Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 32
„Skjóttu fólk og eign- astu vini“ er mottóið okkar … 35 » reykjavíkreykjavík  Tónlistar- maðurinn Ólafur Arn- alds hefur verið á þeysi- reið um heimsins horn lungann af árinu ásamt strengjakvartett sínum. Þessi rétt rúmlega tvítugi tónlistarmaður sem leggur fyrir sig naumhyggju- lega tónlist í anda Arvo Pärt og Jó- hanns Jóhannssonar á þegar að baki tvær plötur og hróður hans fer nú ört vaxandi á erlendri grundu. Á dögunum hélt hann fjölsótta tónleika í Barbican höllinni í Lund- únum en er nú staddur í Þýskalandi þar sem hann hefur verið að spila ásamt Sigur Rós. Sölubás Ólafs þar hefur ekki við að moka út bolum og varningi honum tengdum en yfir hundrað plötur fara yfir borðið á kvöldi hverju. Ólafur segir að tónleikar hans með Sigur Rós hafi komið til á nokkuð skondinn hátt, fólk hafi far- ið að spyrja hann út í væntanlega tónleika hans með sveitinni en hann hafi ekkert kannast við það. Hann hringdi þá í Kjartan Sveins- son, hljómborðsleikara Sigur Rósar sem kannaðist heldur ekki við neitt. Kjartan stakk því upp á því hvort þeir ættu ekki bara að kýla á þetta, úr því að orðrómurinn væri kominn í gang, og við það var stað- ið. Ítarlegt viðtal við Ólaf Arnalds verður að finna í Lesbók Morg- unblaðsins nú á laugardaginn. Ólafur Arnalds selur og selur með Sigur Rós  Þau leiðu mis- tök urðu í um- fjöllun um Ás- dísi Rán Gunnarsdóttur í gær að hún var sögð þrítug. Hið rétta er að at- hafnakonan fjölhæfa er einungis nýorðin 29 ára. Ásdís Rán er að sjálfsögðu beðin afsökunar á þess- um annars óafsakanlegu mistökum. Ekki þrítug enn Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „UNGIR athafnamenn á Skagaströnd höfðu bara samband við mig og spurðu hvort ég væri til í að koma og kenna fólki hvernig ætti að buska,“ seg- ir tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, KK, um sérstakt busk-námskeið sem haldið verður um helgina, en hann verður aðalleiðbeinandi á námskeiðinu. „Ég spurði hvort við ættum ekki að fá einn al- vöru buskara líka, sem er ennþá að buska út um allan heim. Þeir samþykktu það þannig að ég reyndi í nokkra mánuði að hafa uppi á Leo nokkrum Gillespie sem er einn þekktasti buskari í Evrópu. Ég fann hann loksins í París, og svo kom hann bara í gær [fyrradag],“ segir Kristján. „Svo hringdi ég í Þorleif Guðjónsson bassaleik- ara sem ætlar líka að mæta. Hann var nefnilega að buska með mér í gamla daga þegar við vorum í hljómsveit sem hét The Grinders sem Professor Washboard og Big Walker Derrick voru líka í. Við vorum að buska víða um Evrópu þangað til fólk uppgötvaði okkur og við fórum í sjónvarps- þætti og spiluðum á hátíðum þar sem við hittum Van Morrison, Motorhead og fleiri,“ segir Krist- ján sem vill því meina að buskið geti borgað sig. „Það getur borgað sig ef þú ert duglegur að æfa þig. En að vera buskari er ákveðinn lífsstíll sem gengur út á að eiga ekki neitt. Það mesta sem þú gætir átt er húsbíll sem þú býrð í. Það eina sem þú þarft er matur í dag, olía á bílinn og kannski einn bjór. Ef bankarnir eiga þig ekki gengur þetta alveg, þá er hægt að fá helling út úr þessu. Ég lifði til dæmis góðu lífi á þessu, en það var á þeim tíma þegar ég átti ekki neitt, en þá var ég líka svo ríkur,“ segir Kristján sem lifði á buski á árunum frá 1985 til 1990. Hann starfaði víðs vegar um Evrópu, meðal annars í Noregi, Þýskalandi, Sviss, Austurríki og Frakklandi, með góðum árangri. „Þá kynntist ég öllu þessu buskara-gengi, þetta er eins og ein stór fjölskylda. Þetta eru vin- ir mínir enn í dag, ég er í stöðugu sambandi við þá og þegar ég fer þarna um reyni ég að hafa upp á þeim og sjá hvernig þeir hafa það.