Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 33
KVIKMYND Sambíóin Stjörnustríð: Klónastríðin (Star Wars: The Clone Wars) bmnnn Leikstjórn: Dave Filoni. Leikraddir: Matt Lanter, Ashley Eckstein ofl. Bandaríkin, 98 mín. Stjörnustríðsmyndirnar eftir George Lucas áttu sér lengi fastan sess í hugum og hjörtum kvik- myndaáhorfenda um allan heim enda mörkuðu þær á sínum tíma spor í hugarheim heillar kynslóðar. Eftir því sem árin liðu tók mynda- röðin á sig goðsögulegan blæ en það breyttist skyndilega árið 1999 þegar Lucas ákvað að snúa aftur í söguheim sinn með annan þríleik í farteskinu. Að þessu sinni var for- sögu fyrri myndanna lýst með áherslu á Anakin geimgengil og vegferð hans frá góðu til ills. Þeg- ar fréttist af fyrirætlunum Lucas mátti heyra kvikmyndaunnendur taka andköf af spenningi, en eftir frumsýningu þeirrar fyrstu mátti hins vegar heyra títuprjón detta, vonbrigðin voru slík að jafnvel harðsvíruðustu aðdáendur voru orðlausir. Ekki skánaði það með mynd númer tvö og þótt sumir hafi reynt að benda á að þriðja myndin hafi verið skást var ljóst að Lucas hafði með öllu mistekist að endurskapa þá hrifningaröldu sem fylgdi fyrri myndabálknum. Höfundur myndanna er þó ekki af baki dottinn því nú ber fyrir augu nýjstu birtingarmynd Stjörnustríðssögunnar, en það er teiknimyndin um Klónastríðin. Hér mun vera á ferðinni forleikurinn að teiknimyndaseríu um sama efni sem mun hefja göngu sína í haust á sjónvarpsstöðinni The Cartoon Network, en það segir sitt um sköpunarverk Lucas að nú eigi það sér helst athvarf í barnatímum í sjónvarpi. Söguþráðurinn á sér stað mitt á milli myndar númer tvö og þrjú í nýju seríunni og fjallar um það hvernig aðskiln- aðarsinnar reyna að gera Jedi- riddurum skráveifu með því að ræna syni Jabba the Hut og kenna riddurunum um. Söguþráðurinn skiptir reyndar ekki miklu máli, áherslan er hér á hraða og hasar en sennilegt er að þeim sem fylgst hafa með myndaröðinni svo ein- hverju nemi finnist einna skemmti- legast að kynnast fjölskyldu- aðstæðum Jabba, en hann spilaði stórt hlutverk í upphaflegu röð- inni. Annars er margt sérkennilegt við þessa mynd, einkum frumstæð myndhönnunin en teiknimyndafíg- úrurnar virðast einna helst inn- blásnar af spýtustráknum Gosa og hreyfa sig furðulega eftir því. Þetta er mynd sem yngstu áhorf- endur geta haft gaman af en það er Lucas og hans mönnum ekki til hróss að hafa hér endanlega dreg- ið Stjörnustríðsbálkinn endanlega niður á plan stirðbusalegrar barnamyndar. Heiða Jóhannsdóttir Enn hrapa geimgenglar Stjörnustríð Heimurinn dreginn niður á plan stirðbusalegrar barnamyndar. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2008 33 Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins 551 1200 | midasala@leikhusid.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl.12:30-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 12:30 til 20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um breyttan sýningartíma er að ræða. Stóra sviðið Skilaboðaskjóðan Sun 7/9 kl. 14:00 Sun 14/9 kl. 14:00 Ástin er diskó - lífið er pönk Lau 30/8 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 20:00 Sun 7/9 kl. 20:00 Engisprettur Lau 4/10 kl. 20:00 Fös 10/10 kl. 20:00 Kassinn Utan gátta Fös 17/10 frums. kl. 20:00 Lau 18/10 kl. 20:00 Kúlan Klókur ertu - Einar Áskell Lau 30/8 frums. kl. 15:00 U Sun 31/8 kl. 11:00 Ö Sun 31/8 kl. 12:30 Ö Sun 7/9 kl. 11:00 Sun 7/9 kl. 12:30 Sun 14/9 kl. 11:00 Sun 14/9 kl. 12:30 Brúðusýning fyrir börn Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Fló á skinni (Stóra sviðið) Fös 5/9 frums. kl. 20:00 U Lau 6/9 2. sýn. kl. 19:00 Ö Sun 7/9 3. sýn. kl. 20:00 Þri 9/9 aukas. kl. 20:00 U Mið 10/9 aukas.kl. 20:00 U Fös 12/9 4. sýn. kl. 19:00 Lau 13/9 5. sýn. kl. 19:00 Fim 18/9 aukas.kl. 20:00 U Fös 19/9 6. sýn. kl. 19:00 Ö Lau 20/9 7. sýn. kl. 19:00 Ö Lau 20/9 8. sýn. kl. 22:30 Fýsn (Nýja sviðið) Fös 12/9 frums. kl. 20:00 Lau 13/9 2. sýn. kl. 20:00 Sun 14/9 3. sýn. kl. 20:00 Fös 19/9 4. sýn. kl. 20:00 Lau 20/9 5. sýn. kl. 20:00 Sun 21/9 6. sýn. kl. 20:00 Gosi (Stóra sviðið) Sun 7/9 kl. 14:00 Sun 14/9 kl. 14:00 Sun 14/9 kl. 17:00 Sun 21/9 kl. 14:00 Sun 21/9 kl. 17:00 Sun 28/9 kl. 14:00 Leikfélag Akureyrar 460 0200 | midasala@leikfelag.is Óvitar (LA - Samkomuhúsið ) Lau 30/8 frums. kl. 20:00 Sun 31/8 kl. 18:00 Fös 5/9 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 