Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helga Einars-dóttir fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1965. Hún lést á heimili sínu 31. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Rósa Guðrún Guð- mundsdóttir frá Reykjavík, fyrrv. formaður Blindra- félagsins, f. 8.10. 1923, d. 10.9. 1984, og Einar Guð- mundsson frá Litlu- Skógum í Borg- arfirði, blindrakennari, f. 3.11. 1913, d. 3.11. 1968. Helga giftist 7.12. 1991 Jakobi Sigurði Friðrikssyni, f. 25.12. 1966. Foreldrar hans eru Friðrik Eiríksson, f. 5.10. 1934, og Halla Kristrún Jakobsdóttir, f. 9.1. 1931. Börn Helgu og Jakobs eru 1) Rósa kennari við Húsdýragarðinn 1991 til 1994, vann við endurhæfingu blindra og sjónskertra í Finnlandi 1995, vann 1996 til 1998 hjá Blindrafélaginu við fræðslu og endurhæfingu blindra og sjón- skertra, 1998 til 1999 kennari við Öskjuhlíðarskóla, 1999 til 2000 hjá Sjónstöð Íslands við end- urhæfingu blindra og sjónskertra. 2000 til 2002 vann Helga hjá Royal New Zealand Foundation for the Blind að endurhæfingu blindra og sjónskertra á Nýja- Sjálandi, 2004 til 2006 hjá Sjón- stöð Íslands, 2007 til 2008 sem kennsluráðgjafi hjá Þjónustu- miðstöð Laugardals og Háaleitis og loks árið 2008 sem starfsmaður Blindrafélagsins, m.a. við upp- byggingu á þekkingarmiðstöð í málefnum blindra og sjónskertra. Auk þessa kom Helga víða við í málefnum fatlaðra, s.s. í aðgengis- og mannréttindamálum. Útför Helgu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Kristrún, f. 24.9. 1989, unnusti Pétur Már Sigurjónsson, f. 9.8. 1989, 2) Páll, f. 31.10. 1991, og 3) Karl, f. 30.7. 1999. Helga lauk kenn- aranámi B.Ed. frá Kennaraháskólanum árið 1989, stundaði finnskunám við Há- skóla Íslands 1989 til 1991. Árið 1995 lauk Helga námi í endur- hæfingu blindra og sjónskertra við Arla Instituutti í Finnlandi. Helga lagði frá árinu 2005 stund á meist- aranám í fötlunarfræði við Há- skóla Íslands og hefði útskrifast nú á haustmánuðum 2008. Helga starfaði víða að uppeld- is-, kennslu- og endurhæfingar- málum barna og fullorðinna, var Helga mágkona mín er farin í ljósið eilífa. Hún var ljósberi sjálf í lífinu á margan hátt og þannig vil ég minnast hennar. Maður syrgir aðeins það sem er gott og göfugt og manni þykir vænt um. Ég syrgi Helgu mágkonu mína af öllu hjarta. Og ég finn svo óendanlega mikið til með Jakobi, Rósu, Palla og Kalla. Í einu vetfangi breytist allt. Það sem skipti máli í gær skiptir engu í dag. Minningarnar streyma fram: Helga að segja skemmtisögur í eldhúsinu sínu, bjúgnavinafélagið, kartöflubrauð, stöku tilsvör og öðruvísi sýn á aðstæð- ur, atorkusemi hennar og samkennd með fólki, jákvæðni og umburðarlyndi, náttföt og nýjar kartöflur úr safnhaug og smíði ýmissa nytjahluta. Yfirleitt tókst henni að sjá spaugilegri hliðar til- verunnar og gera þannig allt bæri- legra, jafnvel bráðskemmtilegt, og stríðnin var aldrei langt undan. Hún hafði þann einstaka hæfileika að geta skapað ævintýri í daglegu amstri og notið hverrar stundar. Hún vissi að hún átti það sem dýrmætast er í lífinu, fjölskylduna sína; lukkuriddarann sinn og börnin sín. Sjálf hefur Helga ekki farið varhluta af erfiðari verkefnum