Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 27
Og einn okkar spurði í feiminni ákefð: Hvað er það? Og annar svaraði fagnandi rómi: Ljósið, ljósið! Guð hefur alltaf á okkur vakandi auga og með dauða og upprisu Jesú Krists lauk hann upp fyrir okkur þeim leyndardómi, að dauðinn væri ekki endastöð tilverunnar, heldur einungis fortjald. Jafnframt sagði hann með því, að hann sleppti ekki af okkur hendinni. Þess vegna erum við leidd áfram, þegar jarðvist okkar lýkur. Og til þess lífs, í eilífð með sér, hefur Guð nú kallað eina sálina enn. „Það sem er farið burt snýr ekki aftur. En hafi það horfið í björtu mun endurskinið vara lengi.“ Þetta segir Johann Wolfgang von Goethe á einum stað. Hann er þar að tala um myndina, sem viðkomandi hefur skilið eftir í hjörtum þeirra, sem eft- ir lifa. „Það sem er farið burt snýr ekki aftur. En hafi það horfið í björtu mun endurskinið vara lengi.“ Gyða Bárðardóttir kvaddi þannig. En söknuðurinn verður þó alltaf til staðar í brjóstum ástvina þrátt fyrir allt. Hann er nefnilega það gjald, sem verður óhjákvæmilega að greiða fyrir það að elska. Því meiri kærleikur þeim mun dýpri sorg. En það að sakna er ekki veikleikamerki heldur eðlilegur hluti þess að vera manneskja, hluti þess að hafa þótt vænt um einhvern. Það eru forrétt- indi að hafa fengið að kynnast Gyðu. Og huggun í því að minningin er blóm sem aldrei visnar. Sigurður Ægisson. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 27 kveðja þig elsku amma mín, á Horn- brekku um daginn, ég var að fara til útlanda nokkrum dögum síðar og vissi innst inni að þetta væri í síðasta sinn sem ég myndi hitta þig þarna. Auðvitað er þetta víst óumflýjanlegt, hendir okkur öll að lokum, en samt sem áður sárt og söknuðurinn er mik- ill. Ég veit það að þú ert komin í faðm afa núna og þér líður vel, alltaf. Þið vakið yfir okkur saman og pass- ið upp á okkur. Hunangskakan góða mun ávallt minna mig á þig og veit ég að við munum borða kökuna góðu saman síðar. Vertu sæl, elsku amma mín. Þín dótturdóttir, Marta. Elsku Óla amma í Oddó. Við systkinin viljum þakka þér fyr- ir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Einlægni þín og umhyggja mun alltaf fylgja okkur og börnum okkar. Þrátt fyrir erfið veikindi síð- ustu vikurnar þá mættu okkur alltaf hlýju augun þín og brosið þegar við komum til þín. Við erum þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir ömmu og að við fengum að hafa þig svona lengi hjá okkur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Takk fyrir allt, elsku amma. Þín barnabörn, Sigurbjörg, Ólöf María, Gunnar og Fjóla Kristín. Mig langar í örfáum orðum að skrifa nokkur minningarorð um hana ömmu mína, Ólu ömmu í Oddó, hún bjó í Oddeyrargötu 12 á Akureyri í mörg ár. Alltaf kom ég og mín fjölskylda til ömmu þegar við áttum leið inn á Ak- ureyri, ég var ekki búin að vera lengi á Akureyri þegar ég kom til ömmu og var maður rétt kominn þegar hún hellti upp á kaffi og kom með bakkelsi sem hún útbjó oft sjálf, þ. á m. klein- ur, kryddkökur, lummur, soðið brauð og fl. og fl. Alltaf hélt hún að maður væri svangur þó maður borðaði sig alltaf saddan og talsvert meira en það. Stelpunum okkar finnst amma í Oddó gera bestu kartöflustöppu sem þær hafa smakkað, hún var mjög góð og allt öðruvísi en hjá öllum öðrum. Kúmenkaffið var nú líka alveg ein- stakt hjá henni ömmu minni. Amma hafði alltaf minnið í mjög góðu lagi, nema undir það síðasta, ég man alltaf þegar hún var að biðja mig að fara í búð fyrir sig og ég skrifaði niður það sem hún bað mig að kaupa, sagði hún alltaf, heldurðu að þú þurfir að skrifa þetta, kannski 4–5 hlutir. Henni fannst það óþarfi, ég hlyti nú að muna þetta. Fyrstu jólin mín og mannsins míns sem voru 1982 vorum við hjá ömmu í Oddó því þá fæddist eldri dóttir okkar, Vilborg, 19. desem- ber og var ekki gott að fara út í Grímsey 24. desember. Það var nú ekki mikið mál að fá að vera hjá ömmu í Oddó og eldaði maðurinn minn léttreyktar svínakótelettur í raspi og fannst ömmu það alveg ald- eilis fínt, fannst henni það nú alveg óþarfi að Siggi eldaði og það um jólin. Svona var hún amma, henni