20:00 Sun 7/9 kl. 15:00 Lau 13/9 kl. 20:00 Fjölskylduskemmtun Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Fös 29/8 kl. 20:00 U Lau 30/8 kl. 15:00 Lau 30/8 kl. 20:00 Ö Lau 6/9 kl. 15:00 Ö Lau 6/9 kl. 20:00 U Sun 7/9 kl. 16:00 Fös 3/10 kl. 20:00 U Lau 4/10 kl. 15:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Þrjár tilnefningar til Grímunnar Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Cavalleria Rusticana og Pagliacci Fös 19/9 frums. kl. 20:00 Ö Sun 21/9 kl. 20:00 Fim 25/9 kl. 20:00 Lau 27/9 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Sun 5/10 kl. 20:00 Fös 10/10 kl. 20:00 Sun 12/10 kl. 20:00 Forsala miða hafin á www.opera.is! Janis 27 Fös 3/10 frums. kl. 20:00 Fim 9/10 kl. 20:00 Lau 11/10 kl. 20:00 Fös 17/10 kl. 20:00 Lau 18/10 kl. 20:00 Forsala miða hafin á www.opera.is! Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík) Fim 4/9 kl. 20:00 Fim 11/9 kl. 20:00 Fim 18/9 kl. 20:00 Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Duo (Litla svið) Fim 16/10 1. sýn kl. 20:00 Fös 17/10 kl. 20:00 Fös 24/10 kl. 20:00 Lau 25/10 kl. 20:00 Sun 26/10 kl. 20:00 Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Mammamamma (Hafnarfjarðarleikhúsið) Sun 31/8 kl. 20:00 Ö Fim 4/9 kl. 20:00 Sun 7/9 kl. 20:00 Fim 11/9 kl. 20:00 Sun 14/9 kl. 20:00 síðustu sýningar BRESKI sjónvarpskokkurinn góð- kunni, Jamie Oliver, lætur „ósið- aða“ landa sína heyra það í nýju viðtali og segir þá frekar vilja „detta í það en borða vel.“ Í viðtali við Paris Match- tímaritið beinir kokkurinn vinsæli sjónum að ýmsu því sem honum þykir miður fara í menningu Breta. Oliver ber saman siði í Frakklandi, þar sem rótgrónir sið- ir varðandi mat og drykk eru haldnir í heiðri, og siði í heima- landinu. Hann segist til dæmis hafa fundið fjölbreytilegri mat í fátæktahverfum í Afríku en víða í Englandi, þar sem fólk hafi oft meiri áhuga á að drekka á pöbbn- um en borða vel. Varðandi þá tölfræði að um 80 prósent Breta hirði ekki lengur um að sitja til borðs á matmáls- tímum, sagði hann það einkenni á þeirri nýju fátækt sem orðin sé vandamál í Bretlandi. „Þetta hefur ekkert með mat- arskort eða stríð að gera – þvert á móti. England er eitt ríkasta land í heimi. Fólkið sem ég er að tala um á risastór sjónvarpstæki, nýj- ustu tegundir farsíma, og það fer og dettur í það á pöbbnum um helgar... fátæktin birtist í því hvernig það borðar.“ Drekka mikið – borða illa Þegar spyrill veltir fyrir sér hvort Bretar njóti ekki matarins þar sem þeir drekki svo mikið, segir Oliver að sú sé raunin. „Sögulega höfum við aldrei fram- leitt vín. En menning okkar teng- ist sterku áfengi og bjór. Eina fólkið sem drekkur meira en við eru Írar og Skotar.“ Varðandi matarmenninguna segir hann Breta hafa matreitt frábæran mat í fortíðinni, en sú sé ekki raunin nú. „Ólíkt Frökkum, og ég harma það, þá týndum við hefðunum. Matargerðarlist þróast ... samt sjáum við að ekkert hefur breyst í Frakklandi. Þetta er ekki dómur minn heldur skoðun. Ef við hugsum um frábæra veitingastaði, þá sýnist mér aðeins eitt land standast samanburð við Frakk- land og það er Japan.“ Það kemur kannski ekki á óvart að Jamie Oliver hefur hug á að gera sjónvarpsþætti í Frakklandi. Jamie Oliver gagnrýnir breska siði Reuters Harðorður Jamie Oliver fær koss frá eiginkonunni eftir að hafa tekið við orðu frá Bretadrottningu. Í grein í liðinni viku, um að kvik- myndin Astrópía yrði sýnd á hátíð í Texas kom fram að myndin héti Dorks & Damsels erlendis. Það er ekki rétt, því myndin heitir Astr- opia, hvar sem hún er sýnd. Beðist er velvirðingar á þessari rangfærslu. Leiðrétting POPPDROTTNINGIN Madonna hóf tón- leikaferð sína um heiminn í Cardiff í Wales á föstudagskvöldið. Ferðina kallar hún Klístr- að og sætt, eða Sticky & Sweet, og hefst hún í kjölfarið á fimmtugsafmæli söngkonunnar í liðinni viku. Fjörutíu og níu tónleikar eru á dag- skránni og strax á fyrstu tónleikunum sást hvernig á því stendur að 250 manns vinna fyrir Madonnu á tónleikaferðinni. Sam- kvæmt fyrstu fréttum flutti Madonna úrval sinna vinsælustu laga, á meðan hún dansaði um sviðið, skipti oft um klæðnað, og um- hvergis hana fettu sig og brettu margir dansarar og tónlistarmenn. Madonna heldur út í heim Reuters Glæsisýning Madonna var dyggilega studd her dansara og hljóðfæraleikara og glæsikerrur óku á svið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.