lífsins, en hún kaus að gera meira úr þeim sem voru spennandi og skemmti- leg. Helga átti auðvelt með að vinna með fólki og fyrir fólk, gefa von og næra andann. Hennar pólitík var ekki flokksbundin, heldur miðaði að bætt- um lífsgæðum blindra/fatlaðra, en þó einkum barna og fjölskyldna þeirra. Hún kom víða við og vann ómetanlegt starf í þeim efnum. Hún var einn af máttarstólpunum, sú sem styrkti stoð- irnar og bætti mannlífið. Vonandi ber- um við gæfu til að halda áfram í henn- ar anda og nýta rannsóknir hennar og framtíðarsýn í því sambandi. Hún hafði lokið meistaraprófsnámi í fötlun- arfræði, en skjalið og þar með titilinn hafði hún ekki fengið í hendur. Helga var og er ein skemmtilegasta manneskja sem ég hef þekkt, skarp- greind og greinandi, víðsýn og allt um- vefjandi, hugsjóna- og baráttukona með mikla réttlætiskennd og mikið skap, sem hún notaði spari. Í mínum huga hefur hún komið meira í verk en margir gera á lengri tíma og hún var rétt að byrja. Nám hennar og störf hafa helgast af áhuga hennar og hug- sjónum, enda hafði hún meðbyr í fjöl- skyldunni sinni. Hún vílaði ekki fyrir sér að sækja nám og vinnu heims- horna á milli með fjölskylduna sína enda þorin og ævintýragjörn útivist- arkona. Ræktaði líkamann ekki síður en andann á ferðalögum með fjöl- skyldu og vinum. Helga hefur ásamt Jakobi sínum skapað yndislegt heimili og fjölskyldu- líf sem einkennist af kærleika, virð- ingu og umhyggju. Börnin þrjú eru öll afar vel gerð og dugleg í því sem þau taka sér fyrir hendur, enda fyrirmynd- irnar góðar. Ég get ekki kvatt Helgu mágkonu mína, enda ætla ég mér að hitta hana aftur, en ég hugsa til hennar í kærleika hjartans og með þakklæti fyrir allt. Ég bið Skaparann að leiða hana í ljósi sínu og blessa alla þá sem þykir vænt um Helgu og sakna henn- ar. Mest af öllu bið ég fyrir Jakobi, bróður mínum, Rósu, Palla og Kalla, en líka fyrir Pétri, Ninnu, Gógó, Jó- hannesi, fóstra mínum og vinunum hennar góðu. Sigurborg. Lífið er gleði, lífið er ást, umhyggja, sól í heiði og samvera manna. Dauðinn er kaldur og myrkur og birtist þegar minnst varir. Frænka mín, Helga Ein- arsdóttir, er látin aðeins tæpra 43 ára. Minning mín um hana er bros og birta, sindrandi augu og væntumþykja. Það var á Helgugötu 11 í Borgarnesi sem ég sá þessa nýju frænku fyrst. Það var matarboð með kaffi og konfekti á eftir. Þá þegar var Helga orðin augu móður sinnar. Passaði að mamma tæki allan pappírinn utan af konfektmolanum. Síðar spurul frænka sem allt vildi vita. Helga sýndi strax ótrúlegt sjálfstræði og sást það best á klæðaburði hennar. Hún fór þar ekki troðnar slóðir. Svo mjög að mörgum gömlum „töntum“ þótti nóg um. Þegar þessi bráðunga frænka mín birtist í marglitum fatnaði sem minntu á móður jörð hlýnaði mér um hjartarætur. Svo var hún svo skemmtileg og hláturmild. Fjölskyldu eignaðist hún líka með honum Jakobi, þrjú mannvænleg börn. Það var stolt móðir sem ég hitti á göngum MH í vor þar sem frumburðurinn hún Rósa hafði staðið sig með prýði. Ferð frænd- systkina, Jakobs og Jóhannesar föð- urbróður okkar, í Borgarfjörðinn verð- ur nú í ljósi nýliðinna atburða sem lokakafli í sinfóníu um fegurð og gleði. Harmurinn hvergi