Morgunblaðið - 22.08.2008, Side 44

Morgunblaðið - 22.08.2008, Side 44
ÞÓTT sumri halli og senn komi haust eru tækifæri til heilnæmrar útivistar enn fyrir hendi og eru ýmsir á þeirri skoðun að besti árstíminn fyrir göngutúra sé síðsumars. Þessi unga stúlka verst súldinni með regnhlíf- ina að vopni. Áfram verður veður vott og því þjóðráð að draga fram regnhlífar í haustrigningunum. Morgunblaðið/Ómar Við öllu búin í vætunni FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 235. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Leiguíbúðafélög í sókn  Ný leiguíbúðafélög eru að spretta upp og sækja nú fimm til tíu félög um staðfestingu félagsmálaráðherra í hverjum mánuði. Dæmi eru um að leiguíbúðafélög í eigu byggingaverk- taka hafi tekið íbúðalán hjá Íbúða- lánasjóði á þessu ári. » 2 Samvinna um björgun  Landhelgisgæslan og bandaríska strandgæslan æfðu í vikunni við- brögð við neyðarkalli frá skemmti- ferðaskipi. Æfingin gekk vel og telja Gæslumenn nauðsynlegt að eiga samstarf við aðrar þjóðir á sviði björgunarmála. » 4 Þrjú „framhjáhlaup“  Stefnt er að því að opna tvöfalda Reykjanesbraut hinn 16. október. Þrjú svonefnd framhjáhlaup eru á veginum þar sem framkvæmdir standa yfir. Með þeim er umferð á ákveðnum kafla beint frá venjulegri akstursleið vegna framkvæmda. » 6 SKOÐANIR» Staksteinar: Ekkert umboð án … Forystugrein: Nýr borgarstjóri – nýr pólitískur tónn Ljósvaki: Þykistu geta dansað? UMRÆÐAN» Íslenskur landbúnaður í fortíð, nútíð og framtíð Hverjir eru velkomnir í Kópavog? Umhverfismat fyrir Bakka ætti … Vistvæn yfirhalning bensínháka Vélarbilanir geta verið erfiðar … Hart barist í sveitum landsins Loeb vinnur þýska rallið sjöunda … BÍLAR »  2 2 2 2 2 3$ )4! - ( ) 5      2 2 2 2 2 2 2 +6&0 !   2 2 2 2 2 2 7899:;< !=>;9<?5!@A?7 6:?:7:7899:;< 7B?!66;C?: ?8;!66;C?: !D?!66;C?: !1<!!? E;:?6< F:@:?!6=F>? !7; >1;: 5>?5<!1(!<=:9: Heitast 18°C | Kaldast 11°C  Sunnan og suðvestan 5-13 m/s og skýjað en ú́rkomulítið fram eftir degi. Síðdegis rignir fyrir sunnan og vestan. » 10 Á hvað hlusta hlaup- arar til að komast í rétta gírinn? Til dæmis U2, Toto og Taio Cruz. Líka Seb- astian Tellier. » 36 ÍÞRÓTTIR» Ís, urr og eldmóður AÐALSMAÐUR» Segir íslenska karlmenn frekar seinþroska. » 39 Stöð 2 býður upp á nýja íslenska þætti í vetur, en leikið ís- lenskt efni er í for- gangi. Þar á meðal er Dagvaktin. » 35 SJÓNVARP» Grín, lög og rómantík KVIKMYNDIR» Draugur í harmleik á Shorts & Docs. » 38 TÓNLIST» Lay Low í viðtali í Bill- board-tímaritinu. » 34 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Skreið út úr brennandi flakinu … 2. Gísli Marteinn fær launahækkun 3. Andlit Iceland gjaldþrota 4. Svik, lygi og pólitísk slátrun  Íslenska krónan styrktist um 0,4% Margir spara peninga með því að búa til heima- gerðar pitsur. Kostnaður við slíka dásemd er ekki mikill þegar hráefnið er ein- falt, en ætli fólk hins vegar að splæsa aukalega í sælkeravörur getur það verið varasamt. Dæmi um vöru sem getur tvöfaldað hrá- efniskostnað einfaldrar pitsu eru kryddlegnir ætiþistlar frá Sacla. Ein krukka sem inniheldur 285 grömm af kryddlegnum ætiþistlum frá Sacla kostar 755 kr. í Krónunni í Jafnaseli, og 794 kr. í Þinni versl- un við Seljabraut. Sama vara er dýrust í Nóatúni, en þar kostar krukkan 859 kr. Þótt kostnaður við heimagerða pitsu með sælkerahráefnum slagi hátt upp í heimsenda böku, er upp- lifunin sennilega ekki sambærileg. liljath@mbl.is Auratal Íslenska lands- liðið í hand- knattleik fær ekki keppnisrétt á heimsmeist- aramótinu í greininni og gildir einu hvernig fer á Ól- ympíuleikunum. Hefur borið á því að margir telji svo vera en það er ekki rétt. Ekkert