Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2008 31 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞAÐ ER AÐ KOMA LEST TILBÚINN... VIÐBÚINN... AF STAÐ! ÞVÍLÍKUR HRAÐI! HANN ER KOMINN AFTUR ? VIÐ VERÐUM AÐ FINNA EFTIRMYNDINA AF MÉR ÁÐUR EN HANN KEMUR MÉR Í VANDRÆÐI ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ ÉG ER EFTIRMYND AF KALVIN! HANN ER UPPI Í HERBERGINU SÍNU! SJÁÐU! ÞAÐ ER ENGINN HÉRNA INNI! HÆTTU ÞESSUM LÁTUM OG TAKTU TIL Í HERBERGINU KALVIN ? ÉG SÉ HANN EKKI, HOBBES. KANNSKI FÓR HANN ÚT VIÐ ÆTTUM AÐ DRÍFA OKKUR. MÉR HEYRIST MAMMA ÞÍN VERA Á LEIÐINNI ENGIN FÍFLA- LÆTI. ÚR JAKKANUM „Í GEGNUM BRÚNA OG YFIR GÖNGIN“ ANSANS!! MÉR TEKST EKKI AÐ REIMA SKÓNA MÍNA ÞÉR TEKST ÞAÐ ALDREI MEÐ ÞESSU MÓTI ÞAÐ ER, „YFIR BRÚNA... ...OG Í GEGNUM GÖNGIN“ NEI, BARA MÓÐIR MÍN ADDA FÓR Á NÝJA BLÆJUBÍLNUM FYRIR MÖRGUM KLUKKUTÍMUM SÍÐAN ÞARNA ER HÚN! GUÐI SÉ LOF! ÉG VERÐ AÐ JÁTA AÐ ÞETTA ER ANSI GÓÐUR BÍLL! ÉG HEFÐI ALDREI ÁTT AÐ KAUPA HANN ÁN ÞESS AÐ LÁTA HANA VITA. HÚN ER SVO REIÐ AÐ HÚN KEMUR ALDREI AFTUR MÉR VAR BOÐIÐ AÐ LEIKA Í KVIKMYND ÞANNIG AÐ ÉG ÞARF EKKI LENGUR Á ÞÉR AÐ HALDA EN ÞÚ MÁTT EKKI BREGÐAST MÉR! ÞÚ ÆTLAÐIR AÐ SEGJA HEIMINUM HVERSU MIKIÐ ÞÚ ELSKAR KÓNGU- LÓARMANNINN ELSKA HANN? ÉG ÞEKKI HANN EKKI Æ, NEI... Velvakandi ÞESSI unga dama er með allt til alls og bregður yfir sig regnhlífinni ef dropar detta úr lofti meðan hún gengur um með vagninn sinn í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Ómar Á göngu í Hafnarfirði Mistök BNA í Írak – slæmar afleiðingar BANDARÍKIN eru ungt land þótt öflugt sé og eitt fjölmennasta ríki heims. En takmörkuð reynsla þess í alþjóða- málum hefur reynst því fjötur um fót. Versta dæmið er þó innrásin í Írak og einnig árásin á Afganistan. Þessi mis- tök hafa reynst BNA afdrifarík og þeim á eft- ir að reynast erfitt að búa við afleiðingar þeirra. Það færi því best á því að þau byrjuðu sem fyrst að draga í land og bæta fyrir mistökin. Hvort sem það verður McCain eða Obama sem tekur við stjórnartaum- unum í Washington liggur það í aug- um uppi að breyta verður um stefnu. Maður veltir því fyrir sér hver var hin raunverulega ástæða þess að BNA gerðu árásir á þessi lönd. Því verður ekki svarað hér en það mun koma í ljós í fyllingu tímans. CIA var kunn- ugt um að upplýsingar, sem komu frá andstæðingum Saddams Husseins, um gjöreyðingarvopn Íraka og stuðn- ing þeirra við hryðjuverkasamtök voru fölsk. Ríkisstjórn Bush hlustaði ekki á það. Hvers vegna? Það voru mikil mistök hjá BNA að fella Sadd- am. Hann var í reynd sterkasti bandamaður þeirra gegn al-Qaeda. Þau samtök þrifust ekki í Írak undir stjórn Saddams Husseins. Önnur slæm mistök voru að leysa upp íraska herinn. Það var eina aflið sem gat haft stjórn á landinu. Afleiðingin varð sú að margir hópar öfgasinna vaða þar uppi nú og al-Qaeda á þar sterk ítök. Talibanar í Afganistan höfðu heldur ekki neitt með þessi hryðjuverkasam- tök að gera. Ekki fyrr en eftir hinar misráðnu innrásir í Írak og Afgan- istan. Upptök al-Qaeda eru í Sádi-Arabíu og þau voru reyndar í samvinnu við BNA meðan á innrás Sovétmanna í Afganist- an stóð. Það hefur ekk- ert land getað ráðið Afg- anistan. Alexander mikli reyndi það, breska heimsveldið reyndi það, stórveldið Sovétríkin reyndi það, en öllum mistókst. Karsai, forseti Afganistans, sagði reyndar við Ingi- björgu okkar Sólrúnu þegar hún var í heimsókn hjá honum, að Ísland og Afganistan ættu eitt sameiginlegt, bæði löndin hefðu sigrað Breta í stríði! Í okkar tilfelli átti hann við þorska- stríðin að sjálfsögðu. Afleiðingin af Íraksstríðinu verður að öllum líkind- um sú að landið mun skiptast upp í þrjú ríki. Ríki sjíta í suðri, sem verður háð Íran og bandamaður þess, ríki sunníta í miðju og ríki Kúrda í norðri. Hverjar lyktir átakanna í Afganistan verða er ekki gott að segja um. Þar hafa héraðshöfðingjar og mismunandi þjóðflokkar ætíð ráðið ríkjum á sínum svæðum. Einhvers konar samningum verður þó að koma á ef átökunum á að ljúka. En eitt er víst, enginn getur unnið þetta stríð. Ég vona að BNA fari nú að hrista af sér álögin af 9/11 og fari að taka á málum eins og sönnu heimsveldi ber að gera. Hermann Þórðarson, Eskivöllum 9b, Hafnarfirði.     Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Kaffi og blöð kl. 9, vinnu- stofa kl. 9, félagsvist kl. 13.30. Árskógar 4 | Bað kl. 9, handavinna kl. 9, smíði/útskurður kl. 9, vist kl. 13.30. Félag eldri borgara í Kópavogi | Félags- vist í Gullsmára á mánud. kl. 20.30 og í Gjábakka á miðvikud. kl. 13. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Berjaferð 28. ágúst og er brottför frá Gjábakka kl. 13 og Gullsmára kl. 13.15. Ekið um Kleifarvatn, Selvog og að Strand- arheiði. Kaffihlaðborð á Hótel Hlíð. Jafnvel litið á ber í Grafningi. Skráning og uppl. í félagsmiðstöðvunum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, kaffitár með ívafi (í sal á skrifstofu) kl. 13.30. Skrifstofa opin virka daga kl. 10-16. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinnu- stofan opin, lomber kl. 13. Kynning á starfsemi í Gjábakka í vetur verður 26. ágúst kl. 14. Ýmsir hópar kynna m.a. FEBK og Glóð, skráning á námskeiðin. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postulíns- hópur kl. 9, ganga kl. 10, matur, handa- vinna kl. 13. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Gönguhópur, matur og kaffi, Jónshús er opið til kl. 16. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Púttkennsla við Hlaðhamra á mánud. og föstud. kl. 14. Áhöld lánuð. Uppl. í síma 586-8014, eftir hádegi. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, m.a. tréútskurður og handavinna, sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.50. Frá hádegi spila- salur opinn. Kl. 16 er fundur hjá Gerðu- bergskór, nýjir félagar velkomnir. Mið- vikud. 25. ágúst er ferðalag til Sandgerðis o.fl. skráning á staðnum og s. 575-7720. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, bæna- stund kl. 10, matur, kaffi. Létt gönguferð á Þingvöll 27. ágúst, sem hefst við brún Al- mannagjár. Þaðan verður gengið í Skógar- kot og síðan Vatnskot. Gangan tekur um 1,½-2 tíma. Farið frá Hraunbæ kl. 12.40. Verð 2.500 kr. Skráning á skriftstofu og í síma 411-2730. Hraunsel | Félagsmiðstöðin opnuð kl. 9, ganga kl. 10, handmennt og gler kl. 13, fé- lagsvist kl. 13.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Kaffi og spjall kl. 9.30, sögustund og spjall kl.10.30, handverks- og bókastofa opin kl.11.30, kaffiveitingar, söng- og sam- verustund kl. 15, hárgreiðslust. s. 862- 7097, fótaaðgerðast. s. 552-7522. Vesturgata 7 | Hárgeiðsala og fótaað- gerðir kl. 9-16, handavinna kl. 9.15-15.30, matur og kaffi. Vitatorg, félagsmiðstöð | Morgunstund kl. 9.30, handavinnustofan opin allan dag- inn, boccia kl. 10, framhaldssaga kl. 12.30, stóladans kl. 13.15, spilað kl. 13. Skráning á námskeið hafin. Uppl. í síma 411-9450. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin kl. 17-22. Bænir kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir til viðtals í kirkjunni og eftir samkomulagi í s. 858-7282. Kristniboðsfélag karla | Fundur kl. 20. Skúli Svavarss. sér um Biblíulestur. Vídalínskirkja Garðasókn | Vettvangs- ferð á morgun, 26. ágúst, kl. 13-16.30. Farið til Hveragerðis, ekið um virkjunar- svæðið í Hveradölum, Álnavörubúðin heimsótt, kaffi á Hafinu bláa. Skráning í síma 895-0169.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.