Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þeir eru að bjóða samráð, skipstjóri. VEÐUR Getur það verið að síminn sé afturfarinn að hringja hjá Framsókn- arflokknum í borgarstjórn?     Það verða að teljast óvænt enánægjuleg tíðindi fyrir Óskar Bergsson, oddvita borgarstjórn- arflokksins, sem ekki hefur tekist að sópa fylgi aftur að flokknum eftir að REI-málið klúðraðist og Björn Ingi Hrafnsson vék af vettvangi.     Nú síðast mæld-ist Fram- sóknarflokkurinn með 2,1% fylgi í skoðanakönnun Capacent, aðeins 0,3% yfir F- listanum sem hef- ur haft allt á móti sér undanfarna mánuði.     Eflaust spilar það inn í að ÓskarBergsson lék ekki stórt hlutverk framan af kjörtímabilinu, enda var hann þá varaborgarfulltrúi, og hann er enn tiltölulega óþekktur meðal borgarbúa. Ef sjálfstæðismenn og framsókn- armenn mynda meirihluta, þá skap- ar það hins vegar flokknum vígstöðu á ný í höfuðborginni. En það yrði einnig brúarsmíði eftir þann trún- aðarbrest sem varð á milli þessara tveggja flokka í borg og landsmálum á undanförnum árum. Enda má glöggt heyra á Guðna Ágústssyni, formanni Framsóknarflokksins, að hann greinir tækifæri í stöðunni.     Ýmsir hafa spreytt sig sem leiðtog-ar í borgarstjórn á kjör- tímabilinu, en alla skort úthald. Nú kalla borgarbúar á breytingar. Ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkur ná saman hafa nýir forystumenn tvö ár til að sanna sig. Spurningin er sú hvort þeim tekst að innleiða ný vinnubrögð í Ráðhúsinu og end- urvekja traust borgarbúa.     Tvö ár eru langur tími í pólitík. STAKSTEINAR Óskar Bergsson Óvænt tækifæri fyrir Framsókn SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                   *(!  + ,- .  & / 0    + -              12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (      ! !"           !! #!  # :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?   # # # #  # # #  #   # #  #    #                                   *$BC                 ! "#  $ %  %   *! $$ B *! $ % & ! !% !   '  (  )( <2 <! <2 <! <2 $ ' &  !*  " +!,(- DB E                  *  &   %  %  %  '      !   % /           (  )   *%  % )#  + %      ,   )#  -   <7     % %  %  '  )#  + %      !  . % /,     ./!!(00 ( !!1 ( (!*  " Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR STJÓRN Læknafélags Íslands (LÍ) hélt í fyrrakvöld fund þar sem m.a. var ákveðið að lýsa yfir stuðningi við kjarabaráttu ljós- mæðra. „Við er- um sammála þeirra áherslum að menntun, ábyrgð og reynsla eigi að skila sér í laun- um,“ segir Birna Jónsdóttir, for- maður LÍ. Læknar eiga sjálfir eftir að semja um sín kjör en í byrjun júlí sl. höfn- uðu félagsmenn LÍ tilboði ríkisins um 20.300 kr. hækkun grunnlauna. Birna segir stöðuna nú vera þá að stjórn LÍ, sem skipar samninga- nefnd félagsins, hafi ákveðið á þess- um sama fundi að nefndin myndi starfa áfram og reyna að ná samn- ingum við ríkið. Enginn fundur hefur verið boðað- ur enn þar sem bæði ríkissáttasemj- ari, Ásmundur Stefánsson, og for- maður samninganefndar ríkisins, Gunnar Björnsson, eru að sögn Birnu í sumarfríi. Að fríunum lokn- um fer formleg fundarbeiðni frá LÍ til sáttasemjara. ylfa@mbl.is Styðja kjara- baráttu ljósmæðra Læknar eiga eftir að semja um eigin laun Birna Jónsdóttir Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is SÆTTIR hafa tekist um breytingar á Nýbýlavegi í samræmi við tillögur bæjarráðs Kópavogs frá 12. júní. Þær fela í sér færslu á veglínu í suður frá fjölbýlishúsi við Lund 1. 23. júní s.l. var lögbann lagt á frekari framkvæmdir á 150 metra kafla við Nýbýlaveg, næst fjölbýlishúsinu við Lund 1. Það var gert að kröfu íbúanna en kröfu þeirra þess efnis að umferð yrði stöðvuð til vesturs frá hring- torginu, sem stendur næst húsinu, var hafnað. Húsfélagið taldi að umferðarmannvirkin við húsið stæðu sex metrum of nálægt því miðað við gildandi deiliskipulag og vildi að þau yrðu færð. Bæjarráð Kópavogs lagði til að mannvirkin yrðu færð sex metrum fjær húsinu og nú hefur um það náðst sátt. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri segir að framkvæmdirnar við hringtorgið hafi ekki ver- ið langt á veg komnar og því verði lítið verk að færa það. „Þetta mun kosta einhverjar fáeinar milljónir sem bærinn mun greiða að hluta. Ég held að þetta mál hafi verið leyst á mjög farsælan hátt.“ Sáttum náð í Nýbýlavegarmáli  Að tillögu bæjarráðs verður veglínan færð sex metrum fjær húsinu við Lund 1 Eftir Hafþór Hreiðarsson Húsavík | Félag þingeyskra kvenna í Reykjavík kom færandi hendi í Snæ- land á Húsavík fyrir skömmu og færði geðræktarmiðstöðinni Setrinu sem þar er til húsa góða gjöf. Guðrún Jóhannsdóttir, fyrsti formaður Fé- lags þingeyskra kvenna, afhenti gjöf- ina en um er að ræða 200 þúsund krónur sem þegar hafa verið nýttar til tækjakaupa fyrir Setrið. Guðrún Jóhannsdóttir sagði það vera spennandi að koma í Snæland og sjá þá frábæru hluti sem verið er að gera í Setrinu og bað þá sem þangað koma að njóta vel. Alma Lilja Ævars- dóttir þakkaði þessa höfðinglegu gjöf fyrir hönd Seturins og sagði þau vera þakklát fyrir að hugsað væri til þeirra og það hefði fólk reyndar gert frá stofnun Setursins. Félag þingeyskra kvenna í Reykja- vík, sem löngum hefur stutt menning- ar- og mannúðarmál hér heima í hér- aði, á 35 ára afmæli á þessu ári og er Kristín Helgadóttir núverandi for- maður þess. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Gjafmildi Stefán B. Sigtryggsson og Sigurbjörg Jóhannesdóttir tóku við gjöfinni, 200 þúsund kr., úr hendi Guðrúnar Jóhannsdóttur. Félag þingeyskra kvenna lætur gott af sér leiða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.