fannst hún þurfa að gera hlutina sjálf. Hún var alltaf fyrst að vaskinum ef það voru veislur einhvers staðar í fjöl- skyldunni, þá var amma mætt í upp- vaskið og þurfti ekki veislur til. Hún var aldrei aðgerðarlaus, var búin að prjóna sokka á alla sem hún þekkti og meira til, og spurði mig oft hvort ég ætti ekki snúninga af Sigga til að prjóna neðan við því þá var hún fljót- ari með sokkana. Ef ég var ein þegar ég kom til hennar spurði hún alltaf eftir stelpunum mínum og Sigga og hvort það væri nóg að gera hjá hon- um, alltaf var henni umhugað um aðra. Svo talaði hún oft um þetta gamla fólk, hún spurði mig oft eftir gömlu hjónunum, það eru tengdafor- eldrar mínir sem eru 14 og 15 árum yngri en hún, henni fannst hún sjálf ekkert gömul. Ég á eftir að sakna þess mikið að geta ekki farið í kaffi til ömmu og stoppað hjá henni stund. Ég þakka þér, elsku amma mín, fyrir allar samverustundirnar sem við áttum og allt sem þú gerðir fyrir okk- ur í gegnum öll árin. Það var ómet- anlegt, ég mun sakna þín mikið en við sjáumst seinna, eldhressar að vanda. Ég votta öllum sem um sárt eiga að binda mína dýpstu samúð. Þín dótturdóttir, Steinunn. Mér finnst erfitt að hugsa til þess að amma mín sé ekki lengur á meðal okkar. Elsku besta amma mín sem alltaf var svo hress og frísk. Eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til ömmu er þegar hún og afi komu í heimsókn til okkar í sveitina. Þau komu þá yfirleitt með Siglufjarðarrútunni, eins og við kölluðum hana. Oft var ég og kannski systkini mín að sækja kýrnar og reka heim, þegar rútan var að koma í hlað- ið heima. Það var alltaf mikil tilhlökk- un að hitta þau. Stundum hlupum við systkinin til að taka á móti þeim á hlaðinu. Eða við komum kúnum í fjós- ið og hlupum inn í hús og gægðumst hálffeimin inn um dyrnar eins og til að athuga hvort okkur yrði veitt athygli þarna í dyragættinni. Stundum var smá nammi stungið upp í litla munna. Nammið sem kom frá Akureyri fannst mér líka alveg einstakt og ennþá betra ef að það var frá ömmu og afa. Þegar ég hugsa til þessa tíma, í sveitinni, þá finnst mér að alltaf hafi verið sólskin og blíða, alltaf gott veð- ur. Mér fannst alltaf gaman og fróð- legt að hlusta á frásagnir ömmu, af því þegar hún var að alast upp í sveit- inni. Bærinn hennar hét Hrúthóll. Oft stóð hún við stofugluggann heima hjá okkur og virti fyrir sér sveitina sína. Hún talaði oft um þegar hún rak kýrnar upp í fjallið, upp fyrir hólana. Ég fór stundum með ömmu í bíltúr um sveitina. Alltaf rifjaði hún upp eitthvað fróðlegt. Hún þurfti ung að árum að annast heimilið og tvö yngri systkini sín því foreldrana misstu þau með stuttu millibili. Það hlýtur að hafa verið oft erfitt. Eftir það fluttu þau niður í kaupstaðinn, til Ólafsfjarðar. Það var alltaf notalegt að koma í litlu íbúðina hjá ömmu og afa, í Odd- eyrargötunni, og þar var alltaf nóg pláss fyrir alla og oft glatt á hjalla. Amma mín var stolt kona og fór aldrei út úr húsi nema vel til höfð, bar virðingu fyrir sér og sínum. Henni féll sjaldan verk úr hendi. Amma mín var kattþrifin bæði innan húss sem utan, aldrei sá ég rykkorn hjá henni. Hún er búin að prjóna mörg „plögg“ eins og hún sagði stundum, sokka og vett- linga um ævina sem hafa hlýjað mörgum. Hún bjó til dæmis til sápu sem gott var að nota á mjög óhreinan fatnað. Hún var alltaf að baka, pönnu- kökur kryddbrauð, hafrakökur og frægar eru innan fjölskyldunnar kryddkökurnar hennar ömmu. Þær voru hvergi betri en hjá henni. Sér- staklega var yngsta kynslóðin sólgin í þær. Kindakæfan hennar var líka al- veg einstaklega góð. Það á eftir að verða mikill söknuður hjá mér að geta ekki lengur umgeng- ist og knúsað hana um næstu jól eins og oft áður. Amma var alveg sérfræðingur í að þvo hárið mitt þegar ég var hjá henni. Ég var yfirleitt með mikið sítt hár. Mér fannst alltaf frábært þegar hún fléttaði nokkrar fléttur í blautt hárið. Þegar þær voru síðan teknar úr dag- inn eftir var það fallega liðað. Amma kenndi mér margt nytsamt. Oft hringdi hún í mig og ég í hana, hringdi hún oft bara til að tala. Alltaf þurfti hún þó að spyrja um litlu fjöl- skylduna mína, hvort