“ Aðspurður segir Kristján buskið ekki eingöngu snúast um að spila tónlist, heldur sé hægt að troða upp með hvers kyns skemmtiatriðum á götuhornum. „Þú getur til dæmis tekið þig til og farið niður á Lækjartorg að lesa ljóð eða að gleypa eld eða éta rakvélablöð og æla þeim svo upp úr þér bundnum saman með bandi,“ segir hann. En hvernig er hægt að kenna busk? „Við ætl- um að miðla af okkar reynslu í þessu, því það þarf að huga að ýmsu. Til dæmis ef maður ætlar að spila á gítar eða annað hljóðfæri þarf maður að vita hvar má spila, hvaða lög eru best á göt- unni, hvaða græjur maður þarf þegar maður kemst ekki í rafmagn og svo framvegis.“ Námskeið í tónlistarlegu uppistandi, buski, haldið á Skagaströnd um helgina Námskeiðið er hluti af Kántrýdögum á Skaga- strönd og hefst í dag. Öllum er heimil þátttaka, en námskeiðsgjald er 5.000 kr. Nánari upplýs- ingar má finna á www.skagastrond.is, en skrán- ing er hafin á skagastrond@gmail.com. Það borgar sig að buska Morgunblaðið/Árni Sæberg Að buska Kristján buskar á Strikinu í Kaupmannahöfn árið 2000. Tilefnið var opnun vefjarins strik.is. Busk er aldagömul aðferð listamanna til að hafa í sig og á, og er hluti af menningu margra stórborga. Þó ekki sé mikið um busk hér á landi hafa áreiðanlega flestir þeir sem til útlanda hafa komið orðið vitni að buski. Buskarar koma fram á götum og torgum með alls kyns uppistand, þeir spila, syngja, þykj- ast vera styttur o.s.frv. og vegfarendur launa þeim framtakið með peningagjöfum. Á nám- skeiðinu er buskið kynnt, hvernig eigi að bera sig að, tekjumöguleikar ræddir og fólki gert auðveldara að leika fyrir framan áhorfendur. Hvað er busk? Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA var komið það langt að við vorum komin með samninga til yf- irlestrar og undirritunar,“ segir Helga Jónsdóttir, einn skipuleggj- enda hippahátíðar sem haldin verð- ur í Vestmannaeyjum fyrstu helgina í október, en til stóð að fá skoska tónlistarmanninn Donovan til að koma fram á hátíðinni. Það gekk þó ekki eftir. „Við vorum meira að segja farin að ganga aðeins lengra en beð- ið var um, við vorum til dæmis búin að ráða einkakokk fyrir Donovan, enda er hann grænmetisæta. En þá segir umboðsmaðurinn hans að hann sé að gefa út einhvern DVD-disk, og að útgefendur hans hafi krafist þess að hann fylgdi honum eftir. Þannig að hann kemst ekki til landsins,“ út- skýrir Helga, sem segir þó ekki loku fyrir það skotið að kappinn komi til landsins síðar. „Við erum að reyna að bóka tónleika með honum í maí, en höfum engin svör fengið.“ En þótt Donovan muni ekki láta sjá sig á hippahátíðinni verður hún engu að síður haldin í Eyjum dagana 3. og 4. október, en þetta verður sjö- unda árið í röð sem hátíðin er haldin. „Þriðja október verða stór- tónleikar hippatímans, og þann fjórða verður svo hippahátíðin,“ seg- ir Helga, en margir góðir tónlist- armenn munu koma fram á stór- tónleikunum. „Þar mun sem sagt brot af Trú- broti koma fram með Hippabandinu, það er að segja Shady Owens og Rúnar Júlíusson, en einnig neistar af Logum, sem eru Hermann Ingi og Helgi og svo Hippabandið ásamt handbremsuhippanum Bjartmari Guðlaugssyni. Svo verðum við líka með vel geymt leyndarmál, þá Davíð og Sigga, sem eru miklir Kinks- aðdáendur og munu flytja lög eftir þá. Síðast en ekki síst má svo nefna Papana sem ætla að koma fram í næstum því upprunalegri mynd,“ segir Helga sem skipuleggur hátíð- ina ásamt manni sínum, Arnóri Her- mannssyni. Nánar verður sagt frá hátíðinni þegar nær dregur. Hippahátíð haldin í Eyjum Donovan Kemur ekki til landsins að þessu sinni en kannski seinna.  Donovan hársbreidd frá því að mæta  Papar snúa aftur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.