber, aldinn harla seigur. Heiðurskarlinn harður er. Hann er varla feigur. Jóna Guðmundsdóttir hefur löngum haldið úti limrubloggi. Og auðvitað yrkir hún um Ólympíu- leikana: Nú ljósið tók loksins að skína og liðsheild þeir mynduðu fína Snorri og hinir handboltavinir sem kasta nú bolta í Kína. En henni finnst ekki alveg eins gaman að fylgjast með sundfólkinu: Með Kínverjum eitt sinn ég undi (án þess að bragða á hundi). En lagin komst hjá að láta þá sjá hve léleg við erum í sundi. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af Drangey og handbolta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.