Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 39 FLESTIR voru nokkuð sáttir þeg- ar tilkynnt var að þau Jack White og Alicia Keys tækju að sér að semja lag við Quantum of Sol- ace, nýju James Bond-myndina, en lag þeirra heitir „Another Way to Die“. Amy Wine- house er þó ekki í þeim hópi enda hafði upphaflega verið rætt við hana um að taka verkið að sér og var vinnsla lagsins langt komin. Nú daðrar Winehouse við þá hugmynd að klára lagið engu að síður og gefa út samdæg- urs og hið formlega Bond-lag verð- ur kynnt. „Ég hugsa að þeir hafi viljað hafa þetta hreinlegt og leið- inlegt,“ sagði söngkonan snúðug í viðtali við tímaritið New. „Og ef ég gef lagið út verður það miklu vin- sælla en opinbera lagið. Ef þeir skipta svo um skoðun þá er ég til í tuskið,“ bætti söngkonan við og sjálfstraustið virðist ekki hafa laskast mikið við höfnunina. Að syrgja eða syrgja ekki En bæði Jack White og Wine- house eiga þó ærið verk fyrir höndum ef þau ætla að toppa laga- smíð breska grínistans Joe Corn- ish, en óformlegt Bond-lag hans hefur farið eins og eldur um sinu um netið og þykir betra en flest Bond-lög, bæði margfalt fyndnara en um leið nógu töffaralegt til þess ganga sem Bond-lag. Cornish fjallar nokkuð um illskiljanlegan og óþjálan titilinn, sem hann nær ekki réttum fyrr en undir lok lags- ins, en jafn illskiljanlegur og titill- inn Quantum of Solace er á ensku er hann nánast óþýðanlegur á ís- lensku, helst að hægt væri að umorða hann sem „Að syrgja eða syrgja ekki“ eða eitthvað í þá átt- ina. Joe Cornish er hluti af þekktum gríndúett af BBC, Adam & Joe, og gerði samstarfsmaður hans Adam Buxton raunar einnig sitt Bond-lag en það stendur þó lagi Cornish langt að baki og augljóst hvor er fyndnari helmingur þessa tvíeykis. Auðvelt er að finna lagið á youtube með því að slá inn Cornish + Bond sem leitarorð. asgeirhi@mbl.is Barátta Bond-laga Amy Winehouse Besta lagið? Craig og Gemma Arterton í Quantum of Solace. HARÐKJARNASVEITIN Gavin Portland gaf út sína fyrstu breið- skífu, hina stórgóðu III : Views of Distant Towns, árið 2006 en áður höfðu komið út tvær stuttskífur, I: The end of every minute og II: ...tell us how it ended, tell us how we died, sömuleiðis árið 2006. Sveitin var stofnuð upp úr hljóm- sveitunum Fighting Shit og Broth- ers Majere en sveitina skipa þeir Kolli (söngvari), Sindri (trymbill), Þórir (gítarleikari, sem rekur og einsmannssveitina My Summer As A Salvation Soldier) og Addi (bassa- leikari, var einnig í I Adapt og er nú líka í Celestine). Þeir félagar hafa nú lokið við að semja nýja plötu sem ber titillinn IV: Hand in hand with traitors, back to back with whores og eru á leiðinni til Bandaríkjanna seint í næstu viku þar sem þeir munu taka plötuna upp í Godcity hljóðverinu í Salem. Sá sér sem um upptökur, og er jafnframt eigandi hljóðversins, er Kurt nokkur Ballou, en óhætt er að segja að þar fari einn virtasti upptökustjóri harð- kjarnaheima. Ballou er meðlimur í Converge, „Bítlum“ öfgarokksins og hefur tekið upp plötur með sveitum á borð við Isis, Cave In, Modern Life Is War, Sincebyman og American Nightmare (gamla Give up the Ghost). Hægt verður að sjá sveitina og heyra á tónleikum í kvöld á Kaffi Rót í Hafnarstræti. Einnig leikur Tentacles of Doom, sem nýverið gaf út plötuna Brimað á Dauðahafinu og Dys, með anarkistann og hugsjóna- manninn Sigga Pönk í broddi fylk- ingar. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og verða búnir fyrir klukkan 23 (upp á strætó að gera). Ekkert ald- urstakmark er á tónleikana og beðið er um hámark 500 krónur í aðgangs- eyri en „ef áhugasamir eiga bara eitthvað minna þá stundina þá erum við chillaðir í dyrunum,“ eins og seg- ir í tilkynningu tónleikahaldara. Það er Andspyrna, útgáfa, bókasafn og dreifing sem stendur fyrir tónleik- unum. Þungavigtarmaður Harðir Portland tekur upp nýja plötu með virtum harðkjarnaupptökustjóra.  Gavin Portland tekur upp nýja plötu  Vinnur með Kurt Ballou, einum virtasta harðkjarnaupptökustjóra heims Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.