Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MENNINGARNÓTT 2008 heppnaðist mjög vel. Dagskráin var vel sótt og fór vel fram í alla staði. Þetta segir í frétta- tilkynningu frá aðgerðastjórn Menningarnætur. Hægt var að þaulkanna flesta kima íslenskrar menningar og mannlífs og nýttu ungir sem aldnir tækifærið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru um 90.000 manns á ferli í bænum í tilefni hátíðarhaldanna. Eins og þessar myndir sýna gekk mikið á í höfuðstaðnum þennan menningardag og -nótt og glatt var á hjalla þrátt fyrir rysjótt veður. skulias@mbl.is Regn Votviðrið mátti sín lítils gegn vel búnum bæjargestum. Harley Boðnar voru ökuferðir til styrktar langveikum börnum. Tískusýning Fatahönnuðurinn Særós Mist hélt tískusýningu. Kári Það mæddi nokkuð á tjöldum og regnhlífum í rokinu. Setning Nýr borgarstjóri, Hanna Birna, setti hátíðarhöldin. Fönk Þessir ungu fönkarar trylltu lýðinn fyrir utan Óliver. Kimar íslenskrar menningar kannaðir Morgunblaðið/Golli Engin leti í bæ Krakkar á öllum aldri tóku þátt í hinu margfræga Latabæjarhlaupi og bjart var yfir hópnum eftir hlaupið. Ljóðrænn Á ljóðrisa Nýhils mátti rýna í ýmsan kveðskap. Tónelsk Ljúfir tónar fylltu Gyllta köttinn gestum til yndisauka. Opið hús Utanríkisráðherra tók gestum í ráðuneytið fagnandi. Suðrænn dans Svo trylltur var dansinn í Austurstræti að sumum varð hreint ekki um sel. Kattarkonan lét sér þó hvergi bregða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.