litlu langömm- ustrákarnir væru frískir og að Palli hefði næga vinnu, var ánægð ef að all- ir voru frískir. Guð geymi þig, elsku amma. Þín, Ólöf Kristín Stefánsdóttir. Elsku amma Óla. Nú hefur þú kvatt þennan heim og komin á vit nýrra ævintýra og er ég nokkuð viss um að þú standir þar fyr- ir framan pottana. Þegar ég fer að rifja upp mínar minningar um þig þá einhverra hluta vegna tengist það flest mat. Ég man eftir mér mjög ungri að biðja þig um kaffi með miklum sykri svo ég gæti dýft kringlunni minni í. Þú gerðir heimsins bestu kartöflu- stöppu, sama hvað hver reynir, aldrei verður hún jafn-góð og hjá þér, elsku amma. Fyrstu jólin mín hélt ég hjá þér með mömmu og pabba. Ég var þá reyndar aðeins 5 daga gömul og er ég nokkuð viss um að það hafi verið dekrað við okkur af þinni einstöku al- úð. Kæfan þín var einnig sú besta. Mín minning úr æsku er einnig sú að í hvert skipti sem ég kom í bæjarferð utan úr Grímsey með mömmu og pabba þá var okkar fyrsta stopp amma í Oddó. Alltaf var tekið vel á móti okkur og mátti maður sko ekki fara aftur án þess að borða helst yfir sig. Svo gistum við oft hjá þér í stof- unni og man ég að það var alltaf eitt- hvert hljóð sem maður heyrði, suð eða eitthvað álíka og það var svo notalegt í bland við bílaumferðina sem maður var ekki vanur að heyra í, svona yfir nóttina. Mig langar með þessum orð- um að kveðja þig, elsku amma Óla eins og ég kallaði þig alltaf. Þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Megi guð blessa minn- ingu þína. Þín Vilborg. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar Mannsævin er mis- löng en níutíu ár er löng ævi og þeim aldri náði hún amma mín, Inga amma eins og hún var ætíð kölluð hjá okkur. Amma hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og var fylgin sér og alltaf bar hún hag manns fyrir brjósti. Hún var yfir- leitt alltaf glöð og kát og stutt í hláturinn. Ég á margar ljúfar minningar frá Lækjargötu 16 í Hafnarfirði þar sem amma bjó lengst af. Árlega kom fjölskyldan saman til að setja niður og taka upp kartöflur. Amma sá um kaffið og fylgdist með að allt Ingileif Steinunn Þórarinsdóttir ✝ Ingileif Stein-unn Þórarins- dóttir fæddist á Úlfsá á Ísafirði 8. júní 1918. Hún lést á Sólvangi 3. ágúst síðastliðinn. Útför Ingileifar fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 11. ágúst færi nú vel fram. Við komum líka saman á jólunum og þá feng- um við iðulega hangi- kjöt og allt þetta und- irbjó amma fyrir okkur. Þegar ég var orðin eldri og komin með bílpróf þá fór ég oft ein til Ingu ömmu en þá fannst mér ég stundum eins og ég væri að kynnast henni upp á nýtt því vegna þeirrar heyrnar- skerðingar sem hún bjó við var auð- veldara að spjalla við hana ein. Ég naut þess líka að koma til hennar í heimsókn með börnin mín þegar hún bjó á Sólvangsvegi og síðar á Sólvangi. Ég kynntist aldrei Guðna afa mínum en hann dó þegar amma var ung kona og amma giftist ekki aftur og nú eftir þeirra langa aðskilnað hittast þau á ný á nýjum stað. Guð geymi Ingu ömmu. Margrét. SENDUM MYNDALISTA ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VIGDÍSAR MATTHÍASDÓTTUR, Vallarbraut 1, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness fyrir góða umönnun. Ingveldur Sveinsdóttir, Guðni G. Jónsson, Jóhanna Lýðsdóttir, Hlynur Eggertsson, Sigmundur Lýðsson, Þorgerður Benónýsdóttir og ömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu fjölskyldunni samúð og hýhug vegna andláts HREINS PÁLSSONAR Sérstakar þakkir til starfsfólks Krabbameinsdeildar Landspítalans v/Hringbraut og Hjúkrunarþjónustu Karitasar. Stella E. Kristjánsdóttir, Sigurbjörg Sveinsdóttir, Sig. Óttar Hreinsson, Guðrún Arnardóttir, Páll Hreinsson, Guðný Hallgrímsdóttir, Íris Hreinsdóttir, Marc Vincenz, Hreinn Ingi Hreinsson, Hildur Hrund Hallsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SÓLVEIGAR GUÐRÚNAR JÓNASDÓTTUR, Holtagerði 3, Húsavík, sem lést mánudaginn 21. júlí. Hólmfríður Þorkelsdóttir, Guðmundur Ágúst Jónssson, Regína Þorkelsdóttir, Aðalsteinn Gíslasson, Jónas Þorkelsson, Hólmfríður Sif Sveinbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.