nærri. Farið að Litlu-Skógum. Leiði afa og ömmu heimsótt og ógleymanlegar móttökur að Arnbjargarlæk þar sem Jóhannesi var fagnað, gestum boðið til stofu, hús- bóndinn fór á kostum og gestir skemmtu sér hið besta. Þar endar sag- an, sagan okkar Helgu og þó. Eftir lifa góðar minningar sem verma hjarta mitt. Því þegar góður vinur fellur frá er gott að hafa í huga orð Isabel Al- lende sem hún leggur í munn deyjandi móður Evu Lúnu: „Dauðinn er ekki til dóttir góð. Fólk deyr bara þegar enginn man lengur eftir því – útskýrði hún fyrir mér skömmu áður en hún skildi við. – Ef þú manst eftir mér verð ég alltaf hjá þér.“ Fyrir hönd systkina minna og móð- ur sendi ég Jakobi, Rósu, Páli og Karli einlægar samúðarkveðjur. Gísli Þór Sigurþórsson. Mín kæra frænka Helga Einars- dóttir lést 31. júlí sl., aðeins 42 ára að aldri. Þetta var ótrúlega óvænt og sorgleg frétt, sem varla var hægt að trúa. Deginum áður hafði hún haldið upp á 9 ára afmæli sonar síns ásamt fjölskyldunni, brosmild og eldhress að vanda. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Helgu kynntist ég strax eftir að hún var nýfædd og komst í nána snertingu við litla krúttið en þær mæðgur dvöldu hjá okkur mömmu um nokkurn tíma. Hún var skírð í höfuðið á ömmu Helgu eins og ég og fannst mér mikið til koma. Umgangur varð síðan alltaf mikill, ekki síst þar sem að Helga missti föður sinn 3ja ára gömul. Héld- um við t.d. alltaf jól saman í mörg ár og eru minningarnar skemmtilegar og eftirminnilegar. Helga missti síðan móður sína 19 ára gömul og tók þá við erfitt tímabil. Helga hitti síðar eigin- mann sinn Jakob Friðriksson sem breytti lífi hennar. Hann gaf henni þá hamingju, sem hún hafði beðið eftir. Fjölskylda varð til og ríkti mikill kær- leikur, ást og samvinna á því hemili. Sjaldan hef ég kynnst eins líflegri og samhentri fjölskyldu. Helga var óvenjulega kröftug og lífsglöð manneskja. Þá var hún fljót að tileinka sér nýja hluti og lét ekki stöðva sig. Sem dæmi um það þá hóf hún aftur nám við Háskóla Íslands í fötlunarfræðum og hefði lokið meist- aragráðu nú í haust. Áður hafði hún út- skrifast frá Kennaraháskólanum svo og lauk hún blindraráðgjafanámi í Finnlandi og prófi í finnsku frá HÍ. Helga starfaði að málefnum blindra mestalla sína tíð. Til að auka við þekk- ingu sína á því sviði fór hún ásamt fjöl- skyldu sinni til Nýja Sjálands og starf- aði þar um tíma með góðum árangri. Þessi ferð lýsir Helgu vel en hún lét fátt sér í augum vaxa. Á þessu ferða- lagi stoppaði fjölskyldan hjá okkur í Los Angeles, en þá var Kalli, yngsti sonurinn, aðeins 6 mánaða gamall. Það var þó lítið mál af þeirra hálfu. Öll unnu þau saman á aðdáunarverðan hátt og allt gekk upp. Þá var Helga mjög vinmörg og var oft mikið líf í tuskunum á heimilinu. Þar var bakað, eldað, skrafað og hleg- ið. Útilíf átti einnig vel við Helgu og alla fjölskylduna. Fóru þau saman upp um fjöll og firnindi. Þá voru t.d. árlegir viðburðir að fara upp á Skaga í veiði- ferð og tók auðvitað öll fjölskyldan þátt í veiðunum. Oft veiddist vel og fengu þá vinir að njóta þegar heim var komið með aflann. Helga var einnig meðlimur í Hjálparsveit skáta og voru ófáar göngurnar sem hún fór á þeirra