sæti á ÓL gefur sæti á HM sem fram fer í Króatíu í byrj- un næsta árs. Voru umspils- leikir Íslands gegn Makedón- íu í byrjun sumars eina tækifærið til að komast þang- að. Veronica Campbell Brown vann 200 metra spretthlaupið á leik- unum í gær en sá ár- angur þýddi að keppendur frá Ja- maíku unnu allar spretthlaups- keppnisgreinar Ólympíu- leikanna að þessu sinni. Áður hafði hinn magnaði Usain Bolt unnið 100 og 200 metra sprett- hlaup karla og Shelly-Ann Fra- ser vann 100 metra sprett- hlaupið í kvennaflokki. Rohullah Nikpai frá Afgan- istan fer vænt- anlega afar sáttur frá Kína. Þessi fyrsti gull- verðlaunahafi lands síns á ÓL, í taek- wondo, nældi sér ekki aðeins í gullverðlaun heldur fékk hús og bíl í kaupbæti. Húsið að gjöf frá Hamid Karzai forseta landsins og bílinn frá afgönsku fjárfestingarfyr- irtæki. » íþróttir INN á borð mannanafnanefndar hafa borist 35 nöfn síð- an í mars. Þar af voru 22 samþykkt, 11 var hafnað en ákvörðun um tvö nöfn var frestað. Meðal annarra voru samþykkt kvennanöfnin Asírí, Elsí og Bassí. Karlmanns- nöfnin Sporði, Skær, Rúbar og Öxar hlutu náð fyrir aug- um nefndarinnar sem og millinöfnin Vattar og Þor. Skilyrði þess að nöfn fáist samþykkt eru að þau taki eignarfallsendingu eða hafi unnið sér sess í íslensku máli. Nafn skal samræmast íslensku málkerfi og ritað samkvæmt íslenskum ritreglum nema hefð sé fyrir öðru. Þá má nafn ekki vera þeim sem það ber til ama. Þóttu kvennmannsnöfnin Veronica, Franzisca, Dórat- hea og Josefine ekki uppfylla þessi skilyrði. Jósefín var þó samþykkt en úrskurðarbeiðandi sótti um það til vara yrði Josefine ekki talið uppfylla skilyrði laga. Karlmannsnöfnin Theo, Damian, Carlos og Styrr voru ekki talin uppfylla skilyrði laga um mannanöfn. Þrjú fyrstnefndu nöfnin þóttu ekki falla að íslensku máli. Styrr var hafnað þar sem ekki var talin hefð fyrir rit- hættinum þó það komi fram í fornum heimildum. Í úr- skurðinum segir að saga þess til forna sé stutt og því sé það ekki samþykkt. skulias@mbl.is Rúbar samþykkt, Styrr hafnað UM ÞESSAR mundir hefja um fjögur þúsund börn skólagöngu fyrsta sinni og upphaf skólagöng- unnar eru mikil tímamót í lífi for- eldra og barna. „Þær rannsóknir sem ég hef gert benda til þess að flest börn hlakki til að byrja í grunnskólanum en beri jafnframt nokkurn kvíða í brjósti og eftirsjá eftir leikskólan- um,“ segir dr. Jóhanna Einarsdótt- ir. Hún hefur gert nokkrar rann- sóknir á upplifun barna og foreldra við upphaf skólagöngunnar. Jó- hanna veitir forstöðu RannUng, sem er rannsóknarstofa í mennt- unarfræðum ungra barna við menntavísindasvið Háskóla Ís- lands. Áhrif foreldra á skólagöngu barna hafa verið könnuð í fjölda rannsókna og ljóst er að þeir gegna lykilhlutverki á þeim mikilvægu tímamótum í lífi barna sem upphaf skólagöngunnar er. Jóhanna segir að niðurstöðurnar bendi til þess að jákvæð sameig- inleg þátttaka þeirra í skólastarf- inu og jákvæð samskipti við skól- ann hafi áhrif á velgengni barna og vellíðan í skólanum. | 22 Ögurstund foreldra Ingibjörg Helga Baldursdóttir ritar grein um afleiðingar eineltis. Sonur hennar varð fyrir slæmu einelti í grunnskóla og barðist við afleiðing- arnar allt sitt líf. Hann fyrirfór sér fyrir stuttu. „… hann hafði ekki leng- ur bolmagn til að takast á við lífið – svo brotinn var hann eftir áralangar misþyrmingar,“ skrifar Ingibjörg. Hún bendir jafnframt foreldrum á leiðir til að fylgjast með líðan barna sinna í skólanum. | Miðopna Afleiðingar eineltis  4.000 börn hefja skólagöngu fyrsta sinni  Flest börn hlakka til en kvíða jafnframt fyrir  Foreldrar mikilvægastir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.