Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is Akureyri | Háskólinn á Akureyri hef- ur vaxið mikið á undanförnum ár- um bæði með tilliti til fjölda nem- enda og námsframboðs. Hins vegar hefur húsnæðiskostur skólans ekki tekið sama vaxtarkipp. Ekki hing- að til að minnsta kosti. En um síðustu mánaðamót var tekið stórt skref til bóta þegar 40 íbúðir bættust við stúdentagarða skólans í Kjalarsíður. Um er að ræða 28 3ja herbergja íbúðir og 12 2ja herbergja íbúðir í tveimur hús- um. Að sögn Þorsteins Gunnars- sonar rektors HA munu húsin slá á biðlista sem verið hafa eftir stúd- entaíbúðum. Þau koma sér einnig vel fyrir nemendur RES Orkuskól- ans. „Þessi hús munu einnig nýtast vel þeim nemendum sem stunda nám hér á Akureyri við RES Orkuskóla. Skólinn hefur farið vel af stað og nú stunda um 30 nem- endur nám við hann,“ segir Þor- steinn. Orkuskólinn er einkarekin stofnun sem býður upp á eins árs meistaranám í vistvænni orkunýt- ingu en formlega séð veitir Háskól- inn á Akureyri meistaragráðuna í samvinnu við Háskóla Íslands. Starfsemin færist öll á Sólborg Stækkunin á stúdentagörðum háskólans bætist við framkvæmdir sem staðið hafa yfir á Sólborg frá því í febrúar. Þar er verið að reisa fjórða áfanga að byggingum Há- skólans á Akureyri. Fjórði áfang- inn er nýbygging upp á 2.300 fer- metra að brúttóstærð en Tréverk á Dalvík reisir húsið. „Þessi fjórði áfangi mun bæta aðstöðuna til náms og kennslu til muna. Þegar honum er lokið mun nær öll starfsemi Háskólans fara fram hér á Sólborgarsvæðinu. Eins og stendur er notast við sal í Odd- fellow-húsinu og húsnæði skólans við Þingvallastræti, en frá og með 2010 verður langstærstur hluti starfsfólks skólans og nemenda hér á Sólborg,“ segir Þorsteinn. Fjórði áfanginn mun jafnframt bæta aðstöðu skólans til að geta staðið fyrir stórum ráðstefnum, þar sem byggingin sem reist verð- ur inniheldur stóran hátíðarsal sem hægt er að skipta upp með færanlegum vegg. Einnig verða þar fyrirlestrarsalir með hallandi gólfi, þrjár kennslustofur, setu- rými og anddyri. Þá verður ráðist í langþráðar framkvæmdir við bíla- stæðin. Heildarkostnaður við fjórða áfangann eru um 830 milljónir króna og kostnaður við stúdenta- garðana sem reistir voru er um 750 milljónir. Samtals eru því um að ræða framkvæmdir upp á 1600 milljónir króna. Þeim peningum er þó að mati Þorsteins vel varið: „Þetta nýja húsnæði mun gjör- breyta allri aðstöðu til kennslu og samkomuhalds, sem og aðstöðu fyrir nemendur til verkefnavinnu.“ Fjórði áfanginn Húsin lengst til vinstri munu bæta aðstöðu skólans til að standa fyrir ráðstefnum, þar sem bygg- ingin inniheldur stóran hátíðarsal. Þar verða einnig kennslustofur, fyrirlestrasalir og anddyri. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Rektor Heildarkostnaður framkvæmda er upp á 1.600 milljónir króna. Vaxtarkippur háskólans Stúdentagarðar og húsnæði skólans stækka ATVINNULEYSI var 1,1% í júlí samanborið við 0,9% á sama tíma í fyrra og jókst því um 22% á milli ára. Atvinnuleysi var 1,1% á höfuð- borgarsvæðinu og jókst um 10% frá júní. Á landsbyggðinni er það áfram 1,3%. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að eng- ar tilkynningar um hópuppsagnir hafi borist það sem af er mánuð- inum. Á vef stofnunarinnar kemur fram að 1.968 manns hafi að með- altali verið á atvinnuleysisskrá í júlí. Að jafnaði hafi 126 fleiri verið atvinnulausir en í júní og það sé 7% aukning. Atvinnuleysi karla jókst um 9% frá júní og er 0,9% samanborið við 0,8% í júní. Atvinnuleysi kvenna jókst um 5% en mælist enn 1,5% líkt og í júní. 500 manns hafa verið á skrá lengur en sex mánuði saman- borið við 477 í lok júní. 231 hafði verið atvinnulaus í meira en eitt ár í júlí og hefur fjöldi þeirra minnkað lítið eitt síðustu mánuði. steinthor@mbl.is Tæplega 2.000 manns atvinnulausir ATVINNU- og verslunarhúsnæði hefur lækkað hratt í verði að und- anförnu, langt umfram íbúða- húsnæði. Margir húseigendur standa frammi fyrir gjaldþroti vegna þess að lítið gengur að leigja húsnæði út og á meðan rjúka öll lán upp úr öllu valdi. Ingibjörg Þórð- ardóttir, formaður Félags fast- eignasala, segir að lögmál um fram- boð og eftirspurn valdi verð- lækkun. „Það er ládeyða og í raun frost á atvinnuhúsnæðismarkaði vegna þess að fjárfestar vita hvað þeir eru að gera og þeir bíða þar til um hæg- ist og verðið er komið í það sem þeir sætta sig við. Ég er hrædd um að þó nokkrir muni lenda í þeim erfiðleikum að missa frá sér ára- tugalangan sparnað og sjá það sem þeir hafa lagt í slík húsnæði verða að engu.“ Hún segist enn fremur vita um aðila sem reki stórt atvinnuhúsnæði sem sé nú orðið yfirveðsett og lítið gangi að fá inn leigu. „Því miður fleiri en einn og fleiri en tveir sem eru í þessum sömu sporum.“ Verð á hús- næði lækkar LÍÐAN mannsins sem slasaðist al- varlega eftir harðan árekstur á Suðurlandsvegi á mánudaginn er óbreytt. Samkvæmt lækni á gjörgæslu- deild Landspítalans er maðurinn enn í öndunarvél og honum haldið sofandi. ylfa@mbl.is Enn haldið í öndunarvél EFTIR að Njörður KÓ landaði þremur hrefnum í Kópavogshöfn í gærmorgun eru 30 hrefnur komnar á land af þeim 40 sem kvóti veiði- tímabilsins sagði til um. Njörður náði hrefnunum á skömmum tíma í Faxaflóa og að sögn bátsverja er sjórinn „svartur“ af þessum skepnum. Áhöfnin á Nirði mun væntanlega halda aftur til veiða í næstu viku en á vefnum hrefna.is kemur fram að báturinn muni klára kvótann í þess- um mánuði. Veiðitímabilinu lýkur 1. september nk. bjb@mbl.is Þrjátíu hrefnur á land Hvað felur 4. áfangi bygginga Háskólans á Akureyri í sér? Í nýju byggingunni sem nú er verið að reisa er hátíðasalur sem hægt er að skipta upp með færanlegum vegg. Einnig verða þar tveir fyrir- lestrasalir og þrjár kennslustofur, anddyri með upplýsingastöndum og seturými. Gengið verður frá lóðum nálægt nýbyggingum, Há- skólatorgi framan við aðal- innganga og bílastæði. Hvað áfangar komu á undan? Í fyrsta lagi fór fram mikil endur- bygging á eldri húsum sem breytt var í bókasafn og lesaðstöðu. Há- skólinn er að hluta til húsa í göml- um byggingum dvalarheimilisins Sólborgar sem var húsnæði fyrir fatlaða. Í annan stað voru nýbyggingar vígðar frá 2000-2004, en í þeim eru kennslurými, skrifstofur, af- greiðsla og húsnæði fyrir verknám heilbrigðisdeildar. Þriðji áfanginn voru endurbætur á mötuneyti, skrifstofum og hreyfisal skólans, en þeim framkvæmdum lauk haustið 2004. S&S Atvinnuhúsnæði hríðlækkar mbl.is | Sjónvarp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.