vegum. Vart er hægt að átta sig á að Helga sé búin að yfirgefa þetta líf, hún sem var á besta aldri og í blóma lífsins. Því- líkur missir. Enn heyrist hennar dill- andi hlátur. Ég votta Jakobi og börn- unum Rósu, Palla og Kalla mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Helgu Einarsdóttur. Hún gaf ríkulega af sér í þessu lífi. Helga Magnúsdóttir. Kveðja frá Blindrafélaginu Helga „okkar“ Einars, eins og hún var gjarnan nefnd af mörgum fé- lagsmönnum og starfsmönnum Blindrafélagsins, var einn ötulasti tals- maðurinn fyrir réttindum, sjálfstæði og virðingu blindra og sjónskertra ein- staklinga hér á landi. Að hún skuli hafa fengið viðhengið „okkar“ við nafnið sitt sýnir betur en margt annað í hversu miklum metum hún var hjá hinum fjöl- mörgu félagsmönnum sem kynntust henni. Það má segja að Helga hafi drukkið í sig baráttuandann með móð- urmjólkinni þar sem móðir hennar, Rósa Guðmundsdóttir, var blind og ötul í réttindabaráttu blindra og sjón- skertra. Rósa var formaður Blindra- félagsins um nokkurra ára skeið og þær mæðgur bjuggu m.a. í Blindra- félagshúsinu. Skilningur Helgu á að- stæðum blindra og sjónskertra var þannig vaxinn upp úr grasrótinni og þegar hún svo bætti við sig fagmennt- un á þessu sviði var innsæi hennar og Helga Einarsdóttir ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, FJÓLA VERONIKA BJARNADÓTTIR, Jaðarsbraut 23-5, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 10. ágúst. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 14.00. Hinrik Haraldsson, Haraldur V. Hinriksson, Hrönn Hafliðadóttir, Bjarney R. Hinriksdóttir, Alex Hinrik, Hjörvar og Húgó Haraldssynir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÖRTÞÓR ÁGÚSTSSON rafvirkjameistari, Skúlagötu 40a, Reykjavík, sem lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 7. ágúst, verður jarðsunginn frá kirkju Óháða safnaðarins föstudaginn 15. ágúst kl. 15.00. Hjörleifur Hjörtþórsson, Ásta Leifsdóttir, Rannveig Hjörtþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS GÍSLA KRISTJÁNSSONAR, Lóurima 7, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahúss Selfoss og hjartadeildar 12E á Landspítalanum við Hring- braut. Steinunn Yngvadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR HAFSTAÐ, Aragötu 12, lést 9. ágúst. Útförin fer fram frá Neskirkju hinn 25. ágúst kl. 13.00. Þórunn Kielland, Jakob de Rytter Kielland Ingibjörg Hafstað, Hildur Hafstað, Ragnar Hafstað, Þórdís Úlfarsdóttir, Sigríður Hafstað, Árni Hafstað, Uloma Hafstað, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓRUNN HADDA EGILSDÓTTIR, Linnetsstíg 2, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 12. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Ingiberg Þ. Halldórsson, Katrín Ingibergsdóttir, Jóhann A. Guðmundsson, Bergþór Ingibergsson, Sirivan Khongjamroen, Egill Ingibergsson, Anna María Sveinbjörnsdóttir, Guðbjörg Ingibergsdóttir, Ólafur Haukdal Bergsson, Halldór Ingibergsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri stjúpfaðir, afi og langafi, ÁRNI GUNNAR SVEINSSON, Hrafnistu, Reykjavík, lést þriðjudaginn 12. ágúst síðastliðinn. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.